Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT [■ 1 > Óhugnanleg sjón blasti við björgunarmonnum á akurlendi við bæinn Charkhi Dadri á Indlandi i Brunninlík flutt úr braki flugvélanna Charkhi Dadri. Reuter. HRYLLILEGAR afleiðingar áreksturs tveggja flugvéla vestur af Nýju-Delhí á Indlandi í fyrradag komu að fullu i ljós þegar birta tók í gær. Björgunarsveitir luku við að flytja 312 brunnin lík úr braki ann- arrar flugvélarinnar, Boeing 747 þotu frá Saudi-Arabian Airlines, sem lá á mustarðs- og baunaakri um 80 km vestan við indversku höfuðborgina. Alls fórst 351 maður í þessum mannskæðasta flugvéla- árekstri sem orðið hefur í lofti. Björgunarsveitirnar notuðu dráttarvélakerrur til að flytja líkin úr brakinu. Boeing-þotan er talin hafa hrapað í þremur hlutum og reyk lagði enn frá brakinu í gær- morgun. Þakið hafði farið af bol þotunnar og meginhluti hennar gjöreyðilagðist. Aðeins stélið var nokkurn veginn heilt. Sæti þotunnar, matarvagnar og óbrotið leirtau voru innan um ferða- töskur, bréf og myndir á víð og dreif á akrinum. Nokkrar töskur voru tómar og íbúar í nágrenninu sögðu að stolið hefði verið úr þeim. „Það er mjög sorglegt að fólk skuli hegða sér svona,“ sagði indverskur kaupsýslumaður á staðnum þegar lögreglan reyndi að halda fólki frá brakinu. Lýst yfir þjóðarsorg Lýst var yfir þjóðarsorg á Ind- landi og nemendur voru sendir heim eftir tveggja mínútna bæna- stund í skólunum. Indverskir her- menn aðstoðuðu við björgunar- starfið eftir að hafa gengið frá lendingaraðstöðu fyrir þyrlur og komið upp fjarskiptastöð á staðn- um. Brak flutningavélar af gerðinni Ilyushin 11-76 frá Kasakstan var Reute ÆTTINGJAR sumra þeirra, sem fórust með saudi-arabísku þotunni, biðu í gær fyrir utan sjúkrahús í Charkhi Dadri eftir að fá afhentar líkamsleifarnar. sex kílómetrum frá Boeing-þotunni eftir að hafa rekist á hana í flugi. Með flutningavélinni fórust 28 far- þegar og tíu manna áhöfn. Sáu eldkúlur falla Bandarískur herflugmaður kvaðst hafa séð séð skært ljós þeg- ar flugvélarnar rákust á og síðan tvær eldkúlur falla til jarðar. Ind- verskur lögreglumaður sagðist hafa orðið fyrstur á staðinn. „Ég sá eldkúluna og hélt af stað á eftir flugvélinni," sagði hann. „Ég heyrði mikla sprengingu." Kona, sem var að elda mat utan- dyra í nálægu þorpi, sagði að svo virtist sem flugmenn saudi-arab- ísku þotunnar hefðu reynt að af- stýra því að hún hrapaði á þorpið. „Ég sá flugvélina fara í tvo hringi um svæðið. Hún var í logum,“ sagði konan í samtali við fréttaritara Reuters. I I' > | i I í I i MESTU FLUGSLYSIN 350 manns fórust þegar Boeing 747 farþegaþota og llyushin-flutninga- fiugvel rákust saman yfir Indlandi. Þetta er mesta slys, sem orðið hefur með þesum hætti. Ilyushin 11-76 Boeing 747 583 fórust 27. mars 1977 Tvær Boeing 747, frá KLM og Pan Am flugfélögunum, rákust saman á flugbraut í Tenerife á Kanaríeyjum. / — Boeing 747 520 fórust 12. ágúst 1985 Boeing 747 frá Japan Airlines flaug inn í fjallshlíö í Japan. Fjórir lifðu af. Antonov-32 350 fórust 8. janúar 1996 A.m.k. 350 fórust þegar rússnesk Antonov-32-flutningaflugvól hrapaðí niöur á markað (Kinshasa í Zaire. DC-10 346 fórust 3. mars 1974 DC-10 frá Turkish Airlines hrapaði skömmu eftir flugtak frá Orly í París. Boeing 747 329 fórust 23. júní 1985 Boeing 747 frá Air India hrapaði í sjóinn úti af írlandi, augljóslega eftir sprengingu. Lockheed TriSlar 301 killed: August 19,1900 Eldur kom upp ÍTriStar-þotu frá Saudi Arabian Airlines á flugvellinum i Riyadh og allir fórust. AirbusA-300 290 fórust 3. júlf 1988 Fyrir mistök var Airbus-þota frá Iran Air skotin niður af bandarísku herskipi. DC-10 273 fórust 25. ir«í1979 iÍÍÍÍIÍttÍÍ DC-10 frá American Airlines hrapaði eftir flugtak frá Chicago. Allir fórust og tveir menn á jörðu niðri. Boeing 747 270 f órust 21. desember 1988 Boeing 747 Pan American World Airways hrapaði yfir bænum Lockerbie í Skotlandi eftir að sprengja hafði sprungiö um borð. Boeing 747 269 fórust 1. september 1983 lii Sovésk orrustuþota skaut niður Boeing 747 frá Korean Airlines eftir að vélin var komin inn fyrir sovéska lofthelgi nálægt Sakhaiín. REUTERS Handtöku mótmælt Moskvu. Reuter. Hrakfallasaga flugfélaga í Sovétríkjunum fyrrverandi • I Fjárvana fyrirtæki og viðhaldið of lítið, Almaty. Reuter. Reuter ELDURINN slökktur i flaki saudi-arabísku Jumbo-þotunnar. Það hafnaði á akri við þorpið Charkhi Dadri. TALSMAÐUR rússnesku leyniþjón- ustunnar gagnrýndi í gær harkalega handtöku fyrrverandi Sovétnjósnara í Bandaríkjunum í liðnum mánuði og sagði atburðinn geta skaðað mjög samskipti ríkjanna. Njósnarinn, Vladímír Galkín, skýrði á sínum tíma frá fyrrverandi starfa sínum er hann undirritaði skjöl til að fá áritun sem ferðamaður til Bandaríkjanna. Alríkislögreglan, FBI, handtók Galkín samstundis við komuna til New York og er búist við að lögð verði fram ákæra á hendur honum fyrir að hafa reynt að komast yfír gögn um geimvarnaáætlun Banda- ríkjanna fyrir sovésku leyniþjón- ustuna. Rússar segja að brotið hafa verið heiðursmannasamkomulag ríkjanna um að fyrrverandi njósnarar úr kalda stríðinu skyldu látnir óáreittir. Tals- maður leyniþjónustu Rússlands (SVR), Tatjana Samolís, lýsti furðu sinni á handtökunni og sagði að gripið yrði gagnaðgerða en ekki væri búið að ákveða hveijar þær yrðu. „Ef Rússar gerðu slíkt hið sama við fyrrverandi njósnara Bandaríkja- manna myndi sjötti floti þeirra verða sendur upp Moskvufljótið,“ EKKI er enn vitað hvað olli flug- slysinu yfír Indlandi á þriðjudag en segja má, að í þessu máli séu tveir hlekkir veikastir. Annars veg- ar flugumferðarstjórnin í Nýju Delhi og hins vegar KazAir, ka- sakstanska flugfélagið, sem gerði út Ilyushin-flutningaflugvélina. Flugvélar frá sovétlýðveldunum fyrrverandi hafa lent í mörgum slysum á síðustu árum enda eru fyrirtækin, sem gera þær út, jafnt ríkis- sem einkafyrirtæki, yfírleitt fjárvana og reksturinn allur í skötulíki. Þegar Sovétríkin leystust upp, var gamla ríkisflugfélaginu Aero- flot skipt upp á milli lýðveldanna. Fékk Kasakstan eitthvað í sinn hlut eins og önnur og utan um þessar reytur var síðan stofnað flugfélagið Kazakhstan National Airways eða KazAir. Það hætti hins vegar rekstri í ágúst sl. vegna fjárhagserfiðleika, skuldaði þá 8,9 milljarða kr., og vegna þess, að það gat ekki lengur uppfyllt öryggis- kröfur. Leigðar út Ilyushin-flutningaflugvélin, sem rakst á Boeing-breiðþotuna yfir Indlandi, var í eigu KazAir en að þessu sinni í leiguflugi fyrir fyrir- tæki í Bishkek, höfuðborg Kírgíst- ans. Var lagt upp frá borginni Chimkent í Suður-Kasakstan og eins og komið hefur fram voru far- þegamir 28, margir Kírgísar, og 10 manna áhöfn. Sérfræðingur í tryggingamálum flugfélaga sagði í viðtali við Reut- ers-fréttastofuna, að flugfélög í Kasakstan hefðu átt í erfiðleikum með að fá alþjóðlegar tryggingar vegna ástands öryggismála í land- inu. Væru ýmis dæmi um óhöpp og mætti meðal annars nefna, að kviknað hefði í Tupolev Tu-154 í flugtaki frá Kíev í júlí í sumar. Fór þó betur en á horfðist í fyrstu og slasaðist enginn. Fjárskorti og gífurlegri sam- keppni er oft kennt um ástandið í flugmálum í Sovétríkjunum fyrr- verandi en framleiðendur flugvél- anna bera af sér alla sök á tíðum slysum. Segja þeir, að lítið viðhald og ofkeyrðar áhafnir séu meginá- stæðan. Mikil slysasaga Ilyushin-flutningavélarnar, sem voru mjög algengar í sovéska flot- anum og eru nú oft leigðar af fyrir- tækjum með lítil fjárráð, hafa kom- ið við sögu í mörgum slysum und- anfarin ár. í júní fórst úkraínsk 11-76 eftir flugtak í Kinshasa í Zaire og kom niður á markaðstorg með þeim af- leiðingum, að 350 manns að minnsta kosti fórust. I ágúst fórst rússnesk Ilyushin við Belgrað með 10 manna áhöfn og í apríl týndu 12 manns lífi þegar önnur hrapaði á Kamtsjatka. I síðasta mánuði hrapaði Antonoy-124-flutninga- flugvél í Torínó á Ítalíu og í ágúst fórust 140 manns þegar rússnesk Tupolev Tu-154 flaug inn í fjalls- hlíð á Svalbarða. Eftir slysið á Kamtsjatka sagði bandaríska flugmálastjórnin, að rússnesk flugfélög ,stæðust varla öryggiskröfur" en „frægasta" slys síðustu ára varð í mars 1994. Þá fórust 70 manns þegar Aeroflot- flugstjórinn á Airbus A310 leyfði syni sínum að taka aðeins í stýrið yfír Síberíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.