Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 33 * Island í brennidepli í Essen ÍSLAND var í brennidepli á svokölluðum Norðurlandadög- um, sem haldnir voru í Essen í Þýskalandi nýlega. Þar voru kynntar íslenskar bókmenntir og kvikmyndir, íslenskur matur var borinn fram og myndlistar- maðurinn Tolli hengdi upp verk sín. Einnig var sýning á íslenska hestinum og nokkur fyrirtæki kynntu vörur og þjónustu. Það var fyrirtækið Nordis sem stóð fyrir kynningunni. Við opnun kvikmyndahátíðar mætti fjöldi manns til að hlusta á Frið- rik Þór Friðriksson, Hrafn Gunnlaugsson og Einar Kára- son ræða um íslenska kvik- myndagerð, en umræðunum var stjórnað af þekktum þýsk- um útvarpsmanni að nafni Wolfgang Schiffer. Að þeim loknum voru sýndar myndirnar Á köldum klaka og Hrafninn flýgur. Næstu daga fengu Þjóð- verjar að sjá fleiri norrænar kvikmyndir, þar á meðal ís- lenskar. Um 70 manns komu saman fyrir hádegi á föstudag til að hlýða á Einar Má Guð- mundsson og Einar Kárason lesa úr verkum sínum á þýsku. Skömmu síðar var málverka- sýning Tolla opnuð á veitinga- stað í borginni sem einnig hafði íslenskan mat á boðstólnum meðan á hátíðinni stóð, en það var Rúnar Marvinsson mat- reiðslumaður sem sá um kræs- ingarnar. Á laugardegi var haldin kaupstefna og fór samhliða fram ýmislegt sem tengdist henni, svo sem tískusýning. Einnig fengu gestir að sjá ís- lenska hestinn leika listir sínar. Þau Ingi Gunnar Jóhannsson og Alda Sigmundsdóttir fluttu fjölbreytta dagskrá með þjóð- lögum, lestri úr íslenskum bók- menntum og skyggnumyndum frá íslensku menningar- og þjóðlífi. Ingimundur Sigfússon, sendiherra íslands í Þýskalandi, opnaði kaupstefnuna og var einnig heiðursgestur í kvöld- verðarboði þann sama dag. Rannver með fyrir- lestur RANNVER H. Hannesson forvörð- ur heldur fyrirlestur í Ljósmynda- miðstöðinni Myndási, Laugarás- vegi 1, í kvöld, fimmtudag kl. 20. Rannver mun tala um frágang og geymslu á filmum og ljós- myndapappír, hvaða umbúðir eru heppilegastar fyrir filmur og papp- ír. Hvað hafa skal í huga þegar ljósmyndir eru rammaðar inn hvaða efni eru skaðleg filmum og pappír og margt fleira. Aðgangseyrir er 400 kr. en 200 kr. fyrir meðlimi Loka. Framlengt Augnablik SÝNING Ingó, Augnabliki, sem staðið hefur í galleríi Míró undan- farið, hefur verið framlengd til 30. nóvember. Á sýningunni eru ljós- myndir unnar með blandaðri tækni. Gallerí Míró, Fákafeni 9, er opið á verslunartíma. Skúlptúr í Slunkaríki GUÐJÓN Ketilsson opnar sýningu í Slunkaríki á laugarag kl. 16. Hann mun sýna einn skúlptúr sem er samsettur af mörgum einingum. Guðjón lærði list sína hér heima og í Kanada og á að baki margar sýnignar hér heima og erlendis. Sýningin stendur til 8. desem- ber. Slunkaríki er opið frá fimmtu- degi til sunnudags frá kl. 16-18. Upplestur í Gerðarsafni í DAG fímmtudag 14. nóvember heldur upplestrarröð á vegum Rit- listarhóps Kópavogs áfram í kaffi- stofu Gerðarsafns milli kl. 17 og 18. Gestir þessa vikuna verða Andri Snær Magnason, Björgvin Ívar og Magnúx Gezzoon. „Félagarnir hafa frjálsar hendur á kaffistof- unni um fjörtíu mínútna skeið og leika jafnvel lausum hala“, .segir í kynningu. Sýningu á tússteikningum að ljúka SÝNINGU Sigurbjörns Ó. Krist- inssonar á tússteikningum í Gall- eríi Jörð, Reykjavíkurvegi 66 í Hafnarfirði, lýkur á laugardag. Stórverslun e i n e s t a r í New York KRINGLUNNI M-b-i SINI 53B li adidas Rétt verð, OpnunartJ lO'S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.