Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR stjórnbúnaður Þú finnur j varla betri j lausn. í = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 Til varnar Sam- einuðu þjóðunum SVANFRÍÐUR Jónasdóttir, hv. 6. þingmaður Norðurlands eystra, réðst um daginn í þingsölum Al- þingis allharkalega á Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO. Vændi hún stofn- unina m.a. um „hræðsluáróður" og fyrir að „stilla upp áróðursstöðu fyrir þá sem vantar vopn gegn fiskveiðiþjóðum eins og okkur“. Meinlegar villur Það sem knýr Svanfríði til gífur- vrðanna er setning í þingsályktun- - * KYNNING í Ingólfsapóteki í dag, fimmtudaginn 14. nóv., kl. 14-18 VICHY LABORATOIRES HEILSULIND HUÐARINNAR Kaneho -cngu líkt J KANEBO KYNNING I DAG OPNAR SNYRTIVÖRUVERSLUNIN EVITA AÐ NYJU I NYJU KRINGLUNNI. SÉRFRÆ.ÐINGUR FRA KANEBO VERÐUR A STAÐNUM i DAG OG Á MORGUN. VERIÐ VELKOMIN. Kaneho Art through Technology japaaskar s'nyríívörur artillögu þar sem vís- að er til skýrslu FAO um ástand fiskstofna og sjávarfangs í heim- inum. Þingsályktun- artillagan er um full- gildingu íslands á ákvæðum hafréttar- samnings Sameinuðu þjóðanna um verndun deilistofna og víðför- ulla fiskstofna og stjómun veiða úr þeim. Setningin í þingsályktunartillög- unni er þessi: „Er nú svo komið að um 70% fiskstofna í heiminum eru fullnýttir, ofnýttir eða að hruni komnir samkvæmt skýrslu Mat- væla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO.“ Við þennan lestur rann Svanfríði svo kalt vatn milli skinns og hörunds að hún ákvað að líta betur á skýrsl- una. Þar sem málið er mér að vissu leyti skylt vil ég gjarnan leiðrétta meinlegar villur sem koma fram í þingsályktunartillögunni og mál- flutningi Svanfríðar. Ég þekki bærilega til ýmissa skýrslna hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna, þ. á m. fiskiskýrslna FAO, en við þær hef ég m.a. stuðst í kennslu við Háskóla íslands. Sé þess nokkur kostur er ávallt mikilvægt að skoða gögn frá fyrstu hendi, eins og Svanfríður gefur í skyn að hún hafi gert. Ekki síst er þetta mikilvægt þegar þingmenn eiga í hlut, því ég geri því skóna að í hinum harða stjórn- Hilmar J. Malmquist málaheimi hagsmuna- afla steðji að þing- mönnum alls kyns efni misjöfn að gæðum. Það er hins vegar mjög ámælisvert ef ekki tekst betur til en svo, að farið er rangt með frumgögn og þau afbökuð, sem hefur einmitt gerst í þessu máli. Þetta er afskap- lega slæmt því að hér eru til umfjöllunar grundvallarhagsmun- ir þjóðarinnar, eins og þingmenn hafa rétti- lega bent á. Skal nú rakið nánar hvar mönnum varð á í messunni. Þingsályktunartillagan Setningin í þingsályktunartil- lögunni er vægast sagt ónákvæm þýðing á því sem kemur fram í Meðhöndlun gagna úr FAO-skýrslunni, segir Hilmar J. Malmquist, er dæmi um fljótfærni. Heildsöluverð! Nærfatasett 95% bómull 5% teyja kr 890 Litir: Hvítt/perluhvítt Staerðir: 34 - 38. (75 - 85) A/B/C Nýtt kortatímabil Póstsendum Opnunartími: Mán - fös. kl 11 - 18. Laugard. kl 11 - 14. cos Glæsibæ, sími 588 5575 FAO-skýrslunni, en á bls. 6 stend- ur m.a.: „í byrjun tíunda áratug- arins voru u.þ.b. 69% af hefð- bundnum nytjategundum heims fullnýttar, ofnýttar, rányrktar eða að byggjast upp eftir rányrkju.“ Ég vil benda lesendum sérstak- lega á orðin „hefðbundin“ og „nytjategundir" og bera þau sam- an við setninguna í þingsálykt- unartillögunni. Á bls. 8 í FAO-skýrslunni kem- ur fram sundurliðun á þessum 69% og er tekið skýrt fram að um er að ræða bæði stofna fisks og skel- fisks (krabba- og lindýr). Auk þess er bent á að tölurnar eiga við um tiltæk gögn, en í mörgum tilfellum byggist nýting á sjáva- rauðlindum ekki á neinum hald- bærum vísindagögnum og því er oft ekkert vitað um ástand nytja- stofna. Sundurliðunin á prósent- unum 69 er eftirfarandi: „44% voru annaðhvort fullnýttir eða undir þungri sókn, 16% voru of- nýttir, 6% voru rányrktir og 3% voru á hægri uppleið eftir of- veiði.“ Tekið er fram að undir orð- takið „fullnýttir eða undir þungri sókn“ falli þeir stofnar sem nýttir eru skv. líkönum um hámarks jafnstöðuafla. Fullyrða má að í dag ríki einhugur meðal allra helstu fiskifræðinga hér heima og erlend- is um að gallar við framkvæmd veiðistjórnunar skv. þessu líkani séu óviðunandi og leiði ekki til sjálfbærrar nýtingar. Til árétting- ar þessu má t.d. benda á að einn stærsti þorskstofn í Atlantshafi, við austanverða strönd Kanada, hrundi gjörsamlega fyrir skömmu þrátt fyrir eða öllu heldur vegna líkansins um hámarks jafnstöðu- afla. Afbrigði af þessu líkani var til skamms tíma notað við veiði- stjórn þorskstofnsins hér heima eða þar til í óefni var komið og nýtt, íhaldssamara kerfi og öllu meira á sjálfbærum nótum var samþykkt árið 1995. Svanfríður segist hafa séð setn- inguna í þingsályktunartillög- unni ... „ganga aftur og aftur í ýmsum gögnum og étur þar hver upp eftir öðrum“. Nú verður Svan- fríður ekki sökuð um hina slöppu þýðingu. Það breytir ekki hinu að Svanfríður heldur áfram að éta vitleysuna upp, eftir að hafa kynnt sér FAO-skýrsluna. í ræðu hennar á Alþingi talar hún um fiskstofna þegar greinilega er átt bæði við stofna fisks og skelfisks. Þá lætur hún þess ógetið að tölurnar eiga við um tiltæk gögn. Jafnframt hengir hún á meinta fiskstofna ýmsar prósentutölur um ástand þeirra og virðist hún grípa þær tölur úr lausu lofti. Auk þess túlk- ar hún ástand meintra fiskstofna með allt öðrum hætti en FAO. Svanfríður kemst m.a. að því að „43% fiskstofna eru fullnýttir, þannig að um er að ræða sjálf- bæra nýtingu í jafnvægi." Auk þess að skilja ekki á milli stofna fisks og skelfísks gengur túlkun Svanfríðar á ástandi stofna þvert gegn áliti FAO um hið sama. Túlk- un FAO er tvímælalaust í sam- ræmi við ráðandi skoðanir innan nútíma fískifræði, sem hafnar hugtakinu um hámarks jafnstöðu- afla. Svanfríður segir einnig að í FAO-skýrslunni standi: „að 23% fískstofnanna séu vannýttir og jafnframt að 9% fískstofnanna séu ónýttir með öllu.“. Hvergi í skýrsl- unni er stafkrókur fyrir slíkum staðhæfíngum. Það er við hæfí að ljúka skáld- skaparþætti Svanfríðar með henn- ar megin niðurstöðu: „75% fisk- stofnanna í heiminum eru vannýtt- ir og eðlilega nýttir og 3% að auki á batavegi, eða að um 80% fisk- stofna í heiminum eru bara í bæri- legu lagi, takk fyrir!" Viðkvæmir Meðhöndlun gagna úr FAO- skýrslunni í þingsályktunartillög- unni og í málflutningi Svanfríðar eru dæmi um fljótfæmi. Framlag Svanfríðar í þessu umhverfismáli er ómálefnalegt og hafí hún lesið FAO-skýrsluna get ég ómögulega skilið hvernig hún ruglast á hug- tökum og hundraðshlutum. Ræða Svanfríðar á að mínu mati lítið skylt við þau sjónarmið sem vilja að maðurinn stígi öllu léttar til jarð- ar en hann hefur gert hingað til. Skýrsla FAO er þörf áminning um að nýting á mörgum helstu fisk- og skelfiskstofnum heims, fyrr sem nú, sé hvorki vænleg fyrir komandi kynslóðir né i góðu vistfræðilegu samhengi. Rétt er að taka fram að tölur FAO um ástand fisk- og skelfiskstofna ná einungis til fjölda stofna, en ekki lífþunga þeirra. Enginn sem fylg- ist með alþjóðaumræðu um um- hverfismál og sjávarútveg, einkum á vettvangi vísindarita, ætti að velkjast í vafa um það, að flestir stærstu, hefðbundnu nytjafísk- stofnar heims, þ. á m. þorsk- stofnar i Atlantshafi, lýsingur, ýsa, karfi, ansjósa, túnfiskur og ýmsar flatfiskstegundir hafa verið ofveiddir og eru í þannig ástandi nú að þeir skila fæstir langtíma hámarksafrakstri, sem nútíma veiðistjórnun stefnir að. íslenski þorskstofninn fellur hér undir og ástand hans er það slæmt að hann á tvímælalaust heima á válista Alþjóða náttúruverndarsamtak- anna, IUCN, í flokknum „við- kvæmur" (vulnerable). Höfundur er doktor í líffræði. i* ■3E. / Æ ViénLfmðii rtovLm « C<k&ltzm:ék cé’finílf Námskeið í Reiki - Heilun 1og 2 Námskeið í Rciki -Heilun 1 fer fram í Rvík dagana 1ó og 17 Nóv. Rciki - Heilun 2 fer fram kvöldin 18-19-20 Nóv. Kennari cr Rafn Sigurbjörnsson Reiki-meistari. Uppl.og skráning í síma 565 2309 á morgnana og kvöldin. Er mcð Rciki námskeið í hverjum mánuði.hringdu til að fá uppl. Huglciðslu og þróunarhringir að hefjast, hafðu samband.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.