Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 39 HEILBRIGÐISMÁL ara sem segja við þær eitthvað á þessa leið: „Ég skil ekki af hvetju þú hefur verki, ég sé ekki að neitt sé að,“ „þetta er einhver ímyndun- arveiki“, „þetta ijátlist af þér“ eða „þú verður bara að sætta þig við verkina og sinna þínum störfum, það eru margir sem hafa það verra en þú.“ Slík svör eru mjög slæm og gera líðan konunnar enn verri. Það er virkileg þörf á fræðslu og samstiga átaki lækna og sjúkra- þjálfara til að reyna að halda utan- um þennan hóp kvenna og sjá til þess að allar konur fái viðhlítandi meðferð. Á sjúkradagpeningadeild Trygg- ingastofnunar ríkissins gilda þær reglur að einungis fjölbyijur eigi rétt á sjúkradagpeningum vegna grindarloss og þá aðeins á síðasta þriðjungi meðgöngu. Utan þessa ramma sé vandamálið ekki til. Þær geta sótt um styrk til kaupa á grind- arbelti sem styður við grindina en ekki á neinum öðrum hjálpartækj- um. Þær hafa heldur ekki rétt á að sækja um bensínstyrk því stofnunin lítur ekki á þetta ástand sem hreyfi- hömlun. Það er brýn þörf á að marka skýra stefnu innan Tryggingaráðs hvað varðar þessar konur og auka réttindi þeirra. Til er Félag kvenna með grindarlos í Noregi, Danmörku, Hollandi, Englandi og eflaust fleiri löndum. Konur í Noregi með grind- arlos með gangerfiðleikum hafa rétt á sjúkraþjálfun, sér að kostnaðar- lausu, á meðgöngunni og í allt að 6 mánuði eftir hana. En þó staða kvenna með grindarlos í Noregi og eflaust fleiri löndum sé betri en hér hvað varðar greiningu, meðferð og almannatryggingar er ótalmargt sem ekki er vitað og á eftir að rann- saka frekar. Námskeið fyrir sjúkraþjálfara Birte Carstensen manuell terap- isti (sjúkraþjálfari með 4 ára fram- haldsmenntun í manuell terapi) er dönsk kona sem hefur sérhæft sig í meðferð kvenna með grindarlos. Hún skoðar hreyfistarfsemi alls lík- amans en ekki aðeins mjaðmagrind- arinnar og losar um spennta vöðva og bandvefshimnur sem taka þátt í að halda mjaðmagrindinni í skekkju, með svokallaðri Myo-fasc- ial relaes tækni (öðru nafni „Muscle Energy Techniqes“, skammstafað MET). Mér og fleiri áhugamönnum til mikillar ánægju kemur Birte Carstensen til íslands 28. nóvember og heldur námskeið fyrir sjúkra- þjálfara. Þetta gæti orðið mikið gæfuspor fyrir konur með grindar- los á Islandi. I framhaldi væri gam- an ef hægt væri að safna saman fólki sem hefur áhuga á að koma málum okkar á framfæri og stofna íslenskt félag fyrir konur með grindarlos. Þeir sem eru áhugasamir, vilja fá meiri upplýsingar og/eða vilja vera látnir vita þegar félag verður stofnað geta haft samband við Landssamtök Sjálfsbjargar og skráð þar nafn sitt. Heimildir: A.H. Maclennan, The Role of The Hormone Relaxin in Human Reproducti- on and Pelvic Girdle Relaxation, Scand J Rheumatology 1991; Suppl. 88: 7-15 Bekkenlösningsplager, LKB Landsfor- eningen for Kvinner með Bekkenlösn- ingsplager, tilsluttet Norges Handikap- forbund - en informasjonsbrosjyre Gret- he Skylv, LKB, Bekkenlösningsplager - en artikkelsamling, bls. 31- 37 Jon Helge Hansen og Lars-Lennart Nielsen, Rygg- og bekkenrelaterte plager blant kvinner som fölge av svangerskap og/eller föds- el, En spörreundersökeise av kvinner med bekkenlösningsplager. Einnig þakkir til Eyþórs Kristjánssonar manu- ell terapista fyrir yfirlestur greinarinnar. Höfundur er kona með langvarandi verki vegna grindarloss. Alþýðubandalag- ið á Austurlandi Málsvari róttækrar vinstri stefnu KJÖRDÆMISRÁÐ Alþýðubanda- lagsins á Austurlandi hélt aðalfund sinn sl. sunnudag. í ályktun fundar- ins er byggðastefna ríkisstjórnar- innar fordæmd og þess krafizt, að stuðningur við atvinnuþróun og nýsköpun á landsbyggðinni fái for- gang. Hvatt er til árvekni gegn aðild að Evrópusambandinu og ugg lýst yfir breyttri stefnu forystu Framsóknarflokksins; utanríkisráð- herra haldi „öllum dyrum opnum varðandi aðild að ESB“ og Alþýðu- flokkurinn líti nú til Framsóknar- flokksins sem framtíðarbanda- manns í þessu efni. Varðandi samstarf flokka í stjómarandstöðu segir í ályktuninni að Alþýðubandalagið hljóti að fagna málefnalegri samstöðu „og auknum styrk þeirra sjónarmiða sem það berst fyrir á vettvangi þjóðmál- anna“, en verkefnið framundan sé að „treysta Alþýðubandalagið sem málsvara róttækrar vinstri stefnu og varðveizlu þjóðlegra réttinda og sjálfstæðis“. -kjarni málsins! Dvöl í Heilsustofnun NLFÍ um jól og áramót Vegna fjölda fyrirspurna vill Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum.: Heilsustofnun NLFÍ verður opin um jól og áramót. Öll meðferð verður hins vegar í lágmarki eins og undanfarin ár. Nánari upplýsingar um dvöl og dvalarbeiðnir veitir innlagnafulltrúi í síma 48 30 300 eða 48 30 317. Heilsustofnun NLFÍ cr HELENA RUBINSTEIN kominH Af því tilefni bjóðum við til veislu í dag og á morgun.þar sem ýmsar gjafir, hver annarri glœsilegri fylgja kaupum Einnig verður lukku- pottur með óvœntum vinningum. Ef þú setur nafnið þitt í vinningspott gœtir þúunnið 10.000 kr. vöruúttekt frá Helena Rubenstein. 0^°C/ haqmcimAa oq fjómu’ta ífyrimbni Laiujam/i 80, oími 561 -/>)0. Upphituö framrúða aöeins hjá Ford! Vökvastýri Rafknúnarrúður aö framan Fjarstýrö Höfuðpúðar samlœsing framan og aftan Úlvorp oq qolslaspÍÍGirl meö þjótavörn Víðarllki á mmlnborðí l. IkhöfbofQwf' 1 «tyrl llpphlinöir óg ftitKHÚfiir hliötjif Beln fjölinnsfjytlng - fyrir alla! Lúxus vetrarpakki að verðmæti rúmar 100.000 kr. fylgir frítt! • Álfelgur • Vetrarfelgur • Sumardekk í skottið • Vetrardekk ákomin • Mottur • Ljósahlífar Ford Escort Ghia ‘97 Það er notalegt að vera vel búinn! Ghia er heitið á lúxusútgáfu Ford Escort. Hann stendur vissulega undir nalni þar sem hann er ótúlega vel búinn eins og sésf á búnaðadýsingunni hér til hliðar. Þrátt fyrir þennan ríkulcga búnað er Escort Ghia á verði sem stenst hvaða samanburð sem er. Escort Ghia er fáanlcgur með tveimur vélarstæiðum, 1,4 og 1,6 lítra, bæði 5 gíra og sjálfskiptur. Það er sannarlega notalegt að aka um á vel búnum Ford Escort Ghia. Hafðu samband við sölumenn okkar og reynsluaktu einum strax! Ford Escort Ghia '97 kostar frá: 1.438.000 kr. BRIMBORG FAXAFENI 8 • SlMI 515 7010 - kjarni II álsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.