Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 56
*6 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni *Þci&erhe)lmíkiL .. X-fino oZS fvingja. c/L ^ yötiQnda.' Ferdinand BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 • Netfang: lauga@mbl.is Svar til Sigurðar Þórs Guðjónssonar tónlistar- gagnrýnanda(?) Frá Þuríði J. Jónsdóttur: MÉR þykir vænt um að grein mín um tónlistargagnrýni sem birtist í Morgunblaðinu hinn 2. nóvember síðastliðinn hefur vakið menn til umræðu og vonandi alvarlegrar umhugsunar um hina vandmeð- förnu list sem vönduð og ábyrg tónlistargagnrýni er. Málefnalegt andsvar Sigurðar Þórs Guðjónssonar við grein minni birtist í Morgunblaðinu hinn 10. nóvember síðastliðinn. Mér er bæði ljúft og skylt að gera athugasemd við bréf hans. Ég geng út frá því vísu að Sigurður þessi sé sá og hinn sami sem fengist hefur við tónlistar- gagnrýni fyrir dagblað nokkurt, án þess að mér sé kunnugt um tónlist- armenntun hans, tónlistarframa eða þá hæfileika sem hafa kallað hann til starfsins. Ég lít á ásakanir Sigurðar Þórs í minn garð í grund- vallaratriðum sem tvíþættar. í fyrsta lagi talar Sigurður Þór um laundrjúgt sálfræðiálit sem gefí til kynna að hinir rosknu tónlistar- gagnrýnendur séu andlega og til- finningalega ruglaðir. Þetta eru orð Sigurðar Þórs Guðjónssonar en ekki mín. Staðreyndin er sú - í því sam- hengi sem Sigurður vísar til - að túlkun allra innboða (sem á fag- máli nefnast afferent processes) sem berast til heilans litast af líð- an, fyrri reynslu og minni, þekkingu og tilfinningum viðkomandi ein- staklings. Það er aðeins á fyrstu 10 millisekúndum innboðanna, eða áður en þau fara úr heilastofni upp í heila, að útboð frá heila (efferent processes) geta ekki haft áhrif á skynjun þeirra og túlkun. Þessi mikilvæga vísindalega staðreynd hefur ekkert að gera með hvort einstaklingar eru andlega og tilfmn- ingalega ruglaðir, eins og Sigurður Þór kemst að orði. í öðru lagi vitnar Sigurður Þór í siðareglur sálfræðinga (hann vitn- ar ekki í siðareglur tónlistargagn- rýnenda) og árás mína á virðingu einstaklinga (væntanlega hinna rosknu tónlistargagnrýnenda) og tilraun mín til að kúga þá. Árás á virðingu, misnotkun og kúgun er lýsing Sigurðar á grein minni um tónlistargagnrýni. Þessi lýsing Sig- urðar hlýtur að flokka grein mína sem aðför að tónlistargagnrýnend- um á íslandi. Ég læt lesendum blaðsins og tónlistarunnendum eftir að dæma um það. Geti grein mín skoðast sem slík held ég að rækileg endurskoðun verði að fara fram á hugtökunum árás á virðingu, mis- notkun, kúgun, skoðanafrelsi, tján- ingarfrelsi, vísindalegar staðreyndir og upplýsingamiðlun. Sú endur- skoðun þyrfti að sjálfsögðu einnig að ná til skrifa tónlistargagnrýn- enda. I grein minni kom vissulega fram langvinn óánægja mín með þekk- ingu og vinnubrögð sumra (ekki allra) islenskra tónlistargagnrýn- enda án þess að endurtekninga úr grein minni sé hér þörf. Það er hins vegar einlæg von mín að þegar upp er staðið muni grein mín stuðla að vandaðri vinnubrögðum, aðhaldi og aukinni fagmennsku þessarar stétt- ar, sem getur í krafti embættis síns haldið fjöreggi tónlistarmannsins í hendi sér. Það er því ekki furða þótt tónlistarflytjendur sjálfir séu tregir til að láta í sér heyra jafnvel þótt óánægðir séu. Að túlka þögn þeirra sem samþykki, eða eins og Ragnar Bjömsson orðaði það í and- svari sínu í síðustu viku: „Listamað- urinn sjálfur móðgast sjaldn- ast..." er alvarlegur skortur á skilningi og raunsæi. DR. ÞURÍÐUR J. JÓNSDÓTTIR, taugasálfræðingur, San Francisco. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt i upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt ti! að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Hvað skal segja? 63 Væri rétt að segja: Ég mála húsið mitt allavega fimmta hvert ár? Svar: Orðið allavega merkir: „á allan hátt“, svo að hér mætti skilja á þann veg, að húsið væri málað í öllum litum regnbogans fimmta hvert ár. Það sem átt er við mun hins vegar vera: Ég mála húsið mitt að minnsta kosti fimmta hvert ár. fyrir steinsteypu. Léttir meðfærjlegir viðhaldslitlir. Ávallt fyrirliggjandi. ) varahlutaþjónusta. Þ. ÞORGRÍMSSON & C0 Ármú,a 29, sími 38640 FYRIRLI66JANDI: GÖLFSLÍPIVÉLMt - RIPPER ÞJÖPPUR - OÆLUR STEYPUSA6IR - HRJERIVÉLAR - SA6ARBLÖ6 - Vönduð framleiðsla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.