Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Dagur íslenskrar tungu Nýjar bækur Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar VERÐLAUN Jónasar Hallgrímsson- ar verða afhent í fyrsta skipti 16. nóvember sem er fæðingardagur skáldsins í tilefni af degi íslenskrar tungu sem þá verður haldin hátíðleg- ur einnig í fyrsta sinn. Menntamála- ráðherra, Björn Bjarnason, afhendir verðlaunin og auk þess sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu í Listasafni íslands. Verðlaun þessi verða veitt ár hvert hér eftir en samkvæmt reglum menntamálaráðuneytisins um þau ber að veita þau „einstaklingum sem hafa með sérstökum hætti unnið ís- lenskri tungu gagn í ræðu og riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu henn- ar, framgangi eða miðlun nýrrar kynslóðar. Auk þess er heimilt að veita stofnunum og fyrirtækjum sér- staka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu.“ Framkvæmdastjórn dags ís- lenskrar tungu gerir tillögu til menntamálaráðherra um verðlauna- hafa. Athöfnin á laugardag hefst kl. 17. Málræktarþing Málræktarþing íslenskrar mál- nefndar verður haldið í Háskólabíói á degi íslenskrar tungu á laugardag- inn.. Á þinginu verður fjallað um stöðu þjóðtungunnar og þeirri spurn- ingu varpað fram hvort íslendingar séu að verða tvítyngdir. Málræktar- þingið, sem er skipulagt í samvinnu við Mjólkursamsöluna, hefst kl. 11 næstkomandi laugardag í sal 2 og stendur til u.þ.b. kl. 13.30. Þingið hefst með ávarpi Björns Bjamasonar menntamálaráðherra, en að því búnu verða flutt þrjú er- indi. „Eru íslendingar að verða tví- tyngdir?" er yfirskriftin á erindi Kristjáns Árnasonar, formanns ís- lenskrar málnefndar. „Að tala’tung- um tveim og vera á einu máli“ nefn- ist erindi Sveinbjörns Björnssonar háskóiarektors og Friðrik Þór Frið- riksson kvikmyndagerðarmaður ræð- ir um undirmeðvitundina sem ný- lendu. í pallborðsumræðum undir stjóm Sigmundar Emis Rúnarssonar taka þátt þau Ámi Ibsen rithöfund- ur, Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra, Kristrún Heimisdóttir háskóla- nemi, Stefán Jón Hafstein ritstjóri og Öm Kaldalóns kerfísfræðingur. I hádegishléi gefst áheyrendum kostur á léttum hádegisverði í boði Mjólkursamsölunnar í anddyri Há- skólabíós. Þar verður komið fyrir sýningu á málfarsábendingum sem hafa verið og verða munu á mjóikur- umbúðum MS og em ávöxtur sam- starfs íslenskrar málnefndar og Mjólkursamsölunnar. Bubbi Morth- ens kemur einnig fram í hádeginu, syngur tvö lög og segir frá aftur- hvarfi sínu til íslenskunnar. í lok málræktarþings syngur Skólakór Kársness íslensk lög undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur við undirleik Marteins H. Friðrikssonar. Fundarstjóri á málræktarþingi er Heimir Pálsson. Þingið er öllum opið. Erindi um Jónas Stofnun Árna Magnússonar á ís- landi gengst fyrir samkomu í stofu 101 í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskóla íslands á laugardag. Þar verða flutt tvö erindi um Jónas Hali- grímsson og kvæði hans. Það fyrra flytur dr. Olafur Halldórsson hand- ritafræðingur „Kvæði Jónasar Hall- grímssonar í eiginhandriti“; en það síðara Sveinn Yngvi Egilsson bók- menntafræðingur og nefnist það „Hvers konar kvæði orti Jónas Hall- grímsson?" Hvort erindi um sig mun taka um 20 mínútur í flutningi og samkomutíminn leyfír gestum einnig að njóta annarra viðburða sem fram fara á háskólasvæðinu í tilefni þessa dags. Þennan sama dag kl. 13-17 verða eiginhandarrit Jónasar af nokkrum merkustu kvæða hans sýnd á hand- ritasýningu Árnastofnunar í Áma- garði, en stofnuninni hafa nýlega verið afhent úr Árnasafni í Kaup- mannahöfn þau eiginhandarrit Jón- asar sem Konráð Gíslason eignaðist á sínum tíma. Persónulegt uppgjor LÁVARÐUR heims, ný skáldsaga eftir Ólaf Jó- hann Olafsson er að koma út. Þetta er fímmta bók Ólafs Jó- hanns og segja má að hún sé fyrsta „stóra“ skáldsaga hans í fímm ár eða frá því Fyrirgefn- ing syndanna kom út. í kynningu frá for- laginu segir um höf- undinn: „í nýju bókinni gengur hann nær sér en í fyrri verkum og er Lávarður heims án efa hans persónulegasta bók. Þama má segja að Ólafur Jóhann geri að miklu leyti upp við þann heim sem hann hefur lifað í undanfarinn áratug sem forstjóri hjá Sony-samsteypunni. Hann hefur nú sjálfur haslað sér völl í viðskiptum Ólafur Jóhann Ólafsson vestan hafs og tekið sæti í stjómum fjögurra stórfyrirtækja". í Lávarði heims segir frá Tómasi Tómassyni, fjármálamanni með skáldadrauma, sem býr ásamt konu sinni og syni í New York. I kynningu forlagsins er sagt að sjaldan hafí Ólafur Jóhann leikið sér jafn fimlega að máli og stíl og komið lesendum sínum jafnmikið í opna skjöldu og nú. Fléttað sé saman alvöru og kímni í söguþráð sem haldi lesdandanum föngnum. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Lá- varður heims er 221 bls. prentuð í Odda. Björn H. Jónsson hannaði kápu. Leiðbeinandi verð er 3.880. kr. París. Reuter. ■ FRUMRAUNPascale Rose á rit- vellinum færði henni í vikunni virt- ustu bókmenntaverðlaun Frakklands, Goncourt-verðlaunin. Bók Rose fjall- ar um konu sem rannsakar lát föður síns sem féll í sjálfsmorðsárás jap- ansks flugmanns, og nefnist hún „Le Chasseur Zero“ (Orrustuflugvél 0). Enginn verður feitur af verðlauna- fénu, sem nemur 50 frönkum, um 650 kr. ísl., en verðlaunin tryggja höfundinum geysilega bókasölu. Dómnefndin klofnaði í atkvæða- greiðslunni og gekk í þrígang til at- kvæða áður en hún komst að niður- stöðu en skáldsagan „Rhapsodie Cubaine" (Kúbönsk rapsódía) eftir Eduardo Manet, fékk jafnmörg at- kvæði og saga Rose. Eins og áður segir er verðlauna- verkið frumraun Rose, sem hefur starfað sem leikkona. Er hún þegar komin áleiðis með aðra bók sína. í \ , Listamenn virkjaðir í hugmyndavinnu Morgunblaðið/Ámi Sæberg STEINGRÍMUR Eyfjörð myndlistarmaður. Dagskrá um Jónas Hallgrímsson í TILEFNI af degi íslenskrar tungu hinn 16. nóvember verður flutt stutt dagskrá um Jónas Hallgrímsson í Kennaraháskóla íslands við Stakka- hlíð, í dag fimmtudag 14. nóvember kl. 12.25. Helgi Hálfdanarson les nokkur ljóð og íslenskukennarar skólans flytja tvær sögur, FTfíl og hunangsflugu og Legg og skel. Almennur söngur verður undir stjóm Jóns Ásgeirssonar og kynnir Þórður Helgason. Aðgangur er ókeypis. -----»■ ♦ »---- Málverkasýning í Fjarðarnesi ÞORSTEINN Jónsson fyrrverandi flugstjóri heldur þessa dagana sína fyrstu opinberu málverkasýningu í Veitingahúsinu Fjarðamesi, Bæjar- hrauni 4, Hafnarfírði. Til sýnis eru 12 olíumálverk, öll máluð á þessu ári og er mest um landslagsverk. Þorsteinn er þjóðkunnur fyrir hetjudáðir sínar á sviði flugsins. Hann tók ungur þátt í seinni heims- styijöldinni og var þá í flugher henn- ar hátignar og síðar vann hann ýmiss konar hjálparstarf í löndum Afríku, m.a. Kongó og Biafra. Þorsteinn bjó í Lúxemborg í u.þ.b. 20 ár þar sem hann var flugstjóri hjá Cargolux en er nú búsettur hér á landi. ----.»■-»■■■»--- Karlakór Dal- víkur í söngför KARLAKÓR Dalvíkur undir stjóm Jóhanns Ólafssonar heldur í söngför föstudaginn 15. nóvember og syngur í félagsheimilinu Logalandi í Borgar- fírði um kvöldið kl. 21. Laugardaginn 16. nóvember verða tónleikar í Sel- fosskirkju kl. 15 og félagsheimilinu Seltjamamesi kl. 20.30 í tengslum við átthagamót Svarfdæingafélagsins. Á efnisskrá er úrval innlendra og erlendra laga. STEINGRÍMUR Eyfjörð myndlist- armaður sýnir verk sín í Nýlista- safninu við Vatnsstíg. Sýningin samanstendur annars vegar af framlögum listamanna til verkefnis í hugmyndavinnu og hins vegar sýnir Steingrímur persónulegri verk sem byggjast að nokkru leyti á vangaveltum hans tengdum trú og Biblíunni. „Ég er að fjalla um trúarumhverfíð sem við lifum í og okkur sem erum afurð þess. Ég reyni að hafa verk mín opin og því er ekki að finna í þeim neina endan- lega niðurstöðu,“ sagði Steingrím- ur í samtali við Morgunblaðið. Steingrímur auglýsti fyrr á þessu ári eftir framlögum einstakl- inga til hugmyndavinnuverkefnis- ins. Á veggjum safnsins er af- raksturinn sýndur og þar má sjá, meðal annars, vinnubrögð Errós, Einars Más Guðmundssonar, Hall- gríms Helgasonar og Lawrence Weiners. „Ég safnaði saman þekktum aðferðum í hugmynda- vinnu og bjó til námsefni, sem ég notaði við kennslu í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Til að víkka út efnið falaðist ég síðan eftir framlögum frá einstaklingum. Ég komst að því að það er bæði mis- jafnt hvernig menn vinna og hve mikið þeir vilja upplýsa um það, en þetta er mjög ólíkt stöðluðum aðferðum. Þekktasta staðlaða að- ferðin er svokallað hugflæði (brain storming).“ Hugmyndavinna í V estmannaeyjum Hann segir að eini iðnaðurinn sem noti svona aðferðir í einhveij- um mæli, til að fá nýja strauma og hugmyndir í framleiðslu sína, sé auglýsingaiðnaðurinn. „ Það þýðir lítið fyrir starfsfólk fyrir- tækja að fara á námskeið í hug- myndavinnu, því það er alveg sama hve mikið er farið á námskeið ef viðkomandi eru í föstum skorðum menningarlega. Erlend fyrirtæki sem þurfa ávallt að vera leita þess nýjasta á hveijum tíma hafa gjarn- an listamenn á sínum snærum sem taka þátt í hugmyndavinnunni,“ segir Steingrímur, en hann hefur fengið smjörþefínn af áhuga ís- lenskra fyrirtækja á að virkja lista- menn með í hugmyndavinnu. Hon- um var nýlega boðið að taka þátt í slíkri vinnu í Vestmannaeyjum þar sem meðal annars var velt fyr- ir sér hvemig hægt væri að auka hlutdeild Heimaeyjarkerta á mark- aðnum. „Þeir hafa bara 4% af markaðnum sem er allt of lítið. Maður fann fyrir því að það var vilji til að gera eitthvað fyrir at- vinnuþróun í byggðarlaginu. Maður er því aðeins búinn að snerta á raunveruleikanum auk þess sem ég tek þátt í öðru verkefni núna, þar sem verið er að velta fyrir sér þróun gagnvirks sjónvarps.“ í erlendum búningum Steingrímur telur íslendinga vera of móttækilega fyrir tískustraumum erlendis frá. „Sjáðu til dæmis ungl- ingamenninguna. Hún er eftiröpun af sjálfsprottinni menningu annars staðar frá. Fólk fer í búning, hlust- ar á einhveija tónlist, notar réttu orðin, hagar sér á ákveðinn hátt en grunnurinn og umhverfíð er ekki til. Til að hægt sé að skapa þennan grunn og umhverfi þarf að hlú að þeim greinum þar sem einhver framþróun og kraftur er.“ Að lokinni sýningunni ætlar Steingrímur að setja allt efnið á netið þar sem menn geta kynnt sér hugmyndir listamannnanna. Sýn- ingin stendur til 17. nóvember og opið er frá 14-18 alla daga. Hér til hliðar má sjá tvö dæmi um framlög listmanna til verkefnis í hugmyndavinnu. Hallgrímur Helgason Listin sprettur af leiðindum Ég læt mér viljandi leiðast. Geng inn í bar og hangi þar yfir misáhugaverðum samræð- | um. Hringi nokkur símtöl og hlusta á vandamál útí bæ. Set mig nauðugan viljandi í aðstöðu sem ég ræð ekki við, sem ég kem mér ekki útúr nema með hörku. Les bækur. Fer á tónleika. Best er að fara á klassíska tónleika. Hinn klassíski tómleiki fyllir mann óteljandi og nýjum hug- g myndum. Dauðinn kveikir líf. Listin er vörn gegn leiðindum " Ég ligg í lokuðu herbergi, uppí rúmi, í myrkri, í þögn: Umhverfi sem líkist mest huga manns. Ótal myndir birtast í huga. Hugmyndir. Óljósar hug- myndir. Svefninn er myrkraher- bergi hugmynda. Að morgni vaknar maður með allt ný-fram- i kallað. Vakna fullur tilhlökkun- , ar að ramma inn myndirnar, . gera þær sýningarhæfar. í það " fer „vinnu“-dagurinn. Að skemmta sér er vinna. Að vinna er að skemmta sér. Erró Rofin frásögn < „SENONEVERO, ( E BEN TROVATO“ Málari er mestan hluta vinnutíma síns einn að störfum. Að undanskilinni vináttunni verða öll tengsl við annað fólk erfið. Mér finnst unaðslegt að vera einn; mér finnst þögnin hafa áferð og þéttleika eins og , tónlist. Þeir kraftar sem drífa mig áfram eru ekki dularfullir ( heldur margslungnir og koma sjálfum mér oft á óvart.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.