Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 11 FRÉTTIR Ráðstefna um heilbrigðisþj ónustu í Hafnarfirði Óánægja með næt- urvaktir lækna Á RÁÐSTEFNU um heilbrigðis- þjónustu í Hafnarfirði og ná- grenni, sem haldin var í tilefni af 70 ára afmæli St. Jósefsspítala á föstudag, kom fram að óánægja er með fyrirkomulag á bráðavakt lækna á Heilsugæslu Hafnarfjarð- ar að næturlagi en frá deilu heilsu- gæslulækna í sumar hefur einn læknir verið á bakvakt frá mið- nætti til átta að morgni. Misbrest- ur hefur orðið á að læknar hafi sinnt þjónustu á næturnar og því hafa sjúklingar þurft að snúa sér til Reykjavíkur. Kristján Erlends- son, skrifstofustjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu, segir afar brýnt að bæta úr þessari brotalöm sem allra fyrst og hafa lækni á staðarvakt allan sólarhringinn eins og áður var. í pallborðsumræðum á ráðstefn- unni var m.a. rætt um hvers kon- ar heilsugæslu æskilegt væri að hafa í Hafnarfirði. Fyriijáanlegar eru breytingar í heilsugæslumál- um bæjarins en unnið er að sam- komulagi um verkaskiptingu á sviði sérfræðiþjónustu milli stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík og St. Jósefsspítala auk þess sem til stendur að auka samstarf í sjúkra- flutningum við Reykjavíkurborg. Við pallborðið sátu fulltrúar allra heilsugæslustofnana í Hafn- arfirði, alþingismennirnir Guð- mundur Árni Stefánsson og Árni Mathiesen, Ingvar Viktorsson, bæjarstjóri Hafnaríjarðarbæjar, Ólafur Ólafsson landlæknir og Kristján Erlendsson, skrifstofu- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu. Of mikil miðstýring óskynsamleg Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður varaði við of mikilli miðstýringu í heilbrigðismálum og sagði tillögur heilbriðisráðherra um breytta stjórnskipan vera óskynsamlegar. „Stór-Hafnar- fjarðarsvæðið getur vel staðið und- ir sjálfbærri þjónustu á heilbrigðis- sviðinu og það er engin skynsemi í að færa 160.000 manna svæði undir einn hatt eins og stefna stjórnvalda virðist vera,“ sagði Guðmundur Árni. Eðiiegt er, að mati Árni Mathie- sen alþingismanns, að spítalinn taki þátt í verkaskiptingu milli sjúkrahúsanna á höfuðborgar- svæðinu en að aldrei yrði um sam- einingu að ræða þar sem St. Jós- efsspítali er bæði í eigu ríkisins og Hafnarfjarðarbæjar. Ingvar Viktorsson bæjarstjóri minntist á fórnfúst starf St. Jós- efssystra og sagði Hafnfirðinga standa í eilífri þakkarskuld við þær. „St. Jósefsspítali veitir nú þá þjónustu sem þörf er á en Hafnarfjörður er ekki eyland og því er sjálfsagt að taka þátt í verkaskiptingu ef hagkvæmt þyk- ir,“ sagði hann „Við munum þó aldrei verða eins og Breiðholt í Reykjavík," bætti Ingvar við. St. Jósefsspítali hefur lagað sig vel að aðstæðum og þar er stjórn- un og_ þjónusta til fyrirmyndar, sagði Ólafur Ólafssonar landlækn- ir á ráðstefnunni. Ólafur sagði ennfremur að með góðri heilsu- gæslu og sérfræðiþjónustu eins og í Hafnarfirði væri hægt að draga úr sjúkrahúslegu sem er dýrasti útgjaldaliðurinn í heilbrigðismál- um. Kristján Erlendsson, skrif- stofustjóri í heilbrigðisráðuneyt- inu, sagði stjórnun og rekstur St. Jósefspítala vera með miklum ágætum. Hann sagði að til tals hefði komið í ráðuneytinu að breyta sérfræðiþjónustu, t.d. í lýtalækningum og bæklunarað- gerðum, á þann veg að um teymi sérfræðinga yrði að ræða sem færu á milli sjúkrahúsa og ynnu í stað þess að vinna á einu sjúkra- húsi. Ef af verður vonaðist Krist- ján til að sérfræðingar St. Jós- efsspítala myndu gegna þar veig- amiklu hlutverki. MÁLVERK af Bjarna Benedikssyni var hengt upp á ný í Höfða. Tíu ár frá leiðtogafundi Málverk af Bjama Bene- diktssyni í Höfða MÁLVERK af Bjarna Benediktssyni var sett upp á ný vegna sýningar í Höfða, sem haldin var í byijun októ- ber í tilefni af tíu ára afmæli leiðtoga- fundarins árið 1986. Myndin vartek- in niður á síðasta ári þegar ákveðið var að skipta um listaverk á veggjum hússins en hún hafði fram að því hangið uppi í sérstöku fundarher- bergi leiðtoganna, þeirra Ronalds Reagan og Mikhails Gorbachev. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um að myndin verði höfð uppi til frambúðar. „Það var verið að sýna húsið eins og það leit út þegar leiðtogafundur- inn var haldinn,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Borgarstjóri sagðist ekki vita hvort myndin væri enn þá uppi í herberginu en sýningin var opin í tvær helgar í október. „Þegar við sýnum þetta hús sérstak- lega eins og í tengslum við leiðtoga- fundinn þá er sjálfsagt að gera það sem við getum til að koma því í það horf sem það var en það vantaði tals- vert upp á það. Gluggatjöld, gólfteppi og lampar eru ekki eins og þá var, en þetta getum við þó gert og það gerðum við í tengslum við leiðtoga- fundinn og var ekki nema sjálfsagt.“ Lyfjaeftirlit ríkisins um lyfjabúð Hagkaups Framfylgjum stefnu heilbrigð- isráðuneytisins LYFJAEFTIRLIT ríkisins vísar á bug gagnrýni Óskars Magnússonar, for- stjóra Hagkaups, sem segir Lyfjaeft- irlitið hafa lagt stein í götu þeirra sem staðið hafa að undirbúningi nýrrar lyfjaverslunar, sem opnuð var á föstudag í húsnæði Hagkaups í Skeifunni. Óskar sagði m.a. í samtali við Morgunblaðið á laugardag, að mörg þau skilyrði sem sett hefðu verið mætti telja til geðþóttaákvarðana Lyijaeftirlitsins þar sem það hefði i afgreiðslu sinni á málinu fylgt drög- um að reglugerð sem enn væru ekki samþykkt. Guðrún Eyjólfsdóttir, for- stöðumaður Lyfjaeftirlits ríkisins, segir það rétt að enn hafi ekki verið sett reglugerð um útfærslu nýrra lyfjalaga sem samþykkt voru fyrr á þessu ári en reglugerð nr. 24 frá árinu 1983 um búnað og rekstur lyfjabúða sé í gildi svo langt sem hún nái. Þau drög að reglugerð sem þeg- ar hafi verið samin og farið sé eftir byggi á nýju lyíjalögunum og þeirri yfirlýstu stefnu heilbrigðisráðuneyt- isins að lyfjadreifing í smásölu skuli vera hluti af heilbrigðisþjónustunni. Lyfjaeftirlitið kappkostar að gætajafnræðis „Lyfjaeftirlitið er sjálfstæð opin- ber stofnun sem kappkostar að gæta jafnræðis í allri meðferð mála. Það sem við gerum þegar ný apótek eru annars vegar er að sjá til þess að ákvæðum lyfjalaga um apótek og ! rekstur þeirra sé framfylgt. Það er kannski ekki sársaukalaust fyrir 1 alla,“ segir Guðrún. Hún telur gagnrýni Óskars benda til lítillar þekkingar hans á lyfjum og lyfjadreifingu og þeim reglum sem þar gilda. „Auðvitað hefði hann fyrir löngu viljað vera búinn að opna þetta apótek og það er út af fyrir sig al- veg skiljanlegt því að fyrir honum eru þetta viðskipti. En áður en hægt er að opna apótek er ýmislegt sem þarf að vera í lagi og ýmsar almenn- ar kröfut' sem verður að uppfylla." Misskilningur hjá Óskari Guðrún vill taka fram að það er Róbert Melax_ sem er iyfsöluleyfis- hafinn, ekki Óskar Magnússon eða Hagkaup. Hagkaup fari hinsvegar með verslunarleyfið. „Róbert Melax er handhafi lyfsöluleyfisins og ber faglega ábyrgð á þessu apóteki. Honum var það að fullu ljóst í upp- hafi þessa árs og jafnvel fyrr, hvaða kröfur voru gerðar við stofnun nýrra apóteka. í þessu tilviki var lyfsölu- leyfið gefíð út 26. ágúst sl. og það er ekki fyrr en búið er að veita það að mál hins nýja apóteks kemur inn á borð til okkar og við förum að fjalla um það. Þá strax kom í ljós að það voru ýmsar kröfur sem ekki voru uppfylltar í þessu húsnæði sem þeir höfðu áhuga á að innrétta. Það er misskilningur hjá Óskari Magnússyni að Lyfjaeftirlitið hafi verið að búa til nýjar kröfur frá degi til dags. Það er hans persónulega skoðun og snert- ir okkur svo sem ekki neitt. Við erum aðeins að framfylgja stefnu heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- isins, það er okkar hlutverk,“ segir Guðrún. Opnum a>f tu.r i dag barnafataverslun Frábær opnunartilboð: Peysur frá 990 Drengjaskyrtur 890 Náttföt 690 Rúllukragabolir 490 O.fl. frábær tilboð Barnakot Kringlunni 4-6, sími 588 1340
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.