Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 47 ______AÐSEMDAR GREINAR__ Insúlín til lífstíðar í DAG, 14. nóvem- ber, er alþjóðlegi syk- ursýkisdagurinn. Al- þjóða heilbrigðisstofn- unin (WHO) hefur sér- staklega valið þessum degi einkunnarorðin „Insulin for life“ eða insúlín til lífstíðar. Á þessu ári er þess minnst að 75 ár eru liðin síðan insúlín var uppgötvað í Toronto í Kanada. Það var læknaneminn Charles Best og skurðlæknir- inn Frederick Banting sem áttu aðal heiður- inn að þessari merku uppgötvun, sem hefur verið talin eitt af undrum læknisfræðinnar. Með réttu má segja að insúlínið sé ein merkasta sameind sem hefur verið fundin upp á þessari öld. í upphafi var notaður brissafi úr nautgripum en smám saman tókst að framleiða hreint hormón, bæði úr nautgripa- og svínabrisum. Á síðari árum hefur verið framleitt insúlín með sérstökum afar merki- legum líftækni-erfðafræðiaðferð- um sem er að uppbyggingu eins og insúlín manna. Til þess að auðvelda gjöf insúl- ínsins kemur það í tilbúnum penn- um sem auðvelt er að stilla og er ákveðnu magni úr pennanum sprautað undir húð einum til fjórum sinnum á dag eftir því sem við á. Einnig hafa verið notaðar dælur sem gefa stöðugt insúlín undir húð. Þróun insúlínsins hefur haldist í hendur við framfarir í líffræði og lyfjafræði og stuðlað að framleiðslu á öðrum lyfjum. Um 12 Nóbelsverð- laun hafa verið veitt fyrir vísinda- lega ávinninga við þróun og fram- leiðslu insúlínsins. Tilkoma insúlínsins gerbreytti lífshorfum yngra fólks með sykur- sýki. Áður hafði meðferðin byggst á mataræði og þá fyrst og fremst á mikilli hitaeiningatakmörkun þannig að um svelti var að ræða. Slík meðferð hafði aðeins gefið stuttan lifitíma. Kanadíski sagn- fræðingurinn Michael Bliss skrifaði um uppgötvun insúlínsins í merkri bók sem nefnist The Discovery of Insulin og var gefin út 1981. Aðal einkenni sykursýkinnar eru: Þorsti, ör þvaglát, megrun, þreyta og þvagfærasýkingar. Hjá eldra fólki eru oft mun minni ein- kenni og greinist sjúkdómurinn stundum ekki fyrr en komin eru merki um langtíma fylgikvilla syk- ursýkinnar, þ.e. æða- og tauga- skemmdir. Getur fótasár þannig verið fyrsta einkenni. Kjarvalsstaðir Baekur, kort, plaggöt, gjafavörur. Opið daglega frá kl. 10-18. Yfir 100 milljónir manna í heiminum eru með sykursýki. Þar af nota um 10 milljónir insúlín til lífstíðar og fyrir þennan stóra hóp er insúlínið lífsnauð- syn. Það er hins vegar sorglegt til þess að vita að 75 árum eftir upp- götvun insúlínsins eru í mörgum vanþróuðu löndunum ekki til nægilegar birgðir af insúlíni frá degi til dags. Hér á landi eru á milli 400-500 manns með insúlínháða syk- ursýki, þ.e. nota stöð- ugt insúlín, þar af um 60 börn undir 16 ára aldri. Erfiðara er að vita um algengi á insúlínóháðri sykursýki þar sem margir eru meðhöndlaðir eingöngu 100 milljónir manna þjást af sykursýki, segir Gunnar Valtýsson, sem hér skrifar m.a. um insúlín. með mataræði og talsverður hópur með ógreinda sykursýki en ein- kennin eru oft dulin. Samkvæmt nýjum tölum frá Hjartavernd er reiknað með að um 2.300 karlar og 1.900 konur séu með insúlín- óháða sykursýki á landinu og rúm- lega einn einstaklingur greinist að meðaltali á degi hveijum með þessa tegund sykursýki. Þannig má búast við að tæplega 5.000 manns séu með sykursýki á íslandi. Insúlínóháð sykursýki greinist yfirleitt hjá fólki 40 ára og eldra. Langflestir eru með þessa tegund sykursýki, eða um 90% einstakl- inga með sykursýki. Offita er til staðar í u.þ.b. 85% tilvika, gagn- stætt því sem er hjá insúlínháðum einstaklingum, sem oftast eru grannir. Rétt mataræði er undir- staða í meðferð hjá öllum einstakl- ingum með sykursýki, en þegar um insúlínóháða sykursýki er að ræða þarf oftast að leggja mikla áherslu á megrun og breyttan lífsstíl. Ef það dugar ekki eru notaðar sykur- lækkandi töflur og í vissum tilvik- um þarf líka að gefa insúlín ef töflumeðferðin bregst. Nýgengitölur um insúlínóháða sykursýki frá mörgum löndum benda til að ör aukning sé á sjúk- dómnum, sérlega í vanþróuðu lönd- unum. Höfuð orsakir eru taldar slæmt mataræði og ónóg líkams- hreyfing sem getur leitt til offitu og eykur áhættuna á sykursýki. í vestrænum löndum er víða 10-15% af heildarkostnaði heil- brigðisþjónustunnar varið til sykur- sýki. Alþjóða sykursýkissambandið er með átak í gangi með aukna sykursýkisfræðslu til einstaklinga með sykursýki og til almennings, þar sem áhersla er lögð á hollt líferni til að minnka nýgengi á insúlínóháðri sykursýki. Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur um nokkurra ára skeið haft að markmiði að fækka verulega langtíma aukakvillum sykursýk- innar með bættu eftirliti og stjórnun á sjúkdómnum. Höfundur er sérfræðingur í lyflækningum, innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum. Þeir sem tryggðu ökutæki sín hjá ;Jf Skandia Eftir 1. nóvember 1996 annast Tjónaskoðun VÍS skoðun ökutækja sem tryggð voru hjá Skandia. Skoðunarstöðvar VÍS er að finna um land allt. Nánari upplýsingar í símaskrá. Wvátrvgging hf Gunnar Valtýsson m / RESTAURANT / B A R Tískusýning í kvöld verður haldin glæsileg hönnunar- og tískusýning í Kaffi Reykjavík. Verslunin Misty sýnir kvenlegan undirfatnað. María Lovísa fatahönnuður kynnir nýja fatalínu og Lára gullsmiður sýnir skartgripi. Hárgreiðslustofan Valhöll sér um hárið og sýnir nýja línu í greiðslu og strípum, snyrtistofan Guerlain annast förðun sýningarstúlknanna og verslunin Brúðkaupsskreytingar töfrar fram blómin. Signý Sæmundsdóttir, sópransöngkona, og Þóra Fríða Sæmundsdóttir, píanóleikari, koma fram í hléi. Kynnir kvöldsins verður Bryndís Schram. Tilboð: Tagliatelli pasta með tómatbasilsósu, hvítlauksbrauði og salati kr. 890. Matur framreiddur frá kl. 18.30 - 21.00. Borðapantanir í síma 562 5530. Anaké í boði Kaffi Reykjavíkur. Hálft í hvoru spila fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld. «... .Tölvukjör TolVUr verslun heimilanna 1KV0LD! Internetkynning í kvöld NVHERJI 'CÉPÉ Umhverfis jörðina á átta tölvum Viö bjóóum þér aö taka þátt í spennandi nýjunn sem við köllum ,,Fræósla & fjör í Tölvukjör“. Verslunin verður opin til kl. 22:00 öll fimmtudagskvölct í vetur og ætlum við stöðugt að brvdda uppá nýiungum cg fræðsluetni fyrir áhugasama tölvunotendur. Láttu þig ekki vanta í tjörið! Intemetkynning - sérfræðingur frá Nýherja á staðnum Mótöld og Internetáskrift á sérstöku tilboðsverði - aðeins í kvöld Heimasíðugerð j Vefspjall (IRC) Tölvupóstur Fræðsla & fjör í Töívukjör - öll fimmtudagskvöld til kl. 22:00 oll timmtudagskvold j Fræðsla & fjör í Töivukjör Ira klukkan sjo til tiu 108 Reykjavík I Sími 533 2323 Iuiiu Fax 533 2329 IIUUIi tolvukjor@itn.is Opið virka daga 12:00-18:30 fimmtudaga 12:00-22:00 og laugardaga 10:00-16:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.