Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Hínsta sýningin“ MYNPLIST Listhúsið Greip MYNDVERK Ungir listamenn. Opið frá kl. 14-18 alla daga. Lokað mánudaga. Til 17. nóvember. Aðgangur ókeypis. LISTHÚS koma og fara hér í borg sem annars staðar í heiminum á síðustu tímum, menn hætta að láta sér bregða er eitt eða fleiri leggja upp laupana, þótt eftirsjá sé að. En hvað listhúsið Greip snertir hrökk maður þó við, en þá helst er í ljós kom að yfir 130 listsp- írur hafa sýnt þar á þeim fáu árum sem það hefur starfað. Að sjálf- sögðu er það til vitnis um, af hví- líkri atorku og bjartsýni það var rekið. Annað og mun aðdáunar- verðara er þó, að það hefur öðru fremur starfað í þágu ungs fólks, sem hafði annars hvergi í hús að venda um al- vörusýningar. Og þótt það væri ekki alveg 4 alfaraleið og húsnæðið tak- markað var stórum menn- ingarlegri bragur yfir sýningunum en t.d. á hinum ýmsu kaffihús- um og veitinga- stöðum, og því tóku listrýnar fjölmiðlanna við sér frá upp- hafi. Það var nefnilega strax sallaklárt, að hér var um hugsjónastarf að ræða en ekki hagnaðarvon né sýndar- mennsku. Það er svo með ólíkind- um að af þessum fjölda sýnenda hefur tekist að stefna saman 64 í þetta litla húsnæði. Að sjálfsögðu voru sýningamar mjög misjafnar, og mismunandi mikil alvara að baki þeirra, en eft- ir sitja í heilakirnunni ýmsar at- hyglisverðar frumraunir og prýði- legar sýningar gróinna listamanna, jafnvel á stundum framúrskarandi. Og þegar litið er til baka og augum rennt yfir öll þéttprentuð nöfnin á boðskorti, er fjölbreytnin efst í huga og hve margir geirar lista og listíða hafa komið við sögu. Að þörf hafí verið fyrir slíkt list- hús er alveg borðleggjandi, og hún er í dag mun meiri en í upphafi, enda hættir starfsemin frekar þeg- ar hæst stendur en hitt. Astæðan er einfaldlega að rekstraraðilinn, hinn ungi hönnuður Tinna Gunn- arsdóttir, heldur senn utan til framhaldsnáms. Eftir verður enn hrikalegri eyða í sýningastarfsemi á höfuðborgar- svæðinu, sem má vart við meiri ruglingi og skrifast helst á reikning metnaðarleysis og skorts á félags- hyggju meðal myndlistarmanna og þó enn frekar ráðamanna hinna stærri sýningar- sala. Ekkert hefur komið í stað Haustsýning- anna, er þær voru upp á sitt besta, og nú er þörfin meiri en nokkru sinni fyrir markvissar skilvirkar upp- stokkanir frá ári til árs, í svipuðu formi og gerist í öllum hinum höfuðborgum Norðurlanda. Jafnvel „æp- andi“ eins og stundum er tek- ið til orða á skandinavískum málum. Svo við snú- um okkur að samsýningunni í listhúsinu hefur vel tekist til og auðséð er að nú hafa menn „lært“ á húsnæðið, því að upphengingin er mun markviss- ari og heildstæðari en áður hefur sést á staðnum um svipaðar fram- kvæmdir. Astæða er til að vekja sérstaka athygli á sýningunni og svo þakkar maður með virktum fyrir sig og óskar Tinnu Gunnarsdóttur heilla í námi og starfi. Bragi Asgeirsson HIN unga Tinna Gunnarsdóttir, frumkvöðull og rekstrarstjóri listhússins Greipar, sem brátt heyrir fortíðinni til. engum hinna líkur...“ BÓKMENNTIR Æ visaga LÍFSKÚNSTNERINN LEIFUR HARALDSSON eftir Daniel Ágústínusson, Hörpuút- gáfan, Akranesi, 1996 - 150 bls. DANÍEL Ágústínusson hefur hér sett saman bók um sérstæðan mann, Leif Haraldsson sem margir Reykvíkingar komnir um og yfir miðjan aldur muna. Hann þótti hag- mæltur vel, hnyttinn og meinyrtur ef svo lá á honum eða honum fannst nærri sér höggvið, íslenskumaður góður og um margt með fróðari mönnum um ættfræði og skáld- skap. Margar vísur hans urðu fleyg- ar og þýðing hans á verki Leo Tolstoj, Stríð og friður, mun þó væntanlega lengst halda nafni hans á lofti. Daníel og Leifur ólust upp saman og héldu vinfengi alla tíð. Daníel skrifar kafla um lífshlaup Leifs, þá er Svipmyndir samferðarmanna þar sem ýmsir frændur og vinir skrifa stutta kafla um kynni sín af Leifi, birtar eru minningargreinar úr dag- blöðum við andlát hans, og síðan koma lausavísur sem geymst hafa og loks allstór kafli með ljóðum Leifs og er kannski það sem flestum var síst kunnast að hann varpaði ekki bara fram tækifærisvísum heldur hefur hann eins og flestir hagyrðingar fyrr og.síðar haft tölu- verðan metnað til að yrkja ljóð sem meiri veigur væri í. Sá kafli sýnir auðvitað það sem vísurnar höfðu löngu staðfest að hann var málhagur og rím lék í höndum hans. En einnig að hann var ákafur hugsjónamaður, unni landi sínu og náttúru þess, einlægni ungmennafélagans, var rómantísk- ur og átti sína drauma þó fæstir fengju að rætast og hrifnæmi og blíða sem hann bar ekki á torg alla jafna koma þar skýrt fram. Ein- semdin og kersknin sem hann brynjaði sig með víkja; gleðin yfir að ljóða er í fyrirrúmi. Kannski telj- ast þetta ekki stórbrotin ljóð en skilja þó eftir þá tilfínningu að hvað sem ytri aðstæður þessa sérstæða manns voru oft átakanlegar hefur honum tekist að gleyma þeim um hríð. Sjálfur gerði Leifur ekki mikið úr yrkingum sínum og þóttist ekki taka þær alvarlega, þó ýmis ljóð- anna ljósti öðru upp. Leifur var ekki það sem menn mundu kalla fríðan mann útlits. Hann var rýr á líkama, rangeygð- ur, eyrnastór og stam- aði ferlega. Sveinn Skorri Höskuldsson orðar það vel í minn- ingarorðum sínum: „Móðir náttúra er oft lítill jafnaðarmaður. Sumum gefur hún gnóttir gæða, öðrum veitir hún af full- kominni nísku. Leifur Haraldsson átti móður náttúru fátt að þakka nema sínar góðu gáfur og sitt mennska sinn- isfar. Hins vegar var hann smár vexti, lík- amlega veiklaður, þeygi fríður, með sjón- galla og mállesti. En ég hef engum manni kynnst fyrr eða síðar sem jafnkeikur hefur borið jafnmarga líkamlega ágalla jafnósærður and- lega og Leifur Haraldsson. Það átak sem sá sigur hlýtur að hafa kostað, gerði hann í mínum augum mikinn mann.“ Að vísu er ég ekki fullkomlega sammála Sveini Skorra um að hann hafi borið ágalla sína svo ósærður, gegnum alla bókina gengur sá rauði þráður hversu óbærileg honum fannst byrði sín. En samt bognaði hann ekki og líklega má því vel taka undir með þessum tilvitnuðu orðum. Hann eignaðist marga vini og kunn- ingja, hikaði ekki við að heimsækja vini sína reglulega og mat mikils alla hlýju og vinsemd sem hann varð aðnjótandi og var ekki síður fljótur til reiði og jafnvel heiftrækni ef honum þótti sér sýnd lítilsvirðing - sem áreiðanlega var æði oft. Þessi bók Daníels Ágústínussonar er fallegur minnisvarði um mann sem lokaðist ekki inni í hlekkjum líkamlegrar fötlunar og krafðist þess ÞANN 21. október sl. var opnuð ný bókabúð sem sérhæfír sig í sölu á erlendum barnabókum. Bókabúðin ber heitið „The Yellow Brick Road“ og er til húsa að Skólavörðustíg 8, bakatil. „Á undanförnum árum hefur aukist til muna sá fjöldi barna á íslandi sem á erlenda foreldra auk þess sem islensk börn dvelja oft erlendis langtimum með for- eldrum sínum. Margir foreldrar hafa einnig áhuga á að láta börn sín lesa erlendar bækur til að þjálfa þau í erlendum tungumál- að fá notið nokkurs í lífínu eins og aðrir. Sú mynd sem Daníel dreg- ur upp af bemskuárum þeirra og síðan kynnum er ljómandi vel skrifuð þó ef til vill hefði mátt færa til stöku kafla þar. Mér hefði þótt fara betur á að niðurlag kaflans „í föstu starfí með góðum félögum" og „Kveðja frá Póst- mannafélagi íslands" hefðu komið á eftir „Lækkar lífssól" og á undan „Að lokum". Sú glettni 'og um- hyggja sem einkennir hug Daníels til Leifs Haraldssonar er minnisstæð, þar er mörgu komið til skila hnitmiðað og allt er laust við vaðal og væmni. Þá eru læsilegir kaflar samferða- mannanna og minningarorðin vel skrifuð þó nokkuð sé þar um endur- tekningar. Nægilega þekkti ég til Leifs Haraldssonar á bernsku- og ungl- ingsárum til að geta fullyrt að hon- um hefði áreiðanlega hugnast vel þessi bók og á sínu vængjaða skýi sér hann að sannspár reyndist hann er hann lauk vísu um eigin andlát svo að ótrúlegt væri að allir strax honum gleymi. Margir þeir sem muna Leif hafa ugglaust gaman af því að rifja upp myndir um lífskúnstnerinn. Og þeim sem móðir náttúra hefur út- hlutað því atgervi sem hann dreymdi um en naut ekki er ekki síður hollt að lesa þessa yfirlætis- lausu og einlægu bók. Bókin er afar snyrtilega úr garði gerð af hálfu útgefanda. Jóhanna Kristjónsdóttir um. Hingað til hefur ekki verið mikið úrval af erlendum bókum fyrir þennan aldursflokk, sem fer ört stækkandi. The Yellow Brick Road býður upp á fjölbreytt úr- val bóka fyrir börn á aldrinum 1-13 ára. Þar má finna myndabækur, ljóðabækur, al- fræðiorðabækur, kennslubækur, klassískar bókmenntir jafnt á ensku sem austurlandamálum", segir í kynningu. Bókabúðin er opin síðdegis alla daga vikunnar. Eigandi versl- unarinnar er Linda Gill. Leifur Haraldsson Erlendar bækur fyrir börn • • Ofugsnúin heimsmynd KVIKMYNDIR Bíóborgín HVÍTI MAÐURINN „WHITE MAN“ ★ ★ Leikstjóm og handrit: Desmond Nakano. Aðalhlutverk: John Trav- olta, Harry Belafonte, Kelly Lynch. UGC. 1995. SPENNUMYNDIN Hvíti maðurinn eftir Desmond Nakano snýr dæminu við í Bandaríkjunum og gerir svarta manninn að herra- stéttinni í landinu. Svarti maður- inn á alla peningana, hefur öll völdin og heldur um stjórnartau- mana í stóru og smáu en hvíti maðurinn er undirokaður, haldið niðri í fátækt og vesaldómi og fær að fínna fyrir kynþáttafordómum. Þetta er athyglisverð tilraun og góðra gjalda verð en Nakano, sem skrifar bæði handritið og leikstýr- ir, hefur svosem ekkert nýtt að segja með henni. Hann lætur sér nægja að setja upp þessa öfugsn- únu þjóðfélagslýsingu og fjalla um hvernig kynþáttafordómarnir bitna á hvíta manninum. Hann vekur athygli á málefninu með þessu frumlega sjónarhorni en gerir enga tilraun til fjalla sérstak- lega um það eða kryfja meinið eins og myndin þó gefur mjög til- efni til. Honum finnst nóg að lýsa ástandinu eins og hann lítur á það og láta með því í ljós andúð sína en líka von um breytingar. Átök hvítra og svartra endur- speglast í samskiptum verka- manns, sem John Travolta leikur skringilega rauðhærður, og full- trúa svörtu auðstéttarinnar, sem Harry Belafonte leikur höfðingleg- ur mjög. Travolta missir vinnuna vegna óbeinna áhrifa Belafonte og getur ekki lengur séð fyrir fjöl- skyldu sinni. Hann er atvinnulaus, peningalaus og fjölskyldan farin frá honum þegar hann ætlar að leita réttlætis og rænir Belafonte meira fyrir slysni og klaufaskap en nokkuð annað og leiðir hann um veröld hins allslausa hvíta manns. Myndin er mest um samskipti þessara tveggja manna og hvern- ig smátt og smátt rennur upp ljós fyrir Belafonte; fordómar hans hafa leitt til harmleiks. Leikur þeirra Travolta er ágætur og Nakano fer oft skemmtilega að því og á mjög einfaldan hátt að sýna yfirlætið sem „herrakyn- þátturinn“ sýnir hinum „óæðri“ og varpa ljósi á stöðuna eins og hún er í rauninni. Ríka svarta fólkið dáist að litlu, sætu hvítu börnunum; lögreglan er mest- anpart svört í fátæktarhverfum hvítra og beitir mjög ofbeldi; sjón- varpsþulirnir eru svartir og þar fram eftir götunum. En sagan ristir aldrei mjög djúpt. Það hefði mátt vinna betur úr þessum for- vitnilega efnivið. Arnaldur Indriðason Aular grípa til sinna ráða Bíóhöllin KÖRFUBOLTAHETJAN („Celtic Pride“) ★ Vi Leikstjóri Tom DeCerchio. Handrits- höfundur Judd Apatow. Kvikmynda- tökustjóri Oliver Wood. Tónlist Basil Poledouris. Aðalleikendur Damon Wayans, Daniel Stern, Dan Aykroyd, Cathy Moriarty. Bandarikin 1996. GENGI liðsins hefur getur haft fíma- sterk áhrif á áhangendur þess, jafn- vel svo að þeir grípi til örþrifaráða þegar illa gengur. Um það snýst Körfuboltahetjan, heldur þunnildisleg gamanmynd með nokkrum slarkfær- um leikurum sem lítið fá að njóta sín. Körfuboltahetjan er þeldökk stjama með Utah Jazz, Lewis Scott (Damon Wayans) að nafni. Óforbetr- anlegir aðdáendur Boston Celtic, leik- fimikemnarinn Mike (Daniel Stern) og píparinn Flaherty (Dan Aykroyd), taka það til bragðs að ræna gaumum á meðan úrslitaleikurinn í NBA stendur yfír milli liðanna. Vona að slíkar hrossalækningar nýtist lán- lausum Keltum þeirra til sigurs. En flest fer forgörðum í ráðabruggi þess- ara heldur gáfnasljóu fóstbræðra. Það getur meira en verið að flink- um pennum hefði tekist að berja saman góða mynd úr þessum efnivið en þeir heita greinilega ekki DeCerc- hio né Apatow. Þeir Stern, þó öllu frekar Áykroyd, eru prýðilegir skemmtikraftar á góðum dögum - sem fer óðum fækkandi. Wayans hefur ekki náð sér á strik á hvíta tjaldinu eftir gott gengi á skjánum, hann stendur sig hvað skást af mannskapnum sem framheijinn hjá Utah. Moriarty er misnotuð í afleitu hlutverki, enn eina ferðina. Annars er handritið Akkilesarhæll Körfu- boltahetjunnar, ekki síst persónu- sköpunin sem öll er í molum. Lewis er undarleg blanda af hrokagikk og gæðadreng, aularnir hvorki fugl né fískur. Reynt er að skapa samúð með þeim; Mike er minnipokamaður- inn sem náði engu af sínum háleitu markmiðum á heimavelli Bostonliðs: ins, sem nú á að rífa til grunna. í einu atriðinu kærleiksríkur fjöl- skyldufaðir, heltekinn af ólæknandi körfuboltadellu, í öðru óþolandi aula- bárður. Flaherty fær þó að vera ein- feldningur út myndina, enda eru slík gjarnan örlög pípara í Hollywood. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.