Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Ljósbrigði: Yfirlit án greiningar ÁSGRÍMUR Jónsson: Jökulhlaup, olía á striga, 1950-55. MYNPOST Listasafn íslands MÁLVERK Ásgrimur Jónsson. Opið kl. 11-17 alla daga nema mánudaga til 1. des- ember; aðgangur kr. 300, sýningar- bókkr.6255. ÁSGRÍMUR Jónsson er og mun ávallt verða talinn einn af jötnum íslenskrar myndlistarsögu. Hér kemur ekki aðeins til sú staðreynd að hann var einn frumherjanna í endurlífgun íslenskrar myndlistar við upphaf þessarar aldar, heldur býr fleira að baki slíku mati. Hann varð fyrstur íslenskra listamanna til að lifa alfarið af list sinni og í áratugi voru reglulegar páskasýn- ingar hans einu reglulegu mynd- listarsýningarnar sem haldnar voru í landinu; hann leitaði við- fangsefna fyrir sína listsköpun landið um kring, til þjóðsagna og eldgosa jafnt sem mannlífsins og uppstillinga; hann var yngri lista- mönnum stoð og stytta, jafnt sem kennari og sem kaupandi lista- verka þegar lítið gekk hjá þeim, og hafði þannig mikil áhrif á list- ræna sýn og uppeldi þeirrar kyn- slóðar, sem á eftir kom. Loks arfleiddi Ásgrímur ís- lensku þjóðina að þeim listaverk- um, sem hann skildi eftir sig, sem og húseigninni á Bergstaðastræti 74, sem hann hafði byggt og hef- ur hýst safn hans eftir hans dag. Safnið er orðið hluti af Listasafni íslands í samræmi við erfða- skrána, sem kvað á um að verk hans skyldu afhent safninu eftir að það væri flutt í eigið húsnæði. Sýningin er eins konar úttekt á Safni Ásgríms Jónssonar, bæði með sýningu verka úr því í tveim- ur efri sölum listasafnsins, og ekki síður með útgáfu mikillar bókar, þar sem er að fínna fjölda ljós- mynda og endanlegan lista yfír verkin í safninu. Sýningunni hefur verið gefín yfírskriftin „Ljós- brigði“ og er þar vísað til eins mikilvægasta þáttar í landslags- myndum Ásgríms, sem var vinna hans með þau litbrigði náttúrunn- ar, sem ljósið skapar allt í kringum okkur. Sýningunni hefur verið skipt þannig að í öðrum salnum eru vatnslitamyndir og teikningar, jafnframt því sem teiknibækur og annað efni er sýnt í glerborðum; í hinum eru síðan stærri olíumál- verk frá ýmsum tímum á ferli Ásgríms. Á svo stórri sýningu er skiljan- lega að finna fjölda glæsilegra málverka, sem vert væri að staldra við og skoða nánar. Undirritaður hreifst einkum af mörgum vatns- litamyndanna, sem eru afar fersk- ar og bjartar enn í dag. Hér skipt- PÖNNURISIAÐUR SKÖTUSELUR meÓ Newman's Own Spícy Simmer sósu 1 kg skötuselur 1 sítróna 4 böWunarkartöflur 400 gr Newmans Own Spícy Simmer gósa 1 vönJur frissé salat radísur, 2 gulr.etur ^raslaukur, 2 tómatar olía til steikingar salt ogf pipar Kartóilumar takaðar við 180° í u.julu klukkustunj. IJitið olfu í pönnu, veltið skiitueelnum upp úr Iiveiti og setjið á pömiuna, luyJJið með salti og pipar. Snúiá viá juutar íiskurinn er orðino fallega nrúnn, u.jj.k. 3 mínútur á hvorri lilið. Setjið sósuna ípott og hilið. Rrissé salatið er skolað od rifið niður. Rajísur, gulrælur, tómatar.pg graslautur er storið smátt niður og öllu UanJað saman. Fishhitunum er raðað á Jiskinn og sósuimi hellt yfir. Sílróna og steinselja notuð til að skreyt.t og ltra gétæta. Gott er að nota Newman'g Own Rancli clressing í Lökuáu kartöfluruar. Atli. nota má aðrar fisktegumlir. KARL K. KARLSSON EHF, Utnboðsaðdi fyrir Newnian's (pwri varur .4 íslantfi Tónaflóð í Hótel Borgarnesi Grund, Skorradal. Morgunblaðið. TÓNLISTARFÉLAG Borgarfjarðar bauð Borgfirðingum að hlýða á Vín- artónleika í Hótel Borgamesi föstu- dagskvöldið 8. nóvember. Frábærir listamenn komu þar fram, en þeir voru: Signý Sæmundsdóttir, sópran, Þorgeir Andrésson, tenór, Jónas Þ. Dagbjartsson, fiðla, Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó, Páll Einars- son, kontrabassi, og Sigurður Snorrason, klarinettur. Flutt voru verk eftir Lehár, Kái- mán, Strauss o.fl. við feikna hrifn- ingu áheyrenda, sem áttu þama sér- lega ánægjulega kvöldstund. Tónlist- arfélag Borgarfjarðar hefur starfað um áratuga skeið. Starfsemi félags- ins hefur auðkennst af metnaðarfullu starfi í gegn um árin. Eitt af verkum fyrstu stjómarinnar var að stofna Tónlistarskóla og er hann nú að hefja sitt þrítugasta starfsár. I tilefni afmælisins verða haldnir Morgunblaðið/Davíð Pétursson SIGNÝ Sæmundsdóttir og Þorgeir Andrésson á tónleikunum í Hótel Borgarnesi. afmælistónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar í febrúar næstkom- andi. Tónlistarfélagið stefnir að því að halda fimm tónleika til vors og er verkefnavalið óvenju fjölbreytt meðal annars vegna samvinnu fé- lagsins við „Tónlist fyrir alla“, sem er sérstakt verkefni á vegum menntamálaráðuneytisins í sam- vinnu við sveitarfélögin. Jazzkvartett Reykjavíkur mun halda næstu tónleika í Módel Venus 21. nóvember kl. 21. Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar koma 7. des- ember, Tjamarkvartettinn kemur í febrúar, Sverrir Guðjónsson o.fl. koma í marz og hljómsveitin Islandica í apríl. Stjórn Tónlistarfélags Borgar- fjarðar skipa: Jónína Eiríksdóttir for- maður, Helga Karlsdóttir gjaldkeri, Margrét Guðjónsdóttir og Steinunn S. Ingólfsdóttir meðstjórnendur. JSB býður þér hagnýta líkamsrcekt mótaða af áratuga reynslu jazzballettdansara Askriftarkort 'amapössunjyrir hádegi Láemúfa 9 • Stmt 5S1 3730 GRAFÍSKA SMIÐJAN 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.