Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MARIANNE EMMÉ PLANVIG Marianne Emmé Planvig fæddist í Kaup- mannahöfn 3. sept- ember 1945. Hún lést í Kaupmanna- höfn 3. nóvember síðastliðinn. For- eldrar Marianne voru hjónin Lise Gronquist og Jarg- en Emmé Pedersen sálfræðingur en þau eru bæði látin. Marianne giftist i Reykjavík árið 1964, Ágústi J. Schram og eru dætur þeirra: 1) Unnur Lísa, f. 1964, gift Ei- riki Þórkelssyni, bónda og líf- fræðingi en þau búa að Vorsabæ II, Skeiðum. Synir Marianne fluttist til íslands 17 ára að aldri til að vitja ættlands ömmu sinnar, Soffíu Ágústsdóttur Gronquist frá Valhöll í Vestmanna- eyjum. Marianne var björt yfirlit- um, gullfalleg og flutti með sér andblæ meginlandsins. Dálítið bó- hemsk í klæðaburði, langt áður en ~ það varð tíska hér og miðað við okkur hér heima á þessum tíma var hún mikil heimskona þrátt fyr- ir ungan aidur. Eftir að hún giftist og stofnaði heimili að Hávallagötu kom í ljós listhneigð hennar og afar góður smekkur. Við horfðum með undrun á gamla muni og áhöld sem hún dró að sér, oft einfalda hluti sem fengu nýtt hlutverk í hennar höndum. Hún afsýrði gömul húsgögn, gerði fallegar skreytingar úr þurrkuðum íslenskum blómum og skapaði stemmningu með kerta- ljósum og klassískri tónlist. Marianne lærði til snyrtifræð- þeirra eru Jakob Þór og Baldvin Ari. 2) Anna HUn, f. 1969, meinatæknir, búsett í Kaup- mannahöfn. Sam- býlismaður hennar er Lars A. Jensen, rekstrarhagfræð- ingur. Sonur þeirra er Frederik Ágúst A. Schram. Mar- ianne og Ágúst slitu samvistum en seinni maður hennar er Bent Planvig, tæknifræðingur í Kaupmannahöfn. Sonur þeirra er Davíð, f. 1984. Marianne var jarðsungin frá Kirke-Værlase 7. nóvember. ings á snyrtistofunni Jean de Grasse, hjá Rut Guðmundsson, æskuvinkonu móður sinnar, og stundaði starf sitt í heimahúsum. Hún var virk í Félagi íslenskra snyrtisérfræðinga og vann til verð- launa fyrir listförðun. Marianne var mikil tungumálamanneskja og af- sannaði rækilega goðsöguna um Danann sem aldrei getur lært góða íslensku og er búinn að gleyma sínu eigin máli. Alveg fram á síð- asta dag var íslenskan hennar hrein og hljómfalleg, jafnvel þó svo hún talaði hana afar sjaidan. Eftir að fjölskyldan fluttist til Kaupmannahafnar árið 1974 hóf Marianne störf sem deildarstjóri hjá Inter Coop, norrænu innkaupa- sambandi. Þar kom hún oft íslensk- um fundargestum á óvart með is- lenskukunnáttu sinni. Fyrir rúmum tveimur árum lét hún langþráðan draum rætast þegar hún hóf versl- t Okkar ástkæri VALDIMAR INGIBERG EINARSSON, Söndu, Stokkseyri, verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 16. nóvember kl. 14.00. Þorsteinn Valdimarsson, Bryndís Guðmundsdóttir, Stefán Axel Valdimarsson, Sædís Gísladóttir, Lárus Ingi Valdimarsson, Stefán Axel Guðmundsson, Róbert Hjálmar Valdimarsson, Garðar Skarphéðinsson, og barnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA ÞORKELSDÓTTIR, Hraunbæ 108, síðast til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. nóvember kl. 15.00. Reynir G. Karlsson, Svanfríður María Guðjónsdóttir, Þorbjörg Hilbertsdóttir, Sævar Hilbertsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega vinarkveðjur og hlýhug við andlát og útför ást- kærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR LILYAR KJÆRNESTED, Þórufelli 20, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Steingrímur Nikulásson, Annie Kjærnested Steingrímsdóttir, Margrét Lís Steingrímsdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Nikulás Ásgeir Steingrímsson, Friðfinnur Arni Kjærnested Steingrimsson, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGAR GUÐMUNDA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR unarrekstur við Strandvejen í Hellerup. Þar seldi hún vandaðan kvenfatnað, „til kvalitetsbeviste piger“ eins og hún sjálf kynnti verslun sína. Þó að sjúkdómurinn sem leiddi hana til dauða, hefði þegar knúið dyra lagði hún hart að sér til að allt mætti vera sem best og vandað- ast, jafnvel þó að kreppan væri enn viðloðandi í Danmörku og mörg fyrirtæki í vanda. Verslunin bar fagurt vitni um hennar góða smekk og hún laðaði að sér marga trausta viðskiptavini sem einnig urðu per- sónulegir vinir hennar. Hún tók þátt í sorg þeirra og gleði eins og reyndar allra sem hún kynntist. Það liðu heil sautján ár þar til Marianne sneri aftur til íslands og þá var tilefnið skím fyrsta bárna- bamsins, Jakobs Þórs, á sólríkum sumardegi í Ólafsvallakirkju á Skeiðum. Hún naut dvalarinnar og endurfunda við gamla vini sem höfðu saknað hennar sárt og þegar næsta sumar sótti hún brúðkaup Unnar Lísu dóttur sinnar og Eiríks til íslands. Þá var dansað fram eft- ir sumamóttinni í hlöðunni á fallegu jörðinni þeirra undir Vörðufellinu. Við útför Marianne hljómaði í kirkjunni gömul íslensk vögguvísa, „Sofðu unga ástin mín“, sem Soff- ía amma hafði sungið fyrir hana á barnsaldri og hún söng við bömin sín. ísland átti stóran hlut í hjarta hennar og böndin styrktust enn- fremur við að Unnur Lísa settist að á íslandi. En það var henni ákaflega mikils virði að hafa Önnu Hlín, Lars og litla Frederik nálægt sér í Kaupmannahöfn. Anna Hlín og Guðrún frænka voru hennar stoð og stytta síðustu mánuðina. Elskulegri frænku og vinkonu þökkum við samfylgdina og góðar samverustundir. Sár söknuður er kveðinn að ástvinum hennar hér heima og erlendis og við vottum þeim samúð okkar. Vigdís, Hafdís og Hrafnhildur. ■+■ Guðmunda Guðrún Guð- ■ mundsdóttir fæddist á Kluftum í Hrunamannahreppi 20. ágúst 1940. Hún lést í Landspítalanum 2. nóvember síðastliðinn og fór útför henn- ar fram frá Áskirkju 12. nóv- ember. Það er skammt stórra högga á milli í okkar litla samfélagi í Lúxemborg. Sólríkur og gullinn októbermánuður er að baki. Skuggar skammdegisins farnir að lengjast. Fyrir liðlega mánuði fylgdum við kærum vini og félaga til grafar. Aftur berast þær fréttir að komið sé að kveðjustund. Að þessu sinni er það kær vinkona sem lokið hefur langri baráttu við illvígan sjúkdóm. Lágvaxin og hnellin með óra- langt nafn, en ávallt kölluð Munda sem hæfði henni svo miklu betur. Hún stóð þó fyllilega undir þessu langa nafni. Stolt og stríðin með stórt hjarta, trölltrygg, óborganleg brandarakerling med stórkostlega kímnigáfu. Með smitandi hlátur og bamslega himinblá augu sem gáfu gætur því spaugilega í tilver- unni. Munda fór sínar eigin leiðir að settu marki enda aldrei látið vel að stjórn að eigin sögn. Sigraðist á þeim erfíðleikum sem á vegi urðu án þess ad víla eða vola og sló á létta strengi allt til síðasta dags. Munda og Maddi ásamt einka- syninum Þorsteini voru meðal þeirra Islendinga sem fyrstir sett- ust hér að. Þau studdu vel og dyggilega starfsemi íslendingafé- lagsins, heimili þeirra var nánast sem félagsheimili sem stóð öllum opið. Gestrisni og greiðvirkni var þeirra aðalsmerki. Sem dæmi má nefna að í upphafi búsetu þeirra hér var heimili þeirra nánast eins og símstöð. Ymist var fólk að fá að hringja hjá þeim eða þau beðin fýrir skilaboð til íslenskra ná- granna sinna. Þeirra kærustu gestir voru án efa börnin því bæði voru með af- brigðum barngóð og fljót að vinna traust þeirra. Lifandi áhugi þeirra og leiftrandi kímni smitaði út frá sér og örvaði frásagnargleði smá- fólksins og það var oft glatt á hjalla. Það er mikill sjónarsviptir að Mundu. Við eigum eftir að sakna hennar um langa hríð. Hnyttin til- svörin, allar óborganlegu sögurnar sem hún sagði okkur af mönnum og málefnum, börnum og ekki síst sjálfri sér munu lifa með okkur sem þjóðsögur um ókomna tíð. Við þökkum samfylgdina sem gjarnan hefði mátt vera miklu lengri. Aðstandendum hennar og ástvinum nær og íjær vottum við okkar dýpstu samúð. Við biðjum Almættið að styrkja ástvini hennar og styðja gegnum dimman vetur sem framundan er og að við megum öll minnast henn- ar með gleði í hjarta er geislar vorsólarinnar vemda okkur á ný. Fyrir hönd Félags íslendinga í Lúxemborg, Þorbjörg Jónsdóttir. GEIR GÍSLASON + Geir Gíslason fæddist í Reylqavik 26. októ- ber 1926. Hann lést á Landspítalanum 20. október síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Dóm- kirkjunni 29. októ- ber. Geir var skipasmið- ur. Hann vann lengi í Slippnum í Reykjavik. Hann var einnig húsa- smiður og byggði sér sitt eigið íbúðarhús á Bauganesi 42, að mestu einn. Húsið hans á Bauganesi 42 var bæði stórt og fallegt og handbragð hans á því var með eindæmum gott. Geir vann lengi á Veðurstofunni, eða allt þar til hann veiktist á síðastliðnu sumri. Á Veðurstofunni vann hann við smíðavinnu. Smíðar voru hans ævi- starf. Á Veðurstofunni voru vinsældir hans miklar enda drengur góður er naut vin- sælda alls staðar, og þar sem vinsældir hans voru með af- brigðum er vinahópur- inn stór er fylgdi hon- um hinsta spölinn. Geir var val- menni, hjartahlýr og hjálpsamur, vildi allra vanda leysa. Foreldrar hans, Sigríður Jó- t Móðir okkar, systir mín og frænka, INGUNN JÓNAINGIMUNDARDÓTTIR RISNER, lést á heimili sonar síns í Plymouth, MA, 12. nóvember sl. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Ingimundardóttir. t Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, JÓNA SIGRÚN SÍMONARDÓTTIR, Hrauntúni 61, Vestmannaeyjum, lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja aðfara- nótt 11. nóvember. Útförin auglýst síðar. Eðvarð Þór Jónsson, Sfmon Þór Eðvarðsson, Elín Sigríður Björnsdóttir, Sigurjón Eðvarðsson, Elísa Kristmannsdóttir, Aron Máni Símonarson. hannsdóttir og Gísli Guðmundsson skipstjóri, voru bæði ættuð af Vest- fjörðum. Ég kynntist þeim lítið sem ekkert, sá þau aðeins tvisvar. Um æsku og uppvöxt Geirs veit ég lítið því okkar kynni hófust ekki fyrr en hann var orðinn fullorðinn mað- ur og kvæntur Guðrúnu Þorleifs- dóttur frá Hafrafelli. Henni kvænt- ist hann 20. janúar 1951. Börn þeirra eru fyrirmyndarmanneskjur, hjartahlýjar og hjálpsamar. Geir var vel meðalmaður á hæð, nokkuð stór, en samsvaraði sér vel. Hann var fríðleiksmaður og myndarmaður hvar sem litið var á. Ég kynntist Geir fyrst um 1950 er þau Guðrún og hann voru að bindast tryggðaböndum. Voru kynni okkar strax mjög góð og ætíð síðan. Hjálpsemi þeirra í veik- indum okkar voru alveg sérstök, þau gerðu allt fyrir mann. Mann- kostir þeirra voru svo miklir. Hjá okkur á Skáldsstöðum var Þorleifur sonur þeirra í átta sumur og kunn- ingsskapur því mikill og aldrei nema góður. Þau Geir og Guðrún komu oft til okkar hingað á Skáldsstaði. Þær heimsóknir þeirra voru ógleymanlegar. Þau voru mjög skemmtilegar manneskjur og góð- vild þeirra var nær takmarkalaus. Þau komu í sumarblíðunni með skemmtun og fegurð, gjafir og fleira. Þegar veikindi sóttu á veittu þau ómetanlega hjálp. Magnús bróðir okkar dó 15. nóvember 1992 og slíka hjálp og aðstoð er þau veittu okkur fáum við nú aldrei fulllaunað. Eins höfum við öll dval- ið lengri eða skemmri tíma á heim- ili þeirra er við höfum verið veik og gerðu þau allt fyrir okkur sem hægt var og meira en það. Þú ert nú horfínn, Geir. Þín stund er komin. Guð blessi þig á eilífðar- strönd. Ættingjum Geirs veittu, Drott- inn, þína blessun svo að sorg þeirra verði léttbærari er þau syrgja sinn ástkæra föður og vin. Með þökk fyrir allt. Jón Guðmundsson og systkini. 4 i Q € Ci c I < í K i i í i i i i < i i (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.