Morgunblaðið - 03.12.1996, Page 10

Morgunblaðið - 03.12.1996, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Alþingi fjallar um lagafrumvarp sem gerir það refsivert að hafa barnaklámefni í vörslu sinni 5.438 atriði tengd bamaklámi fundust á alnetinu í sumar Tæknilega er hægt að fínna þá sem dreifa klámi á alnetinu en á ráðstefnu Bama- hjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem haldin var í Stokkhólmi í sumar um kynferðislega misnotkun bama í ágóðaskyni, kom fram að við leit á alnetinu hefðu fundist 5.438 efnisatriði sem tengdust bamaklámi. ALÞINGI hefur nú til meðferðar frumvarp til laga sem gerir það refsivert að hafa í vörslum sínum ljósmyndir, kvikmyndir eða annað efni sem sýnir börn á kynferðisleg- an eða klámfenginn hátt. Þegar eru í gildi lög sem gera framleiðslu og dreifingu alls klámefnis refsiverða en með frumvarpinu er ætlunin að gera lög þannig úr garði að einnig verði hægt að refsa þeim sem hafa barnaklámefni í vörslu sinni; kaup- endunum sem skapa eftirspurn eft- ir þessari framleiðslu. Oljóst virðist hins vegar hvort eða á hvaða hátt það frumvarp sem nú er til meðferðar skilgreinir vörslu þess barnaklámefnis sem aðgengi- legt er á alnetinu þótt lög taki lík- lega yfir dreifingu klámefnis um veraldarvefinn. Á fyrrgreindri ráðstefnu Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna og ýmissa samtaka kom fram í könnun sem gerð var á vegum umboðs- manns barna í Noregi að klámefni á alnetinu væri þrennskonar. I fyrsta lagi klámbúðir, sem sumar hafa barnaklám á boðstólum og selja efni á ljósmyndum og mynd- böndum þeim sem gefa upp greiðslukortanúmer. Þá komst hinn norski umboðsmaður barna að því að á alnetinu er vefur þeirra sem sækjast eftir kynferðislegu sam- neyti við böm og loks spjallrásir slíkra manna. Fram hefur komið að það voru vísbendingar um að maðurinn sem nú er í haldi á Akureyri væri tíður gestur á slíkri spjallrás sem ýttu rannsókninni sem stendur yfir nyrðra úr vör. Umræður um alnetið og barna- klám hafa farið fram víða í Evrópu undanfarið, ekki síst í kjölfar mál- anna sem komið hafa upp í Belgíu. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur m.a hvatt ríkis- stjórnir aðildarríkjanna og samtök fyrirtækja í tölvuiðnaði og foreldra til að taka saman höndum í barátt- unni gegn bamaklámi. Ekki hefur verið gerð tillaga um nýja löggjöf um alnetið heldur hefur fram- kvæmdastjórnin nefnt lausnir á borð við siðareglur og alþjóðlegt samstarf um að framfylgja núver- andi lögum og notkun búnaðar sem getur síað efni á alnetinu. Allir merktir sinni tölvu í frásögn Morgunblaðsins frá 31. ágúst af ráðstefnu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um kynferðis- lega misnotkun barna og niðurstöðu hins norska umboðsmanns barna, sem fyrr var vísað til, kemur fram að alnetið sé ekki samansafn nafn- lausra notenda því allir, sem fara út á alnetið, séu merktir tölvu sinni og að það þurfi töluverða þekkingu til að sleppa undan því auðkenni. Þó em til nokkrir staðir á alnet- inu sem kallaðir em „remailing system" og miðla alveg nafnlausum skilaboðum. Upphaflegur tilgangur slíkrar þjónustu var t.d. að gera fólki í löndum eins og Burma, Kína og fleirum, þar sem mannréttindi em ekki virt, fært að eiga alþjóðleg samskipti án þess að eiga yfir höfði sér að stjómvöld „hleruðu" þau samskipti. Rekstraraðili stærstu „remailing system" þjónustunnar á alnetinu, sem rekin var í Finnlandi, tilkynnti um lokun hennar í sumar eftir að í ljós kom að hún hafði verið skálkaskjól glæpamanna sem reyndu að hylja slóð sína. Islensk lög í íslenskum hegningariögum er að finna ákvæði þar sem hegðun þeirra sem misnota börn og dreifa hvers kyns klámefni er gerð refsi- verð. 210. grein hegningarlaganna mælir fyrir um sektir, varðhald eða fangelsi í allt að 6 mánuði gegn þeim sem bera ábyrgð á því að hvers kyns klámefni, jafnt bama- klám og annað, birtist á prenti. Sömu refsingu varðar að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt klámmyndum, klámritum eða slík- um hlutum, hafa þá opinberlega til sýnis og að láta efni af því tagi af hendi við unglinga yngri en 18 ára. Hagsmunir fórnarlambanna, barnanna, em verndaðir í 212. grein hegningarlaganna þar sem allt að 12 ára fangelsi er lagt við því að hafa samfarir eða kynferðismök við barn yngri en 14 ára en önnur áreitni varðar fangelsi í allt að 4 ár. „Grófan“, klámfenginn hátt Núna er hins vegar til meðferðar fmmvarp sem hefur það að mark- miði að leggja refsingu við því að eiga og hafa í vörslum sínum ljós- myndir, kvikmyndir eða annað efni, sem sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Snarpar umræður urðu um þetta frumvarp í vor þegar Bryndís Hlöð- versdóttir, alþingismaður mótmælti því að frumvarpið, eins og það leit þá út, áskildi að um væri að ræða íjósmyndir, kvikmyndir eða annað efni, sem sýni börn á grófan klám- fenginn hátt. Frumvarpið var lagt fram að nýju í haust og kveður nú á um að refsivert sé að hafa í vörsl- um sínum ljósmyndir, kvikmyndir eða annað sem sýnir börn á kyn- ferðislegan eða klámfenginn hátt. Eftir sem áður er þó óbreytt í þessu frumvarpi, að sögn Bryndísar Hlöð- versdóttur, önnur málsgrein en þar er áskilið að refsað verði fyrir að hafa í vörslum sínum myndir sem sýni á grófan, klámfenginn hátt börn í kynferðislegum athöfnum með hlutum eða dýrum. Frumvarp þetta hefur nú farið í gegnum fyrstu umræðu á Alþingi og hefur allshetjarnefnd þingsins það nú til meðferðar. Ekki náðist í gær tal af Sólveigu Pétursdóttur, formanni nefndarinnar, en Bryndís Hlöðversdóttir sagðist telja líklegt að málið kæmi úr nefnd og til ann- arrar umræðu fljótlega. Um það hvernig þetta frumvarp og íslensk refsilög almennt taki á klámefni á alnetinu sagði Bryndís að í þeim efnum yrði sennilega vænlegast til árangurs að leggja áherslu á þá sem dreifa efninu. Klassísk Iögfræðilegt hugtak á borð við það að hafa efni í vörslum sínum hafa ákveðna merkingu sem óvíst er, að mati Bryndísar, að hægt verði að tengja alnetinu. Hún segir að skoða þurfi sérstaklega og ítar- lega hvemig hægt verði að ná yfir þau mál. Fræðsla lögreglu og dómstóla Kristín Jónasdóttir, formaður Barnaheilla, segir að samtökin gagnrýni eftir sem áður að áskiln- aður um grófan, klámfenginn hátt hafi ekki verið með öllu fjarlægður úr frumvarpinu en að öðru leyti fagni þau þessu frumvapi. „Eitt af því sem við höfum lagt til í umsögn við frumvarpið er að lögregluyfirvöld og dómstólar fái stuðning og fræðslu í þessum efnum á erlendri grund. Við teljum nauð- synlegt að þessu frumvarpi fylgi sérstakur stuðningur yfirvalda þannig að þeir sem eiga að fram- fylgja lögunum fái sérstaka fræðslu um réttindi bamsins; áhrif afbrot- anna á börn og einnig að t.d. lög- reglumenn fái þjálfun í að leita að þessu efni, t.d. á alnetinu." Kristín sagði að í Bandaríkjunum styddust lögreglumenn t.d. í málum af þessu tagi við hóp borgara sem léti vita með skipulögðum hætti ef þeir rækjust á barnaklámefni. „Eitt af því sem þarf að gera til þess að við getum komið í veg fyrir þetta er að það verði hægt að tala opin- berlega um þessa hluti og efla ár- vekni hins almenna borgara gegn þessu. Við verðum öll að rísa upp og segja: „Þetta viljum við ekki,“ segir Kristín Jónasdóttir. Aflýsti aðventukvöldi undir fölsku flag’g’i ÓÞEKKTUR maður hringdi til Ríkisútvarpsins á sunnudaginn og las inn auglýsingu þar sem að- ventukvöld í Víðistaðakirkju var afboðað vegna veikinda. Maðurinn sagðist vera sóknarnefndarmaður og gaf upp nafn og heimilisfang í Grafarvogi. Sigurður Helgi Guðmundsson sóknarprestur segir að enginn á vegum kirkjunnar hafi kannast við nafnið og að engar fyrirætlan- ir hafi verið um að aflýsa samkom- unni. Auglýsingin var lesin upp rétt fyrir klukkan sjö, en leiðrétt- ing birtist skömmu eftir kvöld- fréttir. Samkoman hófst klukkan hálfníu. „Þetta hafði sem betur ekki mikil áhrif á kirkjusóknina, því það var fullt hús hjá okkur,“ segir Sig- urður Helgi. „Ég veit samt af mörgum sem ætluðu að koma en hættu við vegna auglýsingarinnar. Hvað býr að baki hringingunni veit ég ekki en það er alvarlegt mál að hægt sé að gera svona. Við eigum eftir að athuga til hvaða ráða við grípum, en einhvern veg- inn þarf að taka á þessu.“ Morgunblaðið/Kristinn Styrkir til æskulýðsmála GUÐRÚN Ágústsdóttir forseti borgarstjórnar, klippti á borða þegar nýja verslunarmiðstöðin í Rimahverfi var opnuð á sunnudag. I tilefni opnunarinnar afhentu Lions- klúbburinn Fjörgyn í Graf- arvogi og Verslunin Rimaval 170 þúsund krónur til styrktar ungl- ingastarfi í hverfinu. „Þetta er samstarfsverkefni og rennur allur ágóði af pokasjóði óskiptur til æskulýðsmála í Grafarvogi," sagði Snorri Hjaltason byggingameist- ari. Er þetta í fyrsta sinn sem af- hending fer fram og fékk Skóla- hljómsveit Grafarvogs 50 þúsund krónur og Félagsmiðstöðin í Rima- skóla fékk 120 þúsund krónur. Alþjóðlegt fyrirtæki selur íslendingum gistingu erlendis Um 20-25 hafa keypt sér búsetu- retta NÝTT fyrirtæki, GCI íslandi ehf., hefur selt 20-25 Reykvíkingum rétt til tímabundinnar búsetu [ hótelíbúð- um á Suður-Spáni. GCI íslandi hóf starfsemi fyrir viku og hefur um 120 manns þegar verið boðið í ferðakynn- ingu hjá fyrirtækinu að sögn Terry Bissell framkvæmdastjóra þess. Boðin er aðild að félagsskap sem kallast „Sunset Beach Club“ og kaupir viðkomandi rétt til að dvelja á hóteli við Benalmadena strönd á Suður-Spáni um lengri eða skemmri tíma að sögn framkvæmdastjórans. Þeir sem gera kaupsamning við GCI öðlast síðan sjálfkrafa rétt til þess að skipta um dvalarstað, kjósi þeir það, í gegnum annað fyrirtæki sem nefnist RCI. Segir Terry Bissell að RCI bjóði dvöl á 3.000 stöðum í 80 þjóðlöndum. Ekki er hægt að skipta beint við RCI að hans sögn. GCI íslandi er hluti af GCI Inter- national sem rekur skrifstofur í Tævan, Hong _ Kong, Singapúr, Spáni og nú á íslandi. Fyrirtækið annast markaðssetningu á búsetu- rétti, með samningi við RCI, en sel- ur ekki aðra ferðaþjónustu. RCI er sjálfstætt fyrirtæki, hefur starfað frá 1974, er með höfuðstöðvar í Indianapolis í Bandaríkjunum og Spam rekur 60 skrifstofur víðs vegar um heiminn; segir Bissell jafnframt. GCI Islandi er með tveggja ára leigusamning á húsnæði í borginni og segist Terry Bissell ekki geta fullyrt um hversu lengi fyrirtækið verður starfandi hér í núverandi mynd. Sem stendur eru 35 starfs- menn á skrifstofunni, allt íslending- ar. „Þegar fyrirtækið hefur lokið markaðssókn sinni munum við starfrækja þjónustuskrifstofu hér fyrir þá sem gert hafa kaupsamn- ing,“ segir hann. Bissell segir enn- fremur aðspurður að markmiðið sé að ná samningum við 3-4% reyk- vískra fjölskyldna. Viðskiptavinir GCI eru valdir í framhaldi af símaúrtaki og boðið að koma á 90 mínútna kynningu hjá fyrirtækinu. Terry Bissell segir markhópinn hjón á miðjum aldri, sem hafi meira ráðrúm til íjárhags- legra skuldbindinga af þessu tagi. Verð á búseturétti fer eftir, dvalar- og árstíma, stærð íbúðar og stað- setningu og getur verið í kringum 300.000 krónur að sögn Bissells. Samningurinn gengur í erfðir og einnig er hægt að selja búseturétt- inn eða lána kjósi viðkomandi það, að hans sögn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.