Morgunblaðið - 03.12.1996, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 11
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Kristinn
SUNNEVA Ása Weisshappel situr í fangi langömmu sinnar, Ingibjargar Einarsdóttur, sem var að
skoða nýja herbergið sitt á hjúkrunarheimilinu Skjóli á sunnudaginn. Lengst til hægri er móðir
Sunnevu Ásu, Jóhanna Norðdal.
Rúmum
fjölgað á
Skjóli
Hringvegurinn í Hvalfirði
Mjölnir með lægsta til-
boð í veg um Botnsvog
V ÖRUBIFREIÐASTJ ÓRAFÉLAG-
IÐ Mjölnir á Selfossi var með lægsta
tilboð í gerð vegarkafla á hringveg-
inum um Botnsvog í Hvalfirði.
Mjölnir bauð 19.202.400 kr. í verkið
sem er 62,2% af kostnaðaráætlun
Vegagerðarinnar, sem hljóðaði upp
á 30.870.000 kr.
Alls bárust 19 tilboð í verkið og
reyndist Völur hf. í Reykjavík eiga
næstlægsta tilboðið, sem var
19.734.100 kr. Þijú tilboðanna voru
hærri en kostnaðaráætlun Vegagerð-
arinnar og reyndist hæsta tilboðið
vera frá Loftorku hf. í Reykjavík, sem
bauð 36.689.500 kr. í verkið.
RÚMUM á hjúkrunarheimilinu
Skjóli í Reykjavík var fjölgað um
sjö þegar ný hæð var tekin í notk-
un þar og vígð á sunnudaginn.
Alls eru nú 111 rúm á Skjóli.
Starfsfólki verður ekki fjölgað
vegna stækkunarinnar, a.m.k.
ekki fyrst um sinn. Stækkunin er
kostuð af hússjóði Oryrkjabanda-
lags íslands og eru rúmin ætluð
skjólstæðingum þess.
Almannavarnaæfing
á Egilsstöðum og í Fellabæ
Skýrt hjá Neyðar-
línunni hvernig
bregðast átti við
Á ALMANNAVARNAÆFINGU
sem haldin var á Egilsstöðum sl.
föstudagskvöld var settur á svið
árekstur tveggja flugvéla og brot-
lending á tveimur mismunandi
stöðum, á Egiisstöðum og í
Fellabæ. í frétt af æfingunni í
Morgunblaðinu á laugardag var
látið í veðri vaka að viðtakendur
útkalls hjá Neyðarlínunni hefðu
misskilið kall á slysstað þannig
að um eina brotlendingu væri að
ræða.
Gert alveg
eftir bókinni
Eiríkur Þorbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Neyðarlínunnar,
segir þetta ekki rétt.
„Við vissum af þessari æfingu
þannig að það var alveg skýrt hjá
okkur hvernig við ættum að bregð-
ast við. Fyrst kom hringing þar
sem tilkynnt var um fyrra tilvikið,
við tókum niður allar nauðsynlegar
uppiýsingar og sendum til lögreglu
á Egilsstöðum, slökkviliðs og
sjúkrabíla, þannig að þetta var
gert alveg eftir bókinni," segir
Eiríkur.
Tólf mínútum síðar var aftur
hringt í Neyðarlínuna. Eiríkur seg-
ir að þar hafi menn alveg gert sér
grein fyrir því að hringt var frá
sama stað og það hafi ekki farið
á milli mála að það væri út af
æfingunni.
Lögreglan fékk allar
viðbótarupplýsingar
„Aftur voru teknar niður nauð-
synlegar upplýsingar og þær strax
færðar til lögreglu, sem var ábyrg
fyrir æfingunni. Lögreglan fékk
allar þessar viðbótarupplýsingar.
Þeir sögðu alveg skýrt við okkur
að þeir tækju að sér að láta við-
bragðsaðila vita.
Lögreglan átti að vita að þetta
væri á tveimur stöðum þannig að
þetta væri seinna tilvikið, allir
aðilar sem að þessu stóðu áttu að
vita að þetta áttu að vera tvær
vélar hvor á sínum staðnum,"
sagði Eiríkur.
Hann lagði áherslu á að hjá
Neyðarlínunni hefðu viðbrögðin
verið hárrétt og eins og til var
ætlast.
Marinó Marinósson, formaður
undirbúningsnefndar almanna-
varnaæfingarinnar, segist sem
minnst vilja tjá sig um málið að
svo komnu, annað en að menn séu
allir af vilja gerðir að komast til
botns í því.
VEGNA UMFJÖLLUNAR FERÐABLAÐS MÐL. SL. SUNNUDAG BIRTIST EFTIRFARANDI AUGLÝSING:
BROTIÐ BLAÐ í LUNDÚNAFERÐUM MEÐ SÉRKJÖRUM HEIMSKLÚBBSINS:
HVERGI í HEIMI ER INNGANGUR JÓLANNA MEÐ SLÍKUM GLEÐI- OG GLÆSIBRAG OG í
Hér bætir Heimsklúbburinn um betur meö 4 daga
frábærri skemmti-, menningar- og verslunarferö, þar
sem búiö er á ROYAL GARDEN, einu fallegasta hóteli Lundúna.
Dagskráin undir leiðsögn Ingólfs Guöbrandssonar, sem gjörþekkir
borgina, er hreint jóla-ævintýri.
í / ólaskapi á ekki sinn hka
cy - 12.-15. des.,
moð nvium brag og gistmgu a
Vissiröu, aö London er mesta
heimsborgin, fjölbreyttasta, vin-
sælasta og ódýrasta verslunar-
borg Evrópu, samkvæmt nýlegri
könnun NEWSWEEK?
- Hvers vegna aö leita
þá annaö?
Hversu vel þekkirðu London?
Fjöldi íslendinga fær einhæfa mynd
af London og hefur aldrei kynnst
borginni fyrir utan hótel í lægri
kantinum, nokkrar verslunargötur
og krár og gerir sér ekki grein
fyrir hve mögnuö borgin er
og afbragð annarra borga.
12. des. Flug Flugleiöa aö
morgni til Heathrow flugvallar
og flutningur til hins glæsilega
ROYAL GARDEN viö Hyde
Park, sem er nýopnað eftir
13. des. Kynnisferö um
London undir leiösögn
Ingólfs, sem kynnir þér
borgina frá mörgum hliðum,
sem þú vissir varla aö væru
14. des. Frjáls dagur í London,
þar sem jólastemmningin er í
algleymingi. Ensk jólaveisla meö
kalkún og tilheyrandi um kvöldið,
einnig söngleikir, leikhús.
15. des. Eitt merkasta listasafn heimsins meö
verkum meistaranna, NATIONAL GALLERY á
dagskrá kl. 11-13.30. Síðan frábærir jólatón-
leikar í BARBICAN meö vinsælustu tónlistinni
eftir Bach, Handel o.fl. Heimflug um kvöldið.
gagngerar breytingar og
endurnýjun hólf í gólf. Sumar
bestu verslanir Lundúna (
næsta nágrenni. Um kvöldið
stórtónleikar Philharmonia
hljómsveitarinnar í Royal
Festival Hall meö vinsælustu
verkum Tchaikowskys og
Rachmaninoffs meö stjönu-
píanista undir stjórn frægasta
hljómsveitarstjóra Rússa.
til, frá dögum Rómverja til
nútímans, gegnum London
Hinriks 8., Shakespeares,
Dickens, Churchills og ótal
annarra. Um kvöldiö
stendur til boöa hin vinsæla
ópera Puccinis, Turandot í
einu besta óperuhúsi heim-
sins, COVENT GARDEN.
ATH. SÍÐASTI PÖNTUNARDAGUR 4. DES.
Austurstræti 17,4. hæð 101 Reykjavík, sími 562-0400, fax 562-6564