Morgunblaðið - 03.12.1996, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Banka i Japan
sagt að hætta
viðskiptum
Tókýó. Reuter.
JAPONSK yfirvöld skipuðu nýlega
bágstöddum banka að hætta við-
skiptum og hefur það ekki gerzt í
hálfa öld. Rástöfunin var sögð
nauðsynlegur liður í því að hreinsa
til í lánamálum og binda enda á
ófremdarástand á því sviði.
Tölur japanska íjármálaráðu-
neytisins sýndu að Hanwa Bank
Ltd er að hruni kominn vegna óinn-
heimtanlegra lána að upphæð 190
milljarðar jena eða 1,71 milljarður
dollara, en eigið fé bankans var
20,3 milljarðar jena í september-
lok.
Ráðuneytið hefur skipað bank-
anum að hætta viðskiptum í Vest-
ur-Japan að öðru leyti en því að
afgreiða úttektir því að bankinn
geti ekki innheimt skuldir og ekki
sé hægt að reka hann áfram.
Hiroshi Mitsuzuka fjármálaráð-
herrra sagði þó á blaðamanna-
fundi að gjaldþrotið ætti ekki að
vekja ugg um fjármálakerfi Jap-
ans fí heild.
Ráðuneytið sagði að sparifjár-
eigendur yrðu verndaðir og skjót-
ar ráðstafanir til að bregðast við
gjaldþrotum banka mundu hleypa
nýju lífi í japanska fjármálakerfið.
Bankastjóri Japansbanka, Yasuo
Matsushita, tók í sama streng.
Hanwa starfar aðallega í Osaka
og nágrenni og starfsmenn bank-
ans eru um 900.
Þriðja bankagjaldþrotið
Aðeins tvisvar sinnum áður
hafa bankar í Japan orðið gjald-
þrota síðan heimsstyrjöldinni lauk
— annar í fyrrá og hinn á þessu
ári. Mál þeirra voru leyst með
stofnun nýrra banka. Ellefu
smærri lánastofnanir hafa einnig
orðið gjaldþrota síðan í desember
1994.
Yfirvöld segja að nýr banki
verði einnig stofnaður á rústum
Hanwa, en aðeins til að leysa upp
fyrirtækið, sem var stofnað 1941.
Bankinn er ekki meðal 20 helztu
viðskiptabanka Japans.
Eins og fleiri varð Hanwa fyrir
barðinu á mikilli lækkun verðs á
fasteignum í byijun áratugarins.
Bankinn segir að fjárhagslegt tap
hans hafi numið 33,72 milljörðum
jena á sex mánuðum til sept-
emberloka. Fyrir hálfum mánuði
spáði bankinn aðeins 280 milljóna
jena tapi á tímabilinu.
Sérfræðingar fagna fréttinni,
sem er talin vísbending um að
hreinsað verði til í fjármálakerfi
Japans. Fréttinni var tekið með
ró á mörkuðum og verð á hluta-
bréfum í Tókýó var stöðugt.
Frakkarreka
ríkisforstjóra
París. Reuter.
FRANSKA ríkistjórnin hefur rekið
yfirmann ríkisstryggingafélagins
GAN, Jean-Jacques Bonnaud,
vegna áhrifa ákvörðunar um að
hætta við einkavæðingu.
Jean Arthuis fjármálaráðherra
hefur skipað Didier Pfeiffer frá
keppinautinum UAP nýjan yfir-
mann GAN (Groupe des Assuranc-
es Nationales GAN).
Sjaldgæft er að ríkisforstjórar
séu reknir í Frakklandi. Brottvikn-
ingin á rætur að rekja til nýlegrar
ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um
að hætta við tilboð um einkavæð-
ingu dótturfyrirtækis GAN, bank-
ans CIC, og ásakana Arthuis um
að Bonnaud og stjórnarformanni
CIC, Bemard Yoncourt, hafi láðst
að kynna söluna.
Bonnaud hélt því fram að ef
hann gengi að kröfu ríkisstjórnar-
innar um að segja af sér mundi
það jafngilda því að hann játaði
sig sekan og hann vissi ekki til
þess að hann hefði gert nokkuð
af sér.
Talið er að Pfeiffer muni reka
Yoncourt, sem reitti Arthuis til
reiði í október þegar hann lýsti því
yfir í sjónvarpi, þegar enn var
auglýst eftir tilboðum í CIC, að
yfirtaka gæti leitt til hruns CIC,
sem er hópur 11 svæðisbanka.
Fyirætlun um að selja 67% í CIC
(Credit Commercial et Industriel)
mætti harðri mótstöðu stjórnmála-
manna á landsbyggðinni og banka-
fólks og stjórnin fékk aðeins tvö
tilboð — frá frönsku bönkunum
BNP og Societe Generale.
Boð Societe Generale var ekki
talið gilt, því að það fullnægði
ekki skilyrðum ríkisstjórnarinnar,
meðal annars um að svæðisein-
kenni CIC og tryggingasölutengsl
við móðurfyrirtækið GAN verði
virt.
Canadian Airreynir
að bjarga félaginu
Vancouver. Reutcr.
CANADIAN Airlines Corp. reynir
að komast hjá gjaldþroti vegna
mikils taps og hyggst halda áfram
björgunaraðgerð þrátt fyrir and-
stöðu tveggja verkalýðsfélaga.
Félagið hefur lagt framt björg-
unaráætlun eftir margra vikna
samningaviðræður og er þar gert
ráð fyrir ríkisaðstoð og launatilsl-
ökun starfsmanna sem á að spara
félaginu 70 milljónir Kanadadoll-
ara á ári í fjögur ár.
Kevin Benson forstjóri hefur
skorað á verkalýðsfélög þau sem
vilja ekki samþykkja áætlunina að
bera hana undir atkvæði félags-
manna, því að hann kveðst viss
um að hún yrði samþykkt.
Canadian er annað stærsta flug-
félag Kanada og hafði lýst yfir að
það mundi hætta rekstri í byijun
næsta árs ef sex verkalýðsfélög
samþykktu ekki endurskipulagn-
ingu. Félagið skuldar 2,8 milljarða
Kanadadala eða 2,1 milljarð
Bandaríkjadal og hefur ekki skilað
hagnaði í tíu ár.
Gert er ráð fyrir endurskipu-
lagningu á áætlunarflugi Canadian
og ívilnunum frá AMR Corp., sem
á einn þriðja í því og er móðurfyrir-
tæki American Airlines.
ÚR VERIIMU
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Aðstaðan bætt
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ Eim-
skipa í Hafnarfirði hefur tekið
í notkun nýtt hreyfanlegt
vinnuskýli til notkunar við
löndun á fiski úr frystitogur-
um. Jóhann Guðmundsson,
þjónustustjóri, segir að mikil
bót sé að þessu skýli, sem not-
að sé til flokkunar á fiskinum.
Áður hafi menn þurft að brasa
við þetta undir berum himni í
hvaða veðri sem er, en nú sé
komi prýðileg aðstaða fyrir
þessa vinnu. Hann segir enn-
fremur að nú fái kassarnir með
frysta fiskinum miklu betri
meðferð en áður, en þeir séu
viðkvæmir bæði fyrir mikilli
sól og rigningu. Á þriðja tug
erlendra frystitogara eru í við-
skiptum við þjónustumiðstöð
Eimskipa 1 Hafnarfirði og fjöl-
margir innlendir togarar. Fyr-
irhugað er að byggja fleiri
skýli af þessu tagi, en mjög
öflugan lyftara þarf til að
flytja það til.
Allir markaðir í sam-
tök uppboðsmarkaða
REIKNISTOFA fískmarkaða hf.
(RSF) og íslandsmarkaður hf. (ÍM)
og fiskmarkaðir þeim tengdir hafa
stofnað félag, Samtök uppboðs-
markaða (SUM). Félaginu er ætlað
að fjalla um sameiginleg málefni
aðildarfélaga og standa að fundum
og ráðstefnum um þau.
„Það er löngu ljóst að fiskmark-
aðir eru orðnir snar þáttur í ís-
lenskum sjávarútvegi og farnir að
hafa veruleg áhrif á þróun og
mótun stefnunnar í greininni. For-
svarsmenn fiskmarkaðanna töldu
því tlmabært að koma fram sem
ein heild þegar þeir óska eftir, eða
leitað er til þeirra, um álit á mál-
um er þá varða,“ segir meðal ann-
ars í frétt frá hinum nýstofnuðu
samtökum.
I stjórn samtakanna voru kosn-
ir: Ólafur Þór Jóhannsson, Suður-
nesjum, formaður; Andrés Helgi
Hallgrímsson, Islandsmarkaði,
ritari, Grétar Friðriksson, Hafnar-
firði, og Egill Jón Kristjánsson,
Hornafirði, meðstjórnendur.
Heimilisfang SUM verður á
Hafnarbakka 13, 260 Njarðvík.
Færir um að selja allan fisk
„Vegna mikillar umræðu um
að allur fiskur fari á fiskmarkað
vill SUM leggja áherslu á að fisk-
markaðir eru vel færir um að taka
við því viðamikla verkefni að selja
allan fisk. Fiskmarkaðir eru þegar
komnir á margar hafnir og þar
sem þeir eru ekki komnir, eru fisk-
markaðir reiðubúnir að miðla af
reynslu sinni og taka þátt í að
byggja upp fiskmarkaði um allt
land.
Nú hafa fiskmarkaðir starfað í
rúm níu ár. Margt hefur þróast
til hins betra á þeim tíma, sem
má þakka starfsemi þeirra.
Utflutningur á ferskum óunn-
um fiski var 145.000 tonn árið
1990 þegar hann var mestur, en
var 43.000 tonn síðasta ár og
minnkar enn á þessu ári. Það þýð-
Markmiðið að
stuðla að auknum
gæðum fisksins
ir að meira af fiski er unnið á
íslandi af íslensku verkafólki og
skilar meiru í þjóðarbúið.
Nýting hefur aukizt
Nýting á fiskinum hefur stór-
aukist vegna þess að til þess að
vera samkeppnishæfur á markaði
og geta keypt fiskinn gildir að
nýta allt sem nýtanlegt er. Sífellt
minna fer til mjölvinnslu og má
nefna að nú er sundmaginn, lund-
inn, kinnfiskurinn o.fl. verðmæt
vara, en fór í mjölverksmiðjuna
áður.
Fisktegundir sem lítt eða ekki
voru nýttar áður eru nú mikilvægt
og eftirsótt hráefni enda dýr af-
urð. Þar má nefna keilu, steinbít,
löngu, flestar kolategundir o.fl.
sem áður fóru í ódýrar afurðir
s.s. skreið eða var hreinlega hent
í hafið.
Nýjasta dæmið er tindaskata
en á þessu ári er búið að selja 747
tonn af henni á fiskmörkuðum á
íslandi. Henni var til skamms tíma
hent.
Þrátt fyrir að aðeins 25% af
botnfisktegundum hafi farið um
fiskmarkaði í fyrra fóru 80% af
tindaskötu um þá.
Gæðin hafa aukist
Frá því að fiskmarkaðir byijuðu
hafa gæði fisks aukist. Gagnstætt
því sem margur heldur fram þá
hafa fiskmarkaðir átt stóran þátt
í því. Fiskur hefur komið og kem-
ur enn mjög misjafn að gæðum
að landi hvort sem hann kemur
til sölu á fiskmarkað eða ekki.
Fiskmarkaðir eru til að finna
verð á þann fisk sem þar er til
sölu. Hátt verð á góðan fisk og
lágt verð á lélegan fisk. Til þess
að auka gæði þess fisks sem kem-
ur til sölu verða þeir að geta treyst
á seljendur og kaupendur ásamt
því að standa sig sjálfir.
Mikil ábyrgð
Þegar fiskverð var gefið fijálst
fól það í sér mikla ábyrgð þeirra
sem versla með fisk eins og allt
frelsi gerir. Flestir voru aldir upp
í forsjárhyggju þar sem verðið var
ákveðið af verðlagsráði og afurða-
verðið af einhveijum einum
ákveðnum aðila og aldrei skipt um
þó í boði væri hærra verð annars
staðar.
Við frelsið gátu og/eða þurftu
menn að þefa uppi tækifærin sjálf-
ir. Það leiddi síðan til hærra verðs
á hráefninu. Flestir hafa aðlagað
sig þessum aðstæðum en aðrir eru
þess fullvissir að fiskmarkaðurinn
bjargi því sem þeir ekki bjarga
sjálfir, þ.e. haldi forsjánni áfram.
Það eru slíkir aðilar sem kvarta
mest yfir lélegum gæðum og
slæmum upplýsingum. Seljendur
þurfa líka að vera vakandi yfir
því að bæta meðferð þegar at-
hugasemdir eru gerðar. Frá upp-
hafi hefur markaður með fisk
hérlendis verið seljendamarkaður
með fáum undantekningum. Það
slævir seljandann í vöku sinni yfir
að efli gæðin. Ábyrgð seljenda,
kaupenda og fiskmarkaða er mik-
il og brýnt að þessir aðilar vinni
saman að eflingu gæða. Sem bet-
ur fer axla flestir þessa ábyrgð
en því miður ekki allir og það
þarf að laga.
Það er markmið fiskmarkaða í
SUM að stuðla að batnandi gæð-
um og sýna fordæmi í gæðamálum
og standa framarlega í þeim efn-
um í greininni. Það ætlum við að
gera m.a. með því að efla innra
eftirlit og er það starf þegar byij-
að á nokkrum markaðanna," segir
í fréttinni um stofnun samtak-
anna.
I
I
>
i
i
I
i
í
i
t.
í
I
{
i
t
l
l'
m
t
i.
t
(
í
(