Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ t ---•Stóll: [9.975 kr. stgr. Skemmuvegi 4 Kópavogi Sími 557 3100 ♦ Nytsamleg gjöf við öll tækifæri! A.GUÐMUNDSSON ehf. húsgagnaverksmiðja r ••Tölvuborð ! með 3 hillum: LISTIR Morgunblaðið/Á. Sæberg RAUÐSMÝRARMADDAMAN (Ágústa Þorvaldsdóttir), Bjartur (Jón Gíslason) og hreppsljórinn (Gísli Einarsson) ræðast við. STEINAR WAAGE /" SKÓVERSLUN Barnakuldaskór STEINAR WAAGE SKOVERSLUN ^ SÍMI 551 8519 sF STEINAR WAAGE SKOVERSLUN ^ SÍMI 568 9212 # Bjartur í Lundarreykjadalnum LEIKUST Leikdcild UMF Dagrcnningar SJÁLFSTÆTT FÓLK eftir Halldór Laxness. Leikgerð eftir Þórunni Magneu, Hjalta Rögnvalds- son og Gísla Einarsson. Leikarar: Jón Gíslason, Guðrún Björk Friðnksdótt- ir, Bjamheiður Jónsdóttir, Ágústa Þorvaldsdóttir, Gísli Einarsson, Ólaf- ur Jóhannesson, Ragnar Finnur Sig- urðsson, Birta Sigurðardóttir, Þór Þorsteinsson, Karí Berg, Soffía Eg- ilsdóttir, Baldur Bjömsson, Sigurður Oddur Ragnarsson, Jón Halldórsson, Sigurður Halldórsson, Tómas Araa- son, Helgi Bjömsson, Unnur Jóns- dóttir, Þórdis Sigurðardóttir, Jónína Sigurðardóttir og Rakel Bryndís Gísladóttir. Leikstjóm: Þórunn Magnea. Lýsing: Ejjólfur Hjálmsson og Guðni Eðvarðsson. Leikmynd: Ami Ingvarsson. Búningar: Kristín Gunnarsdóttir og Halldóra Ingi- mundardóttir. Brautartunga 1. desember. í LUND ARREYKJ AD ALNUM hefur lífið að miklu leyti snúist um leiklist síðustu vikur; um helmingur íbúa dalsins hefur á einn eða annan hátt tekið þátt í að koma á fjalirnar þeirri leiksýningu sem frumsýnd var á sunnudagskvöldið. Þeir sem ekki leika í sýningunni smíða og mála leikmynd, hanna og sauma búninga, eða aðstoða á annan hátt. Og þetta samstillta átak þeirra Lunddælinga hefur skilað metnað- arfullri og bráðskemmtilegri leik- sýningu. Verkið er Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness í nýrri leik- gerð eftir þau Þórunni Magneu (sem einnig er leikstjóri), Hjalta Rögnvaldsson og Gísla Einarsson. Að gera leikverk upp úr þessari miklu skáldsögu getur varla verið áhlaupaverk, þremenningamir, sem skrifaðir eru fyrir leikgerðinni, hafa skilað þéttu og góðu handriti sem gengur prýðilega upp sem leikverk. Flest mikilvægustu atriði skáldsög- unnar komast vel til skila og eru atriðin vel saman fléttuð. Sjálfsagt er gengið út frá því sem vísu að vel flestir áhorfenda þekki skáldsöguna, a.m.k. hafa þeir áhorfendur forskot á hina og njóta sýningarinnar til fulls því hvert leikatriði kallar fram í hugann þau atriði sögunnar sem vísað er til, kannski aðeins með stuttri mynd eða fáum setningum. Þó held ég að þeir sem enn eiga eftir að lesa sjálfa söguna fái mikið fyrir sinn snúð og upplifí vel örlaga- sögu Bjarts og fjölskyldu hans. Það er Jón Gíslason sem fer með hlutverk Bjarts og passar hann vel í hlutverkið. Jóni tekst vel að sýna okkur hina óbifandi þtjósku bónd- ans sem trúði á sjálfstæði, getu og frelsi einstaklingsins hvað sem yfir hann dundi. Og sérstaklega vel tókst honum, þegar á leið verkið, að koma til skila harmi Bjarts eftir að hann hefur rekið frá sér lífsblóm sitt, Ástu Sóllilju. Það eina sem var nokkuð ábótavant hjá Jóni var framsögnin í byijum leiksins, en líklega má þar um kenna frumsýn- ingarkvíða, því þetta lagaðist eftir því sem leið á. Auk Jóns Gíslasonar eru tuttugu aðrir leikarar í þessari sýningu (og einn hundur) og því miður ekki fært að geta um frammistöðu þeirra allra. Þó vissulega mætti merkja að fæstir væru skólaðir eða vanir leikarar verður þó ekki annað sagt um frammistöðu þeirra í heild en að vel hafí tekist til. Hópsenur voru nokkrar skemmtilegar, t.d. þegar bændur sveitarinnar hittust. Þar mátti sjá margan skemmtilegan karakterinn. Ágústa Þorvaldsdóttir var sköruleg Rauðsmýrarmaddama, alveg í anda sögunnar. Hreppstjór- ann, bónda hennar, lék Gísli Einars- son á skoplegu nótunum og var það eitt af þremur hlutverkum hans. Ólafur Jóhannesson var frábær í hlutverki séra Guðmundar og mátu- lega aumingjalegur í hlutverki barnakennarans. Guðrún Björk Friðriksdóttir lék Rósu og Ástu Sóllilju eldri. Hún náði ágætum tök- um á bæði stolti og eymd Ástu Sóllilju undir lok leiks, en túlkun hennar á Rósu hefði mátt vera til- finningaríkari. Karí Berg leikur Hallberu gömlu og uppskar hún oft hlátra þegar hún trítlaði kengbogin og skrefstutt yfír sviðið. Gervi hennar hefði þó að ósekju mátt vera ellilegra. Nokkur börn taka þátt í sýningunni og gerðu þau flest afar vel og voru ekki í vandræðum með línurnar sínar. Vert er að minnast á sviðsmynd og búninga því hvort tveggja var afar vel unnið og höfundum sínum til sóma. Eftirtektarvert var hversu fallegt pijónles bændurnir báru, hvort sem um var að ræða peysur eða sokka og aðrir búningar voru mjög vel valdir. Baðstofan í Sumar- húsum var vel hönnuð og staðsett fyrir miðju sviði og beggja vegna við hana var rúmgott rými þar sem aðrar senur leiksins fóru fram. Þessi sýning var í alla staði hin besta skemmtun og einhvern veginn fannst manni að Bjartur og hans fólk væri hreinlega fætt og uppalið þama í Lundarreykjadalnum. Soffía Auður Birgisdóttir Nýttúti- listaverk í Garðabæ TILLAGA Brynhildar Þorgeirs- dóttur myndlistarmanns fór með sigur af hólmi í samkeppni sem bæjarstjórn Garðabæjar efndi til um gerð útilistaverks í tilefni af því að tuttugu ár eru liðin frá því að Garðarbær fékk kaupstaðar- réttindi. Verður verkið staðsett á mótum Vífilsstaðavegar og Hafn- arfjarðarvegar. Þijátíu og Qórir listamenn tóku þátt í forvali samkeppninnar en menningarmálanefnd, sem jafn- framt var dómnefnd, valdi úr þeim hópi fimm listamenn til að taka þátt í samkeppni um tillögu að listaverkinu. Voru þeir Anna Sig- ríður Sigurjónsdóttir, Hallsteinn Sigurðsson, Jóhanna Þórðardóttir Morgunblaðið/Kristinn BRYNHILDUR Þorgeirsdóttir veitir verðlaunum sínum viðtöku. og Þórir Barðdal, auk Brynhildar. Um helgina var opnuð sýning á tillögum listamannanna fimm í yfirbyggðum miðbæ Garðabæjar. Verður hún opin á opnunartíma verslananna við Garðatorg og stendur til 12. desember næstkom- andi. ) i i i l I I I Í ft I r ft I í i 4- mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.