Morgunblaðið - 03.12.1996, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Sendu jólapakkana og
jólapóstinn með DHL
Við gefum þér 2 auka vikur
Það er engin ástæða til að láta jólapakkana og jólamatinn
velkjast um í pósti í nokkrar vikur. DHL kemur jólapökkunum
hratt og örugglega heim til viðtakenda.
Síðasti dagur til að senda Jólagjöf er 16. desember.
Við erum ódýrari en Pósturinn
Það er ódýrara að senda jólakortin til útlanda með sendibréfa-
þjónustu DHL en með hefðbundnum flugpósti.
Ef þú ert með 20 jólakort eða fleiri sækjum við þau heim til þín
endurgjaldslaust. ATH Skilið bréfunum ófrímerktum.
Síðasti dagur til að senda jólakort til einstakra landa er:
13. des. til Norðurlandanna.
12. des. til Evrópu.
9. des. til Bandaríkjanna, Kanada og annarra landa.
womxrwijDE expffess
Víð stöndum við skuidbindingar þínar
DHL HRAÐFLUTNINGAR HF Faxafen 9 -108 Reykjavlk Slmi 535 I 100 • Fax 535 I I I I
Ur musteri Þorláks helga
TONLIST
Dömkirkjan
KÓRTÓNLEIKAR
Verk eftir Pálmar Eyjólfsson, Ny-
berg, Þorkel Sigurbjörnsson, Hand-
el, Fauré, Reger, Pál Isólfsson o.fl.
Þórunn Guðmundsdóttir sópran,
Loftur Erlingsson baiýton; Lárus
Sveinsson & Eiríkur Öm Pálsson,
trompetar; Marteinn H. Friðriksson,
orgel & pianó; Skálholtskórinn,
Stjónuindi: Hilmar Öm Agnarsson.
Dómkirlgunni, laugardaginn 30. nóv-
ember kl. 17.
ÞAÐ var jólastemmning í lofti,
og ekki fyrr vænna, skv. þeirri
óskráðu hefð að syngja ekki jólum
fyrr en kominn desember, þegar
Skálholtskórinn söng stundu fyrir
miðaftan á laugardaginn var á hátíð-
artónleikaröð þeirri sem haldin er í
tilefni af tveggja alda afmæli Dóm-
kirkjunnar í Reykjavík. Til sanns
vegar má þó færa, að aðeins 3 núm-
er af 12 voru titluð jólalög. En
kannski hnykkti á skærrauður bún-
ingur kórfélaga, því sá er einn af
erkilitum jóla.
Fyrri hlutann söng Skálholtskór-
inn uppi á orgelpalli og allan við
orgelundirleik Marteins H. Friðriks-
sonar, að viðbættum trompetum í
tveimur lögum. Fyrst var í Skál-
holti, snoturt lag eftir Pálmar Eyj-
ólfsson í hægum pastorölum 6/8,
og að því loknu Ave María, síðróm-
antískt kyrrlátt lag eftir Hans Ny-
berg. Kom þar fyrst en ekki síðast
fram landlæg kvennayfirviktin í
blandaðri kórstarfsemi, sem með
þessu áframhaldi ætti að gera gamla
5-radda satzinn (SSATB) girnilegan
viðfangs. Sérstaklega var tenóraekl-
an bagaleg, en það eru engin ný tíð-
indi.
Hin stutta og íhugula sekvenzía
Þorkels Sigurbjörnssonar úr Þor-
lákstíðum, Innocentem Te Servavit,
var á stöku stað pínku óörugg í inn-
komum en að öðru leyti fallega sung-
in. Við kyndilmessusálminn Vor
raust og tunga úr Grallaranum í
útsetningu Glúms Gylfasonar fyrir
Skálholtshátíð 1983 bættist tromp-
etblástur Lárusar Sveinssonar og
Eiríks Arnar Pálssonar í svolítið
skondnum viðlagskontrapunkti í
hveiju versi, sem hefði að ósekju
mátt varíera.
Loks var „Lofsöngur" Handels -
hann sker sig auðveldlegar ur hundr-
uðum annarra lofsöngva undir nafn-
inu Canticorum jubilo - sem ásamt
orgeli og trompetum í útsetningu
dr. Róberts Ottósonar myndaði upp-
hafið niðurlag á fyrri hluta tónleik-
anna, nema hvað kórinn hefði líklega
mátt vera aðeins kraftmeiri í þessu
dæmigerða sýnishorni af tiginni bar-
okk-sigurvissu. Vera kann þó, að
kvef og pestir hafi sett sín grályndu
strik í heildarhljóminn hér á miðri
aðal veiruvertíðinni.
Þegar kom að Heill þér himneska
orð eftir Gabriel Fauré, flutti kórinn
sig um set niður fyrir framan alt-
ari, enda þar statt undirleikspíanóið.
Söngur var hinn þokkalegasti, nema
hvað sópraninn gerðist hniggjörn á
efstu tónum. Undirleikstríólur pían-
ósins voru full þurrar í pappaakústík
Dómkirkjunnar og hefði e.t.v. mátt
nota meiri pedal. Annars var lofs-
vert hvað píanistinn sýndi kórnum
mikla tillitsemi í styrkvali.
Þá voru sungin tvö austurrísk
jólalög í útsetningu dr. Róberts.
Fyrst söng Skálholtskórinn a capp-
ella Kom vor Immanúel, en þarnæst
Jólaljóð hirðingjanna með píanóund-
irleik og sætum týrólskum tvísöng
Aðalheiðar Helgadóttur og Berglind-
ar Sigurðardóttur. Var hvort tveggja
ákaflega jólalegt, og enn sterkar
lagði jólatrésilminn af enska laginu
Þar sátu hirðar (úts. David
Wiilcocks) við píanóundirleik og
trompetblástur í 3. og 5. versi. Komu
þessi barnslega einföldu en klið-
mjúku lög einna bezt út allra í túlk-
un Skálholtskórsins, og hér mátti,
sem reyndar víðar, heyra marga
fallega hendingamótun kórstjórans.
Vögguljóð Maríu eftir Max Reger
var greinilega byggt á gamla hirð-
ingjasöngnum In dulci jubilo. Söng
þar Þórunn Guðmundsdóttir fallegan
forsöng, er féll auk þess mjög vel
að blæ kórsins. Hún söng einnig í
síðasta atriðinu, Þáttum úr Skál-
holtskantötu Páls ísólfssonar (1956)
ásamt kór og hljómmiklum barýtoni
Lofts Erlingssonar.
Töluverður munur virtist vera á
stíl þessa verks og hinnar 26 ára
eldri Alþingishátíðarkantötu, eink-
um í undirleik, en þó minni en gera
hefði mátt ráð fyrir, hefði höfundur
staðið í miðri hringiðu evrópskra
meginstrauma. Á svipuðum tíma
og Stockhausen semur Gesang der
Junglinge, er farið öllu hægar í
sakirnar hér í útnorðri, en þó mótar
fyrir viðleitni til nýrra tónamáls.
Báðir þættirnir, ísland og Ljóða-
lok, einkenndust af epískri andante
con moto-gönguáferð, og þó að ein
slagharpa og tveir trompetar séu
óneitanlega varla nema skugginn af
hljómsveit, mátti vel heyra endur-
óminn af upphöfnum glæsileika Páls
í flutningi þeirra Skálhyltinga, þrátt
fyrir eilítið þreytulegan kórhljóm.
Einsöngvarakvartett kom einnig við
sögu og stóð sig með ágætum.
Ríkarður Ö. Pálsson
Nína Margrét,
Mozart & Mendelsohn
TONLIST
III j 6 m d i s k a r
NÍNA MARGRÉT
GRÍMSDÓTTIR, PÍANÓ
W.A. Mozart, sónata í B-dúr K 333
(315C). Tólf tilbrigði í C-dúr K 265
(300E). F. Mendelssohn, Variations
sérieuses í D-molI, óp. 54. Rondo
Capriccioso í E-moiI, óp. 14. Hljóðrit-
að í Digraneskirkju í Kópavogi í
ágúst 1996. Upptaka og hljóðvinnsla:
Halldór Víkingsson. mjóðfæri: Bös-
endorfer. SKREF, íslenskir tónlistar-
menn. Dreifing: Japis.
NÍNA Margrét Grímsdóttir hefur
komið fram sem einleikari með Sin-
fóníuhljómsveit íslands, Kamm-
ersveit Reykjavíkur og Sinfóníu-
hijómsveit æskunnar undir stjórn
Pauls Zukofskys. Einnig haldið ein-
leikstónleika (m.a. í New York,
London og París) og tekið þátt í
flutningi kammertónlistar í Evrópu,
Bandaríkjunum og Kanada, þ.ám.
með Blásarakvintett Reykjavíkur.
Að framansögðu má ætla að hér
sé á ferðinni góður píanisti enda
reynist svo vera, hljómdiskurinn
veldur ekki vonbrigðum. Leikur
Nínu Margrétar er mjög vandaður,
í erfiðu en fallegu og áhugaverðu
prógrammi. Píanósónötur Mozarts
leyna ansi mikið á sér, ekki síst í
tækni og túlkun, þó að „áferðin"
virðist oft kristaltær og næsta sak-
leysisleg. Svo er um þessa sónötu
og þrátt fyrir að hún sé vel leikin
sakna ég meiri þéttleika og skarp-
ari uppbrota hugmyndanna, ef svo
mætti að orði komast. Yfír spila-
mennskunni er lína og þokki, sem
mætti kenna við kvenleika, en næg-
ir ekki alveg til að túlka til hlítar
„intelektúala" þáttinn og tilfinn-
ingahitann sem undir býr. Allt er
fallegt sem hún gerir og segir, en
kannski ekki alveg nóg (nema í
„kadensunni í síðasta þætti); verk-
urinn er hvernig hægt er að koma
þessum hugmyndum heim og saman
án þess að beita „straujárninu".
Mozart getur verið býsna flókinn
hvað þetta varðar og ekki öllum
gefið að leysa þann galdur.
Leikur Nínu Margrétar í ABCD-
tilbrigðunum (byggð á franska
bamalaginu Ah, vous dirai-je Ma-
man), er framúrskarandi góður, og
svo er um seinni verkin eftir Mend-
elssohn, Variations sérieuses og
Rondo capriccioso, sem eins og áður
segir mynda fallega tónleikaskrá
með verkum Mozarts. Tilbrigði
Mendelssohns eru þó snöggtum al-
varlegri (eins og nafnið gefur til
kynna) en Mozarts, sem virðast
meira samin af fíngrum fram. Verk-
ið var, eins og píanóleikarinn segir
í bæklingi, mikilvægt framlag til til-
brigðaformsins á nítjándu öld. Fylgir
tilurð þess og útgáfíi lítil saga, sem
skýrir skyldleikann við Beethoven,
sem kunngerði snilld sína ekki hvað
síst í tilbrigðaforminu. Verk Mend-
elssohns er vissulega sannfærandi
tónsmíð og án efa meistaralega sam-
in og „verðugur minnisvarði um
Beethoven". í seinna verkinu, sem
upphaflega var samið sem etýða án
hæga upphafskaflans, en honum var
bætt við seinna, höfum við þann
Mendelssohn sem flestir kannast við,
að hluta syngjandi laglína og að hluta
n.k. skerzo a la Draumur á Jóns-
messunótt.
Nína Margrét leikur þessi verk
frábærlega vel, ekki síst tilbrigðin,
sem ég á eftir að kynna mér betur
(hef ekki heyrt þau áður).
Hljóðritun er mjög góð (eins og
vænta má þegar fara saman Digra-
neskirkja og Halldór Víkingsson).
OddurBjörnsson
JátaMaðÉmd <€1 Skúta 3taru>en á SkdtaðHÚ
JÓLAHLAÐBORÐ SKÚLA HANSEN, MATREIÐSLU- diciíctcix til nmDCTTi iay uaiitatiiucii ocvytaai ái uamoiiact octa t - VlO ClÁUM
MEISTARA Á SKÓLABRÚ, ER LÖNGU ORÐIÐ
LANDSÞEKKT FYRIR GÆÐI OG GLÆSILEIKA, EN
HANN ER EINN AF FRUMKVÖÐLUM ÞEIRRA HÉR
Á LANDI. Á MEÐAL RÉTTA Á JÓLAHLAÐBORÐI
SKÚLA MÁ TELJA KALKÚN, SÆNSKA JÓLASKINKU,
|
t
-•*■'■*—■ . ■ , cnn, i.cv/ in ■ ni- . ninn " *-> i,nn w . i»». . ,
OG ÁBÆTISRÉTTI, AUK FJÖLDA ANNARRA HEITRA OG KALDRA KRASA.
Skúli Hansen 0G STARFSLIÐ hans bjóða ykkur velkomin Á Skólabrú
Á aðventunni. Það FER vel um einstaklinga og hópa í þessu
GAMLA, GLÆSILEGA HÚSI
í HJARTA BORGARINNAR.
UM KJOTIÐ
.. Wl)L
UðraNNSU
Skólabni
‘Ve.’íð:
3 hádetfinu ht. 7.050
á hnötdin fct. 2.S5C
BORÐAPANTANIR í SÍMA 5624455
I
>
>
I
>
>
l
\
I
!
I
I
I
I
»