Morgunblaðið - 03.12.1996, Side 33

Morgunblaðið - 03.12.1996, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MEIMIMTUN ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 33 Vel búínn skólí með atvinnulífsins Morgunblaðið/Ásdís ÁSGEIR Þorsteinsson endurmenntunarstjóri (t.h.) var með hóp iðnaðarmanna á endurmenntunarnámskeiði. Skóli og atvinnulíf þurfa aðlögunartíma aðstoð í Fræðslumiðstöð bíl- greina í Borgarholts- skóla fer fram braut- ryðjendastarf atvinnu- lífs og skóla á sviði menntunar. Hildur Friðriksdóttir sá ekki betur en hér væri mjög athyglisverð tilraun á ferðinni þar sem gagn- kvæmur áhugi sam- starfsaðila blasir við. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ bíl- greina er hluti af Borgar- holtsskóla en starfar sjálf- stætt undir stjórn sérstaks stýrihóps, sem í eiga sæti tveir fulltrúar Bíl- greinasambandsins, tveir fulltrúar Bíliðnafélagsins og tveir fulltrúar menntamálaráðuneytis, en annar þeirra er skólameistari Borgarholts- skóla. Formaður stýrihópsins er Finnbogi Eyjólfsson en fram- kvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar- innar er Jón Garðar Hreiðarsson. í Fræðslumiðstöðinni fer fram iðn- nám í bifvélavirkjun, bifreiðasmíði og bílamálun, sem er á ábyrgð menntamálaráöuneytis. Einnig fer þar fram eftirmenntun og námskeið á vegum bifreiðaumboða og annarra atvinnugreina. Síðar er gert ráð fyr- ir meistaranámi, stuttu námi fyrir aðrar bílgreinar en iðngreinar s.s. fyrir bílasala, varahlutaafgreiðslu- menn, starfsmenn hjólbarðaverk- stæða o.s.frv. „Einnig eru hér ýmsir þjónustuþættir sem eru beinlínis til þess að vekja áhuga atvinnulífsins," segir Jón Garðar og bætir við: „Það er langt frá því að allir hlutir hafí verið leystir, en hér hefur verið búið til líkan sem vekur áhuga atvinnulífs- ins og rúmast jafnframt innan skóla- kerfísins." 60 milljónir í stað 20 Jón Garðar nefnir sem dæmi um áhuga fyrirtækja í bílgreinum að upphaflega hafi verið skrifað undir samning þar sem kveðið var á um 20 m.kr. framlag í tækjum og kennslugögnum og síðan 5 m.kr. á ári. „Nú hafa þessi fyrirtæki hins vegar lagt fram 60 milljónir króna í formi 4 bifreiða, ýmiss konar íhluta, málningarvara, verkfæra, tölvu- stýrðra bilanagreiningartækja, fólks- bíla sem hafa skemmst og heild- stæðra kennslukerfa. Það er hagur hvers fyrirtækis að hafa eigin búnað hér inni, svo í raun er komin ákveð- in samkeppni, en framlögin bera því vitni að mönnum finnst fyrirkomu- lagið vera þess virði að styrkja það,“ segir hann. Hann bætir við að einnig viti þeir sem leggja til vélar, verk- færi eða annað að þar með séu þeir að bæta við búnaði til eftirmenntun- ar. Viðkomandi fyrirtæki hafi sömu- leiðis möguleika á að kynna þessar nýjungar fyrir sínum mönnum í hús- næði Fræðslumiðstöðvarinnar eða halda námskeið með eigin tækjum. Tilraunaformið nauðsynlegt Jón Garðar leggur áherslu á að hér sé um tilraun að ræða, sem gefi ákveðið og nauðsynlegt svigrúm til að fara út fyrir lög og reglugerðir. Hann segir að á undanfömum árum hafi mikið verið rætt um menntakerf- ið og galla þess, skort á búnaði, gögnum og eftirmenntun kennara, skólakerfið viti ekki hvað atvinnulífið sé að gera og öfugt. Æ oftar heyrist að lausnin felist í betra samstarfí atvinnulífs og skóla. „Því erum við alveg sammála," segir hann. Tvennt vekur sérstaka athygli varðandi Fræðslumiðstöðina, annars vegar hversu vel tækjum skólinn er búinn og hins vegar hvernig þátttaka atvinnulífsins auðveldar endur- menntun. Jón Garðar bendir einnig á að kennslugögnin muni hægt og rólega endurnýjast. „Til að nám verði gott verður skólakerfí, sama hvaða tegundar það er, að hafa aðgang að nýj- ustu upplýsingum. í bíl- greinum skiptir mestu máli að hafa bein sam- skipti við bílaframleiðend- ur,“ segir hann og tekur dæmi af umboði sem sendi hingað mann til að kenna á nýja tegund sjálfskiptinga. „Hann kom með nýjan búnað sem skilinn var eftir ásamt kennslugögnum. Með þessum hætti viðhaldast nýjungar sjálfkrafa í iðn- náminu. Frá flestöllum framleiðend- um erum við með kennslugögn, sem á hveijum tíma innihalda nýjustu upplýsingar. Það skiptir mjög miklu máli.“ Einn til tveir kennarar fá að sitja námskeið bifreiðaumboðanna, sem þýðir sjálfkrafa eftirmenntun fyrir kennara skólans. „Það sem meira er, ekki þarf í eins ríkum mæli að sækja fé í opinbera sjóði til endurmenntun- ar kennara, en það hefur oft verið vandamál. Að sjálfsögðu hafa kenn- arar einnig aðgang að öllum nám- skeiðum sem Fræðsluráð bílgreina heldur,“ segir Jón Garðar sem jafn- framt er framkvæmdastjóri fræðslu- ráðsins. Bein þátttaka atvinnurekenda Þá getur Jón Garðar þess að at- vinnulífíð taki beinan þátt í starfsemi Fræðslumiðstöðvar með því að halda þar sín námskeið. „Um síðustu helgi var lakkinnflytjandi með 10-20 at- vinnurekendur á námskeiði. Þetta þýðir að vinnuveitendurnir taka þátt í þessu með beinum hætti. Þessi sam- tenging gerir atvinnulífið mun ábyrgara en áður, sem m.a. gæti liðk- að til með starfsþjálfunarplássi í fyr- irtækjum," segir hann. Um 140 nemendur eru í bílgreina- námi, þar af um 50 nemar í grunn- deild. I haust var hægt að taka alla nemendur sem sóttu um en Jón Garð- ar segist finna fyrir miklum áhuga á náminu og telur að framvegis muni eftirspum verða umfram það sem hægt verður að taka við. „Þetta sýnir að beint samhengi er milli þess hvernig til tekst með gögn, búnað og þess háttar og áhuga fólks að sækja námið.“ Hann reiknar með því að atvinnumöguleikar þeirra sem útskrifast með þekk- ingu á nýjustu tækni hljóti að vera mjög góðir þegar námi lýkur. „Nú læra nemarnir í sumum tilfellum á nýrri tæki en þekkjast í atvinnulífinu. Þetta er sambærilegt við það að eðli- legt þykir að sá sem lærir að verða læknir komi með nýjungar inn í at- vinnulífið." Stefnt er að því að gera samning við um 20 fyrirtæki þar sem m.a. er kveðið á um áframhaldandi sam- starf um að halda búnaði og gögnum við. Segir Jón Garðar að ekki sé nóg að fyrirkomulagið sé gott heldur verði að tryggja að haldið verði áfram á sömu braut. „Það er enginn vandi að gera átak sem þetta einu sinni en spurningin er auðvitað hvort menn halda áfram að vera ánægðir eftir 5 eða 10 ár.“ EYGLÓ Eyjólfsdóttir skólameist- ari Borgarholtsskóla segist stolt yfir að skólinn skuli hafa riðið á vaðið með þetta samstarf. Hún bendir á að það sé mjög mikil reynsla fyrir þann sem lifað hafi og hrærst í skólakerfinu að kynn- ast sjónarmiðum atvinnulífsins. „Ég held að það sé gagnkvæmt. Ég held að báðir aðilar hafi mjög gott af samstarfinu en það þarf aðlögunartíma og báðir þurfa að læra að hugsa öðruvísi." Hún segir að iðnnámið sé undir menntamálaráðuneytinu, kennar- arnir séu ríkisstarfsmenn og ráðn- ir af skólameistara. Eftirmenntun- in sé hins vegar alfarið í höndum stjórnar Fræðslumiðstöðvar bíl- greina. „Síðan er ágætis samvinna milli þessara tveggja aðila um daglegt starf. Það veltur auðvitað allt á því að samstarfið gangi vel.“ Eygló segir að fulltrúar at- vinnulífsins hafi verið mjög örlátir í upphafi og ekki sé ástæða til að ætla að annað verði í framtíðinni. „Eins og málin líta út núna verður BOGI Pálsson framkvæmdastjóri P. Samúelssonar ehf. segist mjög hlynntur opnun Fræðslumiðstöðv- ar bílgreina og samstarfinu öllu. Hann bendir á að Toyota-verk- smiðjurnar styðji mjög myndar- lega við menntun í bílgreinum út um allan heim. „Við studdum mjög við bakið á þessum skóla í samvinnu við verk- smiðjurnar með framlagi við opn- un hans. Einnig höfum við gert samstarfssamning við skólann um árlegt framlag í formi búnaðar, kennslutækja, námsefnis o.fl. þannig að hann hafi alitaf á að skipa þeim nýjungum sem líta dagsins Ijós hverju sinni. Með því móti úreldist skólinn ekki heldur er stöðugt kennt á ný tæki. í heild- ina er þessi upphæð líklega um 15 m.kr.“ Bogi segir að fyrirtækið hyggist fyrst og fremst nýta sér skólann með því að leggja sitt af mörkum til þess að stuðia að því að hæfari bifvélavirkjar verði til á landinu. „Það lætur nærri að fimmti hver bíll sé af gerðinni Toyota þannig að það stendur okkur nærri að reyna að tryggja að eigendur þeirra fái eins góða þjónustu og FINNBOGI Eyjólfsson, formaður stýrihóps Fræðslumiðstöðvar bíl- greina, segir atvinnulífið binda mikia vonir við að samstarfið við skólakerfið verði árangursríkt. „Sérstaklega vegna þess að rök- rænt er að þeir sem eiga mesta hagsmuni í húfi, þ.e. fuiltrúar vinnumarkaðarins, fái að hafa hönd í bagga með framkvæmd námsins," sagði hann. Finnbogi segir hugmyndina eiga sér langan aðdraganda. Allt að 15 ár séu síðan menn urðu varir við að bílgreinin sem siík fylgdist ekki nægilega vel með nýjungum. „Þá tókst mjög gott samstarf milli Bíliðnfélagsins og Bílgreinasambandsins um endur- menntun. Fljótlega urðum við þó varir við að grunnmenntunina vantaði og verið var að byggja eftirmenntunina á sandi,“ segir hann. Þá kom upp sú umræða að atvinnulífið hefði eitthvað um grunnmenntunin að segja því að sögn Finnboga sáu menn ekki kennsla í bíliðngreinum unnin með mjög góðum tækjakosti, sem er auðvitað forsenda þess að vel gangi. Það er það stórkostlega við samstarfið." í Borgarholtsskóla er einnig rekin málmiðnaðardeild, sem al- farið er undir sljórn skólans. Að- spurð hvort til álita komi að efna til svipaðs samstarfs við atvinnu- greinar í málmiðnaði, kvaðst Eygló ekki þora að segja tii um það. „Ég átta mig ekki á því og við erum í raun alls ekki komin nógu iangt með að tala um það. Málmiðnaðar- menn hafa hins vegar sóst eftir að koma inn í skólann með eftir- menntunina, bæði hvað varðar að- stöðu til að stjóma henni og að halda námskeið. Þeir eru tilbúnir að leggja einhver tæki á móti,“ sagði Eygló. „Munurinn á starf- semi Fræðslumiðstöðvar og málm- iðnaðardeildar er sá að atvinnu- greinar í bílgreinum voru búnar að gera samning við menntamála- ráðuneytið, sem málmiðnað- armenn hafa ekki gert.“ mögulegt er. Þetta er að okkar mati mjög stór þáttur í því vegna þess að mikill skortur hefur verið á góðri menntun í bifvélavirkjun undanfarin ár.“ Þá segir Bogi að starfsmaður fyrirtækisins silji í samstarfshóp þar sem fram fari gæðaeftirlit á notkun þeirra tækja sem látin em í té og til að meta hvers konar tækja sé aðallega þörf. „Einnig er skólinn okkur opinn eins og öðrum í atvinnulífinu til þess að halda námskeið eða kennslu í ákveðnum þáttum eða nýjungum fyrir bifvélavirkja okkar,“ segir hann. Ekki hefur fyrirtækið nýtt sér það enn sem komið er en Bogi segir að þess verði örugglega ekki langt að bíða. „Ég held að þáttur námskeiða til endurmenntunar sem og grunnkennslan eigi eftir að batna verulega. Stór hluti tækja bæði frá okkur og öðram fyrirtækjum er sérhæfð kennslu- tæki, til dæmis sundurskornir hlutar, sem auðveldar skilning á hvernig þeir virka. Sum þessara tækja hafa ekki verið til hér á landi áður. Að mínu mati er þetta algjör bylting í kennslumálunum." fram á að þeir fengju neinu um breytt í Iðnskólanum. „Við reynd- um það meðal annars þegar ég var í fræðslunefnd, en það gekk ekki upp. Þess vegna varð úr að við gengum á fund stjórnmála- manna og ráðherra." Hann segir að ný lög frá 1993, þar sem ráð- herra var heimilt að gera tilraun um verknám í samvinnu við at- vinnulífið hefðu opnað leiðina. Það var síðan í tíð Ólafs G. Einars- sonar menntamálaráðherra árið 1994 að samningur var gerður. Finnbogi segir að undirbúning- ur að stofnun skólans hafi verið píslarganga því mikið af viðtekn- um viðhorfum hafi verið alls stað- ar í kerfinu sem menn vildu helst ekki láta af. „En okkur hefur tek- ist þetta og við erum nokkuð ánægðir og sérstaklega hvað okk- ur hefur gengið vel að afla tækja. Við teljum að þetta sé einn besti búni tækniskóli í bílgreinum í Evrópu." IMemarnir læra stundum á nýrri tæki en finnast í at- vinnulífinu --♦ ♦ ♦- Atvinnulífið styrkir skólann flárhagslega --»♦ •»- Einn best búni tækniskóli í Evrópu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.