Morgunblaðið - 03.12.1996, Side 43

Morgunblaðið - 03.12.1996, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 43 Eru íbúðarkaup tímasprengja? Á ÍSLANDI hefur lengi verið rekin sú stefna að æskilegt sé | að allir ættu að eiga sína eigin íbúð. Sjálfseignarstefnan hefur líka marga góða kosti í för með sér. Hún vekur ábyrgðarkennd um greiðslur af lánum, hvetur til betri um- gengni og stuðlar að i eiginfjármyndun við- J komandi íbúa, sem verður jafnframt vara- sjóður til lengri tíma lit- ið. Séreignarkerfið er komið til að vera en fjár- mögnun þess mun vafa- iaust taka breytingum í tímans rás. Það hafa ekki allir efni á að kaupa sér íbúð og því hefur verið nayðsyn- legt að viðhafa félagslegt íbúðar- kerfi við hlið hins almenna íbúðar- , kerfis. Ríkisvaldið hefur ábyrgst lán og niðurgreitt vexti en sveitarfélögin ásamt nokkrum félagasamtökum eins og Búseta, Öp'rkjabandalaginu, Þroskahjálp og námsmannafélögun- um hafa séð um uppbyggingu fé- lagslegra íbúða. Ríkisvaldið hefur niikinn kostnað af niðurgreiðslu vaxta, sveitarfélögin og félagasam- tökin bera hins vegar oft kostnað vegna vanskila íbúa, kaupskyidu, reksturs, umsýslu o.s.frv. Hvað er í boði? Breytinga er þörf, um það eru allflestir sammála sem að þessum málum koma. Fyrst þarf að meta stöðuna, hvað er í boði: a. Séreign á almennum markaði b. Húsnæðisnefndar- íbúðir c. Búseturéttaríbúðir d. íbúðir annarra fé- lagasamtaka, ýmis eignar- og leiguform. e. Leiguíbúðir sveitar- félaga f. Leiguíbúðir á al- mennum markaði Það er nauðsynlegt að bjóða upp 3-4 kosti til að tryggja viðunandi húsnæði fyrir alla þjóð- félagshópa. En kostn- aður og afborgunarskil- málar við að eignast húsnæði er ekki í neinu samhengi við greiðslugetu þorra launafólks. Þessi staðreynd á ekki aðeins við almennar eignaríbúðir heldur einnig um sumar Búseta- og húsnæðis- nefndaríbúðir. Fjöldi fólks lætur þó skort á eigin fé og slaka greiðslu- getu ekki stoppa sig í fjárfestingu á íbúðarhúsnæði. Framboð á lánsfé er mikið og fólk rennur í gegnum greiðslumat með blekkingum. Niður- staðan er því miður sú að heilu fjöl- skyldurnar sitja á tímasprengju. Það er ekki spurning hvort, heldur hve- nær, greiðsluþrot blasir við. Kostir og gallar a. Húsbréfakerfið Kostir: Stærri markaður - meira úrval. Klár ábyrgð á eigninni, eigna- myndun (við réttar forsendur). Gall- ar: Er ekki raunhæfur fyrsti valkost- ur nema fyrir einstaklinga með mjög Niðurstaðan er því miður sú að heilu fjölskyldurnar sitja á tímasprengju, segir Gunnar Jónatansson. Það er ekki spuming hvort, heldur hvenær greiðsluþrot blasir við. góðar tekjur og umtalsvert eigið fé (a.m.k. 25% af andvirði íbúðar). b. Húsnæðisnefndaríbúðir Kostir: Hefur stóraukið möguleika tekjulágs fólks til að „eignast" eigið húsnæði. Gallar: Misskilin eigna- myndun sem oftar en ekki verður neikvæð fyrstu árin. Dýrt fyrir sveit- arfélögin ef þau þurfa að leysa til sín eignir sem ekki seljast. c. Búseturéttaríbúðir Kostir: Afmörkuð eignamyndun á viðráðanlegu verði. Mjög einföld umsýsla við íbúaskipti (aðeins einu sinni lánað til hverrar íbúðar). Gall- ar: Takmörkuð eignamyndun. Stundum óljós skil milli leigu- og eignarréttar. d. íbúðir annarra félagasamtaka Kostir og gallar: Aðeins fyrir þröngan hóp, oft í skamman tíma. e. Leiguíbúðir sveitarfélaga Kostir: Afar ódýrt húsnæði fyrir leigjandann. Gallar: Mjög dýrt fyrir eigandann, takmörkuð ábyrgð leigu- taka. Gunnar Jónatansson f. Leiguíbúðir á almennum mark- aði Kostir: Ekki er gerð krafa um eigið fé, lítill kostnaður. Gallar: Lítið úrval af aivöru leiguíbúðum, mikið óöryggi. Afleitur kostur fyrir fjöl- skyldur með börn á skólaskyldualdri. Hvað er til ráða? Fyrsta skrefið er að viðurkenna þá staðreynd að ekki hafa allir ráð á kaupum á eigin húsnæði. í stað þess að kollvarpa því sem við höfum í dag ætti að velja það besta úr öllum kerfum. Búseturéttarkerfið má þróa þann- ig að það henti frjálsum félagasam- tökum sem og sveitarfélögum. Sveit- arfélögin ættu að gerast aðilar að húsnæðisfélögum með möguleika á kaupum á búseturétti fyrir þá skjól- stæðinga sem ekki hafa ráð á slíkri fjárfestingu. Lægri húsnæðiskostnaður Góð reynsla er komin á þetta form. Hagkvæmni stærðarinnar nýt- ur sín vel í magnkaupum á trygging- um og ýmsum viðhaldsverkefnum. Góður árangur hefur náðst í sparn- aði í rekstri, t.d. hitakerfa. Fræðslu- starf með námskeiðahaldi og miðlun í gegnum fréttabréf er með ágætum. Markmið félagsins er að lækka hús- næðiskostnað enn frekar. Fjölmargir nýta sér búseturéttarformið sem fyrsta skrefið að kaupum á íbúð á almennum markaði. Aðrir horfa á Búseta sem góðan kost fyrir þá sem eru að flytja í sína síðustu íbúð. Kostir þessa forms eru að það nást að hluta til fram meginkostir séreignarstefnunnar. Rekstrar- og viðhaldskostnaður verður lægri og með hagkvæmni stærðarinnar næst einnig fram fagmennska í rekstri sem leiðir til lægri húsnæðiskostnað- ar til lengri tíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Búseta. > I I Islensk jÓI í VltlÖM^VSVM Vinir og ættingjar erlendis fá jólamatinn á réttum tíma • Þú kemur í Hagkaup og kaupir jólamatinn og jólagjafirnar. • Við búum tryggilega um sendinguna og sendum með DHL Hraðflutningum. • Starfsmaður DHL fer heim til móttakanda og afhendir honum jólapakkann persónulega. Sending til Evrópu tekur 1-2 daga en 2-4 daga til annarra landa. Sendu íslenskan jolamat - því að leiðin að hjartanu liggur í gegnum magann waKomae exfmu Við stöndum við skuidbíndingar þínar HAGKAUP Njjttoilferslg KALIMAR MYNDAYÉLAR OG SJÓNAUKAR 35 mm myndavél, sjálfvirkt flass. Fæst i fjórum litum. Verð kr. 1.590. AUTO 35 Alsjálfvirk 35 mm myndavél, engin rauð augu. Verð kr. 2.995. SUPER VIEW 35 mm myndavél alsjálfvirk, engin rauð augu. Gleiðlinsa. Verð kr. 3.595. 8x30 WIDE ANGLE Sjónauki með tösku. Verð kr. 3.495. SB 8x21 RUBY Sjónauki með beltistösku. Verð kr. 4.995. 7x35 WIDE ANGLE RUBY Sjónauki með tösku. Verð kr. 7.995. Vandaðar myndavélar og sjónaukar á góðu verði. flRMÚlA 38 SÍMI5531133

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.