Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + María Jakobs- dóttir fæddist í Hafnarfirði 16. apríl 1927. Hún lést á Landspítalanum aðfaranótt laugar- dagsins 23. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jakob Adolf Sigurðsson, f. 29. ágúst 1901, d. 20. sept. 1969, og Mar- grét Kristjánsdótt- ir, f. 12. febrúar 1899, d. 15. okt. 1968. María átti sex systkini sem öll eru á lífi, þau eru: Sigríður Vilborg, f. 23. okt. 1923, Kristín, f. 16. apríl 1927, Birna Vilborg, f. 18. okt. 1929, Gústaf Adolf, f. 5. júní 1932, Margrét, f. 30. nóv. 1940, og Björn Hafsteinn, f. 28. júlí 1946. María giftist Magnúsi Þor- steinssyni bifreiðarstjóra hinn 16. apríl 1949 og bjuggu þau á Akranesi til ársins 1969 en þá fluttust þau til Reykjavíkur. Börn þeirra eru fjögur. 1) Sig- urbjörn Helgi f. 15. sept. 1950, kvæntur Berglindi Magnús- dóttur, þeirra börn eru Heiða Lind, Bjarni þór, Sólveig María og fósturson- ur Sigurbjörns, son- ur Berglindar, er Magnús Asgeir. 2) Þorsteinn, f. 3. okt. 1955, dóttir hans er Kristín Táhíríh. 3) Hafdís, f. 24. okt. 1961, gift Þórhalli G. Kristvinssyni, börn þeirra eru Magnús Þór og María Björg. 4) Jakob Smári, f. 12. júní 1964, í sambúð með Aslaugu Péturs- dóttur, sonur þeirra er Jökull Smári. Mestan hluta ævi sinnar sinnti María húsmóðurstörfum en einnig starfaði hún hjá Síld og fiski, Hótel Sögu og um ára- bil vann hún í mötuneyti Sementsverksmiðjunnar hf. Útför Maríu fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma Ég trúi því varla ennþá að þú sért dáin, að þú sért farin og komir aldrei aftur. Þegar við fengum þær hræðilegu fréttir núna í haust að þú værir komin með ólæknandi krabbamein þá fékk ég fljótlega að vita að þú ættir ekki langt eftir en mig grunaði ekki að þú færir svona fljótt. Ég vildi ekki trúa því að það væri ekki hægt að lækna þig og innst inni beið ég eftir kraftaverki. En það kom aldrei og nú ertu farin. Þó að söknuðurinn sé mikill er ég þakklátur fyrir að hafa átt þig að. Ég trúi því að þú sért ennþá með okkur í anda og þegar ég kem til þín, hvenær sem það verður, tekur þú á móti mér brosandi með opinn faðminn. En núna eru það góðar minningar um þig sem hugga mig í sorginni. Ég man eftir því þegar þið pabbi komuð ásamt Maríu og Magnúsi í Galtalækjarskóg í sumar. Ég var svo ánægður með að þið skylduð koma og þarna lékum við okkur saman og létum eins og fífl. Ég hefði aldr- ei getað trúað því þá að þú ættir aðeins eftir að vera með okkur í örfáa mánuði, þú sem varst svo lífsg- löð og ung í anda. Ég man líka þeg- ar ég hringdi í ykkur pabba frá fæðingardeildinni og tilkynnti að Jökull Smári væri kominn í heiminn. Þið komuð strax á spítalann til að sjá hann. Ég var svo montinn þegar écr svndi vkkur litla kútinn og ekki var ánægjan minni hjá ykkur. Ég vildi svo sannarlega að Jökull Smári hefði kynnst þér betur en ég sé til þess að hann fái að vita að þú varst góð amma og að þér þótti mjög vænt um hann. Ég man að þú varst alltaf svo hjátrúarfull. Það mátti t.d. aldrei kaupa bíl á mánudegi eða flytja og þegar við Áslaug byijuðum að búa komst þú til okkar með saltstauk og sagðir að það væri gæfumerki. Og manstu eftir eldhúshnífnum með gula skaftinu sem þú seldir mér á krónu? Þú sagðir nefnilega að það væri bannað að gefa hnífa og skæri. Já, þær eru margar minningarnar um þig, mamma mín, sem ég geymi og ég man síðustu sólarhringana sem þú lifðir. Þó að það væri erfitt að sjá þig svona veika þá fannst mér gott að geta setið hjá þér, hald- ið í höndina á þér og talað við þig. Ég gleymi aldrei síðustu nóttinni þinni. Ég kom til þín uppúr mið- nætti til að vera hjá þér um nóttina. Ég fékk dýnu til að ég gæti lagt mig inni á stofu hjá þér. En ég ætl- aði mér að vaka yfir þér því ég vissi að það væri ekkert víst að þú mynd- ir lifa nóttina. En þegar þú sofnaðir var ég orðinn þreyttur. Ég kyssti þig á kinnina og bauð góða nótt og sofnaði. Ég hef sennilega sofið í tvo tíma. Þá vaknaði ég og fannst ég þurfa að setjast hjá þér. Þú virstist ennþá vera sofandi svo að ég sagði þér að ég ætlaði að leggja mig aft- ur. En ég sofnaði ekki, heldur lá og hlustaði á andardráttinn þinn. Eftir smá stund hættirðu að anda. Þú varst dáin. Ég settist hjá þér og hélt í höndina á þér. Ég kvaddi þig með kossi eins og ég er vanur og ég vissi að nú liði þér vel. Sæll er hver, sem deyr í Drottni, þótt duftsins veika hreysi brotni, Guðs vinir hús á himni fá. Þar sem röðull skær þeir skína, þar skortur ei né sorg né pína né dauðans skeyti skelfa þá. Hvert góðverk þeirra þeim mun þangað fylgja heim. Dýrð sé Drottni! Hans ástarþel að happi hel þeim hefur gjört, er stríddu vel. (Þýð. H. Hálfd.) Elsku pabbi, ég vona að þú fáir styrk til að takast á við þann mikla missi sem þú hefur orðið fyrir. Jakob. Elsku mamma mín. Þegar ég frétti af andláti þínu þarna um nóttina dó eitthvað inni í mér. Eitthvað sem hafði fyllt stórt rúm í hjarta mínu alla tíð; ást þín, vernd þín, vinátta þín og allt sem þú varst okkur er þekktum þig. Þú varst móðirin sem allir týndir synir þyrftu að eiga. Móðirin sem hugg- aði og hjúkraði barni sínu, barninu í mér. Græðandi hendur þínar struku blíðlega burt sárin í lífí mínu. Hendurnar sem ég á þínu hinsta kvöldi hélt í og strauk. Við horfð- umst í augu og ég grét í þögninni. Milli okkar voru straumar þakklæt- is, skilnings og kærleika ásamt djúpri sorginni. Þarna fann ég hvað hægt er að elska aðra manneskju ótakmarkað og skilyrðislaust, eins og þú hefur alltaf elskað okkur, íjölskylduna þína. En elsku mamma mín, ég er ekki að kveðja þig fyrir fullt og allt því ég veit að við munum hittast aftur hinumegin. Ég veit líka að þú ert á góðum stað í Ríki Guðs vegna þess hvernig þú lifðir lífinu. Og innst inni í sorg minni bijótast fram fagrar minningar um þig, hreinar og tærar eins og þú sjálf. Ég læt hér fylgja brot úr ljóði sem þú og systkini þín kvödduð á sínum tíma móður ykkar með er hún lést úr sama sjúkdómi og þú fyrir 30 árum: Þökkum við þínar ástar annir, yfir þó skefli tímans fannir, hver myndi gleyma móður mund. Hún er Ijósið á lífsins vegi, leiðandi þegar hallar degi, heillastjarna að hinstu stund. Ég bið svo Guð að varðveita þig og styrkja okkur hin á erfiðum tím- um. — LOEWEj GD PIOMEER Sjórivarpstæki Hljómflutaingstæki og biitæki Sjónvörp og myndbandstæki Einnig SHARP Ijósritunarvélar, reiknivélar, sjóðvélar (búðarkassar) og teleföx. Sjónvarpstæki r be Luxor Sjónvarpstæki Nálægt 5000 íslensk heimili eru með LUX0R sjónvarpstæki • 100Hz • Hraðtextavarp • 28” skjár • Sjálfvirk stöðvaleitun og uppröðun • Tvö scart tengi • Upplýsingar á skjá er hægt að hafa á 12 mismunandi tungumálum í tilefiii af opimniiuii bjóðum við 100 stk LUXOR 100 riða sjónvarptæki á frábæru verði og greiðslukjörum mm- (eitt verð fyriralla) Velkomin(n) í nýja ogj verslun BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 533 2800 MARÍA JAKOBSDÓTTIR Mig langar í þessari grein að minnast móður minnar sem lést hinn 23. þessa mánaðar aðeins sex vikum eftir að hún greindist með krabba- mein. Því miður var engin lækning til í hennar tilfelli og það er erfitt að sætta sig við að kallið skyldi koma svo fljótt. Hún, sem var tiltölu- lega nýhætt að starfa utan heimilis og hlakkaði til að njóta efri áranna með föður mínum og okkur afkom- endum þeirra. Og ekki er ein báran stök því aðeins tveim vikum áður en móðir mín veiktist, greindist fað- ir minn einnig með þennan illvíga sjúkdóm. Honum var þó hægt að bjarga með skurðaðgerð en það þarf sterkar taugar til að sjá konu sína falla fyrir manninum með ljáinn og vera sjálfur nýstaðinn upp af sjúkra- beði. Þegar ég minnist móður minnar leitar hugurinn til bernskuslóðanna á Akranesi þar sem ég fæddist og ólst upp. Ég hugsa til hlýju sumar- daganna þegar við fórum í sólbaðs- ferðir á Langasand og ekki voru vetrardagarnir síðri þegar mamma kom með mér út til að byggja snjó- hús eða búa til snjókarla og -kerling- ar. Það var ómetanlegt að hafa mömmu heima til að deila með gleði og sorgum æskuáranna. Hún var allt í senn, leikfélagi, huggari og hjálparhella við heimanámið. Mamma leit ávallt á það sem' sitt æðsta hlutverk að sinna fjölskyld- unni og heimilinu, sem hún og faðir minn höfðu búið sér og í hennar augum kom ekki til greina að vinna utan heimilis fyrr en öll börnin voru komin á legg. Það var því ekki fyrr en eftir að við fluttum til Reykjavík- ur að hún leitaði út á hinn svokall- aða vinnumarkað. Og það var sama hvort heldur var á heimilinu eða á vinnustað, alltaf var samviskusemin og snyrtimennskan í fyrirrúmi. Hún hafði einnig yndi af útiveru og naut þess að rækta upp lóðina í kringum Íitla sumarbústaðinn í Þingvalla- sveitinni. Móðir mín var hógvær kona og stundum hlédræg en hún var góðum gáfum prýdd og í góðra vina hópi gat hún verið glettin og glaðvær. Henni leið ávallt best í faðmi fjöl- skyldunnar. Nú er hún fallin frá og missirinn er mikill fyrir okkur, sem eftir lifum. Mestur er þó missir föð- ur míns, sem sér á bak eiginkonu sinni eftir hartnær 50 ára farsælt hjónaband. Ég bið góðan Guð að styrkja hann í sorginni. Ég flyt einn- ig kveðju eiginkonu minnar og barn- anna, sem eiga svo erfitt með að skilja af hveiju amma fór svona snemma til Guðs. Ég kveð móður mína með þá vissu í hjarta að hún sé nú komin til betri heimkynna og bið sálu hennar Guðs blessunar. Sigurbjörn H. Magnússon. Elsku Maja min, nú ert þú farin úr þessari jarðvist og mín trú er sú að þú eigir góða heimkomu í Himna- ríki. Þú sem varst alltaf svo sam- viskusöm og góð og máttir ekki vamm þitt vita. Þegar við systurnar vorum eitthvað að bralja í bernsku varst þú vön að segja: „Ég skal segja henni mömmu“, en þú sagðir mömmu aldrei neitt og það vissum við. Við ólumst upp í Vogum á Vatns- leysuströnd í stórum systkinahópi, þar sem bæði sjósókn og landbúnað- ur voru aðalatvinna fólksins. Pabbi vann við útgerðina en mamma sá um húsmóðurstörfin og búskapinn. Við systkinin vorum snemma liðtæk við hvort tveggja fiskþurrkun og heyskap á sumrum og svo eðlilega í skóla á vetrum. Við gengum á hveijum degi í Brunnastaðahverfið vel hálftíma gang og var það ekki talið eftir sér í hvaða veðri sem var. Oft var glatt á hjalla í Sólheimum við leik og störf. Pabbi kenndi okkur sund í sjónum og mamma söng með okkur og spilaði undir á píanó. Manstu jólin í gamla daga þegar við fórum upp að sofa með kertin og jólabækurnar í nýju náttfötunum frá mömmu? Já, það eru svo margar góðar minningar sem við eigum systkinin og þín er sárt saknað. Maja mín, þú söngst í kirkjukór Kálfatjarnarkirkju á þínum ung- dómsárum þar til við fluttum til Þorsteinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.