Morgunblaðið - 03.12.1996, Page 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Helgi Eiríksson
fæddist 28.
febrúar 1954. Hann
lést í Reykjavík 24.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar
Helga eru Vaka
Sigurjónsdóttir, f.
25.6.1933, og Eirík-
ur Helgason, f.
25.6. 1927. Systkini
Helga eftirlifandi
eru Anna Eiríks-
dóttir, Jóhanna Ei-
ríksdóttir og Jó-
hannes Eiríksson.
Helgi Eiríksson
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólnum við Tjörnina árið 1974
og uppeldis- og sagnfræðinámi
í Háskóla íslands. Hann var
kennari við Fjölbrautaskóla
Suðurnesja frá 1979 til 1989.
Kenndi hann sagnfræði, skipu-
lagði tölvukennslu í skólanum
og hafði umsjón með félagslífi
nemenda. Helgi var fram-
kvæmdastjóri Bandalags ís-
lenskra skáta frá 1989-1991.
Starfsmaður Reylg'avíkurborg-
ar frá 1991, síðast innkaupa-
stjóri Vatnsveitu Reykjavíkur.
Hann var var virkur félagi í
skátahreyfingunni og gegndi
þar öllum helstu trúnaðarstörf-
Helgi Eiríksson var fágætur
maður, hugsjónamaður, listfengur
og viðkvæmur. Hann mátti ekkert
aumt sjá og lét sig hvergi ef honum
þótti réttum málstað hallað. Hann
var að mörgu leyti meiri smiður en
kennari, sem naut þess að skapa
hluti með höndunum og vinna að
störfum, sem sýndu áþreifanlegan
árangur. Samt naut hann kennara-
starfsins, var meiri kennari en
fræðimaður og oft betri kennari
fyrir bragðið. Hann lauk stúdents-
prófí árið 1974 og stundaði sagn-
fræðinám og nám í uppeldisfræð-
um. Hann hóf kennslu í Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja árið 1979 og
starfaði þar í réttan áratug. Kenn-
arastarfið var honum ævinlega hug-
leiknast og hann sinnti því víðar en
í framhaldsskólakennslu, en ekki
síst á foringjanámskeiðum skáta-
hreyfingarinnar en sömuleiðis í
Björgunarskóla Landsbjargar og á
námskeiðum á vegum Ferðafélags
íslands.
Helga Eiríkssyni kynntist ég 10
ára gömlum er hann gekk í skáta-
um. Var félagsfor-
ingi skátafélagsins
Skjöldunga í
Reykjavík, sat um
skeið í stjórn Banda-
lags íslenskra skáta,
var yfirmaður
fræðslumála skáta-
hreyfingarinnar og
átti sæti í Úlfljóts-
vatnsráði, stjórn
skátamiðstöðvar-
innar að Úlfljóts-
vatni. Leiðbeinandi
og stjórnandi nám-
skeiða á vegum
skátaheyfingarinn-
ar, Björgunarskóla Landsbjarg-
ar og Ferðafélags íslands. Hann
var félagi í Hjálparsveit skáta
í Reykjavík. Hann var einn for-
vígismanna fijálsiþróttadeildar
Ungmennafélagsins í Keflavík.
Helgi Eiríksson tók þátt í
stjórnmálum og var formaður
Málfundafélagsins Óðins og átti
sæti í stjórn hverfafélags Sjálf-
stæðisflokksins í Laugarnes- og
Vogahverfi. Hann sat í stjóm
Starfsmannafélags Reykjavík-
urborgar.
Útför Helga verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan
10.30.
hreyfinguna. Snaggaralegur strák-
ur dálítið feiminn en oft með gam-
anorð á vör. Hann naut skátastarf-
anna sem barn og unglingur, bæði
funda og föndurs, smíðaði skápa
og seinna heila skátaskála. En úti-
vistin var honum unun, það var
heilög stund að standa á fjallstindi
og líta yfir landið. Njóta þess og
festa þá örskotsstund á mynd. Hann
var afar samviskusamur ungur
skátaforingi, sem ávallt var fyrir-
mynd sinna manna. Reynslan úr
skátstarfi varð honum gott vega-
nesti í kennslu og öðrum félags-
málastörfum. Liggja eftir Helga
ágæt fræðslurit um útilíf og ferða-
mennsku.
A fullorðinsárum sinnti hann
trúnaðarstörfum fyrir skátahreyf-
inguna, var ungur maður erindreki
Bandalags íslenskra skáta og síðar
framkvæmdastjóri þess frá 1989-
1991. í skátafélagi sínu Skjöldung-
um í Reykjavík gegndi hann öllum
foringjastörfum, var um hríð fé-
lagsforingi og nú er hann lést um-
sjónarmaður með skálum félagsins.
Hann átti um hríð sæti í stjórn
Bandalags íslenskra skáta og var
fyrirliði alþjóðastarfs skátanna,
hann var og formaður foringjaþjálf-
unar Skátsambands Reykjavíkur og
síðan Bandalags íslenskra skáta
auk þess að vera einn helsti máttar-
stólpi Gilwellskólans alþjóðlegs for-
ingjaskóla skáta. Hann hafði sjálfur
lokið alþjóðlegri foringjaþjálfun á
vegum skátahreyfingarinar. Og átti
ríkan þátt í að endumýja skipulag
og inntak foringjanámskeiða skáta-
hreyfingarinnar og skilaði þar
dijúgu verki. Hann var nú síðast
fullur áhuga í starfi sínu í Úlfljóts-
vatnsráði að stuðla að uppbyggingu
og vexti skátamiðstöðvarinnar að
Úlfljótsvatni.
Þær eru margar persónulegar
minningar eftir meira en þrjátíu ára
kynni, ég þekkti Helga fyrst sem
yngri skáta í skátastarfi, síðan sem
öflugan skátaforingja í nýstofnuðu
skátafélagi þá sem nemanda minn
í menntaskóla. Ég kenndi honum
jarðfræði og kynntist þá nýrri hlið
á vini mínum, áhuga hans á landinu
og virðingu sem hann hafði alið
með sér eftir nokkur sumur í sveit
á Suðausturlandi, þar sem fjallasýn
er mikilfengleg og mest um fagra
steina í náttúrunni. Síðar vomm við
kollegar í sögukennslu og sam-
starfsmenn í skáthreyfingunni. Mér
er minnisstætt hve vináttan var
traust. Þótt oft væri deilt og þrætt
um mikilvæg mál var það án þess
að skugga bæri á vináttuna en
væri Helgi órétti beittur voru þau
sár djúp og greru seint, því að hann
var viðkvæmur maður. Helgi var
dásamlega þijóskur og þver þegar
sá gállinn var á honum, en aldrei
ósanngjam og lagði ekki illt til
manna að fyrra bragði. Hann var
svo öfundarlaus maður að hann
skildi ekki þann löst hjá öðrum.
Hann var afar tónelskur, hafði mik-
ið yndi af klassískri tónlist, söng
vel og lék á hljóðfæri, setti saman
texta og samdi fáein lög sem gam-
an var að syngja. Hann var mikill
húmoristi, leikari ágætur og hvers
manns hugljúfi. Helgi var í eðli sínu
dálítill bóhem, það átti við hann að
vinna í skorpum að eldheitum
áhugamálum sínum, tímabundnum,
og hann hafði oft í frammi skemmti-
lega sérvisku. Hann hvatti menn
ávallt til dáða með starfí sínu, leiddi
þá oft af mikilli atorku stóran hóp
til sameinaðra átaka og lyfti mörgu
grettistaki. Hann var ávallt viðbú-
inn og lagði fram liðveislu sína til
björgunarstarfa og dró hvergi af
sér í æfingum. Hann var að sönnu
viðbúinn á Landsmóti skáta í sumar
þar sem hann tók að sér fyrirvara-
laust erfítt starf og lauk því af
stakri prýði.
En Helgi leitaði ekki eftir vinsæld-
um og það var óhugsandi að hann
léti af sannfæringu sinni. Það mátti
hliðra til um alla hluti aðra. Hann
var því ekkert lamb að leika sér við
ef hann hafði málstað að veija. Þá
gustaði af pilti og hann setti nokkuð
í brýnn. Það er enginn vafi að þeir
sem kynntust staðfestu Helga um
málefni báru mikla virðingu fyrir
honum. Ég er viss um að þessir eig-
inleikar og kostir Helga Eiríkssonar
hafa ekki farið fram hjá samstarfs-
fólki hans á vettvangi stjómmála
og stéttarfélags. Hann var valinn til
trúnaðarstarfa sakir mannkosta og
hæfíleika. Skátahreyfingin sýndi
honum nokkum sóma í verki og
hann var sæmdur heiðursmerkjum
hennar fyrir störf sín.
i áratugi hafa leiðir legið saman
og nú er skarð fyrir skildi við óvænt
fráfall Helga Eiríkssonar. Þegar
hlauparinn mikli frá Maraþon kom
á leiðarenda með sigurtíðindi féll
hann í valinn. Helgi hafði komið
ár sinni vel fyrir borð síðustu árin,
var einkar ánægður með starfsvett-
vang sinn á framkvæmdasömum
stað hjá Vatnsveitu Reykjavíkur og
bjó á æskuheimili sínu í Laugarási
þar sem hann undi sér best, lengi
í ástríku skjóli afa og ömmu, hann
bar því sigurtíðindi er hann lauk
lífshlaupi sínu, langt fyrir aldur
fram.
Mikill er söknuður hjá því unga
fólki í skátahreyfingunni sem Helgi
starfaði með nær daglega, leið-
beindi og fræddi og hvatti til dáða.
En hann átti líka flársjóð minninga
og fjöld vina að launum fyrir þessi
stöf sín. Helgi Eiríksson var sannar-
lega gæfumaður í lífínu. Hann átti
góða ævi og hafði ekki kennt sér
meins um dagana fyrr en á þeirri
stundu sem hann var kvaddur heim.
Við skulum sól
sömu báðir
hinsta sinni
við haf líta.
Létt mun þá leið
þeim, er ljósi móti
vini studdur
af veröld flýr.
(Jónas Hallgrímsson)
Ég flyt ástvinum Helga Eiríks-
sonar, einlægar samúðarkveðjur
skátahreyfingarinnar á íslandi og
fjölskyldu minnar og þakka honum
samfylgdina._
Ólafur Ásgeirsson.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með fijóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snögp augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði,
líf mannlegt endar slqótt.
Þessi orð Hallgríms Péturssonar
komu strax í huga minn þegar ég
frétti andlát Helga Eiríkssonar sem
óvænt og skyndilega féll frá í blóma
lífsins.
Kynni okkar Helga hófust í
skátafélaginu Skjöldungum árið
1968. Og urðu þau mjög mikil og
náin á næstu árum, einkum innan
vébanda skátahreyfíngarinnar. Við
áttum einnig samleið í skóla bæði
í Menntaskólanum við Tjömina og
síðar í Háskóla íslands. Á þessum
árum sannreyndi ég mannkosti
Helga. Hann var góður félagi,
traustur og hjálpfús. Helgi átti
sannarlega erindi í skátahreyfing-
una enda skipaði hann sér fljótlega
í forystusveit félags síns og var um
skeið æðsti foringi þess. Hann var
óbilandi í að vinna að öflugu skáta-
starfi í Sundum og Vogum, fyrst í
kjallara Vogaskóla og síðar í timb-
urhúsi, gamalli kennslustofu við
Sæviðarsund, og að lokum í Skáta-
heimilinu í Sólheimum. Hann naut
sín best þegar taka þurfti til hend-
inni. Hvert sem viðfangsefnið var,
að skipuleggja útilegu eða endur-
byggja skála, þá lagði hann tíma
sinn, krafta og hug allan í verkið.
Helgi valdist jafnframt ti! margra
trúnaðarstarfa fyrir landssamtök
skáta og á þeim vettvangi starfaði
hann alla tíð af elju og óeigingimi.
Helgi var mikill náttúruunnandi,
það lá í eðli hans. Hann unni listum
og miðlaði af þekkingu sinni og list-
skynjun á góðri stund. Helgi leiddi
mig fyrstur inn í heima sígildrar
tónlistar. Á undanförnum árum
hafa leiðir okkar Helga sjaldan leg-
ið saman en í hvert skipti sem við
hittumst hvarf tími aðskilnaðar eins
og dögg fyrir sólu. Eftir þétt hand-
tak Helga og bros, skipti á upplýs-
ing^urn um hvað á daga hefði drifið
síðan síðast, tókum við upp þráðinn
þar sem frá var horfið. Nú er sá
þráður endanlega rofínn, þráður
sem ég sá fram á að yrði tekinn
upp aftur á gömlum slóðum.
„Líf mannlegt endar skjótt"
Hinsta trimmferðin runnin. Helgi
var góður drengur og munu margir
sakna hans sárt. Nánustu ættingj-
um og vinum Helga votta ég samúð
mína.
Eiríkur G. Guðmundsson.
Það hefur orðið slys. Hann Helgi
bróðir ykkar er látinn.
Þær fáu sekúndur sem ómur
þessara orða barst til okkar virtust
sem heil eilífð. í huga okkar hljóma
þau jafn óraunveruleg nú og þau
gerðu þegar við heyrðum þau. Eftir
fylgdi sársauki og vanmáttarkennd.
Helgi sem var svo fullur af lífi
hefur nú verið frá okkur tekinn.
Það skarð verður aldrei fyllt.
Eftir stendur minningin um heil-
steyptan dreng sem reyndist okkur
góð fyrirmynd í lífinu. Stóri bróðir
sem vildi hafa vit fyrir systrum sín-
um. Oft reyndist tilefnið ærið. Hann á
prýddi allt það sem einn mann gat
prýtt; drenglyndi, yfírvegun, um-
burðarlyndi og mikil staðfesta.
Hann átti traust allra sem kynntust
honum.
Síðustu dagar hafa fært okkur
heim sanninn um það hversu Helgi
hefur verið ríkur að vinum og vel
liðinn í þeim hópi. Við erum þakk- ,
látar að vita til þess að bróðir okk-
ar hefur átt slíka vini og hefur það
reynst okkur huggun á erfiðum |
stundum.
Perlur góðra minninga er hinn
ósvikni auður. Það er hans arfur
til okkar sem eftir lifum.
Guði þökkum við fyrir að hafa
átt Helga fyrir bróður og þau ár
sem við fengum að eiga með honum.
Takk fyrir allt sem þú varst okk-
ur, elsku bróðir. Megi kærleikur t
Guðs umvefja þig.
Nú legg ég augun aftur, i
ó, Guð þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Þínar systur,
Anna og Jóhanna.
I
Vinur okkar og samstarfsmaður,
Helgi Eiríksson er látinn, langt um *
aldur fram. Nú síðustu árin vann
Helgi að mestu hjá Vatnsveitu
Reykjavíkur, fyrst í útiflokkum, þá
sem flokksstjóri og eftir stutt hlé
frá okkur kom hann aftur til starfa
sem innkaupastjóri Vatnsveitunnar.
Á þeim vettvangi hafði hann tekið
þátt í mörgum mikilvægum skipu-
lagsbreytingum og margt var enn
á döfinni.
Helgi hefur víða starfað ötullega
að félagsmálum og var auðvelt að
fá hann til starfa fyrir starfsmanna-
félag okkar. Hann tók að sér for-
mennsku í stjórn ferðaklúbbs
starfsmannafélags Vatnsveitunnar
og undir hans stjórn var safnað
fyrir ferð til Lundúna og fóru yfir
50 manns í þá ferð, sem farin var
núna í lok október. Þar nutu marg-
ir góðrar leiðsagnar hans um borg-
ina, enda þekkti hann vel til þar.
Helgi var vandvirkur í sínum
störfum og lagði áherslu á að gera
vel það sem hann tók sér fyrir hend-
ur. Helgi hafði fallega rithönd og
gott var að leita til hans þegar
þörf var á hverskonar skrautritun
vegna afmæla og við önnur sérstök
tækifæri. í garðinum heima á
Laugarásveginum mátti síðastliðið
sumar oft sjá Helga taka til hend-
inni. Hann var með mikil áform um
endurskipulag lóðarinnar og fólu
þau meðal annars í sér gerð göngu-
stíga um garðinn og raflýsingu
hans. Þessum verkefnum sinnti
hann stundum langt fram á nótt.
Helgi tók virkan þátt í íþrótta-
starfi starfsmanna, m.a. körfubolta,
fótbolta og einnig var hann í óform-
legum skokkaraklúbbi starfs-
manna. Starfsemin fólst einkum í
því að mismargir starfsmenn fóru
út að hlaupa í hádeginu og var
Helgi oftast í þeim hópi og ævin-
lega allra manna sprækastur. Það
er kaldhæðni örlaganna að á hans
hinsta degi var hann úti að hlaupa
í Laugardalnum þegar kallið kom.
Nú þegar við starfsmenn Vatns-
veitunnar kveðjum Helga hinsta
sinni er ekki úr vegi að hafa með
fallegt erindi úr Hávamálum.
Deyr fé,
dejja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamáium)
Starfsmenn Vatnsveitu
Reykjavíkur.
Helgi Eiríksson hringdi til mín á
föstudagskvöldið hress og kátur,
fullur af hugmyndum, bjartsýni og
lífsþrótti. Við spjölluðum lengi sam-
an um sameiginlegt áhugamál, upp-
byggingu á landi skáta að Úlfljóts-
t
Okkar ástkæri sonur, eiginmaður, faðir,
tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR ÍSFELD
FRÍMANNSSON,
Hraunbæ 158,
andaðist á Landspítalanum þann 1. des-
ember.
Útförin verður auglýst síðar.
Marta Sigurðardóttir,
Erla Sigurðardóttir,
Guðrún Marta Sigurðardóttir,
Frímann Már Sigurðsson, Wimonrat Srichkham,
Óskar ísfeld Sigurðsson, Sólveig Ágústsdóttir,
Helga Sigurðardóttir, Ágúst Óskarsson,
Erlendur ísfeld Sigurðsson, Fanney Kristjánsdóttir
og barnabörn.
t
Minningarathöfn um ástkæran son okk-
ar og bróðir,
GUÐJÓN KJARTAN VIGGÓSSON,
Bogaslóð 10,
Höfn,
sem fórst með mb. Jonnu SF-12
13. október, verður haldin í Árbæj-
arkirkju laugardaginn 7. desember
kl. 14.00.
Kristrún Harpa Kjartandóttir, Viggó Steindórsson,
Ingvar Pétursson,
Jerry Dwayne Williams
og aðrir vandamenn.
HELGI
EIRÍKSSON