Morgunblaðið - 03.12.1996, Qupperneq 49
I
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 49
MINNINGAR
!vatni. Þetta seinasta samtal okkar
Helga mun seint líða mér úr minni.
Hann dró upp mynd af því hvemig
honum fyndist að við ættum að
standa að málum á Úlfljótsvatni á
næstu árum. Byggja upp glæsilega
aðstöðu fyrir íslensk ungmenni til
þroskandi útilífs og félagsstarfs. Þar
ætti að vera hægt að halda útimót
og hátíðir, námskeið og fundi. Hon-
1 um var mikið í mun að staðurinn
héldi sérkennum sínum og að verk-
I legar framkvæmdir væm í fullri
| sátt við þessa náttúruperlu. Hann
ræddi málið eins og sá einn getur
sem hefur hugsað það til hlítar.
Það var mikið lán fyrir Úlfljóts-
vatnsráð að fá Helga til liðs við
sig. Hann hafði frá unga aldri tek-
ið ástfóstri við staðinn eins og svo
margir sem hafa átt þess kost að
dvelja þar. Hann var mikill útivist-
armaður og á Úlfljótsvatni naut
hann þess að fara í langar göngu-
ferðir. Það var þó félagsstarfið sem
átti hug hans allan og fáir duglegri
en hann við að leggja lið hvers
konar námskeiðum og fræðslustarf-
semi. Þótt starfskrafta Helga nyti
stutt við í Úlfljótsvatnsráði þá hafði
hann þar mikil áhrif og hugmyndir
hans munu lifa. Ekki var síður
ánægjulegt að fá tækifæri til að
endurnýja gömul kynni við góðan
dreng.
Við í Úlfljótsvatnsráði kveðjum
góðan félaga með söknuði. Að-
standendum öllum sendum við hug-
heilar samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Helga Eiríkssonar.
Grímur Valdimarsson.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Við sendum aðstandendum inni-
legustu samúðarkveðjur og biðjum
guð að blessa minningiq hans.
Málfundafélaglð Óðinn
og verkalýðsráð
Sjálfstæðisflokksins.
Kveðja frá Skátasambandi
Reykjavíkur
Andvari í laufi leikur,
litar himin roði bleikur
vor úr skógi ilmar og angar.
Árniðurinn töfrana eykur.
Undrafegurð hjartað fangar.
Ljósakrossai á leiði
Lýstu
hinum látnu
yfírjólin
og þú munt
öðlast frið
íhjarta
Rafmagnsverkstæði Birgis
Sími/fax 587 2442 GSM 893 1986
Boðtæki 846 1212 Bflasími 853 1986
Heildsala - Smásala.
Miili tijáa eldur iðar,
ástkær sól er hnigin til viðar.
Huga skátans náttúran hefur.
Hversdagslífið lagt er til hliðar.
Heill, þér skapari, sem gefur.
Eldmóður af andlitum ljómar,
angurblíður skátasöngur hljómar.
Drengskapurinn brennur í bijósti.
Búningana bera skal með sóma
og bræðrahugsjón græða í gjósti.
(H.Z.)
Hann Helgi er farinn heim. Það
bar mjög snöggt að og við sem eft-
ir stöndum veltum fyrir okkur til-
ganginum. Hans hljóta að bíða stór
verkefni á nýjum heimaslóðum.
Skátasamband Reykjavíkur þakkar
honum allt það mikla og óeigin-
gjarna starf sem hann vann fyrir
skáta í Reykjavík í gegnum árin.
Hans er sárt saknað. Við sendum
fjölskyldu hans, vinum og skátum
öllum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Megi Guð styrkja ykkur í
sorginni.
Skátasamband Reykjavíkur.
Þegar þau sviplegu tíðindi bárust
mér á mánudag í síðustu viku að
minn gamli félagi Helgi Eiríksson
hefði látist kvöldið áður kom gamla
máltækið í hugann „þeir sem guð-
irnir elska deyja ungir“. Leiðir okk-
ar Helga lágu fyrst saman á ungl-
ingsárunum þegar við stunduðum
skátastarf saman og áttum við
margar góðar stundir við félags-
störf og útivist á þeim vettvangi.
Óteljandi ferðirnar fórum við einnig
til að gera upp skátaskálann Núps-
tún sem við vorum með í fóstri á
þessum árum. Á þeim árum kynnt-
ist ég því hversu traustur og ósér-
hlífinn félagi Helgi var og vinur
vina sinna. Leiðir okkar Helga lágu
svo aftur saman fyrir þremur árum
er hann réðst hingað til Vatns-
veitunnar sem innkaupa- og lager-
stjóri. Þar tókst hann á við nýtt
starfssvið hjá fyrirtækinu sem
þurfti að móta og finna farveg.
Þetta nýja starf hjá Helga gerði
einnig miklar kröfur, þarna þurfti
að skapa nýtt svið, bæta starfsanda
hjá þeim sem við það störfuðu,
auka þjónustulund og bæta þjón-
ustuna. Það má segja að Helgi leysti
þetta starf frábærlega af hendi og
var einnig með óþijótandi nýjar
hugmyndir um það hvernig bæta
mætti þjónustu síns sviðs. Ráðning
Helga vakti á sínum tíma nokkrar
spurningar þar sem hann var ráðinn
beint úr öskunni í eitt veigameira
störfunum hjá Vatnsveitunni. Helgi
hafði verið áður hjá okkur og þekkti
alla innviði mjög vel en hafði ákveð-
ið að bregða sér í öskuna til að
koma sér í toppþjálfun og til að
hafa meiri tíma fyrir áhugamálin.
Sagan sýndi hins vegar að sú
ákvörðun var vel heppnuð og hef
ég ekki séð eftir henni. Kosturinn
við Helga sem samstarfsmann var
að hann var alltaf reiðubúinn að
bæta á sig verkefnum og leysti þau
vel af hendi. Sem félagi var hann
einnig potturinn og pannan í öllu
félagsstarfi og alltaf tilbúinn að
rétta hjálparhönd ef á þurfti að
halda. Mikill sjónarsviptir verður
að því að hafa Helga ekki lengur.
Við Halldóra vottum ástvinum sam-
úð okkar.
Megi minning Helga lifa.
Guðmundur Þóroddsson.
• Fleiri minning-argreinar um
Helga Eiríksson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
+
Eiginmaður minn og faðir okkar,
BOGI NIKULÁSARSON,
Sunnuvegi 18,
Selfossi,
lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, sunnudaginn 1. desember.
Ragnhildur Sigurðardóttir
og dætur.
t
SVANLAUG FINNBOGADÓTTIR
frá Galtalæk á Landi,
Víðimel 21,
Reykjavik,
andaðist sunnudaginn 1. desember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Magnús Magnússon.
+
Astkær sonur okkar, stjúpsonur, bróðir
og mágur,
HELGI EIRÍKSSON,
Laugarásvegi 57,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
í Reykjavík í dag, þriðjudaginn 3. des-
ember, kl. 10.30.
Vaka Sigurjónsdóttir, Bergþór Sigurðsson,
Eiríkur Helgason,
Anna Eiríksdóttir, Bjarni Hákonarson,
Jóhanna Eiríksdóttir, JónWendel,
Jóhannes Eiríksson, Kolbrún Steingrímsdóttir.
+
Systir mín og móðursystir okkar,
EMILÍA SNORRASON,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
lést mánudaginn 25. nóvember.
Jarðarförin hefur farið fam í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Guðrún Þorsteinsdóttir Sívertsen,
Þorsteinn Sfvertsen, Sigurður Emil Marinósson,
Ingibjörg Sívertsen, Agnes Marinósdóttir,
Bjarni Sívertsen, Valur Marinósson.
Bróðir okkar, + JÓN JÓHANNSSON
frá Kirkjubóli, Brekkuhvammi 1,
Hafnarfirði,
lést á heimili sínu 1 desember. Systkinin.
+
Elskuleg móðir mín og tengdamóðir,
PÁLÍNA LILJA GUÐNADÓTTIR,
til heimilis
f Austurbergi 36,
lést á Landspítalanum 30. nóvember.
Steinunn A. Bjarnarson, Bjarni Njálsson
og fjölskyldur.
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÓSKAR SIGURJÓNSSON,
Móakoti,
Garði,
lést sunnudaginn 1. desember.
Jarðarförin fer fram frá Útskálakirkju laugardaginn 7. desember
kl. 14.00.
Börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
+
Eiginmaður minn,
SIGURÐUR SIGURÐSSON
listmálari
lést þann 1. desember síðastliðinn.
Anna Kristfn Jónsdóttir.
+
Eiginkona mín og móðir okkar,
ARNFRÍÐUR MATHIESEN,
Austurgötu 30,
Hafnarfirði,
andaðist 29. nóvember.
Ásgeir Gfslason,
Guðmundur H. Jónsson, Svavar G. Jónsson,
Erla Hildur Jónsdóttir, Kristólína G. Jónsdóttir.
+
Móðir okkar og tengdamóðir,
GYÐA BRYNJÓLFSDÓTTIR,
Gautlandi 5,
Reykjavík,
andaðist á heimili sínu aðfaranótt sunnu-
dagsins 1. desember.
Jarðarförin fer fram frá Grensáskirkju
þriðjudaginn 10. desember kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu,
er vinsamlegast bent á heimahlynningu
Krabbameinsfélagsins.
Bryndís Skúladóttir, Páll Árnason,
Gunnsteinn Skúlason, Sigrún Gunnarsdóttir,
Guðlaug Skúladóttir, Vilberg Skúlason,
Sigrún Skúladóttir, Jón Þórarinn Sverrisson,
Halldór Skúlason, Jóna Ágústa Helgadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Faðir okkar,
ARINBJÖRN SIGURÐSSON,
Snorrabraut 56,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu, hjúkrunardeild, aðfara-
nótt sunnudagsins 1. desember.
Synir hins látna.
Lokað
Lokað í dag frá kl. 9.00-13.00 vegna jarðarfarar
HELGA EIRÍKSSONAR. , , ,
A. Wendel,
Sóltúni 1.