Morgunblaðið - 03.12.1996, Síða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
t
Ástkær eiginmaður minn, fað'r,
tengdafaðir og afi,
EIRÍKUR GUÐBERG
ÞORVALDSSON,
Dvergaborgum 3,
lést á Landspítalanum sunnudaginn
1. désember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Margrét Eiriksdóttir.
t
Systir okkar,
HULDA SAMÚELSDÓTTIR,
er látin.
Kristjana Samúelsdóttir,
Guðmundur Samúelsson.
t
Elskuleg systir okkar,
SYSTIR THERESIA MARGARETHE
CSJ,
andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þann
1. desember sl.
Jarðarförin fer fram frá Kristskirkju,
Landakoti, föstudaginn 6. desember
kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakk-
aðir. Þeim, sem vildu minnast hennar,
er bent á Krabbameinsfélagið.
St. Jósefssystur.
t
Ástkær systir mín, mágkona og frænka,
KRISTÍIM H. SIGFÚSDÓTTIR,
Bólstaðarhlið 68,
Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 26. nóvember,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju
fimmtudaginn 5. desember kl. 15.00.
Ragnheiður Sigfúsdóttir,
Sigfús Guðmundsson,
Auðbjörg Ögmundsdóttir,
Þórdís Sigfúsdóttir,
Ögmundur Sigfússon,
Guðmundur Guðjónsson,
Ástvaldur Guðmundsson,
Jórunn Garðarsdóttir,
Guðmundur A. Ástvaldsson,
Ragnheiður K. Ástvaldsdóttir.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk-
ar, tengdafaðir, afi og langafi,
SÆMUNDUR SIGURÐSSON
málarameistari,
lést sunnudaginn 1. desember.
Sigríður Þórðardóttir,
Inga Rúna Sæmundsdóttir, Hafsteinn Pétursson,
Kolbrún Sæmundsdóttir, Björn Árdal,
Auður Stefania Sæmundsdóttir,
Sigurður Rúnar Sæmundsson, Anna María Steindórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Kærar þakkir fyrir samúð og hlýju við
andlát og útför eiginmanns míns,
tengdasonar, föður okkar, tengdaföður
og afa,
GARÐARS SIGURÐAR
ÞORSTEINSSONAR
frá Flateyri
Gullsmára 8,
Kópavogi.
Elisabet Sara Guðmundsdóttir,
Guðmunda Þ. Ólafsdóttir,
Guðmunda A. Júlíusdóttir,
Þorsteinn Garðarsson, Helga I. Guðmundsdóttir,
Lilja E. Garðarsdóttir, Haraldur S. Gunnarsson,
Sigurður H. Garðarsson, Carol Speedie,
Rúna Ósk Garðarsdóttir,
Ingvi Hrafn Óskarsson, Erla Skúladóttir
og barnabörn.
ÞÓRÐUR
EINARSSON
+ Þórður Einars-
son fæddist á
Siglunesi á Barða-
strönd 25. október
1921. Hann lést á
Landspítalanum 24.
nóvember síðstlið-
inn. Foreldrar
Þórðar voru Einar
Ebenesarson, fædd-
ur 13. maí 1879 að
Hvammi á Barða-
strönd, dáinn 1. júlí
1952 í Eeykjavik,
og kona hans Guð-
ríður Ásgeirsdóttir,
fædd 20. janúar
1883 að Melsnesi á Rauðasandi,
dáin 24. febrúar 1961 á Pat-
reksfirði. Þórður var einn af
14 systkinum og eru þrjú þeirra
enn á lífi.
Hinn 16. mars 1949 giftist
Þórður eftirlifandi konu sinni
Maríu Sigríði Júlíusdóttur.
Böm þeirra em: 1) Hugrún
Guðríður, fædd 4.
október 1948, bú-
sett í Reykjavík. 2)
Ásgeir Ebeneser,
fæddur 15. ágúst
1950, búsettur í
Reykjavík. 3) Júl-
íus, fæddur 27. jan-
úar 1960, búsettur
í Reykjavík.
Þórður vann við
hin ýmsu störf þar
til hann stofnaði og
rak sitt eigið fyrir-
tæki í Reykjavík en
síðustu starfsárin
var hann starfs-
maður Alþingis. Hann var virk-
ur í félagsmálum og gegndi þar
mörgum trúnaðarstörfum.
Þórður var mjög virkur í störf-
um sínum innan Sjálfstæðis-
flokksins.
Útför Þórðar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Góður félagi er fallinn í valinn.
Ég kynntist Þórði Einarssyni þegar
leiðir okkar lágu saman er stofnuð
voru hverfasamtök sjálfstæðis-
manna í Laugarnesi og við lentum
þar í stjórn saman.
Þórður var traustur maður í fé-
lagsskap. Hann var vel kunnugur
hér í hverfinu, hann var ósérhlífinn
við vinnu og lét sig sjaldan vanta
þegar félagsstörfín kölluðu. Hann
var bjartsýnn og fijálshuga maður
og trúði á hin gömlu gildi enda skip-
aði hann sér þar í sveit hvað skoðan-
ir snerti. Hann mat menn eftir gjörð-
um þeirra og innræti enda kynntist
Þórður lífinu í öllum sínum breyti-
leika við störf sín á lífsleiðinni en
þar fór hann um víðan völl.
Samstarf okkar Þórðar var gott
og skilur eftir sig góðar minningar.
Þegar ég sat Landsfund Sjálfstæð-
isflokksins síðstliðið haust fannst
mér eitthvað vanta, það vantaði
Þórð sem gat ekki setið fundinn
vegna veikinda sinna. Þórður tók
veikindum sínum með karlmennsku
og rósemi enda ekki maður sem bar
tilfinningar sínar á torg. Hann gerði
sér grein fyrir því að fyrr eða síðar
mundi fara sem fór og hann vissi
og trúði að þá tæki annað og betra
við. Það er mikil eftirsjá í góðum
dreng eins og Þórði en huggun er
það í harmi fyrir eiginkonu, böm,
tengdaböm og barnabörn að eiga
ljúfar og góðar minningar um Þórð.
Þær em og verða eftirmælin um
hann.
Ég minnist með þakklæti vináttu
okkar og samstarfs í Félagi sjálf-
stæðismanna í Laugarnesi og á öðr-
um vettvangi.
Ég bið algóðan guð að styrkja
eftirlifandi ástvini í harmi sínum.
Megi guðleg forsjón leiða Þórð á
nýjum vegum, blessuð sé minning
hans.
Baldvin Jóhannesson.
Með þessum fáu orðum kveðj-
um við þig elsku afi.
Lífið skal lifa og Dauðinn skal deyja,
drottinn er mannkyni búinn að segja.
Og haldlítið reynist í heilanum snauðum,
ég hlýt þó að lifa ef ég ris upp frá dauðum.
(Guðrún Gísladóttir
„Eyjan Svarta“)
Elsku amma, kæra fjölskylda
megi Drottinn vera með okkur öllum
og leiða okkur styrkri hönd í gegn-
um sorgina.
Ævar Sveinsson,
Brynja Eir Thorsdóttir.
Elsku afi.
Ég á fjársjóð, minningar um ynd-
islegan afa, afa sem ég kallaði
pabba, vegna þess að þú gekkst mér
í föður stað þegar ég var lítil. Það
rifjast upp hugrenningar mínar þeg-
ar skólagangan hófst, mér fannst
ég svo rík vegna þess að ég átti
dálítið sem enginn annar átti, þijá
pabba. Pabba, þig og Guð.
Sunnudagarnir voru mér heilagir.
Þá sóttir þú mig og við fórum í
bæinn niður að Tjörn, settum saman
vísur og fengum okkur ís. Margir
urðu á vegi okkar og þá sagðir þú
stoltur „þetta er hún María Þórunn
trippólínan mín“.
Sonur minn sem nú er fimm ára
var svo lánsamur að kynnast þér.
Ekki gat hann skilgreint hvort þú
værir afi hans eða langafi. Eftir á
er sérstakt til þess að hugsa að það
var hann sem tilkynnti mér að þú
værir dáinn, „orðinn að fallegum
engli hjá Guði“, þó svo að hann vissi
ekki hversu alvarleg veikindi þín
voru. Hann bað mig að skila kveðju
til þín.
Áfi minn, ég veit að þér líður vel
núna en söknuður minn er mikill,
þó ég viti að hver dagur síðustu
árin hafí verið kraftaverk þá var ég
aldrei tilbúin að kveðja þig.
Ég bið almáttugan Guð að styrkja
okkur fjölskylduna í gegnum sorgina
og býð þér góða nótt.
María Þórunn Helgadóttir,
Ævar Öm Sigurðsson.
Stórt skarð er hoggið í raðir okk-
ar sjálfstæðismanna í Laugarnes-
hverfi. Þórður Einarsson umsjónar-
maður, Sigtúni 35, er fallinn frá.
Ég kynntist Þórði fyrir 14 árum
Islenskur efnlviður
I
KAUYN
Ol<»MV
»H
íslenskar steintegundir henta margar
afar vel í legsteina og hverskonar
minnismerki. Eigum jafnan til fyrir-
liggjandi margskonar íslenskt efni:
Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró.
Áralöng reynsla.
Leitið
upplýsinga.
s
S. HELGASON HF
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48 . SÍMI 557 6677
þegar hann hringdi í mig til að for-
vitnast um það hvort ég hefði ekki
áhuga á að taka þátt í starfi Félags
sjálfstæðismanna í Laugarnesi. Eg
lét til leiðast og kynntist þar með
einstökum manni, einlægum og
tryggiyndum með gífurlegan áhuga
á félagsmálum, sannan sjálfstæðis-
mann. Þórður vann mikið að félags-
málum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og
var einn af stofnendum Félags sjálf-
stæðismanna í Laugarnesi 1968.
Þórður var lengi varaformaður fé-
lagsins og kosningastjóri. Sem kosn-
ingastjóri vann hann mikið og óeig-
ingjamt starf fyrir flokkinn, hann
var til margra ára lykilmaður og
akkeri alls undirbúningsstafs fyrir
kosningar í félaginu. Það var aldrei
komið að tómum kofunum þegar
spurt var um íbúa í hverfinu, hann
þekkti lá við alla með nafni. Það var
því mikill fengur fyrir mig að hafa
Þórð sem lærimeistara í stjórnun
kosningastarfs og við undibúning
kosninga þegar ég tók við sem kosn-
ingastjóri félagsins. Um langt árabil
stjórnaði Þórður ferðum fyrir aldr-
aða sem félagið sá um, þetta var
mikið hugsjónarstarf og vinsælt
meðal aldraðra í hverfinu.
Störf Þórðar fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn einskorðuðust ekki bara við
Laugarneshverfið, hann var einnig
til margra ára umsjónarmaður í
Valhöll.
Fyrir þessi störf hans í þágu sjálf-
stæðismanna eru honum færðar
hugheilar þakkir. Við sjálfstæðis-
menn í Laugarneshverfi kveðjum
góðan stuðningsmann, þökkum sam-
fylgdina og vottum ástvinum Þórðar
Einarssonar okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd Félags sjálfstæðis-
manna í Laugarneshverfi.
Halldór Guðmundsson.
Þórður Einarsson gegndi starfi
umsjónarmanns á vegum Alþingis á
síðustu æviárum sínum. Við vorum
undir sama þaki í Skólabrú 2 á árun-
um 1987 til 1990 þar sem undirrituð
hafði skrifstofu og þingflokkur
Kvennalistans og starfskona voru til
húsa.
Þórður annaðist daglega umsjón
og húsvörslu og sinnti mjög vel þeim
margvíslegu erindum sem slíku
starfi tengjast. Þetta getur verið
erilsamt starf bæði þegar annríki
er mest í þinginu en einnig endra-
nær. Hann var mjög vel til starfsins
fallinn, hafði áður unnið ýmis störf
en lengi við málningu og hreingern-
ingar og bar gott skynbragð á
umönnun og viðhald húsa. Þórður
var auk þess snyrtimenni í allri
umgengni, áreiðanlegur og ábyrgur.
Það skipti ekki minna máli hve hann
var dagfarsprúður, glaðlyndur og
ljúfur maður. Honum fylgdi notalegt
andrúmsloft sem gæddi húsið heimil-
islegum þokka enda var oft gest-
kvæmt hjá Þórði. Þeir sem áttu er-
indi við þingmenn og aðra voru vel-
komnir og bæði þeir og aðrir starfs-
menn Alþingis tylltu sér oft og þáðu
kaffibolla.
Hann var mér einstaklega velvilj-
aður, hafði þekkt fjölskyldu mína
lengi og mundi eftir mér frá því að
ég var smátelpa. Kvennalistakonum
sem og öðrum sem þarna unnu var
hann vinsamlegur og hlýr og okkur
þótti öllum gott að vita af honum í
húsinu og njóta starfa hans.
Ég vil að leiðarlokum, fyrir hönd
kvennalistakvenna og fjölskyldu
minnar, þakka Þórði innilega fyrir
gott samstarf, alúð hans og velvilja.
Ástvinum hans og fjölskyldu sendi
ég hugheilar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Þórðar Ein-
arssonar.
Guðrún Agnarsdóttir.
ULiixiimxr
l Erfidrykkjur