Morgunblaðið - 05.12.1996, Page 5

Morgunblaðið - 05.12.1996, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 5 • Gilgameskviða s Elsta kvæði heimsins hefur hún l verið kölluð þessi súmerska kviða l um kappann Gilgames og stór- kostleg ævintýri hans. Hér er komin vönduð þýðing Stefáns Steinssonar ásamt ítarlegum formála um tilurð og varðveislu kviðunnar. Veröldin er leiksvið Ekkert mannlegt var Shakespeare óviðkomandi. í þessari fallegu bók hefur þýðandi hans, Helgi Hálfdanarson, tekið saman frægustu ummæli hins enska skáldjöfurs um ástina, fegurðina, konurnar og skáldin, svo dæmi séu tekin. Laugavegi 18 • Sími: 552 4240 Síðumúla 7-9 • Sími: 568 8577 Fiöibrevtt lesning Dóra S. Bjarnason: Undir huliðshjálmi - sagan af Benedikt Áhrifamikil og sönn saga af fötluðum dreng og móður hans en hún er þeirrar skoðunar að fatlaðir eigi heima með ófötluðum í leik og starfi. Bókin er skrifuð af miklu fjöri og kímni, án væmni og biturðar. Skemmtileg bók um háalvarlegt efni. Agnar Þórðarson: í vagni tímans Stórfróðleg og skemmtileg minningabók um íslenskt bók- menntalíf á árunum 1939-61. Höfundi lætur vel að fanga anda tímans; hann segir frá ferðalögum sínum og áhrifavöldum, kalda stríðinu, íslenskum og erlendum bókmenntaverkum og margar skemmtilegar sögur eru af samferðamönnum Agnars í skáldahópi, t.a.m. Steini Steinarr. Bók fyrir alla sem hafa áhuga á bókmennta- og menningarsögu. Eimæg 09 aietnn í áhrifamikilli játningu lýsir höfundur leit sinni að sálarfriði og tilgangi í lífinu, leit sem er svo árangurslaus að hann gerir sér loks grein fyrir því að hann veit og getur ekki neitt. Þá hrópar hann út í tómið ef vera kynni að einhvers staðar væri til raunverulegur Guð sem bæri umhyggju fyrir honum ... Og hvílíkt svar! „Það er sjaldgæft að sjá sálarhremmingum og trúarvissu lýst á svo hugmyndaríkan og hnyttinn hátt Morgunblaðið/Kristján B. Jónasson Laugavegi 18 • Sími: 552 4240 Síðumúla 7-9 • Sími: 568 8577 Síðustu Ijóð séra Rögnvaldar Finnbogasonar á Staðastað en hann lést í nóvember á liðnu ári. Þokkafull Ijóðlist, íhugul og innileg í senn, borin uppi af næmri sýn á veröldina, undur hennar og ógnir. Þessi vandaða Ijóðabók sætir tíð- indum á skáldferli Gylfa Gröndal. Öguð og fjölbreytt Ijóðlist. Sigurður Pálsson Ljóðvegasafn Ljóðvegasafn er endurútgáfa á fyrstu þremur Ijóðabókum Sigurðar Þálssonar: Ljóð vega salt, LJóð vega menn og Ljóð vega gerð. Laugavegi 18 • Sími: 552 4240 Síðumúla 7-9 • Sími: 568 8577

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.