Morgunblaðið - 05.12.1996, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 13
AKUREYRI
Nýtt skipulag hjá UA
tekur gildi um áramót
Skipulag
Útgeröarfélags
Akureyringa hf.
frá og meö
1. janúar
1997
STjORN
5 fulltrúar og
5 varafulltrúar
I
Framkvæmdastjói
Gu&brandur Sigur&sson
U R
Framkvæmdará&^)
X
T
Framlei&slu- og
markaössvið
Magnús Magnússon
Útgeröar-
stjórn
Sæmundur Fribriksson
Framlei&slustjórnun
Gæ&aeftirlit
Vöruþróun
Hráefnisöflun
3 ísfisktogarar
3 frystitogarar
\ Vi&hald og tæknimál Gunnar Larsen V J Fjárhags- svið NN V >
i — i
r v Vélaverkstæöi Rafmagnsverkstæöi Trésmiöaverkstæ&i k J r \ Skrifstofa Mötuneyti Netaverkstæöi V J
Gallerí
AllraHanda
10 ára
GALLERÍ AllraHanda í Grófarg-
ili hefur starfað í 10 ára, fyrstu
5 árin var það til húsa í Brekku-
götu 5 við Ráðhústorg en í Gróf-
argili síðan, en galleríið hóf starf-
semi 5. desember 1986.
Á þessum árum hefur galleríið
verið með kynningar og sölu á
íslenskum listaverkum, en upphaf
þess má rekja til félagsins Nytja-
listar. Margir listamenn hafa ver-
ið kynntir síðasta áratuginn,
haldnar hafa verið 23 einkasýn-
ingar og galleríið hefur staðið
fyrir samsýningum og kynnt lista-
menn í glugga Bautans við Hafn-
arstræti.
í kaffihúsinu í Hótel Hjalteyri,
sem sömu menn eiga, hafa 15
listamenn kynnt verk sín.
Leitast hefur verið við að kynna
ijölbreytta list, verk unnin í olíu,
grafík, leir, glerlist, myndvefnað,
útskurð í tré, silfur og málmsmíði.
í tilefni af þessum tímamótum
verður efnt til sýningar á verkum
þeirra listamanna sem kynntir
hafa verið eða verið með einka-
sýningu á verkum sínum í Gall-
eríi AllraHanda, en hún verður í
sýningarsal á Dalsbraut 1, þar
sem verksmiðjan Hekla var eitt
sinn til húsa.
NÝ DAGVIST Geðdeildar Fjorð-
ungssjúkrahússins á Akureyri var
tekin í notkun nú fyrir skömmu.
Hún er við Skólastíg 7 og er ætluð
geðsjúkum og geðfötluðum sem
þarfnast meðferðar og endurhæf-
ingar en geta verið utan sjúkra-
stofnana um nætur og um helgar.
Um tveggja ára tilraunaverkefni
er að ræða í samráði við stjórn
FSA og heilbrigðisráðuneyti.
Dagvistin er ný þjónustueining
sem rekin er fyrir fjárframlög sem
áður fóru til reksturs Brekkudeild-
ar, en sú deild hefði orðið 50 ára
á þessu ári, var rekin frá 1946 til
loka síðasta árs sem langlegudeild
fyrir geðsjúka. Vistmenn Brekku-
deildar búa nú á sambýli fyrir geð-
sjúka og hjúkrunardeildum aldr-
aðra.
Dr. Björg Bjarnadóttir sálfræð-
ingur er forstöðumaður dagvistar-
innar og Þóra Ásdís Arnfinnsdóttir
stoðhjúkrunarfræðingur. Auk
þeirra eru þrír starfsmenn í hluta-
stöðum við dagvistina.
Dagvistarþjónusta er brýn
Þörf fyrir dagvistarþjónustu
hefur árum saman verið brýn. Við
NÝTT skipulag fyrir Útgerðarfé-
lag Akureyringa tekur gildi um
næstu áramót, 1. janúar, en það
felur í sér nokkrar áherslubreyt-
ingar í starfsemi félagsins.
Helstu breytingarnar eru þær
að Magnús Magnússon verður for-
stöðumaður framleiðslu- og mark-
aðssviðs, en undir það fellur öll
framleiðsla í landi, gæðastjórnun
henni tengd, vöruþróun og hrá-
efnisöflun umfram það sem kemur
af skipum félagsins.
Sæmundur Friðriksson tekur við
starfi útgerðarstjóra af Magnúsi.
Á sama tíma verður sú breyting
gerð að starfsemi löndunardeildar
verður lögð niður auk þess sem
starfsemi netagerðarverkstæðis
verður færð undir fjárhagssvið.
Gunnar Aspar sem gegnt hefur
starfi framleiðslustjóra undanfarin
ár mun á næsta ári vinna að sér-
verkefnum er lúta að niðurskurði
frystra flaka hjá Coldwater Seafo-
od Corporation í Bandaríkjunum.
Gunnar mun leggja áherslu á að
kynna sér framhaldsvinnslu en
stefna fyrirtækisins er að fram-
haldsvinnsla sjávarafurða verði
aukin á næstu misserum og árum.
Enn hefur ekki verið gengið frá
Geðdeild FSA eru 10 pláss fyrir
innlagða sjúklinga en þar að auki
hefur verið eitt pláss fyrir dag-
sjúkling, en ásóknin í það hefur
verið mun meiri en hægt hefur
verið að anna með góðu móti. Oft
hafa 5-10 manns óskað eftir að
vera í dagvist og njóta þjónustu
Geðdeildar og iðjuþjálfunar sem
fram hefur farið í húsnæðinu við
Skólastíg á morgnana.
í húsnæði dagvistarinnar að
Skólastíg fer nú fram iðjuþjálfun
fyrir sjúklinga í sólarhringsvistun
á Geðdeild auk þess sem 6-8
manns komast að í dagvistinni.
Markmið hennar er að veita „heild-
ræna umhyggju sem byggir á
skilningi og virðingu fyrir þörfum
hvers og eins jafnframt því að hlúa
að hæfni til aukinnar sjálfshjálpar
í samfélaginu, auka gæði lífs og
draga úr þörf fyrir endurteknar
innlagnir,“ eins og segir í frétt um
dagvistina.
Kiwanisklúbbar á Norðurlandi
afhenti dagvistinni veglega gjöf
þegar hún var tekin í notkun,
ýmis tæki sem eflaust eiga eftir
að koma sér vel, sjónvarp og hljóm-
flutningstæki.
ráðningu forstöðumanns fjárhags-
sviðs, en gert ráð fyrir að því verði
lokið fyrir áramót.
Vöruþróunarstarfsemi
Stefnt verður að því að auka
tengsl félagsins og starfsmanna
þess við markaðinn og er einn lið-
ur í þeirri viðleitni að koma á fót
formlegri vöruþróunarstarfsemi
innan fyrirtækisins. Meiri áhersla
A FRAMHALDSAÐALFUNDI
Búnaðarsambands Eyjaijarðar,
sem haldinn var í Feyvangi í Eyja-
fjarðarsveit um sl. helgi, voru sam-
þykkt ný lög fyrir sambandið. Þar
er kveðið á um að búnaðarfélög
og búgreinafélög verði ekki lengur
grunneiningar að Búnaðarsam-
bandinu en í staðinn nái samband-
ið til allra bænda í héraðinu millil-
iðalaust.
Þetta kemur fram í fréttabréfi
BSE sem út kom nýlega. Þar seg-
ir einnig að búgreinafélög verði
ekki með beina aðild en í stað
þess komi deildarskiptur aðalfund-
ur þar sem hver deild eða búgrein
gerir tillögu um meðferð sinna
VALBERG hf. í Ólafsfirði gekk
nýlega til samstarfs við samtökin
„Þín Verslun" sem eru samtök
matvöruverslana um land allt en
þau standa fyrir innflutningi á
matvælum og samningum við
heildsala.
Jón Þorvaldsson einn eiganda
Valbergs segir að samtökin hafi
verið stofnuð fyrir um tveimur
árum og sé svar við stórmarkaðs-
verslunum. Boðið væru upp á
sama verð í öllum aðildarverslun-
um samtakanna hvort sem versl-
unin er í Reykjavík eða Ólafsfirði.
Til þess að ná hagstæðum verðum
er einnig staðið að sameiginlegum
innflutningi.
„Með þessum samtökum mat-
verður lögð á öflun hráefnis, um-
fram það sem kemur af skipum
félagsins, bæði innan lands og
utan. Rík áhersla verður lögð á
uppbyggingu gæðakerfis fyrir fyr-
irtækið í heild þar sem m.a. verður
unnið markvisst að úrbótum á
starfsemi þess í formi umbótaverk-
efr.a sem margir starfsmenn
þekkja til í gegnum liðsvinnu lið-
inna ára.
mála og leggi fyrir sameinaðan
fund. Þessar deildir tilnefni 3
menn í búgreinaráð sem verði
stjórn Búnaðarsambandsins til
stuðnings í málefnum greinarinn-
ar.
í stað 20 félaga verði eitt félag
en starfsemi margra búnaðarfé-
laga er orðin næsta lítil og mörg
hver starfa aðeins vegna lagalegr-
ar skyldu. Nokkur búnaðarfélög á
svæðinu munu þó að öllum líkind-
um starfa áfram, sérstaklega þau
sem hafa komið sér upp miklum
tækjalager, t.d. plógum, mykju-
dreifurum, úðadælum og fleiri
tækjum sem þau hafa síðan leigt
félagsmönnum til afnota.
vörukaupmanna hefur myndast
nýtt afl sem hefur á bak við sig
umtalsverða veltu og er þannig
hægt að ná fram hagstæðari við-
skiptakjörum. Þá eru samtökin
með samning við Superlager og
með staðlaða superlínu í öllum
verslunum. Það sem ávinnst eru
m.a. sameiginleg tilboð sem verða
vikulega í öllum verslunum á hag-
stæðu verði, sameiginlegar aug-
lýsingar og hagræðing í vöru-
verði. Þetta eru vissulega nýir
tímar. Við erum að ganga í gegn-
um breytingaskeið sem hefur mót-
að öll viðskipti matvörumarkaðar-
ins hér og í nágrannalöndunum,"
sagði Jón Þorvaldsson.
Lægri
upphæð í
fjárhags-
aðstoð
ÚTLIT er fyrir að nokkru
lægri fjárhæð fari til fjárhags-
aðstoðar á vegum Akureyrar-
bæjar í ár en í fyrra.
Sigfríður Þorsteinsdóttir
bæjarfulltrúi og formaður fé-
lagsmálaráðs greindi frá því á
fundi bæjarstjórnar í vikunni
að í lok októbermánaðar hefði
tæpum 18 milljónum króna
verið varið í styrki og lán en
á sama tíma í fyrra var upp-
hæðin um 26 milljónir króna.
Ekki liggur enn fyrir hversu
miklu fé var varið til fjárhags-
aðstoðar í nýliðnum nóvember-
mánuði síðastliðnum, en í
fyrra var um 2 milljónir að
ræða og 4 í desember. „Við
vitum ekki hvað gerist núna,
en þó svo að upphæðin verði
um 5 milljónir í viðbót erum
við að greiða lægri upphæð í
fjárhagsaðstoð á þessu ári en
við gerðum í fyrra. Fjárhags-
aðstoð hefur haldist í hendur
við atvinnuleysi, það hefur
verið minna það sem af er
árinu en virðist vera að aukast
aftur nú á síðustu mánuðum
ársins,“ sagði Sigfríður.
Lífeyrissjóður
starfsmanna
Akur ey rarbæj ar
Heimilt
að kaupa
hlutabréf
BÆJARSTJÓRN Akureyrar
samþykkti á fundi í vikunni
að veita Lífeyrissjóði starfs-
manna Ákureyrarbæjar,
STAK, heimild til hlutabréfa-
kaupa.
Stjórn sjóðsins hafði óskað
eftir því við bæjarstjórn að hún
veitti sjóðnum heimild til
hlutabréfakaupa á árunum
1996 til 1997 fyrir allt að 100
milljónir króna af ráðstöfun-
arfé sjóðsins, en með því
hyggst stjórnin bæta ávöxtun
hans.
Fram kom í máli Jakobs
Björnssonar bæjarstjóra á
fundi bæjarstjórnar að sjóður-
inn hefði ekki áður keypt
hlutabréf fyrir ráðstöfunarfé
sitt, en stjórn hans hefði áhuga
á að fikra sig inn á þá braut
til að ná fram hagstæðari
ávöxtun en náðst hefði með
hefðbundnum aðferðum.
Eflandi
umhyggja
FYRSTA málstofa heilbrigðis-
deildar Háskólans á Akureyri
verður á morgun, föstudaginn
6. desember, frá kl. 12-13 í
húsakynnum háskólans við
Þingvallastræti, en ákveðið
hefur verið innan deildarinnar
að efna til málstofu mánaðar-
lega yfir vetrartímann.
Fyrsti fyrirlesari málstof-
unnar verður dr. Mary Farley
Fulbright prófessor deildar-
innar. Fyrirlestur hennar verð-
ur fluttur á ensku og nefnist
„Empowered Caring" eða „ef-
landi umhyggja“. Dr. Farley
hefur langa reynslu innan
hjúkrunar og er koma hennar
til íslands mikill fengur fyrir
heilbrigðisdeild, en jafnt nem-
endur sem kennarar hafa notið
góðs af þekkingu hennar.
Málstofan er öllum opin og
er aðgangur ókeypis.
Geðdeild Fjórðungssjúkrahússins
Ný dagvist ætluð
geðsjúkum opnuð
Búnaðarsamband Eyjafjarðar
Satnbandið nái
til allra bænda
Eyjafjarðarsveit.
Ólafsfjörður
Valberg hf. með
í „Þinni verslun“