Morgunblaðið - 05.12.1996, Page 15

Morgunblaðið - 05.12.1996, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 15 LANDIÐ Umferðarsál- fræði í sókn Borgarnesi - Umferðarsálfræði hef- ur vaxið fiskur um hiygg erlendis á undanfömum árum, en hér á landi er enginn starfandi með þessa sér- grein að aðalstarfi. Ásþór Ragnars- son, sálfræðingur í Borgamesi, hefur lengi kynnt sér þessi fræði eða síðan hann fluttist til Borgamess 1982. Hann hefur haldið fyrirlestra um umferðarsálfræðina og samið kennslurit fyrir Ökukennarafélag ís- lands. Ung grein „Sem grein innan sálfræðinnar er umferðarsálfræði afskaplega ung,“ segir Ásþór, „og fer ekki almennilega af stað fyrr en fyrir um 10 ámm, þó að gerðar hafi verið ýmsar rann- sóknir sem tengdust greininni fyrir allmörgum ámm og sumar jafnvel fyrir stríð. Undanfarin ár hef ég töluvert ferð- ast til útlanda og elt þar uppi ráð- stefnur í mínu fagi, sem er skólasálfræði, en síð- an öðmm þræði ráð- stefnur sem hafa fjallað um umferðarsálfræði sem hefur verið áhuga- mál hjá mér,“ segir Ás- þór. „I umferðarsálfræð- inni er verið að skoða mannlega þáttinn í um- ferðinni og rannsóknir sýna að 85 til 95% um- ferðarslysa verða vegna mannlegra þátta.“ Áhugaverðar rannsóknir „Það væri mjög áhuga- vert að gera rannsóknir hérlendis á þessu sviði og ég hef, ásamt Kjartani Þórðarsyni fulltrúa, töluvert rætt um og kannað möguleika á slíku. Meðal annars emm við að athuga rannsóknir á þeim slysa- skýrslum sem nú liggja fyrir. En hér em að mínu mati kjöraðstæður til slíkra rannsókna. Kemur þar til mjög góð skráning umferðarslysa miðað við það sem gerist hjá öðmm þjóðum." Frumkvæðið hjá ökukennurum „Ökukennarafélag íslands tók það upp hjá sér að reyna að efla fræðslu ökunema, ekki einungis á byqunar- stiginu, heldur einnig á framhaldsstig- inu, sem kallað hefur verið meirapróf- ið. Fyrir þá sem vom að afla sér auk- inna ökuréttinda var á sínum tíma ekki til neitt námsefni á þessu sviði og ákvað Ökukennarafélag íslands að bæta úr þessum skorti í samvinnu við fleiri aðila. Ur varð að við Kjartan Þórðarson kennari og núverandi full- trúi hjá Umferðarráði tókum saman rit um umferðarsálfræðið fyrir Öku- kennarafélag íslands. Mér hefur alltaf fundist það dálítið sérstakt að það hafí verið félag ökukennara sem hafði fmmkvæði í þessu máli. Ég hef kennt umrætt rit á meiraprófsnámskeiðum hér í Borgamesi og einnig við Kenn- araháskólann þar sem kennsla í öku- kennaranámi hefur farið fram á síð- ustu árum.“ Að sögn Ásþórs Ragnarssonar urðu ökukennarar varir við þá stað- reynd að þeir næðu ekki til sumra ökunemanna og að þeir næðu ekki að breyta hugsunarhætti þeirra. Margir nemanna vildu bara fá öku- prófið sem allra fyrst án þess að læra nokkuð að ráði eða breyta hugs- unarhætti sínum eða venjum. I fram- haldi af því hafl Ökukennarafélagið haft samband við hann og beðið hann um að fjalla um persónuleikann og viðhorf og venjur ökumanna. íslenskar rannsóknir nauðsynlegar Kvaðst Ásþór hafa átt mjög gott samstarf við Umferðarráð og nokkr- um sinnum verið fulltrúi þess á ýms- um ráðstefnum. Umferðarráð hefði m.a. komið að útgáfu umferðarsál- fræðiritsins á sínum tíma. Þá kvaðst Ásþór hafa verið fulltrúi trygginga- félagsins Sjóvár-Almennra á ráð- stefnu um umferðar- sálfræði og samgöngur sem haldin var á Spáni sl. vor. Á þeirri ráð- stefnu hafí verið haldin um 250 erindi um um- ferðarmál. Margt hafi verið mjög framandi og ólíkt umferðarháttum hérlendis, eins og ýmis vandamál í umferðinni á Indiandi. En þar ægir saman bílum, fíl- um, hestvögnum og gangandi fólki. Annað rannsóknarefni hafi staðið okkur nær. Þar hafí rannsóknir Finna um margt verið fróð- legar og margt úr þeim væri hugsanlega vel nýtanlegt hér- lendis. En frumlegustu rannsóknina hafí japanskur vísindamaður verið með. Sagði Ásþór að rannsókn hans gæti allt að því flokkast undir heimil- isiðnað, því hún hafí verið þannig framkvæmd en Japaninn hafí staðið einn fyrir henni. Rannsókn þessa Japana hafi kannski verið merkileg- ust fyrir það hversu einföld hún var og auðveld í framkvæmd. í stuttu máli hafí Japaninn sett upp nokkrar myndbandstökuvélar í glugga í íbúð sinni. Með þeim hafi hann síðan myndað atferli foreldra sem komu akandi með börn sín á leikskóla rétt hjá heimili vísindamannsins. Rann- sóknin hafl staðið yfir í 39 daga og meðal annars tekið til þess hvort ýmis hegðan fólksins væri reglu- bundin eða tilviljanakennd og hvort um góðar eða slæmar venjur væri að ræða. Sagði Ásþór að þessi jap- anski vísindamaður hafí sýnt þarna og sannað að gera mætti nokkuð ýtarlegar rannsóknir á sára einfaldan og ódýran hátt. Hann sagði að auð- vitað þyrfti að gera ýmsar rannsókn- ir tengdar umferðarsálfræðinni hér- lendis ef vel ætti að vera. Vonandi yrðu einhveijirtil þess að hrinda slíku í framkvæmd, viljinn og getan væri örugglega fyrir hendi en fjármagnið vantaði. Ásþór Ragnarsson - sálfræðingur. NÝJA hjúkrunarheimilið á Höfn. Morgunbiaðið/stefán óiafsson Nýtt hjúkrunarheimili Skjólgarðs vígt á Höfn Höfn - Nýtt hjúkrunarheimili Skjól- garðs var vígt á Höfn fimmtudaginn 28. nóvember sl. Byggingu þess var að mestu lokið upp úr miðju ári og flutt var inn fyrir um fímm vikum. Þar með hefur verið bætt úr brýnni þörf því um langt skeið hafa vist- menn og starfsfólk búið við mikil þrengsli í hjúkrunardeild sem rekin hefur verið innan Skjólgarðs, heim- ilis aldraðra í Austur-Skaftafells- sýslu sem tekið var í notkun fyrir réttum 22 árum. Á sínum tíma hafði verið teiknuð viðbygging við heilsugæslustöðina á Höfn er rúma skyldi hjúkrunardeild. Hætt var við að byggja eftir þeirri teikningu og að frumkvæði heima- manna hafist handa við endurhönnun hússins árið 1987. í apríl 1993 gerðu sveitarfélögin í Austur-Skaftafells- sýslu og ríkisvaidið með sér samning um byggingu nýs hjúkrunarheimilis. Skóflustunga var tekin í október sama ár. Þetta var tímamótasamn- GUÐRÚN Júlía Jónsdóttir, hjúkrunarforstjóri, Stur- laugur Þorsteinsson, bæjar- stjóri og Anna Sigurðardótt- ir, forstöðumaður Skjól- garðs á gangi hins nýja hjúkrunarheimilis. ingur að því leyti að þar var kveðið á um verklok, ekki einungis hvenær hafist skyldi handa. Til að flýta fram- kvæmdum lánuðu sveitarfélögin framlag ríkisins að hluta en þetta fjármagn er endurgreitt á árunum 1996 og 1997. Greiðir ríkið 85% kostnaðar og sveitarfélögin 15%. Áætlaður heildarkostnaður við þennan 1. áfanga sem er um 1.000 fm er um 125 milljónir. Kím arkitekt- ar, Homfírðingarnir Ámi og Sigur- bjöm Kjartanssynir teiknuðu húsið og verktaki var Hilmar Hafsteinsson. Er húsið hið vistlegasta í alla staði og fer vel um vistmenn og starfs- fólk. Fjölmenni var við vígsluna en vegna veðurs komst heilbrigðisráð- herra ekki til Hafriar. Flutt vom fjöl- mörg ávörp og bámst heimilinu margar veglegar gjafir. Var eftir- tektarvert hve konur vom margar í hópi ræðumanna en þær hafa sýnt heilbrigðismálum mikinn áhuga og skilning. Þemavika 1 grunnskólanum á Reyðarfirði Líf o g fjör í banda- rískri viku Reyðarfjörður - Það er ávallt eft- irvænting í hjörtum nemenda þeg- ar þemavikan nálgast. Hvert verð- ur efnið i ár? Hverjir koma í heim- sókn? o.fl. Eitt er víst að það er ekki heimalærdómur þá vikuna, nemendur vinna í öðrum hópum og við annars konar verkefni en dags daglega og það er alltént hvíld frá óbifanlegri stundaskrá vetrarins. Að þessu sinni urðu Bandaríki Norður-Ameríku fyrir valinu. Nemendum frá 5.-7. bekk var skipt í hópa og mismunandi verk- efni á hverjum degi. Verkefnin voru fimm: Hannyrðir (bútasaum- ur, perlubönd, tágakörfur), mynd- list (landslag, auglýsingaspjöld, klippimyndir o.fl.), saga og landa- Morgunblaðið/Hallfríður NEMENDUR með höfuðskraut fyrir framan stóra kortið af Bandaríkjunum. fræði (fræðsla og dregill með helstu minnisvörðum), matargerð (Dallaskökur, bananasplit, nagga- réttur o.fl.) og íþróttir (körfu- bolti, ruðningur, hornabolti o.fl.). Yngri nemendur lærðu um sög- una o g landið en auk þess lærðu þau meðal annars um dýr sem þau mótuðu í trölladeig og máluðu og settu í stór fenjasvæði sem kenn- arararnir aðstoðuðu nemendur við að búa til. Tveir gestir komu í heimsókn: Daði Páll Þorvaldsson, sem hefur verið skiptinemi í Hous- ton í Texas, kom og sagði nemend- um frá því hvernig það gengi fyr- ir sig og hvernig lífið væri og bandaríski körfuboltaspilarinn Sahit kom og leiðbeindi í körfu- bolta og spjallaði við nemendur. Fci5uc 2 0 0 0 gefur þ é c infernetib Samskipti Islands við umheiminn eru mikilvægur þáttur I því að kynna landið sem fyrirmynd friðar og hreinnar náttúru. Þess vegna gefur Friður 2000 öllum félagsmönnum tölvupósthólf og aðgang að internetinu. Vanti þig tölvuna þá getum við útvegað Pentium tölvur é góðum kjörum. Þú færð einnig allt að 73% ódýrari símtöl til útlanda, alþjóðlega neyðartryggingu og ýmis önnur fríðindi þegar þú gerist félagi Friðar 2000. cE Hringdu núna og þú færð geisladiskasett að gjöf meðan birgðir endast Friður 2000, Ingólfsstræti 5, Reykjavík, sími 552 2000, www.peace.is/2000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.