Morgunblaðið - 05.12.1996, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTEMPUR
Jólainnkaupin
Verðmerkingar í
sýningargluggum
eru óviðunandi
STARFSFÓLK Samkeppnisstofn-
unar hefur lengi reynt að fá kaup-
menn til liðs við sig til að verð-
merkja bæði í verslunum og sýning-
argluggum. Að sögn Kristínar Fær-
seth hjá Samkeppnisstofnun er
ástandið núna mjög slæmt og mun
verra en oft áður. „Starfsfólk okkar
kannaði ástandið í lok síðustu viku,
þ.e.a.s. sýningarglugga í Kringl-
unni og við Laugaveg. Niðurstaðan
er sú að við Laugaveg eru 45%
verslana ekki með neinar verðmerk-
ingar í sýningargluggum og sömu
sögu er að segja frá 35% verslana
í Kringlunni." Kristín segir að til
samanburðar megi geta þess að á
sama tíma í fyrra voru 24% versl-
ana við Laugaveg ekki með merkt-
ar vörur í sýningargluggum.
- En hveijar telur hún vera skýr-
ingarnar á þessu?
„Vonandi hafa verslunareigend-
ur ekki verið búnir að verðmerkja
í jólagluggunum hjá sér þegar við
vorum á ferðinni."
Hyggjast beita dagsektum
- Hver verða viðbrögð ykkar hjá
Samkeppnisstofnun?
„Við höfum fram til þessa reynt
að ræða um þessa hluti við kaup-
menn en sjáum ekki fram á annað
en grípa þurfi til róttækari aðgerða
sem geta þá m.a. verið dagsektir
samkvæmt Samkeppnislögum.
Á næstu dögum munum við
væntanlega hafa samband við þær
verslanir sem um ræðir og taka
ákvörðun um framhaldið."
Ástand verðmerkinga í sýningargluggum
Laugavegur Kringla
Fjöldi fyrirtækja Fjöldi fyrirtækja
142 149 156 143 58 60 51 60
wBsa HðEBM mtnra hbesb - ’^ianæni mmm
1993 1994 1995 1996 nóv. ' 71993 1994 1995 1996 nóv.
Nýtt
Morgunblaðið/Hallfríður.
KRISTBJÖRG Kristinsdóttir
og Hörður Þórhallsson, eig-
endur KK-matvæla.
KK-matvæli á
Reyðarfirði
opna formlega
nýtt húsnæði
Reyðarfjörður - Það var hátíðlegt
um að litast í nýju og glæsilegu
húsnæði KK-matvæla síðasta laug-
ardag. Eigendurnir, hjónin Krist-
björg Kristinsdóttir og Hörður Þór-
hallsson tóku þá á móti gestum,
sýndu húsnæðið og buðu fólki upp
á veitingar í tilefni dagsins.
Lesendur spyrja
Hvað þýðir
K-ið í Kökubók
Hagkaups?
LESANDI hafði samband og sagði
að víða í Kökubók Hagkaups væri
vísað í K-ið og þetta væri ergjandi
þar sem hann vissi ekkert um hvað
væri verið að ræða. Hvað í ósköpun-
um þýðir þetta K?
Svar: Að sögn forráðamanna hjá
Hagkaup er K-ið notað um sérstakt
hnoðjárn sem fylgir flestum hræri-
vélum.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Taðreykt
hangikjöt í
gjafakössum
í NÓATÚNI er hægt að fá tað-
reykt soðið Húsavíkurhangikjöt í
sérstökum gjafapakkningum. Um
er að ræða trékassa sem hangi-
kjötið er sett í. Þá eru í kössunum
upplýsingar um hangikjötið á
nokkrum tungumálum svo og
vottorð frá dýralækni sem gerir
fólki kleyft að senda kjötið beint
til útlanda.
Morgunblaðið/ÁSÆ
Demantahúsið í
stærri Kringlu
DEMTANTAHÚSIÐ, í eigu Stef-
áns B. Stefánssonar gull- og silfur-
smiðs, hefur opnað aftur á sama
stað í stærri Kringlu.
í
ÚRVERINU
FÆREYSKI togarinn Sverri Ólason við bryggju í Færeyjum.
Húsvíkingar kaupa fær- |
eyskan togara á uppboði
ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Geiri Pét-
urs á Húsavík hefur keypt fær-
eyskan rækjutogara, Sverri Óla-
son, á uppboði. Kaupverð var um
170 milljónir íslenzkra króna.
Færeyska fréttablaðið Dimma-
lætting segir að íslendingar hafi
fengið skipið á gjafverði og komið
í veg fyrir að skipinu yrði áfram
haldið í Færeyjum. Nú er í undir-
búningi áætlun landstjórnarinnar
í Færeyjum um að fella niður
skuldir á færeyska úthafsfloanum
að upphæð rúmlega milljarð
króna.
Sigurður V. Olgeirsson, skip-
stjóri og útgerðarmaður á Húsa-
vík, sagðist í samtali við Verið
ætla að nota nýja togarann til
rækjuveiða, en á móti þyrfti hann
að úrelda minni togara sinn, Geira
Péturs ÞH 344, og yrði hann að
öllum líkindum seldur til Noregs
auk þess að þurfa að kaupa sér
meiri úreldingu þar sem að nýi
togarinn er mun stærri en sá eldri.
Geiri Péturs er 34 metrar að lengd
og tekur um 240 tonn, en sá nýi,
sem væntanlega kemur til með að
bera sama nafn, er 40,65 metrar
Verður gerður
út á rækju hér
við land
að lengd og tekur um 300 tonn,
að sögn Sigurðar.
Setja frystibúnað um borð
mjög bjartsýnn á útgerð nýja
skipsins. Hann hefði yfir að ráða
um 1.300 þorskígildistonnum á
kvótaárinu, aðallega í rækju. Gert I
er ráð fyrir 12-14 manna áhöfn á }
nýja togarann, sem eins og áður i
segir, mun verða gerður út á ’
rækju, aðallega fyrir norðan og
austan land, að sögn Sigurðar.
Nýi eigandinn ætlar að halda
utan um áramótin og ætti því skip-
ið að koma í heimahöfn í janúar-
byijun, en áður en hann heldur á
veiðar, þarf að gera ýmsar breyt-
ingar á skipinu, m.a. setja í það
frystibúnað og rækjuvinnslu. „Við
frystum stærstu rækjuna á Jap-
ansmarkað, millirækjuna sjóðum
við á Evrópumarkað, en smæstu
rækjuna leggjum við upp hjá
rækjuverksmiðju FH á Húsavík."
Ígíldi 1.300 tonna af þorski
Skipið keypti Sigurður á upp-
boði í Færeyjum og voru þrír um
hituna, en viðskiptabanki fær-
eysku útgerðaraðilanna var þá
búinn að leysa skipið til sín. Sig-
urður sagðist telja kaupverðið hafa
verið mjög þokkalegt og væri hann
Lækka skuldir færeyska
úthafsveiðiflotans
Færeyska landsstjórnin bauð
einnig í skipið en hætti boðum er
upphæðin var komin yfir 169 millj-
ónir króna. John Petersen, sjávar-
útvegsráðherra Færeyja, segir í
samtali við Dimmalætting, að ekki
hafi verið hægt að fara hærra.
„Við vorum búnir að reikna út, að
ekki mætti greiða meira fyrir skip-
ið. Það gæti ekki skilað hagnaði á
hærra verði miðað við þann kvóta,
sem það ætti kost á.“ Petersen
hefur lagt fram frumvarp til laga
á Lögþinginu um að skuldir úthafs-
veiðiflotans færeyska verði lækk-
aðar um rúman milljarð, en mikill
rekstarvandi blair við flestum þess-
um skipa.
\
I
I
I
I
Vilja mikinn niðurskurð
RÁÐGJAFARNEFND Alþjóða
hafrannsóknaráðsins telur nánast
alla helztu fískistofna innan lög-
sögu Evrópusambandsríkjanna of-
veidda. í tillögum nefndarinnar
um veiði á næsta ári er ýmist lagð-
ur til mikill niðurskurður frá aflan-
um 1995 eða algjört veiðibann.
„Hætta á ofveiði er úr öllum stofn-
um flatfisks og bolfísks," segir í
ráðleggingum nefndarinnar.
Ráðgjafarnefndin bendir á að
þorskstofnar í Norður-Atlantshafi
hafi hrunið þrátt fyrir hlutfalls-
lega minni veiði en eigi sér stað
úr þorskstofninum í Norðursjó.
Leyfílegur þorskafli úr Norðursjó
er nú 130.00 tonn, en ráðgjafar-
nefndin leggur til niðurskurð um
20% frá árinu 1995 er aflinn var
120.000. Einnig er lagður til um
20% niðurskurður á þorski á öðr-
um slóðum, svo og flatfiski og
allt að 70% niðurskurður þors-
kveiða á írlandshafi. Þá er lagt
til að veiðar á flatfiski verði
skornar niður um allt að 60% á
Ermarsundi.
Tiilögur ráðgjafarnefndar Alþjóða hafrannsókna-
ráðsins um veiðar á helstu f iskstof num árið 1997 I
Hafsvæði Fisktegund Ráðlagður niðurskurður 1997 m.v. 1995 Samþykktur Samþykktur kvóti 1995 kvóti 1996 tonn tonn
Norðursjór Þorskur -20% 120.000 130.000
Skagerak 20.000 23.000
A-Ermarsund og Vlld
Norðursjór Skarkoli -20% 115.000 81.000
Keltahaf og V-Ermars. Þorskur -20% 17.000 20.000
Keltahaf og V-Ermars. Lýsa -20% 25.000 26.000
Keltahaf Skarkoli -20% 1.400 1.100
Keltahaf Lúra -20% 1.100 1.000
V-Ermarsund Skarkoli -60% 8.000 7.500
Biscayaf lói Lúra -40% 6.600 6.600
írlandshaf Þorskur -70% 5.800 6.200
írlandshaf Lúra ■20% 1.300 1.000
NA-íshaf Grálúða engar veiðar 2.500 2.500
Vestur af Skotlandi Þorskur verul. minnk. 13.000 13.000
Vestur af Skotlandi Ýsa verul. minnk. 21.000 22.900
Vestur af Skotlandi Lýsa verul. minnk. 6.800 10.000
Norður og vestur af Lýslngur lágmarksveiðar 8.500 9.000
Spáni og Portúgal Sardína lágmarksvelðar enginn kvóti
Norðl. stofnar Lýsingur -20% 55.500 51.100