Morgunblaðið - 05.12.1996, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Leikrit um ástkonu Hitlers fær afleita dóma
Sagt óspennandi
og klisjukennt
Berlín. Reuter.
NÝTT þýskt leikrit um líf Evu
Braun, ástkonu Adolfs Hitlers, sem
frumsýnt var um helgina í Berlín,
fær afleita dóma í þýskum fjölmiðl-
um. Þykir verkið óspennandi og kli-
sjukennt en höfundur þess þykir
fullur samúðar í garð Braun.
Verkið „Eva, Hitiers Geliebte"
(Ástkona Hitlers) var frumsýnt fyrir
fullu húsi sl. föstudag. Það er 90
mínútna einleikur Corinnu Harfo-
uch, sem á að gerast á þeim tveimur
dögum sem liðu frá því að Braun
og Hitler gengu í hjónaband, 28.
apríl og þar til þau frömdu sjálfs-
morð, hinn 30. apríl 1945.
Dregin er upp sú mynd af Braun
að hún hafi verið einföld stúlka en
bráðlynd og alið með sér draum um
leikferil í Hollywood. Hún rifjar upp
ýmis atriði í sambandi sínu við „Úlf ‘
eins og hún kallar Hitler, t.d. fyrsta
ástarfund þeirra á sófa í Munchen
þar sem hann sat síðar með Cham-
berlain [forsætisráðherra Bret-
lands].
Höfundur verksins, Stefan Kold-
itz, segist hafa viljað draga fram
manniega hlið Evu Braun, veikleika
hennar og þrár, til þess að fólk ætti
auðveldara með að skiija hana. Hún
hafi hingað til verið talin „skrímsli"
við hlið „risaskrímslisins“.
En gagnrýnendur létu ekki segj-
ast. „Þurfum við virkilega að horfa
á vangaveltur um tilfinningalíf konu
Eva Braun
sem gegndi engu hlutverki öðru en
að vera ástkona fjöldamorðingja,"
spurði leiklistargagnrýnandi Info-
Radio og bætti því við að leikritið
væri smekklaus klisja. Berliner
Morgenpost sagði verkið hvorki
fyndið né óvenjulegt, upplýsandi eða
ergjandi og að það gæfi litla hug-
mynd um hver Eva Braun hafi raun-
verulega verið.
Leikkonan Corinna Harfouch nýt-
ur mikilla vinsælda í Þýskalandi og
hefur leikið bæði á sviði og í kvik-
myndum. Telja gagnrýnendur að
verkið kunni að reynast mesta fall
hennar, enda púuðu áhorfendur á
hana í lok frumsýningarinnar. Hún
segir að sér finnist ekkert athuga-
vert við það enda kalli efni verksins
á sterk viðbrögð.
beuRMi(:
Erum flutt að nýju í Kringluna.
Verið vélkomin í verslun okkar á 2. hœð.
♦♦ Ný og spennandi spáspil +\
^ Englaspil - indíánaspil - gyðjuspil v “
+\ Allt það besta í slöfeunartónlist +\
* Flauta - píanó - fugiasöngur - ölduniður *
+\ Leiddar hugleiðslusnældur +\
♦ Guðrún - Garðar - Fanney - Helga *
i\ Úrval af fallegum staðfestingarfeortum
* Englakortin - kærleikskornin - elskaðu líkamann
+\ Úrval af nýjum forvitnilegum bókum
á bæði íslensku og ensku
Guðrún -Bergmann aðstoðar við afgreiðslu og
Guðlaugur Bergmann les ókeypis í Víkingakortin
föstudaginn 6. desember frá kl. 13.00.
Betra Llf Kringlunni 4-6, s. 581 1380. Póstferöfuþjónusta
Norrænn
jazz
TÓNLISTARSKÓLIFÍH stendur
fyrir tónleikum i Norræna hús-
inu í kvöld fimmtudagskvöld kl.
21.30. Fram kemru kvartett sem
meðal annars er skipaður þrem-
ur sænskum skiptinemum sem
dvalið hafa við skólann frá því í
september en snúa nú heim.
Svíarnir eru nemendur við Tón-
listarháskólann í Ingesund. Dvöl
þeirra á íslandi er til kominn í
gegnum Nord + skiptinemasam-
bandið, en Tónlistarskóli FÍH
tekur þátt í jazzhluta þess. Einn
íslenskur jazznemandi við Tón-
listarskóla FÍH hefur dvalið í
Ingesund frá hausti.
A tónleikunum leika Svíarnir
Thomas Gunnillason á gítar,
Martin Holmlund á bassa og Eric
Quick á trommur. Fjórði meðlim-
KVARTETTINN sem kemur fram í Norræna húsinu í kvöld.
ur kvartettsins er íslendingurinn
og pianóleikarinn Árni Heiðar
Karlsson, en hann hefur notið
leiðsagnar Sigurðar Flosasonar
og Hilmars Jenssonar. Efnisskrá
kvöldsins samanstendur af nýj-
um og eldri verkum eftir Sigurð,
en síðar eru ráðgerðir tónleikar
með efni eftir Hilmar. Aðgangur
er ókeypis.
Kveimasögusafn
Islands opnað
KVENNASÖGUSAFN íslands -
Háskólasafni í Þjóðarbókhlöðu
verður opnað í dag, fimmtudag
5. desember.
Brautryðjandi
Kvennasögusafn Islands var
stofnað 1. janúar árið 1975 af
Önnu Sigurðardóttur, Else Miu
Einarsdóttur og Svanlaugu Bald-
ursdóttur. Frá stofndegi til þessa
árs var safnið til húsa á heimili
Önnu Sigurðardóttur og veitti hún
því forstöðu.
í kynningu segir: „Anna vann
ómetanlegt brautryðjendastarf á
sviði kvennasögurannsókna með
stofnun, varðveislu og úrvinnslu á
heimildum um sögu kvenna og
hlaut hún margvíslegar viðurkenn-
ingar fyrir, m.a. heiðursdoktors-
nafnbót við Háskóla íslands árið
1986“.
Safnið verður formlega opnað á
afmælisdegi Önnu, 5. desember.
Flutt verða nokkur ávörp, Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri opnar safnið, Marta Guðrún
Halldórsdóttir syngur og loks
verður opnuð sýning á gögnum
og munum úr fórum Kvennasögu-
safns íslands.
Athöfnin fer fram á 2. hæð
Landsbókasafns - Háskólabóka-
safns og hefst kl. 16.
Kvöldvaka
Kvöldvaka Kvennasögusafns
íslands verður haldin í_ veitinga-
stofu Landsbókasafns íslands -
Háskólabókasafns í Þjóðarbók-
hlöðu 5. desember kl. 20.
Dagskrá er sem hér segir. Sig-
ríður Th. Erlendsdóttir: Dr. Anna
Sigurðardóttir og Kvennasögusafn
íslands. Hluti úr Vox Feminae
syngur nokkur lög. Annadís Rú-
dólfsdóttir; Á valdi ímyndanna?
Inga Huld Hákonardóttir; Há-
skólahefðin og ræturnar. Helga
Kress; „Saga mín er sönn en smá“
- Sjálfsævisaga og sjálfsmynd í
ljóðagerð íslenskra kvenna. Vil-
borg Dagbjartsdóttir les eigin ljóð.
Ragnhildur Richter: „Þessi undar-
lega sterka eining“ - Um mæður
og dætur í sjálfsævisögum kvenna.
Kvöldvakan er öllum opin.
Námstefna um Samspil lista,
menningar og ferðaþjónustu
SAMSPIL lista, menningar og
ferðaþjónustu nefnist námstefna
sem verður haldin á Scandic Hótel
Loftleiðum, föstudaginn 6. desem-
ber kl. 9.30-17.15. Frumkvæði
að henni átti Listahátíð í Reykja-
vík og fékk Ráðstefnuskrifstofu
íslands í lið með sér.
Þrír fyrirlesarar koma á vegum
Evrópudeildar alþjóðasamtaka
listahátíða IFEAE. Þeir eru Nock
Dodds, framkvæmdastjóri alþjóð-
legu listahátíðarinnar í Edinborg,
Charlotte deWitt forseti IFEAE
og Eva Whitmore dagskrárstjóri
Stockholm Water Festival.
í boði verða fyrirlestrar um mál
er snerta skipulagningu, fjár-
mögnun, dagskrárgerð, markaðs-
öflun, kynningu, kostun og stjóm-
un hátíða og viðburða og upplýst
hvernig þessir þættir tengjast
ferðamálum með auknum straumi
gesta og þjónustu við þá.
Skýrt verður m.a. frá skipu-
lagningu Listahátíðar í Edinborg
sem er orðin stærsta listahátíð í
heimi og aflar skosku efnahagslífi
10 milljarða ísl. kr. á ári, Stock-
holm Water Festival, sem laðar
að sér árlega eina milljón gesta
og einnig því frumkvöðulsstarfi
sem aukið hefur á hróður og að-
dráttarafl bæjarfélaga á íslandi
vegna þeirra hátíða og viðburða
sem þar eru haldnir.
Innlendir fyrirlesarar em Jó-
hanna Tómasdóttir framkvæmda-
stjóri Ráðstefnuskrifstofu íslands,
Þorgeir Ólafsson deildarsérfræð-
ingur menntamálaráðuneytinu,
Rögnvaldur Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri Víkingahátíðar,
Árni ísleifsson tónlistarkennari,
Jazzhátíðinni á Egilsstöðum, Guð-
rún Ágústsdóttir forseti borgar-
stjómar er situr í undirbúning-
nefnd Menningarborgarinnar árið
2000, Signý Pálsdóttir fram-
kvæmdastjóri Listahátíðar í
Reykjavík, Þorsteinn M. Jónsson
framkvæmdastjóri Vífilfells og
Ragnheiður Ólafsdóttir ritari Gil-
félagsins á Akureyri. Þórunn Sig-
urðardóttir formaður fram-
kvæmdastjómar Listahátíðar
1998 flytur einnig ávarp. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og
formaður Listahátíðar í Reykjavík
1998 setur námstefnuna og býður
til móttöku í lok hennar. Fundar-
stjóri verður Sigrún Vaibergsdóttir
leikstjóri.
I
I
I
eru i
símaskránni