Morgunblaðið - 05.12.1996, Síða 30

Morgunblaðið - 05.12.1996, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Smáheimar MYNPLIST Sudurgata 7/ Tehúsid, Vcsturgötu B LJÓSMYNDAVERK/ INNSETNING Svala Sigurleifsdóttir/Ragna Ró- bertsdóttir. Suðurgata 7: Opið kl. 14-18 alla daga til 8. des.; aðgangur ókeypis. Tehúsið: Opið kl. 14-18 á Iaugard.; aðgangur ókeypis. TVÆR sýningar í Kvosinni í Reykjavík bæta nú nýjum viðkomu- stöðum við ferðir listunnenda á þær slóðir; annars vegar er sýning á jarð- hæð Suðurgötu 7 og hins vegar við Hlaðvarpann að Vesturgötu 3. Svala Sigurleifsdóttir Staðarheitið Suðurgata 7 kveikir eflaust góðar minningar í hugum margra, enda var þar um tíma rekið merkilegt sýningarhúsnæði fyrir myndlist. Það hús er löngu horfið og í stað þess var reist stórhýsi að sam- tímakröfum steinsteypunnar. Tilvilj- anir efnahagslífsins hafa séð til þess að þar hefur jarðhæð staðið auð um nokkurt skeið og því hefur gefíst kostur á að efna til þessarar sýning- ar; hvort slík starfsemi verður á þess- um stað til frambúðar er hins vegar óljóst. Svala hefur um árabil unnið lista- verk með því að nota svart/hvítar ljósmyndir sem hún hefur síðan mál- að sterkum litum (sem jafnvel ná einnig til rammanna) og þannig gef- ið annað og tilþrifameira líf en fyrr. Hér hefur hún sett upp heila veröld með þessum hætti í nokkrum mynd- um, þar sem maðurinn er settur í nokkuð annað hlutverk en hann hef- ur alla jafna. I þessum heimi smæðar og nektar er athyglisvert hversu tæknin er ráð- andi afl; í myndinni „Málari og mód- el“ situr málarinn við tölvuskjá, líkt og hann leiti þar þeirra þeirrar fyrir- myndar, sem hann sér ekki að baki sér. Svipað má segja um „Digitaldýr- in“, sem eru límd við skjáinn, en sjá ekki sitt nánasta umhverfi. Hversdagsleikinn er hins vegar það sem mótar lífið hvað mest, hvort sem litið er til náttúrunnar, árstíðaskipta, lífsbaráttunnar eða fegurðar íssins á stilltum polli. Allt er þetta augljósara en ella í verkum Svölu hér, þar sem stirðbusalegar smástyttur koma í okkar stað. í raun erum við aðeins frumstæð peð í þeim smáheimum sem Morgunblaðið/Á. Sæberg Tehúsið við sköpum í kringum okkur, þrátt fyrir litadýrð og íburð. Það er gott að minnast þess stöku sinnum, þegar oflætið er tekið að gerast helst tii mikið. Ragna Róbertsdóttir Nýtt sýninganými bættist í mynd- listarheiminn í höfuðborginni undir lok október og örugglega það minnsta. Þetta er lítill kofí sem stend- ur á lóð Hlaðvarpans að Vesturgötu 3 b og ber það virðulega heiti Tehús- ið sem mun tengjast fyrri tilveru hans. Ragna Róbertsdóttir varð fyrst til að sýna á þessum stað og vann i því tilefni litla innsetningu, þar sem hún beitti sömu vinnubrögðum og hún notaði fyrir nýlega sýningu sína í salnum að Ingólfsstræti 8. Þar hafði hún límt mismunandi Iitan vikur í rétthymda fleti á veggi salarins og skapaði með því skemmtilegar heild- ir þar sem efnið, áferð þess og and- staða við umhverfíð vom veigamestu þættimir. Hér var unnið út frá svipaðri hugs- un, en byggt á heiti hússins, og við það bættust fleiri þættir í eðli inn- setningarinnar: Listakonan notaði te sem hráefni að þessu sinni og mis- munandi gerðir þess vom límdar í reiti á veggi salarins. Ólíkir litir og áferð skapa flötunum fjölbreyttan svip, og ef hitastigið er réttu megin við frostmarkið hefur lyktarskynið eflaust einnig tekið þátt í heildar- myndinni, a.m.k. framan af sýning- artímanum. Þessi litla innsetning fer vel á þessum stað og þó menn hitti ekki á opnunartíma (sem mun aðeins vera á laugardögum) má njóta hugmynd- arinnar engu að síður. Eiríkur Þorláksson Með sitt LEIKUST Bæjarlcikhúsið LITLA HAFMEYJAN Leikfélag Mosfellssveitar. Leikstjóri Bjamey Lúðvíksdóttir. Tónlistar- stjóm Birgir Tryggvason. Lýsing Alfreð S. Böðvarsson. Búningar Sig- urborg S. Guðmundsdóttir. Aðalhlut- verk Hjördis Elín Lárusdóttir, Erla Björk Baldursdóttir, Sturla Sighvats- son, Kristvin Guðmundsson, Frímann Sigurðsson, Grétar Snær Hjartarson, Sigvaldi Kristjánsson, Bóel Hallgríms- dóttir, Rannveig Jónsdóttir og fl. ALLTAF er maður að reyna eitt- hvað nýtt. Nú síðast var það bamaleikrit klukkan hálfníu á laugar- dagskvöldi. Það var uppi í Mosfellsbæ hvar ég sá Litlu hafmeyna. Sýningar verða klukkan þijú í framtíðinni. Danski ævintýrahöfundurinn H.C. Andersen skrifaði um litla haf- mey sem yfirgaf sjóinn og hóf nýtt líf á landi. Walt Disney-báknið (-fyrirtækið) „poppaði" söguna eilít- ið upp og framleiddi teiknimyndina Little Mermaid. Upp úr því handriti er leikgerð Leikfélags Mosfellssveit- ar að mestu leyti unnin, öll tónlistin er þaðan svo og ýmsar persónur. Söguþráðurinn er sá sami og hjá Andersen en endirinn var meira í anda Grimm-bræðra (,,...og þau áþurru Iifðu hamingjusöm til æviloka"). Leikarar voru á nær öllum aldri, og ekkert nema gott um það að segja. Þeir sem eldri eru geta þá miðlað reynslu sinni til þeirra yngri. Og það hafa þeir án efa gert því frammi- staða krossfiskanna og fískanna (þeirra yngstu í sýningunni) var með eindæmum góð; skýr framsögn og náðu vei saman. Aðrir leikarar stóðu sig ekki síður vel, þó sérstaklega Sturla Sighvatsson í hlutverki hum- arsins Sebastíans - merkilegt hvað slíkir karakterar eru þreytandi í raunveruleikanum en skemmtilegir þegar þeir eru skrifaðir upp á svið. Mikið var sungið í sýningunni. Hijóð- færaleikurinn var allur af bandi og söngurinn líka, oftar en ekki. Þar sem ég sat framarlega heyrði ég stundum söng leikaranna líka og því veit ég sem er; þessi bandsöngur var alveg óþarfur. Það kom bezt í ljós þegar Kristvin Guðmundsson söng sjávarréttalag Francois kokks sjálf- ur. Bandsöngurinn var reyndar rétt- lætanlegur í dúetti Eiríks prins og Öldu, fyrrverandi hafmeyjar (Frí- rnann Sigurðsson og Hjördís Elín Lárusdóttir), en hann mætti kalla einhvers konar innra eintal. Leikfélag Mosfellssveitar er tutt- ugu ára um þessar mundir. Ég óska því til hamingju með þann áfanga og sýninguna á laugardaginn. Heimir Viðarsson Tíminn og t eiknimyndahetj an KVIKMYNPIR Laugarásbíó SKUGGI („THE PHANTOM") ★ ★ Leikstjóri Simon Wincer. Handrits- höfundur Jeffrey Boam. Kvik- myndatökustjóri David Burr. Tón- list David Newman, Hans Zimmer. Aðalleikendur Billy Zane, Treat Williams, Kristy Swanson, Cather- ine Zeta Jones, James Remar, Sam- antha Eggar, Patrick McGoohan. 100 min. Bandarísk. Paramount 19%. í FRUMSKÓGUM Bengalla rík- ir hálfguðinn Skuggi, afkomandi skipbrotsmanns sem skolaði uppá ströndina fyrr á öldum og einsetti sér að helga líf sitt baráttunni gegn glæpum og óréttlæti hvers- konar. Fékk hálfvillta frumbyggj- ana í lið með sér sem lutu honum í auðmýkt. Nú er komið fram á fjórða áratug þessarar aldar og allt við það sama í Bengalla. Skuggi (Billy Zane) stýrir ríki sínu úr Hauskúpuhelli og á í útistöðum við ógeðslega leynireglu Xanders Drax (Treat Williams) sem hyggst ná heimsyfirráðum með fulltingi Hauskúpnanna þriggja. Skuggi er handhafi einnar þeirra og ekki á þvi að gefast upp fyrir illmennum frekar en fyrri daginn. Skuggi er gamalgróin teikni- myndahetja sem löngum prýddi síður Tímans og Sambands- hrammurinn, af sinni alkunnu umhyggjusemi, bar inná hvert byggt ból á landinu ásamt mjólk- urbrúsum og kaupfélagisgóssi... Nú er öldin önnur á samlagssvæð- inu. Hrammurinn stirðnaður, Tíminn annarlegur og Skuggi orðin sætabrauðsleg kvikmynda- hetja. Að ytra búningi er flest til staðar sem prýddi þessa ágætu myndasögu. Frumskógarparadís- in, hvíti gæðingurinn, hundurinn DjöfuII, kvennablóminn Diana (Kristy Swanson), eilíf átök hetj- unnar við skúrkana. Því miður er framvindan tómt brambolt og gauragangur þó það sé greinilegt að talsvert fé hafur verið sett í framleiðsluna. Það sést á svipm- iklum sviðsmyndum og búning- um, takan er góð og tónlistin líka. Hinsvegar skortir allan metnað, spennu og ærlega gamansemi í handritið, Skuggi er flöt mynd og tilþrifalítil og leikararnir mis- vondir. Skuggi var þokkafyllri í höndunum á Lee Falk og félögum og mun magnaðri en það blóðlitla gauð sem hinn dísæti Zane skilar af sér og Swanson er ámóta slök sem draumadísin Díana. Skúrk- arnir eru öllu skárri, einkum gef- ur Treat Williams skálknum Drax ábúðarmikið teiknimyndafas. Hvorki leiðinleg né skemmtileg, ofbeldi og átök öll á gamansömum nótum svo óhætt er að spá Skugga betri tíð á myndbanda- markaðnum. Einkum fyrir börn og unglinga. Sæbjörn Valdimarsson SAMANTEKT FELAGSVISINDASTOFNUNAR A SOLU BOKA 18.-30. NÓVEMBER 1996. UNNIÐ FYRIR MORGUNBLAÐIÐ, FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA OG FÉLAG BÓKA- OG RITFANGAVERSLANA. Bóksölulisti 1 2 3 4 5 KÖKUBÓK HAGKAUPS (-) 6 LITLU DÝRIN Á BÆNUM (-) Jóhann Felixson. Útg. Hagkaup JÁTNINGAR BERTS James C. Shooter og J. Ellen Dolce. Útg. Bókatútgáfan Björk (-) Anders Jacobsson & Sören Olsson. Útg. Skjaldborg ehf. 7 LÖGMÁLIN SJÖ UM VELGENGNI Deepak Chopra. Útg. Bókaútgáfan Vöxtur (-) ÞJÓÐSÖGUR JÓNS MÚLA Jón Múli Árnason. Útg. Mál og menning (-) 8 LÍFSKRAFTUR Sr. Pétur og Inga í Laufási Friðrik Erlingsson. Útg. Vaka-Helgafell hf. (-) EKKERT Að MARKA! Guðrún Helgadóttir. Útg. Vaka-Helgafell (-) 9 Z ÁSTARSAGA (-) Vigdís Grímsdóttir. Útg. Iðunn LÁVARÐUR HEIMS Ólafur Jóhann Ólafsson. Útg. Vaka-Helgafell (-) 10 STAFKARLARNIR Bergljót Arnalds. (-) Myndir: Jón Hámundur Marinósson. Útg. Skjaldborg ehf. Einstakir flokkar: Skáldverk 6 LÁVARÐUR HEIMS (- Ólafur Jóhann Ólafsson. Útg. Vaka-Helgafell ZÁSTARSAGA (6 Vigdís Grímsdóttir. Útg. Iðunn ÍSLANDSFÖRIN (3-4 Guðmundur Andri Thorsson. Útg. Mál og menning LÍFSINSTRÉ (- Böðvar Guðmundsson. Útg. Mál og menning LÍFSKLUKKAN TIFAR (2 Skúli Björn Gunnarsson. Útg. Vaka-Heigafell hf. BLÓÐAKUR (1 Ólafur Gunnarsson. Útg. Forlagið SVIKINN VERULEIKI (- Michael Larsen. Útg. Vaka-Helgafell hf. ENGILL DAUÐANS (- Jack Higgins. Útg. Hörpuútgáfan -10 KVENNAM. DEYR (- 8 Óttar Guðmundsson. Útg. Iðunn 9-10 Röddarnarins (- Linda Lay Schuler. Útg. Vaka-Helgafell hf. (D (-) Almennt efnl 1 KÖKUBÓK HAGKAUPS (-) Jóhann Felixson. Útg. Hagkaup 9 WÓÐSÖGUR JONSMULA Jón Múli Ámason. Útg. Mál og menning 3 LÖGMÁLIN SJÖ UMVELGENGNI Deepak Chopra. Útg. Bókaútgáfan Vöxtur 4 LÍFSKRAFTUR Sr. Pétur og Inga í Laufási (-) Friðrik ErUngsson. Útg. Vaka-Helgafell 5 ÚTKALL Á ELLEFTU STUNDU (-) Óttar Sveinsson. Útg. íslenska bókaútgáfan 6 TÍUNDAINNSÝNIN (10-12) James Redfield. Útg. Leiðarljós ehf. 7 SAKLAUS í KLÓM RETTVISINNAR Magnús Leópoldsson Jónas Jónasson. Útg. Vaka-Helgafell hf. 8 HÁMARKS ÁRANGUR (-) Brian Tracy. Útg. Leiðarljós ehf. 9 SÚPA FYRIR SÁLINA (6) Jack Canfield og Mark Victor Hansen. Útg. Vaka-Helgafell hf. 10-11 ÁTTUVONÁ v GESTUM? (5) Þýð. Guðrún H. Hilm- arsdóttir. Útg. Setberg 10-11 SNJALLYRÐI (-) Kjartan Örn Ólafsson tók saman. Útg. Vaka-Helgafell hf. (2) Börn og unglingar 1 JÁTNINGAR BERTS (-) Anders Jacobsson & Sören Olsson. Útg. Skjaldborg ehf. 2 EKKERT Að MARKA! (-) Guðrún Helgadóttir. Útg. Vaka-Helgafell hf. 3 LITLU DÝRIN Á BÆNUM (-) James C. Shooter og J. Ellen Dolce. Útg. Bókaútgáfan Björk 4 STAFAKARLARNIR (-) Bergljót Amalds. Myndir: Jón Hámundur Mar- inósson. Útg. Skjaldborg ehf. 5 HÁRFLÉTTUR (-) Moira Butteríield. Útg. Skjaldborg ehf. 6 JÓL í BETLEHEM (-) Joy N. Hulme. Myndir: J. El- len Dolce. Útg. Bókaútgáfan Björk 7 JÓLIN KOMA (-) Jóhannes úr Kötlum. Útg. Mál og menning 8 VIÐ JÓLATRÉÐ - JÓLAVÍSUR (-) Útg. Hörpuútgáfan 9 SKÓRNIR í GLUGGANUM (-) Lisa Streetler Wenner. Myndir: Maribel Gonzales Sigurjóns. Útg. Mál og menning 10 FYRSTU JÓLIN (-) Georgie Adams. Myndir: Anna Cynthia Leplar. Útg. Mál og menning ! I i ) > > > l' > t ! I i I I !; I I ! ! Íí I-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.