Morgunblaðið - 05.12.1996, Side 35

Morgunblaðið - 05.12.1996, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 35 LISTIR Kímni og frásagnalist BOKMENNTIR Itarnabók EKKERT AÐ MARKA! eftir Guðrúnu Helgadóttur, Vaka - HelgafeU, 1996 -112 bls. EKKERT að marka! nefnist ný bók eftir Guðrunu Helgadóttur. Hún er eins konar framhald bókarinnar Ekk- ert að þakka. Bókin ber ótvírætt mark Guðrúnar, leiftrandi kímni, frá- sagnagleði og skarpa persónusköp- un. Enda þótt hún sé ekki alveg án veikleika er mikill fengur að henni. Eitt helsta einkenni bóka Guðrún- ar er hversu vel þær höfða til allra aldurshópa. Svo oft hefur það raunar verið sagt að það er tekið að hljóma sem gömul klisja. Þó fer ekki milli mála að hún skrifar beinlínis fyrir börn. Sögurnar eru einfaldar og ljós- ar og þær eru oft settar fram til að skýra út fyrir börnum hvernig full- orðnir hugsa. Galdur Guðrúnar er hins vegar sá að hún ber ótakmarkaða virðingu fyrir börnum, lítur á þau sem hugs- andi verur og leyfir sér þess vegna að draga upp býsna afhjúpandi myndir af breytni fullorðna fólksins. Bömin í sögum hennar lenda því ekki einungis í ævintýr- um heldur virka þau gjaman einnig sem sögumenn og sjónar- hom á atburði sem ger- ast í heimi fullorðna fólksins. í gegnum augu þeirra virðist breytni þess oft órökleg og breysk og fólkið skrýtið í háttum enda er réttlætiskennd unga fólksins oft eitt fyrsta þroskamerkið og krafan um að farið sé eftir rétt- um leikreglum töluvert hávær. Þetta val á sjónar- horni gerir Guðrúnu líka kleift að koma kímni sinni á framfæri því að þannig er því nú einu sinni farið að nokkur munur er á orðum manna og æði þeirra. Þetta er raunar meginefni bókarinnar, Ekkert að marka! Það er nefnilega jafnvel ekkert að marka sem menn segja. Þeir Ari Sveinn og Áki vinur hans lenda í ofurlitlum ævintýrum. Eitt- hvað dulafullt er á seyði í húsi Línu, aldraðrar konu sem þeir félagamir kalla með sér Símalínu af því að hún talar oft í síma. Þeir verða varir við að undarlegar mannaferðir eru í Guðrún Helgadóttir Menn og skíp BOKMENNTIR Endurminningar HAFIÐ HUGANN DREGUR Viðtöl skráð af Jóni Kr. Gunnars- syni. 224 bls. Útg. Skjaldborg. Prent- un: Oddi hf. Verð kr. 3.680. ÞETTA er notaleg bók. Inngangs- greinar höfundar eru að vísu of lang- ar, ef ekki með öllu óþarfar, en viðtöl- in eru ágæt. Fimm skipstjórar segja frá lífshlaupi sínu. Eng- inn þeirra kynnir sig sem ævintýramann. Þvert á móti koma þeir fyrir sjónir sem dæmi- gerðar hetjur hvars- dagslífsins. Þeir ólust upp við sjó, dreymdi unga um skip og sjó. Og þá kom framhaldið af sjálfu sér. Elstur er Guðmundur Vigfússon frá Holti í Vestmannaeyjum, ní- ræður, bróðir Jóns þess er Hamarinn kleif. Guð- mundur stundaði sjóinn frá barnsaldri, » ... við vorum bara smápattar þegar við fómm að biðja um bátskeljar til að komast út,« seg- ir öldungurinn. Áki Guðmundsson á Bakkafirði byijaði sjómennskuna árið sem hann fermdist. Afi hans var Áki Jakobsson, þingmaður og ráðherra í nýsköpunar- stjóminni, og langalangafi hans var Hákarla-Jörundur í Hrísey. Bærilega er hann því ættaður. Áki gerir sér ljóst að umhverfið stækkar ekki manninn; þar á móti getur maðurinn vaxið í hvaða umhverfi sem er; og vaxið með umhverfi sínu; af því leiðir að Áki þolir ekki önn fyrir smæð síns staðar, Bakkafjörður sé gott byggðar- lag, það sé »allt í lagi að lítið þorp sé bara lítið þorp ef fólkið hefur það gott.« Áki hefur víða stigið ölduna, t.d. fékk hann að reyna hákarlaveiðar við Grænland, unglingurinn. Áki telur að margt hafí breyst eftir að kvótinn kom til sögunnar, nú orðið geti verið arðvænlegra að róa í kontórlogninu en draga fisk úr sjó. Andrés Finnbogason, skipstjóri í Reykjavík, hefur líka frá mörgu að segja. Sjónum helgaði hann líf sitt, fyrst sem skipstjóri á hafi úti, síðan í landi sem starfsmaður útvegsins. Sautján ára var hann orðinn eigandi tveggja og hálfs tonns trillu vestur á Tálknafirði. Þá var skammt í kreppuna. Kreppunni létti svo með Jón Kr. Gunnarsson stríðinu. Árið 1944 var afar gott síldarsumar, í raun hið síðasta með gamla laginu. Margir bjuggu sig því vel undir væntanleg uppgrip næsta árs, þeirra á meðal Andrés. En þá sannaðist hið fornkveðna að svipull er sjávarafli því síldin brást með öllu. Allir sjómenn komast í hann krappan. Andrés segir meðal annars frá því er hann lá inni á Grundar- firði í nóvemberveðrinu mikla 1953 þegar Eddu hvolfdi skammt .frá landi. Þar mátti hann reyna' að skammt er milli lífs og dauða. Þegar Andrés svo hætti út- gerð hélt hann sem fyrr segir áfram að vinna í þágu sjávarútvegsins, var t.d. lengi starfs- maður loðnunefndar og hlaut verðskuldaða við- urkenning fyrir störf sín þar. Halldór Þórðarson er Suðumesj amaður, fæddur í Garðinum en hefur svo verið búsettur í Keflavík. Halldór segir að áhuginn á sjónum hafi vaknað snemma, »kannski af því að pabbi var sjómaður lengst af.« Nafni hans, Halldór Hallgrímsson, var í heiminn borinn hinum megin flóans — á Dagverðará undir Jökli. »Það er gott fólk undir Jökli,« segir hann, »þó séra Árni Þórarinsson segði að Snæfellingar versnuðu alltaf eftir því sem utar drægi.« Halldór hugðist ganga menntaveginn en varð togara- skipstjóri á Akureyri. Gagnstætt mörgum sjómanninum er hann spar á frásagnir af straumhnútum og stórsjó, »mér finnst svona eftir á að ég hafi alltaf siglt á sléttum sjó,« segir hann. Þó bók sem þessi geti tæpast skír- skotað til allra mun margur fínna í henni samsvörun við eigið umhverfi og sjónhring, svo í landi sem á hafi úti. Óll velkjumst við á lífsins ólgusjó og vegnar misjafnlega. Líf sjómanns- ins er stundum mótsagnakennt, oft viðburðaríkt, þegar verst lætur háska- legt, en alltént sögulegt. Sjóferðasög- ur skírskota því allt eins til þeirra sem halda sig á fastri grund. I djúpi þjóð- arsálarinnar ólgar það úthaf sem ein- att freistar einstaklingsins til að leita áður óþekkta miða, nýrrar reynslu, hvort heldur er á sjó eða landi. Frá- sagnir skipstjóranna fímm eru allrar athygli verðar, ef til vill skemmtilegar en þó fyrst og fremst mannlegar og fróðlegar. Erlendur Jónsson kringum hana að næt- urlagi og að lokum komast þeir að hinu sanna. Raunar finnst mér þetta söguefni vera helst til lítið til að bera uppi þessa sögu eins og það vanti dálítinn ævin- týraljóma á atburði hennar eða spennu. En með ýmsum hliðarspor- um, skemmtilegum per- sónulýsingum og kímni tekst Guðrúnu að sleppa fyrir horn og vel það. Að þessu sinni er það sjálfur þingmaðurinn, faðir Ara Sveins, sem helst fær að kenna á hæðni Guðrúnar. Ef til vill er hún þar að beina kanónum sínum að fyrr- verandi kollegum sínum á alþingi; þeytispjaldatilveru þeirra, athyglis- sýki, viðkvæmni þeirra gagnvart neikvæðri umræðu, hentistefnu þeirra og hræsni. Þótt faðir Ara sé vitaskuld besti maður þegar á reynir kallar hlutverk þingmannsins þó fram hans verstu hliðar og þær fara ekki fram hjá Ara. Aðrar persónur eru einnig dregnar skýrum dráttum, Lína, ömmurnar Sissa og Hallgerður og svo auðvitað Ari sjálfur. Sagan skýrir líka frá ýmsum spennandi atburðum í fjöl- skyldu Ara svo að af nógu er að taka handa ungu fólki. Enda þótt stundum hafi söguefni bóka Guðrúnar vegið þyngra er því ekki að neita að Ekkert að marka! er góð bók. Hún er full af kímni og sterkum persónulýsingum og varpar ekki síst ljósi á þá staðreynd að sumt sem fullorðnir segja er ekkert að marka. Skafti Þ. Halldórsson STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Portúgölsku barnaskórnir frá JIP Tegund: 623 Tegund: 21901 Verð frá: 3.995,- Stærðir: 21-40 Litir: Svartir, brúnir og vínrauðir Ath. Breiðir, góðirfyrir innlegg Verð: 3.995,- Litir: Hvítir, rauðir, bláir, svartir, brúnir og bleikir Stærðir: 18-24 Ath. að hvítir, rauðir og svartir fást í lakki. Ath. Breiðir og með góðu innleggi, einir bestu ,fyrstu“ skórnir. 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR POSTSENDUM SAMDÆGURS STEINAR WAAGE SKOVERSLUN ^ SÍMI 551 8519 gj# Topp -A. Veltusui skórinn steinar waage Veltusundi v/lngólfstorg Sími 552 1212 SKOVERSLUN SÍMI 568 9212 I Hátíðahöld! Samspii lista, menningar og ferðaþjónustu Tengist starf þitt ferðamálum, sveitastjórnarmálum, byggðamálum, menningarmálum, listum, hátíðum, markaðsmálum eða ráðstefnum? Þá er hér námstefna fyrir þig. Þaulreyndir fýririesarar miðla af reynslu sinni af skipulagningu, fjármögnun, dagskrárgerð, markaðsöflun, kynningu, kostun og stjórnun og upplýsa hvernig þessir þættir tengjast ferðamálum með auknum straum gesta og þjónustu við þá. Skýrt verður m.a. frá skipuiagningu Listahátíðinnar í Edinborg, sem er stærsta listahátíð í heimi og aflar skosku efnahagslífi ío milljarða fsl. króna á ári, Stockholm Water Festival, sem laðar að sér árlega eina milljón gesta og einnig því frumkvöðutstarfi sem aukið hefur á hróður og aðdráttarafi bæjarfélaga álslandi vegna þeirra hátíða og viðburða sem þar eru haldnir. Námstefna Listahátíð í Reykjavfk (•) Ráðstefnuskrifstofa ÍSLANDS Scandic Hótel Loftleiðum föstudag 6. des. 1996 kl. 9.30 - 17.15 Dagskrá: • Setning. Ingibjörg Sðlrún Gísladóttir, borgarstjóri. • Ávarp. Þórunn Sigurðardóttir, formadur framkvæmdastjórnar Listahátíðar í Reykjavík. • Ráðstefnuskrifstofa íslands. Hlutverk og tiigangur? jóhanna Tómasdóttir, framkvæmdastjóri RSöstefnuskrifstofu íslands. • Sambúð ferðamála og lista. (The Marriage of Tourísm and the Arts.) Nick Dodds, framkvæmdastjóri Listahátfðarinnar f Edinborg og fyrrverandi stjórnarformaóur IFEA, Europe. • Evrópusamvinna. Þorgeir Ólafsson, deildarsérfræðingur, menntamálaráðuneyti. • Framtíð í fortíð. Víkingahátíðin í Hafnarfirði. Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Víkingahátíðar. International Festivals & Events Association Europe Fyrir gesti utan af landi: Scandic Hótel Loftleiðir og Hótel Saga bjóða sérkjör á gistingu í tengslum við ráðstefnuna. Flugleiðir-innanlands bjóða 40% afslátt á flugi til og frá höfuðborginni. • lazzhátíðin á Egilsstöðum. Ámi fsteifsson, tónlistarkennari. • Menningarborgin árið 2000. Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjörnar Reykjavikur. • Fyrírspurnir og umræöur. • Frábærar hugmyndir frá hátíðum og uppákomum IFEA: Nýjar hugmyndir um hagnað, fjölmiðlun, markaðsöflun, dagskrárgerð og framkvæmdastjórnun. Charlotte De Witt, forseti IFEA Europe. • Ólíkar aöferðir við skipulagningu og fjármögnun listahátíða. Signý Pálsdðttir, framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík. • Atvinnulíf og menningarstarfsemi. Þorsteinn M. Jónsson, framkvæmdastjóri Vífilfelts ehf. • Listasumar á Akureyri. Ragnheiður Ólafsdóttir, ritari Giiféiagsins. • Frá núlli upp í fjórar milljónir gesta á fimm árum: Saga Stockholm Water Festival. Eva Whitmore, dagskrárstjóri Stockholm Water Festival og stjórnarformaóur IFEAE. • Fyrírspurnir og umræður. • Móttaka í boði borgarstjóra. Fundarstjóri: Sigrún Valbergsdóttir |Námstefnugjald: Skráning: Ráðstefnuskrifstofa íslands, Lækjargötu 3,101 Reykjavík. Sími: 5626070. Fax: 5626073. 4.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.