Morgunblaðið - 05.12.1996, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 43
_____________AÐSENPAR GREINAR_
Hlutverk framhaldsskóla
í ÞESSARI grein ætla ég að
benda á hóp nemenda í framhalds-
skólum sem ekki virðast hafa fund-
ið nám við sitt hæfí og lýsa einni
leið sem gæti hentað þessum nem-
endum.
í lögum um framhaldsskóla seg-
ir að hlutverk þeirra sé „að stuðla
■ að alhliða þroska allra nemenda
svo þeir verði sem best búnir und-
ir að taka þátt í lýðræðisþjóðfé-
lagi. Framhaldsskólinn býr nem-
endur undir störf í atvinnulífmu
og frekara nám.“ (2. grein)
Ég neita því ekki að oft hafa
mér fundist setningar um alhliða
| þroska vera nærri því innantóm
orð því það er erfitt að henda reið-
ur á því hvað það er. Eftir að vera
búinn að hugsa málið betur þá
held ég að þetta sé í raun og veru
lykilatriði sem skiptir jafnvel meira
máli en einhver starfskunnátta eða
réttindi sem fólk getur náð sér í.
Alhliða þroski gæti verið fólginn
í því að unglingar verða að körlum
og konum og hæfni til rökhugsun-
ar og ábyrgðarfullra athafna eykst
á þeim aldri sem framhaldsskólinn
nær til. í hugtakinu alhliða þroski
I getur líka falist að hafa gengið í
gegnum reynslu, sömu eða svipaða
og aðrir, hvort sem þeir eru eldri
eða yngri.
Hingað til hefur verið litið á
framhaldsskóla sem leið að því að
fá vinnu við ákveðin störf eða til
að komast í háskóla. Nú er nauð-
synlegt að fara að líta á framhalds-
- skóla sem hluta af þeirri almennu
reynslu sem íslendingar fá á leið
sinni frá barni að fullgildum þegn
í þjóðfélaginu. Ég held að um leið
og við lítum svona á málið þá
breytist sýn okkar á þá reynslu sem
við ætlumst til að nemendur fái í
framhaldsskóla. Það sem ætti að
gerast er að ekki verði lengur ein-
blínt á að í framhaldsskóla þurfi
nemendur að ákveða hvað þeir
ætli að verða heldur fái þeir reynslu
sem hjálpar þeim að
verða þroskaðar
manneskjur, tilbúnar
að taka þátt í fjöl-
breyttu þjóðfélagi.
Ég held að fram-
haldsskólar á íslandi
skili að ýmsu leyti vel
því hlutverki að búa
nemendur undir frek-
ara nám. Þá er átt við
stúdentspróf og það
er ekki ástæða til að
halda annað en að það
segi talsvert til um
hæfni fólks til frekara
náms. Iðnbrautir og
aðrar starfsmennta-
brautir skila hæfum starfsmönnum
í ýmsum greinum.
Sem framhaldsskólakennari hef
ég oft séð að fólk kemur í skólann
án þess að vera búin að velja stúd-
entsprófsbraut eða starfsnáms-
braut en kerfið neyðir það til að
velja. Mig langar til að spá fyrir
um hvað kemur fyrir þetta fólk í
framhaldsskóla. Það velur ákveðna
braut í framhaldsskóla. Það sér-
hæfir sig í takt við brautina sem
það valdi en finnur sig ekki í því
sem það er að gera. Þessir nemend-
ur falla í einstökum fögum í bytjun
eða síðar en standa sig vel í öðru.
Þeir fá vinnu og hætta í skóla en
byija ef til vill aftur til að reyna
að ljúka stúdentsprófi eða starfs-
námi. Þetta gengur illa. Ég veit
ekki hvað á að titla nemendur sem
hafa lokið um það bil þremur árum,
eru ekki búnir með stúdentspróf
og hafa ekki verið á starfsnáms-
brautum. Hugsanlega eru þannig
nemendur kallaðir brottfall úr
námi í skýrslum. Hverskonar kerfi
er þetta eiginlega?
Tillaga
Ég legg til að ráðgjöf og leið-
beiningar til nemenda við lok
grunnskóla verði auknar og að
þeim verði gerð grein
fyrir þremur aðal-
möguleikum í fram-
haldsskólum.
1. Almennt nám í
framhaldsskóla sem er
u.þ.b. 90 námseining-
ar og hefur fyrst og
fremst það hlutverk
að búa nemendur und-
ir líf í nútímasamfé-
lagi. Sjá nánari út-
færslu síðar.
2. Starfsgreinanám
sem nær yfir iðnnám
og aðrar starfs-
menntabrautir eins og
þær hafa verið og
margar til viðbótar. Aðalmarkmið
með námi á slíkum brautum verði
að ná fæmi í vinnubrögðum sem
eru notuð í ákveðinni starfsgrein
og hugsanlega að fá ákveðin
starfsréttindi innan greinarinnar,
t.d. eftir sveinspróf eða löggildingu
af einhverju tagi.
3. Stúdentspróf af nokkrum
brautum þar sem markmiðið er
fyrst og fremst að búa nemendur
undir frekara nám. Allir sem taka
stúdentspróf skulu ljúka ákveðnum
gmnni í tungumálum, íslensku,
stærðfræði, raungreinum, samfé-
lagsgreinum og íþróttum en hver
braut sérhæfi sig á einhveiju sviði.
Brautirnar verði ekki of margar.
Rökstuðningur og útfærsla
á almennu námi
Það er ekki ástæða til að út-
skýra sérstaklega hvað ég á við
með starfsmenntabrautum eða
stúdentsprófsbrautum. Hinsvegar
er ástæða til að fjalla betur um
almennt nám í framhaldsskóla.
Námið ætti að vera tvö og hálft
til þijú ár eða 90 námseiningar
eins og þær eru skilgreindar núna
í framhaldsskólum. Nemendur
væru þá að útskrifast með þetta
próf á því ári sem þeir verða 19
Úrræði fyrir
Alzheimers-sjúklinga
Jóhannes
Arnason
ÞAÐ er mikið áfall
Íhvetjum manni að fá
vitneskju um að hann
| sé haldinn Alzhei-
mers-sjúkdómi. Það er
ekki síður áfall fyrir
fjölskyldu hans. Ef til
vill hefur grunur um
þetta legið fyrir um
nokkurn tíma og nið-
urstaðan kemur
sjaldnast á óvart, en
| áfallið við að fá grun-
j inn staðfestan verður
á þó ávallt mikið. Hvað
' er nú til ráða? Er eitt-
hvað hægt að gera
þegar ólæknandi sjúk-
dómur er annars vegar? Ótal
spurningar vakna og þeim verður
að svara. í þessari grein verður
leitast við að gefa nokkrar almenn-
ar upplýsingar um þau úrræði sem
fyrir hendi eru eða eru fyrirsjáan-
! leg á næstunni.
| Upplýsingar veittar
Mikilvægt er að sem gleggstar
upplýsingar séu gefnar sjúklingi
og aðstandendum hans þegar
greining liggur fyrir. Þetta hljómar
einfalt og sjálfsagt, en ýmislegt
er sérstakt fyrir þennan sjúkdóm.
Það verður til dæmis að ræða við
aðstandendur ekki síður en sjúkl-
j ing sjálfan vegna þess að alvarlegt
minnistap er eitt af aðaleinkennum
4 sjúkdómsins. Upplýsa þarf um ein-
* kenni sjúkdómsins, hvernig bregð-
ast má við þeim og hvemig líklegt
er að þróunin verði.
Einnig verður að upp-
lýsa um réttindi sjúkl-
ings og fjölskyldu hans
og sömuleiðis hvaða
aðstoð samfélagið get-
ur boðið og hvernig
unnt er að fá hana.
Þeir aðilar sem veita
þessar upplýsingar
verða að gefa sér góð-
an tíma og oftast nær
þarf að ræða saman
oftar en einu sinni. Þá
er einnig mikilvægt að
sem flestir úr fjöl-
skyldunni geti tekið
þátt í þeim umræðum.
Það getur þurft að greiða úr ýms-
um hugmyndum sem menn hafa
ranglega haft um þennan sjúkdóm
og einnig er algengt að ýmsir inn-
an viðkomandi fjölskyldu séu
haldnir talsverðri afneitun á því
sem er að gerast.
Lyfjameðferð
Sjúkdómurinn er ólæknandi og
fram að þessu hefur engin meðferð
hefur verið til við honum. Nú er
að verða breyting á. Næstu miss-
eri koma á markað lyf sem reynd
hafa verið við Alzheimers-sjúk-
dómi með nokkrum árangri, ein-
kennin minnka hjá allmörgum og
það dregur úr framvindu sjúk-
dómsins. Það er of snemmt að
segja til um þýðingu meðferðarinn-
ar þegar til lengri tíma er litið og
ekki er sjálfgefið að þessi lyf gagn-
Næstu misseri koma á
markað lyf, sem að
mati Jóns Snædal
vekja nokkrar vonir í
baráttunni við Alzheim-
ers-sjúkdóminn.
ist öllum, en vonin er óneitanlega
að glæðast.
Afleiðingar Alzheimers-sjúk-
dóms eru margvíslegar. Algengt
er að geðrænar truflanir komi
fram, svo sem kvíði, þunglyndi og
stundum ranghugmyndir eða jafn-
vel ofskynjanir. Meðferð á þessum
afleiðingum sjúkdómsins gengur
oftast nær allvel og flestir fá bata
hvað þessi einkenni varðar, en það
getur tekið nokkurn tíma. Best
gengur ef beitt er bæði lyfjameð-
ferð og stuðningi, andlegum og
félagslegum.
Dagvist
Sérstakar dagvistir eru reknar
í Reykjavík fyrir einstaklinga með
Alzheimers-sjúkdóm og skylda
sjúkdóma. Þær eru Hlíðabær við
Flókagötu og Dagvist aldraðra við
Vitatorg. Einnig geta margir með
þessa sjúkdóma fengið dagvist á
öðrum stöðum sem veita almenna
þjónustu og er slíkar dagvistir að
finna í mörgum sveitarfélögum.
Svo dagvist komi að sem bestum
Jón
Snædal
Ég leg-g til, segir
*
Jóhannes Arnason,
að ráðgjöf og leiðbein-
ingar til nemenda við
lok grunnskóla verði
auknar.
ára og þá hafa þeir þroskast mikið
og eiga mun hægara með að tak-
ast á við atvinnulífið og samfélag-
ið yfirleitt en þegar þau eru 16 ára.
Ég held að eingöngu eigi að
hafa eina tegund af skírteini eða
prófi fyrir þetta nám. Þá myndast
fljótt allstór hópur fólks sem hefur
staðist sömu kröfur og námið fer
fljótt að hafa merkingu í þjóðfé-
laginu.
Innihald almenna
námsins
Ég vil undirstrika að það þarf
að leggja vinnu í að ræða um og
skipuleggja þetta nám vel og þær
hugmyndir sem koma hér eru til
að vekja umræðu um innihald
námsins.
a) Einn þriðji af náminu væru
námsáfangar sem eru sérstaklega
fyrir þetta nám. Þarna væri fyrst
og fremst verið að hugsa um
þroska einstaklingsins og þá eigin-
leika sem æskilegt er að íslending-
ar og aðrir jarðarbúar séu gæddir.
Sem dæmi um námsáfanga mætti
nefna: stafsetningu og skriftir,
tölvunotkun, umhverfismál, sið-
fræði, listumræðu, þjóðfélags-
fræði, tæknilegar lausnir á vanda-
málum, efnahagsmál og ábyrgar
fjárhagsáætlanir og margt fleira.
b) Verklegt eða bóklegt nám í
ýmsum greinum væri annar þriðj-
ungur af náminu. Þar yrðu nem-
endur að velja sér ákveðin svið,
t.d. uppistöðu úr tveimur sviðum.
notum verður að meta hvem og
einn með tilliti til færni hans og
áhuga og miða það sem boðið er
upp á við það mat. Umhverfi og
dagskrá verður að miðast við fötl-
un þeirra sem eru minnisskertir
og eiga oft erfitt með að átta sig
á breytingum. Markmiðið er að
viðhaldið sé sem bestri andlegri
og líkamlegri færni, dregið úr vanl-
íðan auk þess sem fylgst er með
heilsufari. Úrræði af þessu tagi
skiptir einnig aðstandendur miklu
máli, þeir fá rýmri tíma fyrir sig
auk þess sem oftast nær dregur
úr vanlíðan sjúklinganna heima
fyrir ef þeim líður vel í dagvist-
inni. Ahyggjur aðstandenda
minnka því og það er góð tilfinning
fyrir þá að eitthvað sé að gerast.
Reynslan af dagvist undanfar-
inn áratug er góð en þetta úrræði
er tímabundið. Meðaltími sjúklinga
með Alzheimers-sjúkdóm í dagvist
er liðlega 2 ár en þá verður annað
úrræði að taka við.
Sambýli
Sambýli er lítið dvalarheimili með
6-10 íbúum, sem getur rúmast inn-
an venjulegs einbýlishúss eða jafn-
vel innan verulega stórrar íbúðar í
fyölbýli. Þetta form hefur verið
reynt í nágrannalöndum okkar í
nokkra áratugi og svo virðist sem
litlar einingar _ henti Alzheimers-
sjúklingum vel. í Svíþjóð hefur þessi
þróun náð lengst, en þar í landi eru
liðlega 1400 sambýli og telja þeir
sig vera búnir að uppfylla þörfina
eins og hún er í dag. Miðað við
íbúafjölda samsvarar þetta u.þ.b.
40 sambýlum hér á landi. Aðrar
þjóðir hafa farið hægar í sakirnar.
I Reykjavík eru 2 sambýli rekin og
ekkert í augsýn. Verið er að gera
tilraunir með mismunandi rekstrar-
form þeirra og verður ljóst á næsta
ári hvemig þau koma út og þá
verður auðveldara að taka ákvörð-
Þessi hluti námsins færi að miklu
leyti eftir aðstæðum á hveijum
stað og í hveijum skóla. Þama er
venju fremur nauðsynlegt að gott
samkomulag takist milli skóla og
atvinnulífs um innihald og mat á
kunnáttu þeirra sem ljúka náminu.
c) Þriðjungur námsins væri bók-
legt nám í grunnfögum. Það væru
að mestum hluta sömu námsáfang-
ar og aðrir nemendur í framhalds-
skóla taka. Æskilegt væri að hlut-
ur íslensku og erlendra tungumála
væri stór.
Það sést líklega á þessum skrif-
um að ég hef fjölbrautaskóla sem
viðmiðun og vettvang fyrir þetta
nám. Það er vegna þess að ég
þekki best til í slíkum skóla. Ég
held hinsvegar að það verði erfitt
að nota framhaldsskóla á íslandi
eins og þeir eru núna til að þjóna
öllum á aldrinum 16-19 ára eins
og allt bendir til að þurfi að gera.
Þá er ég auðvitað að vísa til fárra
atvinnutækifæra fyrir unglinga og
til þess að ég held að það sé betra
fyrir unglinga að vera í skóla en
að gera ekki neitt á þessum aldri.
Á meðan framhaldsskólar bjóða
bara upp á tvær aðalgerðir af
sómasamlegum lokaprófum, stúd-
entspróf og próf af starfsmennta-
brautum, þá held ég að við séum
að útiloka ákveðinn hóp unglinga.
Lokaorð
Ef við veltum því fyrir okkur
hvort skírteini án réttinda hafi eitt-
hvert gildi þá vil ég í því sam-
bandi minna á auglýsingar sem
birtast öðru hveiju um að 20 ára
gagnfræðingar frá þessum eða
hinum skólanum muni hittast og
eyða saman einum degi eða kvöld-
stund. Því miður er það sennilega
reynsla allmargra íslenskra ung-
menna að hafa hætt námi í fram-
haldsskóla eftir þijú ár án þess að
útskrifast. Það er hugsanlegt að
þau hafi fengið þau skilaboð að
þetta hafí verið algerlega til einsk-
is og að þau sjálf séu til lítils nýt.
Höfundur er kennori við
Verkmenntaskólann á Akureyri.
un um framtíðarþróun. Mikilvægt
er að öðlast reynslu í samfélagi
okkar þótt gott sé einnig að horfa
til reynslu annarra.
Misjafnt er hversu lengi er unnt
að dvelja í sambýli, það fer eftir
því hvað ákveðið er að veita mikla
þjónustu en oftast er miðað við að
sjúklingar flytji á hjúkrunarheimili
þegar líkamleg fötlun er komin á
hátt stig eða ef óæskilegar breyt-
ingar verða á framkomu og atferli.
Hj úkrunar deildir
Sérstakar hjúkrunardeildir fyrir
Alzheimers-sjúklinga hafa verið
reyndar í allnokkur ár og þótt gef-
ast vel. Upphaflega voru þær
stofnaðar til að flytja þessa vist-
menn frá öðrum sem höfðu óskerta
hugsun, en síðan kom í ljós að líð-
an þeirra varð betri, enda umhverf-
ið miðað við þarfir þeirra. I nýjum
hjúkrunarheimilum er oftast nær
gert ráð fyrir slíkum deildum og
eldri heimili hafa verið að koma
þeim upp í húsakynnum sínum.
Niðurlag
Hér hefur verið rætt um Alz-
heimers-sjúklinga og úrræði þau
sem þeim og aðstandendum þeirra
standa til boða. Þörfinni hefur
hvergi nærri verið fullnægt og
vaxandi fjöldi sjúklinga á komandi
árum mun auka þrýsting á að úr-
ræðum fjölgi. Verið er að vinna
að stefnumótun í þessum málum
og vonandi að tekið verði til hend-
inni að því loknu. Caritas, líknarfé-
lag kaþólskra manna, hefur ákveð-
ið að árleg söfnun þess skuli renna
til Alzheimers-sjúklinga og að-
standenda þeirra til að efla
fræðslu. Mikil þörf hefur verið á
meiri fræðslu og stuðningi við að-
standendur og því mun þetta fram-
leg koma í góðar þarfir.
Höfundur er öldrunarlæknir.