Morgunblaðið - 05.12.1996, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 45
I
i
I
:i
)
i
j
i
j
j
i
o
j
«
«
«
«
4
4
4
i
I
4
4
4
4
4
i
i
AÐSENDAR GREINAR
Hágöngumiðlun - sérmeð-
ferð umhverfisráðherra
UMHVERFISRÁÐHERRA úr-
skurðaði þann 20. nóvember sl. að
Landsvirkjun væri heimilt að hefja
framkvæmdir við Hágöngumiðlun
að fjórum atriðum uppfylltum. Úr-
skurðurinn er sagður byggður á lög-
um um mat á umhverfisáhrifum,
en tiigangur þeirra er að tryggja
rannsóknir á áhrifum framkvæmda
sem kunna að hafa veruleg áhrif á
umhverfi, náttúruauðlindir og sam-
félag áður en framkvæmdir hefjast.
Þar er mælt fyrir um mjög ákveðið
matsferli sem ýmsir aðilar skulu
koma að. Skýr ákvæði um tímamörk
eru í lögunum og tryggt er að al-
menningur eða aðrir hagsmunaaðil-
ar skuli hafa greiðan aðgang að
gögnum og skýrsium sem iiggja til
grundavallar úrskurða.
Lög um mat á
umh verfisáhrifum
Samkvæmt þeim skal fram-
kvæmdaraðili tilkynna skipulags-
stjóra um framkvæmdir áður en þær
heijast og veita allar upplýsingar
og gögn. Þetta er hin svokallaða
frummatsskýrsla. Skipulagsstjóri
auglýsir framkvæmdina svo hags-
munaaðilar geti gert athugasemdir
við fyrirhugaðar framkvæmdir. Átta
vikum síðar skal skipulagsstjóri
kveða upp úrskurð, byggðan á
gögnum framkvæmdaraðila og öðr-
um athugasemdum, um hvort
a) fallist er á framkvæmdina
b) framkvæmd er vísað til frek-
ara mats.
Hafi framkvæmdinni verið vísað
til frckara mats er ferlið endurtekið
og kveður skipulagsstjóri upp úr-
skurð um hvort
a) fallist sé á viðkomandi fram-
kvæmd með eða án skilyrða
b) krafa sé gerð um frekari könn-
un einstakra þátta
c) lagst sé gegn viðkomandi
framkvæmd.
Það er fyrst á þessu
stigi málsins sem
mögulegt er að hafna
framkvæmdum. Heim-
ilt er að kæra úrskurði
skipulagsstjóra til um-
hverfisráðherra og skal
ráðherra „ ... kveða
upp rökstuddan úr-
skurð innan átta vikna
frá því er beiðni barst
honum. “ Þann 9. apríl,
kvað skipulagsstjóri
upp þann úrskurð að
frekara mat skyldi fara
fram. Fjórir aðilar
kærðu þann úrskurð til
umhverfísráðherra, þar
á meðal Landsvirkjun.
Átta vikum frá fyrstu kæru (18.
júní) átti ráðherra að kveða upp
úrskurð sinn samkvæmt lögum, en
það varð ekki fyrr en 20. nóvember
- tuttugu og tveimur vikum síðar!
Heldur gerast þær langar átta vik-
urnar í seinni tíð. Þetta er skýrt
brot á lögum sem þó heyra undir
umhverfísráðherra.
Hagsmunir Landsvirkjunar
I úrskurði ráðherra kemur fram
að lögmaður Landsvirkjunar sendir
ráðuneytinu bréf (dags. 14.8.) og
fer fram á frestun uppkvaðningar
úrskurðar og fellst ráðuneytið á það
vegna hagsmuna Landsvirkjunar í
málinu! Hrynja nú allar mínar látnu
iýs úr lokki! Hvar eru hagsmunir
almennings í þessu máli? Koma aðr-
ir að málinu en þeir sem hafa ein-
hverra hagsmuna að gæta? Það er
ljóst að þegar erindið berst ráðu-
neytinu, er frestur þess til uppk-
vaðningar löngu liðinn! Einnig kem-
ur í ljós að Landsvirkjun er gefmn
kostur á að senda inn ítarlegri gögn
á þessu 22 vikna tímabili sem ráð-
herra byggir úrskurð sinn á - gögn
sem almenningur hafði engin tök á
að kynna sér. Þarna
grípur ráðherra inn í
verksvið skipulags-
stjóra og almenningur
hefur engin tök á að
koma athugasemdum
sínum á framfæri. Það
er ótrúlegt að ráðherra
umhverfismála skuli
líta svo á að það rétt-
læti þessa meðferð að
hér séu á ferðinni sérs-
takir hagsmunir Lands-
virkjunar. Verði sömu
rökum beitt má al-
menningur syrgja
Þjórsárver, Eyjabakka
og aðrar hálendisperl-
ur.
Miðað við eðlilegt matsferli hjá
skipulagsstjóra hefði lokaniðurstaða
hans legið fyrir í desember. Máls-
meðferð ráðherra er því varla með
þessum hætti til að hægt sé að flýta
framkvæmdum. Er skýringin á svo
dæmalausri málsmeðferð sú að á
seinna matsstigi er fyrst hægt að
hafna framkvæmdum samkvæmt
lögunum? Það að lög sem tryggja
eiga eðlilega málsmeðferð eru
hundsuð af viðkomandi fagráðherra
er alvarlegt íhugunarefni.
Meðferð ráðherra
Öfugt við anda laganna, sem
bjóða mönnum að líta heildstætt á
sérhvert mál, kýs ráðherra að taka
hvert eitt atriði út og skoða eitt og
sér. Sjálfsagt er það satt og rétt
að gróðurfar, jarðfræði, dýra- eða
fuglalíf þarna er ekki sérstakara en
á mörgum öðrum svæðum hálendis-
ins. En það eru heildaráhrif svæða,
samanlögð lifandi og dauð náttúra
sem laðar að. Mikilvægi og verð-
mæti slíks er erfitt að rannsaka og
meta, en er þrátt fyrir allt það sem
gerir land sérstakt. Þetta viðhorf
kemur fram í umsögn Náttúrufræði-
Þetta er skýrt brot á
lögum, segir Jóhann
Þórsson, sem þó heyra
undir umhverfisráð-
herra.
stofnunar íslands: „Ekki er lagt mat
á verndargildi svæðisins í heild eða
áhrif fyrirhugaðra framkvæmda á
gildi þess sem landslagsheildar en
stofnunin telur eðlilegt að slíkt mat
liggi fyrir áður en ákvörðun er tek-
in um framkvæmdina.“ í umsögn
Náttúruverndarráðs segir: „Ámæl-
isvert er að framkvæmdaraðili ósk-
aði ekki eftir athugun á dýrah'fi
fyrr en í ágúst 1996 en augljóst er
að ekki er hægt að framkvæma
fullnægjandi könnun á þeim tíma.“
Þetta túlkar ráðherra svo að „Rann-
sóknir á dýralífi verða að teljast
fullnægjandi!"
Valkostir
í 7. lið í úrskurðarorðum skipu-
lagsstjóra er kveðið á um að skoða
skuli fleiri kosti í því umhverfis-
mati sem mælt er fyrir, svo sem
stækkun Þórisvatnsmiðlunar, eða
aðra sem Landsvirkjun telur að
komi til greina. í niðurstöðu sinni
kveður ráðherra hins vegar á um
að „ekki [verði] fallist á að unnt
sé að setja það sem skilyrði fyrir
einni framkvæmd að mat á um-
hverfisáhrifum annarrar fram-
kvæmdar hafi farið fram“, og er
niðurstaða ráðherra byggð á þeim
upplýsingum að „ ... Landsvirkjun
hefur ákveðið að stefna að gerð
miðlunar við Hágöngur en fresta
um óákveðinn tíma fyrri áætlunum
um hækkun á vatnsborði Þóris-
vatns!“ Hvers vegna er verið að
Jóhann
Þórsson
framkvæma umhverfismat? Hafa
fyrirtæki sem hlut eiga að máli
sjálfdæmi um niðurstöður?
Mikilvægi hálendisins
Áhugi manna á útivist og ferða-
mennsku fer vaxandi og um leið
hefur ósnortin náttúra í raun fengið
verðgildi í krónum talið. Stjómvöld
sjá hins vegar verðmæti lands ein-
göngu í megavöttum og virðast
staðráðin í að gera slíkt áfram.
Fyrirhugaðar framkvæmdir fara
fram á svæði sem nú er fremur
fáfarið - en er þó talsvert nýtt til
ferðamennsku. Við skulum ekki
gleyma því að verðmætamat okkar
á hveijum tíma er hverfult og vara-
samt er að leggja gildismat okkar
að jöfnu við gildismat afkomenda
okkar. Benda má á orð Eggerts og
Bjarna um Mývatnssveit forðum,
þegar þeir iitu hana fyrst augum:
„Þegar við komum ofan af heiðinni
blasti Mývatnssveit við okkur, svört
og Ijót tilsýndnr. “ Fáir hefðu þau
orð um hana í dag. Okkur ber skylda
til að íhuga allar gerðir okkar og
áhrif þeirra vandlega, sérstaklega
þær sem eru landfrekar og jafn
óafturkræfar og miðlunar- eða
virkjunarframkvæmdir.
Lokaorð
í lista yfír úrskurði skipulags-
stjóra vegna umhverfísmats, er það
sláandi að frekar veigalitlar vega-
framkvæmdir hafa verið sendar í
frekara mat að ákvörðun ráðherra,
en stórframkvæmdum, eins og hér
um ræðir, er haldið utan við faglega
umfjöllun og almenningi er gert
ókleyft að kynna sér forsendur.
Hafa vegaframkvæmdir meiri áhrif
á umhverfíð en virkjanafram-
kvæmdir?
2. nóvember 1993 bættist ný
grein við lög um umhverfísmat. Þar
segir m.a. í fyrstu grein: „Óheimilt
er að veita leyfí til framkvæmda sem
lög þessi taka til, [... ] nema
ákvæða laga þessara hafí verið
gætt. “ Skyldi seinagangur ráðherra
hafa fyrirgert rétti Landsvirkjunar
til framkvæmda við Hágöngumiðl-
un? En það hefur svosem margur
maðurinn farið flatt á því á að taka
lagatexta bókstaflega.
Höfundur er náttúrufræðingur.
Púkunum á fjósbit-
anum fjölgar!
Tekst þeim að eyðileggja fyrirtækið
og koma því burt úr Þorlákshöfn?
ÞEIR láta ekki deig-
an síga heldur fjölgar
þeim stöðugt, sem
vilja komast upp á bit-
ann. Umræður um
málefni Meitilsins hf.
í Þorákshöfn er orðinn
skrípaleikur frá upp-
hafi til enda. Aldrei
fyrr hafa heimamenn
sýnt fyrirtækinu ann-
an eins áhuga. Van-
þekking, rangtúlkun
og fjölmiðlafár hafa
einkennt umræðuna
og starfsmenn fyrir-
tækisins hafa verið
blekktir.
Ekki er þess langt
að minnast að fyrirtækið var nán-
ast komið í þrot og fyrirsjáanlegt
að það færi burt frá Þorlákshöfn.
Þá voru viðbrögð heimamanna
sáralítil. Með sameiginlegu átaki
sveitarstjórnar, Ölfushrepps og
Ljósavíkur hf., sem lagði fram
umtalsverða fjárhæð, breyttust for-
sendur Olíufélagsins hf. Það stóð
með heimamönnum og lagði til auk-
ið fé þannig að hægt var að takast
á við reksturinn og halda fyrirtæk-
inu á staðnum.
Frumkvöðuil undangengins fjöl-
Kristín
Þórarinsdóttir
miðlafárs, Sigurður
Bjarnason sveitar-
stjórnarmaður, var á
þessum tíma andsnú-
inn því að sveitarsjóður
reiddi fram peninga til
Meitilsins. Einnig má
geta þess að þessi sami
maður var ekki tilbúinn
að leggja sitt af mörk-
um þannig að kvóti af
ms. Jóhanni Gíslasyni
héldist í byggðarlag-
inu, heldur fór hann
allur eins og hann lagði
sig norður í land. Bar
Sigurður Bjarnason þá
hag sveitarfélagsins
fyrir brjósti?
Að þekkja lögmál
markaðarins
Fram að þessu hefur rekstur
Meitilsins haldist í horfinu og hafa
starfsmenn fyrirtækisins haft nær
stöðuga vinnu. Stórátak hefur verið
gert til að endurbæta alla starfsemi
fyrirtækisins. Það vita þeir sem til
þekkja og ekki síst starfsfólkið. Nú
er fiskvinnslan í landi með því besta
sem gerist á landinu.
Það vita þeir líka sem vilja vita
að ekki er öllum gefíð að reka fyrir-
Umræður um málefni
Meitilsins hf. eru, að
mati Kristínar Þórar-
insdóttur, skrípaleikur
frá upphafi til enda.
tæki svo að vel sé. Stjómendur
verða að vera ábyrgir fyrir rekstrin-
um og sjá til þess að hann skili
arði. Einnig ber þeim skylda til að
vera vel meðvitaðir um starfsum-
hverfi sitt, þekkja lögmál markað-
arins og gera sér jafnframt grein
fyrir að hafi stjómendur ekki fram-
tíðarsýn í sínu fyrirtæki fer best á
því að loka því.
Sameining á einum stað
ekki hagkvæm
Ég þekki vel til þeirra forystu-
manna sem nú starfa fyrir hönd
Meitilsins og er þess fullviss að
hagur fyrirtækisins er það sem
skiptir þá öllu máii. Annað hvarflar
ekki að mér.
Viðræður sem átt hafa sér stað
um sameiningu fyrirtækjanna, ann-
ars vegar Meitilsins hf. og hins
vegar Vinnslustöðvar Vestmanna-
eyja hf., byggjast fyrst og fremst
á því að ná meiri árangri í rekstri,
auka framleiðni og hagræðingu.
Olíuféiagið hf. er stærsti eigandi
að báðum þessum fyrirtækjum.
Sérstaða þeirra er með þeim hætti
að sameining á einum stað verður
aldrei hagkvæm. Að hafa framtíð-
arsýn í fyrirtæki þýðir ekki í þessu
tilfelli að flytja fyrirtækið burt.
Fulltrúar, fyrir hönd íbúa sveitar-
félagsins, þ.e.a.s. sveitarstjóm,
þekkja vel til reksturs Meitilsins og
hafa haft aðgang að upplýsingum
um starfsemina, ef áhugi hefur þar
verið fyrir hendi. Oddvitinn, Bjarni
Jónsson, hefur setið flesta ef ekki
alla stjórnarfundi Meitilsins og
sveitarstjórinn, Guðmundur Her-
mannsson, á sæti í stjóm. Fulltrúi
starfsfólks, þ.e. framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, Pétur Olgeirsson,
hefur haft allan aðgang að störfum
stjómarinnar. Honum ber skylda til
að fylgjast vel með gangi mála.
Allir þessir aðilar vita nákvæmlega
að hveiju stefndi og hafa vitað
lengi.
Vonandi eru þeir sem andsnúnir
eru sameiningunni tilbúnir að
leggja það fé fram sem til þarf til
að fyrirtækið geti borið sig sem
sjálfstæð rekstrareining og geta
einnig lagt fram umtalsverðan
kvóta og skip. Að öðmm kosti er
málflutningur þeirra ekki trúverð-
ugur.
Af glöp í starfi?
Ákveðin lög gilda um starfsemi
Þróunarsjóðs sjávarútvegsins. Ekki
er annað vitað en að stjórn sjóðsins
hafi unnið eftir þeim lögum. í DV
dags. 27. nóv. sl. kemur fram að
starfsmenn telji það víst að kauptil- *
boð fimm aðila á hlutafjáreign
sjóðsins í Meitlinum hf. sé ógild og
marklaus. Þar með eru þessir
starfsmenn að væna stjórnina um
afglöp í starfí. Reynist það rétt
vera hlýtur það að kalla á endur-
skoðun á öllum þeim hlutafjárkaup-
um sem þegar hafa verið gerð af
hendi sjóðsstjórnar. Þess vegna
krefst ég, sem einn stjórnarmanna
í Ljósavík hf., að fram fari rann-
sókn, komi í ljós að embættisverk
hennar hafí verið ólögleg.
Öll þessi umræða sem átt hefur
sér stað er ekki sanngjörn og hefur
valdið skaða, skert ímynd fyrirtæk-
isins og vanvirt eigendur þess.
Að lokum er sorglegt til þess aðv
vita að Benedikt Thorarensen skuli
enda starfsferil sinn í Meitlinum
með því að gera tilraun til þess að
jarða fyrirtækið.
Höfundur er stjómarmaður í
Ljósavík hf., sem erhluthafi í
Meitlinum hf.
DIMMRAUÐURGRANAT
OG SKÍNANDI DEMANTUR
GULLSMIÐJAN
PYRIT-G15
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 15 • SlMI 55U505
o