Morgunblaðið - 05.12.1996, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNIIMGAR
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 51
-
Hún Gagga okkar fór ekki var-
| hluta af mótlæti og sorg í lífinu, en
alltaf var hún sú sterka, sem hug-
hreysti okkur hin, þó áföllin dyndu
á henni.
Við söknum hennar mjög. Líf
okkar heldur áfram, en verður aldr-
ei eins, eftir að hún er farin. Með
sorg í hjarta kveðjum við hana og
biðjum guð að geyma hana og fjöl-
skyldu hennar.
Eyjólfur, Sigrún og Sólveig
Reynisbörn.
K
Okkur langar með fáum orðum
að minnast frænku okkar, Bjargar
Eyjólfsdóttur, eða „Göggu frænku"
eins og hún var ævinlega kölluð af
systkinabörnum sínum. Hún átti
mikil ítök í okkur og bar ætíð hag
okkar fyrir bijósti. Hún vildi að við
menntuðumst, vakti áhuga okkar á
I bókmenntum, ljóðum og góðri tón-
a list. Sjálf spilaði hún á harmonikku
og píanó og var hrókur alls fagnað-
9 ar. Við minnumst margra góðra
stunda gegnum árin, t.d. í Brekku-
hvammi í Hafnarfirði og á Þórustöð-
um í Ölfusi. Við minnumst heim-
sókna hennar þar sem við krakkarn-
ir lágum í hlátri því hún sagði svo
skemmtilega frá og hafði sinn sér-
staka stíl.
Elsku Gagga.
Með ljóði þessu eftir Huldu kveðj-
^ um við þig með söknuði.
h Þú fagra tíð, þá allt er grænt og ungt,
eldur i sál og brjóstið daggarþungt,
kemur sem fugl og syngur - svífur braut
í skógarskaut.
Einn dag er sólin hæst á himinbraut,
ein hjartans gleði skærst, ein sárust þraut;
þá hún er sigruð svali haustsins ber
þér silfurker.
Æska, þú þiggur allt og gefur fijáls,
elskar og harmar vegna lífsins sjálfs,
| veizt ei að þú ert vorið - og þín blóm
fá vetrardóm.
Eg átti þig. Nú á ég minnis ljóð
sem andblæ hausts og mánans rökkurglóð.
Á hvítum vængjum svifin ertu sjálf
með sól og álf.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þínar frænkur,
Eygló og Hrafnhildur.
í
Vinkona mín Björg er nú öll. Hún
var ekki einungis einstök heldur
mjög sérstök manneskja, sem virtist
geta yfirstigið alla erfiðleika. Hún
notaði sitt raunsæi og kímnigáfu til
að taka þeim erfiðleikum í lífinu, sem
mundu yfirbuga flesta aðra og ein-
hvern veginn hafði ég þá trú, að hún
mundi finna kraftaverkið til að vinna
á síðasta andstæðingi sínum, sjúk-
■ dómi sem hún hafði unnið sigur á
i áður, en í þetta sinn hafði andstæð-
I ingiir hennar vinninginn.
Ég talaði við hana lengi vel í síma
fyrir mánuði. Hún vissi alveg að
hveiju stefndi, en ekki var hún að
vorkenna sjálfri sér, heldur lagði
mér heilræðin og sagði mér að hún
mundi brátt breyta um tilverustað
og að hún væri viss um að hún
mundi lenda á góðum stað, því að
það væri ekki annað sanngjarnt eft-
ir að hafa þjáðst svona mikið.
Björg á ekki annað skilið, hún
I hagaði lífí sínu þannig. Hún um-
vafði börn, vini, ættingja og óskylt
fólk. Alltaf skapgóð og tók hvetju
andstreymi með slíku jafnaðargeði
að erfitt væri að finna eins heil-
steypta manneskju.
Með fyrri manni sínum, Ingólfi,
tók hún sig upp með fjögur börn og
fluttist í sveit, þar sem þau ráku
stórbú á Þórustöðum í Flóanum.
Þegar miltisbrandur kom upp í bú-
I stofninum og þurfti að skera hann
I allan niður buguðust Ingólfur og
Björg ekki. Ingólfur fór til Danmerk-
ur og lærði svínarækt og setti upp
stærstu svínarækt, sem hafði þekkst
á íslandi. Nokkrum árum síðar
kviknaði í súrheysturni og svínabúið
brann til kaldra kola, en Ingólfur
og Björg buguðust ekki og byggðu
allt upp aftur.
Kynni okkar Bjargar hófust þegar
i við vorum báðar 12 ára gamlar og
j byijuðum í 1. bekk í Flensborg-
I arskóla í Hafnarfirði. Okkar vin-
skapur hefur haldist samfleytt í
meira en 50 ár og þótt ég hafi búið
í annarri heimsálfu í nærri hálfa
öld, endumýjaðist vinskapurinn í
hvert skipti sem ég kom til íslands,
eins og ég hefði aldrei farið í burtu.
Sonur minn, Davíð, á margar
kærar minningar um samverustund-
ir heima hjá Björgu, bæði í Hafnar-
firði og eins á Þórustöðum. Synir
Bjargar voru á líku reki og Davíð
og hann eyddi mörgum stundum í
þeim barna- og unglingahóp og naut
þess félagsskapar og tækifæris til
að tala íslensku og Björgu fannst
alltaf eins og hún ætti einhvem hlut
í Davíð.
Þegar ég fluttist frá íslandi hljóp
Björg í skarðið og reyndist móður
minni eins og besta dóttir. Þegar
mamma mín og stjúpi fluttust til
Kaliforníu, hafði tekist með þeim
slíkur vinskapur, að þegar móðir
mín fluttist aftur til íslands eftir 29
ára dvöl í Ameríku eftir lát stjúpföð-
ur míns, brást Björg henni ekki frek-
ar en áður. Það verður henni aldrei
fullþakkað, en þannig var Björg.
Þetta er aðeins hluti af lífs-
munstri Bjargar. Eftir erfiðleika í
heimilislífi, veikindi og hvað annað,
sem hefur dunið á henni, hefur hún
risið eins og fuglinn Fönix upp úr
bálinu og byijað nýtt líf.
Ég veit að Björg hefur risið upp
aftur, ung og fögur á sínum nýja
tilverustað og er nú á fagnaðarfundi
með sínum kærustu og bestu sem
hafa farið á undan henni.
Eiginmanni, Vilhjálmi, börnum og
bamabörnum votta ég mína innileg-
ustu samúð og er sannfærð um að
kærastu minningar okkar allra um
Björgu munu lifa langt eftir okkar
skömmu dvöl á jörðu hér.
Halla Guðmundsdóttir Linker,
Los Angeles.
Harðri og langri sjúkdómslegu er
lokið. Vinkona mín Björg Eyjólfs-
dóttir er horfin til feðra sinna. Otrú-
legt líkamlegt þrek í áratug var loks
yfirbugað. Sterkur vilji og mikil
bjartsýni hjálpaði ekki lengur. Henn-
ar tímaskeið skyldi vera á enda rann-
ið og hún tók því með sama æðru-
leysi og öðra sem að höndum henn-
ar hafði borið á lífsleiðinni.
Vinátta foreldra minna og hennar
en hún var yngst fjögurra barna
Guðlínar Jóhannesdóttur og Eyjólfs
Kristjánssonar verslunarmanns, síð-
ast sparisjóðsgjaldkera, leiddi til
samverustunda okkar barna þeirra
heima og heiman. Feður okkar voru
auk þess nánir samstarfsmenn um
langan tíma í Verslun Einars Þorg-
ilssonar. Leið okkar Bjargar lá því
stundum í Einarsbúð á meðan þeirra
naut við. Þeir hurfu báðir með stuttu
millibili af sjónarsviðinu langt fyrir
aldur fram. Það varð til þess að binda
vináttubönd barna þeirra enn sterk-
ari_ böndum.
í skóla áttum við samleið, en að
loknu námi í Flensborgarskóla hugs-
aði Björg til menntaskólanáms en
varð af persónulegum ástæðum frá
að hverfa. Störfin tóku þá við. Fyrst
skrifstofustörf um tíma, síðan hús-
móðurstörfin þegar hún 1951 giftist
fyrri eiginmanni sínum, Ingólfi Guð-
mundssyni, verslunarmanni, síðar
bónda, og eignuðust þau heimili í
Hafnarfirði. Böm þeirra hjóna urðu
fjögur en látinn er sonur þeirra
Gunnar.
Árið 1964 fluttist fjölskyldan að
Þórustöðum í Ölfusi og var þar haf-
inn mikill og myndarlegur búskapur.
Húsfreyjan á Þórustöðum var þannig
af Guði gerð að hún naut þess að
hafa fólk í kringum sig og vera gest-
gjafi. Það var því gestkvæmt á Þóru-
stöðum af frændum, vinum og ýms-
um óskyldum. Engum var vísað á
dyr. Nefni ég þar lítinn hnokka sem
þangað kom með móður sinni sem
þar starfaði. Varð hann fimmta barn
Bjargar þegar móðirin hvarf til ann-
arra starfa. Hefur hann fýlgt fóstur-
móður sinni síðan. Að Þórustöðum
kom Þorvaldur Skúlason myndlistar-
maður. Hann dvaldist þar í skjóli
húsbændanna nokkur sumur og
skapaði á bökkum Ölfusár mörg fög-
ur og sérstæð listaverk tengd því
sem Björn Th. Björnsson listfræð-
ingur nefnir í bók sinni um Þorvald
„Ólfusár-stef“. Frá Þórustöðum
hvarf Björg 1973 er þau hjón slitu
samvistum. Það var vissulega erfitt
átak en hún sagði mér að það hefði
ekki verið umflúið.
Hún hóf skrifstofustörf að nýju,
nú hjá Ríkisspítölum, og enn urðu
breytingar á lífi Bjargar. Árið 1975
giftist Björg eftirlifandi eiginmanni
sínum, Vilhjálmi Ólafssyni, við-
skiptafræðingi og skrifstofustjóra
Hagstofu íslands, og í hópinn bætt-
ist stjúpsonur. Lífið hélt áfram með
sínum björtu og dökku hliðum. Öllu
var tekið með rósemd. Þess skyldi
notið sem vel var gert. Það gerðu
þau saman Björg og Vilhjálmur svo
sannarlega, og nutu þess_ að vera
þá á æskuslóðum Bjargar. í veikind-
um sínum þegar þau bar að studdu
þau hvort annað með dyggri aðstoð
barna sinna.
Björg Eyjólfsdóttir var fyrir
margra hluta sakir sérstæður per-
sónuleiki. Hún háði jákvæða lífsbar-
áttu og tók mótlæti sínu með ró-
semi. Bjartsýni hennar var oft á tíð-
um ótrúleg. Vilji hennar til þess að
láta gott af sér leiða fyrir skylda sem
óskylda var einstakur. Hún var alls
staðar aufúsugestur hvar sem hún
kom enda með skemmtilegri persón-
um sem að garði bar.
Við Björg vorum börn þegar vin-
átta okkar hófst og bar þar aldrei
skugga á. Þá var það sem Sigrún
kona mín og Björg ásamt þremur
vinkonum þeirra hófu fyrir tæpum
fjórum áratugum að hittast til spila-
mennsku og ánægjulegra samveru-
stunda. Þegar tímaglasið var að
renna út vora samtölin í þá veru að
hún ætlaði að mæta svo fljótt sem
hún gæti. Þannig hafði það stundum
verið áður, og hún kom alltaf. Nú
kemur hún ekki framar. Ég veit að
vinkonur hennar munu sakna hennar
og minnast með þakklæti. Sjálfur
mun ég sakna þess að heyra ekki
oftar hvella og glaðværa rödd henn-
ar kasta á mig kveðju og spyija
hvort stelpurnar séu komnar.
Á útfarardegi Bjargar hugsa ég
til bróður hennar, vinar míns Reynis
Eyjólfssonar, og bið að sá sem öllu
ræður veiti honum styrk í veikindum
hans.
Björgu Eyjólfsdóttur kveð ég og
fjölskylda mín með þakklæti og biðj-
um henni Guðs blessunar. Eigin-
manni, börnunum og fjölskyldum
þeirra sendum við samúðarkveðjur.
Matthías Á. Mathiesen.
Björg var íyrsta barnið sem kom
að sunnan til sumardvalar á æsku-
heimili okkar að Bergsstöðum á
Vatnsnesi. Þó að mörg fleiri börn
fylgdu á eftir átti hún alltaf sinn
séstaka sess í hugum alls heimilis-
fólksins. Björg var þá 10 ára og
hafði ekki verið í sveit áður en fimm
urðu sumrin hennar á Bergsstöðum.
Eins og nærri má geta var þar æði
margt nýstárlegt fyrir kaupstaðar-
barnið en hún virtist strax ákveðin
í að semja sig að heimilisháttum
eftir bestu getu. T.d. var ýmislegt á
borð borið sem Björg hafði ekki
vanist, og lét hún það ekki á sig fá
en borðaði án möglunar hafragraut-
inn, selkjötið, æðareggin, fjalla-
grasamjólkina og hvað annað sem á
borðum var. Þannig var það ætíð
hjá Björgu, þrautseigja og samvisku-
semi var henni í blóð borin. Þegar
henni var fengið verk að vinna lagði
hún metnað sinn í að ljúka því svo
að sómi væri að. Strax daginn eftir
að hún kom bað hún um að fá eitt-
hvað að gera. Voru henni þá fengin
verkefni.
Þótt annasamt væri í sveitinni
yfir sumarið komu alltaf góðar frí-
stundir inn á milli og þær notuðum
við krakkarnir óspart til ýmissa
leikja. Oft var lagið tekið, því Björg
var mjög músíkölsk. Já, það var oft
glatt á hjalla og fitjað upp á ýmsu.
Eitt sumarið var afar menningar-
legt. Þá var farið að yrkja og gott
ef ekki er til einhvers staðar á blöð-
um ljóðmæli ungra skálda frá þeim
tíma. Þetta var enginn nútíma órí-
maður samsetningur, heldur með
höfuðstöfum og endarími eins og
vera ber. Ævinlega kom Björg fær-
andi hendi er hún kom í sveitina á
vorin og fyrir jólin kom kassi fullur
af ilmandi eplum og öðru góðgæti
sem örlátir foreldrar Bjargar sendu
og jók það ekki lítið á jólastemmn-
inguna á heimilinu. Það er harla
ótrúlegt að meira en hálf öld sé lið-
in síðan þetta gerðist svo ferskar
eru þessar minningar og ljúft að riíja
þær upp.
Björg var ávallt hress í anda og
mætti viðfangsefnum sínum á lífs-
leiðinni bæði í blíðu og stríðu af
bjartsýni og dugnaði. Hún var
traust, hreinskilin og hjartahlý. Nú
þegar Björg hefur lokið jarðvist sinni
eftir hetjulega baráttu við illvígan
sjúkdóm þökkum við henni áratuga
vináttu og biðjum henni blessunar
Guðs. Eiginmanni, börnum og öðrum
aðstandendum færum við innilegar
samúðarkveðjur.
Systkinin frá Bergsstöðum.
Elsku Björg.
Nú er komið að hinstu kveðju-
stund og mig langar að þakka þér
samfylgdina þótt á seinni árum liði
oft nokkuð langt á milli samfunda,
sem aðeins vora þegar ég átti ieið
um Suðurland eða þú um Akureyri.
Sérstaklega þakka ég þér allt sem
þú gerðir fyrir mig er ég kom til
þín að Þórustöðum í Ölfusi árið 1970.
Þú varst okkur Gunnhildi dóttur
minni sannarlega betri en enginn
og þið Ingólfur tókuð mér eins og
ég væri ykkar eigin dóttir.
Búskapur og heimilishættir á
Þórustöðum voru sérstæðir. Þar var
einstakt menningarsetur sem stjórn-
að var af mikilli útsjónarsemi, reisn
og smekkvísi. Allt var á sínum stað,
sama hvert litið var. Systkinin vora
fimm og því mikið líf og fjör, sannar-
lega engin lognmolla og kímnigáfan
ætíð á réttum stað. Árið 1972 breytt-
ust aðstæður á Þórastöðum er þið
Ingólfur slituð samvistir og þú flutt-
ir til Reykjavíkur.
En hamingjan brosti við þér á ný
þegar þú kynntist honum Villa og
þið genguð í hjónaband árið 1975.
Fyrst bjugguð þið ykkur heimili í
Grænuhlíð 12 sem einkenndist af
miklum samhug og myndarbrag. Þið
voruð innilega hamingjusöm og allt-
af var jafn ánægjulegt að heyra
ykkur og sjá.
En lífið var ekki alltaf dans á
rósum hjá ykkur og þegar hann
Gunnar sonur þinn var tekinn frá
ykkur í blóma lífsins varst þú orðin
fársjúk af krabbameini. Þú barðist
við sjúkdóminn eins og hetja með
mikilli bjartsýni og virtist eflast við
hverja raun. Aldrei var kvartað,
heldur slegið á létta strengi, því
skopskynið var sannarlega einstakt
hjá þér. Allar stundir vora nýttar til
að lifa lífinu hvort heldur var á ferða-
lögum, í sumarbústað í Brekku-
skógi, við gönguferðir eða til að njóta
fegurðarinnar sem blasti við frá
heimili ykkar í Hafnarfirði.
Þú varst umvafin kærleika frá
eiginmanni, börnum, barnabörnum
og tengdabörnum, sem öll voru þér
svo kær. Það varð líka mikið áfall
þegar Villi veiktist, en þá stóðst þú
eins og klettur við hlið hans. Það
var einstakt hvernig þið tókust á við
hlutina og stöppuðuð stálinu í sam-
ferðamenn ykkar.
Við héldum að þér hefði tekist að
sigrast á þessum skelfílega sjúkdómi
en þá tók hann sig upp á nýjum stað.
Eftir það varð engum vömum við
komið. Þú tókst örlögum þínum með
sömu skynsemi og ætíð fyrr og von-
aðir að hugsunin héldist skýr til hins
síðasta. Nú geymi ég með sjálfri mér
síðasta samtalið okkar, sem var fyrir
skömmu, ánægð með að öll hugsun
var svo sannarlega skýr þótt mátt-
urinn væri á þrotum, fullviss um að
þér líði vel á nýjum slóðum.
Hafðu þökk fyrir allt, kæra vin-
kona. Guð blessi þig.
Elsku Villi, Einar, Auður, Stefán,
Trausti og aðrir aðstandendur. Við
Láras, Gunnhildur, Magnús og Ág-
úst sendum ykkur innilegar sam-
úðarkveðjur og vonum að minningin
um þessa einstaklega sterku og
þroskuðu konu verði ykkur styrkur
um ókomin ár.
Kristín.
Fyrst þekktum við Björgu aðeins
lítillega sem „konuna hans Villa“ en
eftir að við fórum að koma á heim-
ili þeirra kynntumst við henni fyrst
að ráði. í hvert skipti sem við komum
tók hún okkur opnum örmum og
með mikilli hlýju því í hjarta hennar
var pláss fyrir alla. Frá fyrstu stundu
var okkur tekið sem einum af fjöl-
skyldunni.
Kynni okkar af Björgu sýna að
vinskapur er óháður aldri. Þótt ald-
ursmunurinn væri rúmir þrír áratug-
ir skorti aldrei umræðuefni, því rætt
var um allt milli himins og jarðar,
enda var Björg einstaklega jákvæð,
lífsglöð og hafði áhuga á öllu. í heim-
sóknum okkar til Villa og Bjargar
hljóp tíminn venjulega frá okkur
enda var mikið skrafað og hlegið. Á
einni kvöldstund tókst okkur líka
yfirleitt án mikillar fyrirhafnar að
íeysa öll heimsins vandamál.
Björg var hrein og bein, sá hlutina
eins og þeir voru, hnyttin í tilsvörum
og kímnin var aldrei langt undan.
Hún gerði óspart grín að sjálfri sér
og átti til beinskeyttar og kaldhæðn-
islegar athugasemdir eins og „Við
Villi fáum ekki kvef og flensu eins
og venjulegt fólk. Við fáum bara
hjartaáfall, heilablæðingu og
krabbamein" og svo hló hún dátt.
Því miður má þetta til sanns vegar
færa en þrátt fyrir mikil veikindi var
aldrei að heyra á henni nein merki
um uppgjöf. Ef við spurðum hana
um heilsufarið fengum við venjulega
einhver snaggaraleg tilsvör sem af-
greiddu þar með þá umræðu því
Björg lagði ekki í vana sinn að barma
sér.
Björg hafði mikla útgeislun og
var miklu sterkari en hún leit út
fyrir, svona lítil og grönn, því hún
bjó yfir miklum andlegum styrk.
Hún vissi hvaða máli það skipti að
horfa jákvætt á hlutina og vona við
besta. Hún hafði einu sinni sigrast
á krabbameini og ætlaði að gera
það aftur. Sem dæmi um viljastyrk
og væntumþykju hennar má nefna
að hún tók sér það á hendur, fár-
veik, að ná í áletrað armband handa
nýfæddri dóttur annarrar okkar.
Henni kom ekki til hugar að biðja
einhvern annan um að ganga frá
þessu því hún vildi gera þetta sjálf
og þá var ekkert sem aftraði því.
Þetta var vinargjörð sem aldrei
gleymist.
Vegna þess hve Björg bar sig vel
skynjuðum við varla hversu veik hún
var. Rúmum tveimur vikum fyrir
andlát hennar vorum við í heimsókn
og þó við vissum að sjúkdómurinn
væri ólæknandi hvarflaði þá ekki að
okkur að endirinn væri svona
skammt undan.
Við erum þakklátar fyrir að hafa
fengið tækifæri til að kynnast
Björgu og lítum á það sem forrétt-
indi að hafa þekkt hana. Eftir lifir
minning um einstaka konu.
Við sendum Villa og fjölskyldunni
allri okkar dýpstu samúðarkveðjur,
þeirra er missirinn mestur.
Auður og Hrönn.
Minnismerki úr steini
Steinn ér kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum
alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki.