Morgunblaðið - 05.12.1996, Side 52

Morgunblaðið - 05.12.1996, Side 52
52 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Gunnar Berg- mann Oddsson fæddist í Reykjavík 12. október 1929. Hann lést 23. nóv- ember sl. Foreldrar hans voru hjónin Oddur Oddsson vél- stjóri og Kristin Ólafsdóttir sem bjuggu um áratuga- skeið á Vesturgötu 37 í Reykjavík. Oddur var sonur Odds Oddssonar frá Bakkakoti á Kjalarnesi og konu hans Þórunnar Pétursdóttur sem ættuð var ór Grimsnesi. Kristín var dóttir Ólafs Ólafs- sonar frá Papey og konu hans Þóru Björnsdóttur frá Svein- skoti á Alftanesi. Gunnar kvæntist Ernu Bjarg- eyju Magnúsdóttur hinn 22. desember 1951. Foreldrar hennar voru hjónin Magnús Stutt er á milli lífs og dauða. Fyrir nokkrum dögum sátum við saman í afmælisveislu frænda Gunnars og vinar okkar hjóna og röbbuðum saman um daginn og veginn eins og gengur. Þar var Gunnar hress og kátur, talaði um að nú væri hann orðinn löggiltur, myndi hætta öllum leigubflaakstri þegar hann yrði sjötugur og fara Brynjólfsson og Margrét Ólafsdótt- ir, Seljavegi 13, Reykjavík. Börn þeirra Gunnars og Ernu eru: 1) Oddur Kristinn, f. 12. mars 1952. Hann er kvæntur Hrafnhildi Halldórsdóttur, f. 9. nóvember 1952. Dóttir þeirra er Linda Björk, __ f. 1982. 2) Ásgeir Örn, f. 7. september 1956. Hans börn eru Magnes, f. 1976, Freyja, f. 1985, og Gauti, f. 1988. 3) Þórdís, f. 27. maí 1958. Maður hennar er Jóhann Vil- bogason, f. 13. júlí 1954. Dóttir þeirra er Erna Bjargey, f. 1977. 4) Margrét Þóra, f. 18. septem- ber 1969. Sambýlismaður henn- ar er Hjálmar Elíasson, f. 1973. Útför Gunnars fór fram í kyrrþey. þá að gera það sem hann langaði til, eða hefði ætlað að gera fyrir löngu. Við kvöddumst eins og við höfum gert í gegnum tíðina og ætluðum að ræða málin frekar við annað tækifæri. Oddur, sonur Gunnars, hafði svo samband við mig í síma nokkrum dögum seinna og sagði mér skyndilegt lát Gunn- ars frænda míns. Mér fór sem Njáli forðum daga, Oddur þurfti að segja mér þetta þrisvar áður en ég skildi hvað hann var að að tala um. Frá fyrstu tíð var mikill sam- gangur á milli heimila okkar, en við vorum systkinasynir, og ég man varla eftir mér öðruvísi en að þekkja Gunnar, sem var fjórum árum yngri en ég. Þótt Oddur væri oftast að heiman á sjó á þessum árum hitt- umst við Gunnar oft og brölluðum margt saman. Að sjálfsögðu voru sum uppátæki okkar ekki vel séð af þeim fullorðnu, unglingavanda- mál þeirra tíma voru þó ekki jafn alvarleg og nú gerist, en litið var mjög alvarlegum augum þegar við stálumst niður að sjó eða niður á bryggjur til að fylgjast með lífinu þar. Að sjálfsögðu meintum við ekkert illt með þessu, vorum frekar undrandi á öllu uppistandinu sem af hlaust þegar við fórum niður i Selsvör að kvöldlagi, sem hlýtur að hafa verið að vori til, bara til að sjá betur þegar slokknaði á sólinni þegar hún sökk niður í sjóinn hinum megin í heiminum. Þegar fram liðu stundir fluttu foreldrar mínir suður í Hafnir. Þá fækkaði samvistum okkar Gunnars en alltaf var hátíð þegar ég kom á Vesturgötu 37. Þá vorum við orðn- ir stálpaðir og fórum hjólandi um allar trissur, eða í Sundhöllina og ekki síst niður að sjó til að skoða skipin. Eitt sinn þegar ég kom í heimsókn var Gunnar ekki til stað- ar, hann hafði lent í bflslysi. Ekki lífshættulegu en þó varð það til þess að vegna losts, sem hann komst seint yfir, brenglaðist tal hans, sem fylgdi honum alla tíð síð- an. Þegar hann hafði aldur til fór hann í Landakotsskólann. Ég fór aðrar leiðir að námi og óhjákvæmi- lega hittumst við ekki mikið meðan á þessu stóð. Þegar ég kom heim frá mínu námi var Gunnar kominn í Verslunarskóla íslands og þaðan útskrifaðist hann stúdent. Síðar útskrifaðist hann úr viðskiptadeild Háskólans. í húsnæðisvandræðum þess tíma og af miklum velvilja buðu Oddur og Kristín mér að dvelja hjá sér á Vesturgötu 37. Þá endumýjuðust kynni okkar frænda og fórum við saman á ný um ýmsa vegu. Á þessu tímabili var ég mikið hjá vinafólki minu frá fyrri ámm í Reykjavík, þeim Magnúsi Brynjólfs- syni og konu hans Margréti Olafs- dóttur sem bjuggu á Seljavegi 13. Þangað fór ég daglega til að hitta jafnaldra og vini. Einhvern veginn atvikaðist það svo að Gunnar fór með mér þangað nokkrum sinnum og kynntist vinum mínum þar. Eitt sinn þegar ég kom á Seljaveginn var Gunnar kominn þangað á undan mér. Þessu skildi ég ekkert í en þó ekki alllöngu síðar rann upp fyrir mér að hann hafði fengið augastað á einni heimasætunni. Allt gekk þetta eftir hjá frænda og giftust þau Ema Magnúsdóttir er tímar liðu fram. Um þetta leYti festi ég líka ráð mitt og flutti með Guðrúnu konu minni suður f Njarðvíkur. Eftir þetta hittumst við frændur ekki mikið. Tíminn fór mest í lífsstritið og það sem því fylgir. Um síðir fluttumst við hjónin aftur til Reykjavíkur og varð nú styttra á milli. Gunnar og Ema höfðu eign- ast §ögur böm á þessu tímabili. Gunnar stundaði alla tíð akstur leigubifreiða með námi sínu og þótt hann hefði lokið prófí í viðskipta- fræðum frá Háskólanum stundaði hann enn leigubílaakstur hjá Bæjar- leiðum og sá um skattframtöl fyrir fjölmarga aðila, þar á meðal fyrir okkur hjónin. Nú þegar komið er að leiðarlok- um verður manni á að spyija hvers vegna maður á svo til besta aldri er kallaður í burtu frá okkur svona alveg fyrirvaralaust. Ég vissi ekki um neina sérstaka kvilla sem hijáðu frænda minn og hann leit eins vel út og venjulega þegar við kvödd- umst síðast er við hittumst. En vegir guðs eru órannsakanlegir. Þeir fara frá okkur sem okkur þyk- ir að síst skyldi. Okkur hjónum er eftirsjá að Gunnari. Hann var alltaf kátur og hress, tilfyndinn í tilsvör- um og viðmótsþýður en efst er mér þó í huga greiðvikni hans og hjarta- hlýja. Það er huggun harmi gegn. Um leið og við Guðrún kveðjum þennan frænda minn með þökkum fyrir allt á liðinni tíð sendum við Ému, börnum þeirra og íjölskyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurjón Vilhjálmsson. Stórt skarð hefur verið höggvið í fjölskylduna. Tengdafaðir minn kvaddi þetta líf án þess að nokkurt okkar ætti von á því. Öll teljum við sjálfsagt að hafa ijölskylduna á meðal okkar, einkum ef ekkert sér- stakt amar að. Eftir að ég vissi að Gunnar væri farinn til annarra heimkynna rifyaði ég upp okkar seinasta samtal. Þar bar margt á góma, þar á meðal dauðann. Hann sagðist ekki geta hugsað sér að veslast upp af sjúkdómi og það versta sem fyrir hann gæti komið, væri að verða rúmliggjandi og ósjálfbjarga um langan tíma. Best væri að fara snögglega. Honum varð að ósk sinni, en þá kemur eig- ingimin upp hjá okkur sem eftir erum, við vildum hafa hann lengur hjá okkur, það passaði okkur ekki að hann færi núna. Eftir á að hyggja getum við þakkað Guði fyr- ir að verða við bón hans. Við verð- um líka að sætta okkur við að þessi tími sem varð fyrir valinu hefur kannski verið rétti tíminn fyrir Gunnar. Tengdafaðir minn var sérstakur maður. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur. Hann gerði góðlátlegt grín að snobbi og hann aðgreindi jafnan fólk með auka- nöfnum sem vom þó ekki meið- andi. Sjálfur var hann kallaður „Gunni kúla“ meðal starfsbræðra sinna og fannst honum það í góðu lagi. Oft var haft á orði að hann talaði sér tungumál af því að hann breytti oft heiti á hversdagslegum hlutum. Gunnar var vel að sér í íslensku máli og var oft gott að geta leitað til hans í því sambandi. Mér hefur alltaf fundist sérstakt t Faðir okkar, HANNES PÁLSSON, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, miðvikudaginn 4. desember. Guðlaug Ágústa Hannesdóttir, Bragi Hannesson. t Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengda- móðir, amma og dóttir, ÞORBJÖRG SIGURFINNSDÓTTIR, Foldahrauni 42, Vestmannaeyjum, sem lést miðvikudaginn 27. nóvember sl., verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmanneyjum, laugardaginn 7. des- ember kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið. Viðar Sigurbjörnsson, Gunnar Laxfoss Kristjánsson, Gísli Árni Kristjánsson, Svava Vilborg Ólafsdóttir, Sigurbjörn Einar Viðarsson, Erla Fanney Gunnarsdóttir, Silvía Rut Gfsladóttir, . Sigurfinnur Einarsson. t Faðirokkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR SIGURJÓNSSON, Móakoti, Garði, verður jarðsunginn frá Útskálakirkju laugardaginn 7. desember kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Frændi okkar og vinur, BENEDIKT KRISTJÁNSSON frá Álfsnesi, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju föstudaginn 6. desember kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Oddssjóð, Reykjalundi. Frændsystkin og vinir. GUNNAR BERG- MANN ODDSSON t Systir okkar og frænka, KRISTÍN JÓHANNSDÓTTIR á Hamarsheiði, sem lést föstudaginn 29. nóvember, verður jarðsungin frá Stóra- Núpskirkju í Gnúpverjahreppi laugardaginn sjöunda desember klukkan fjórtán. Systkini og aðrir vandamenn. t SVANLAUG FINNBOGADÓTTIR frá Gattalæk, Vfðimel 21, Reykjavfk, sem lést 1. desember síðastliðinn, verður jarðsungin frá Skarðs- kirkju í Landsveit laugardaginn 7. desember klukkan 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Magnús Magnússon. við tengdaforeldra mína að þau hafa tekið tengdabömum sínum sem sínum eigin bömum. Þeim hef- ur verið gert jafn hátt undir höfði og gerðar sömu kröfur og til bama þeirra. Gunnar var víðlesinn og hafði gott eyra fyrir tónlist. Því gat hann auðveldlega rætt um allt mögulegt við hvern sem var. Gunnar fylgdist vel með hvemig bamabömin stóðu sig í skólanum og ræddi gjarnan við þau um fram- haldsnám. Hann kom fram við þau sem jafningi og vinur. Það er óhætt að segja að þau sakna hans en þau geta huggað sig við það að eiga góðar minningar um góðan afa. Hrafnhildur B. Halldórsdóttir. Hann Gunnar skólabróðir minn og svili er látinn. Skyndilegt andlát hans minnir okkur á hvað stundum ér skammt á milli lífs og dauða. Kynni okkar Gunnars em orðin löng. Við kynntumst í Verzlunar- skóla íslands, er við hófum þar nám árið 1945. Eftir verzlunarpróf sett- umst við bæði í lærdómsdeild skól- ans og urðum stúdentar 1951. Gunnar var góður skólafélagi, hann var hjálpsamur og öllum velviljaður. Mér er minnisstætt þegar hann kynnti okkur skólasystkinin fyrir Emu unnustu sinni eftir síðasta stúdentsprófíð. Þá grunaði mig ekki að hún ætti siðar eftir að verða mágkona mín. Við Ema kynntumst svo betur í stúdentsferðalagi okkar til Kaupmannahafnar. Gunnar og Ema giftu sig um haustið og síðan hafa þau oftast verið nefnd í sama orðinu. Gunnar hóf nám í viðskiptafræði við Háskóla íslands. Á þeim ámm var lítið sem ekkert um námslán, stúdentar reyndu því að komast í vel launaða sumarvinnu, sem þýddi mikla vinnu. Þá byijaði Gunnar að aka leigubíl hjá Steindóri. Hann stundaði vinnuna af kappi og vann meira og minna með náminu, sem tók þar af leiðandi lengri tíma. Fjöl- skyldan stækkaði og þegar hann hafði lokið námi, var hann kominn með þrjú böm, eigin íbúð og eigin leigubíl. Hann hélt áfram leigubíla- akstri að námi loknu, líklega vegna þess að viðskiptafræðingar vom ekki í hávegum hafðir á þeim tíma og tekjumar hafa sennilega verið meiri hjá duglegum leigubílstjóra. Þetta átti aðeins að vera um stund- arsakir. Það fór þó svo, að leigubfla- akstur varð hans aðalstarf, en hann starfaði jafnframt sjálfstætt við bókhald og skattframtöl. Tungu- málakunnátta hans nýttist honum einnig vel í starfí því algengt er að leigubflstjórar, sem aka útlending- um, þurfí jafnframt að vera leið- sögumenn. Gunnar og Ema eignuðust fjögur böm, Odd Kristin, Ásgeir Öm, Þór- dísi og Margréti Þóru. Hann lét sér annt um fjölskylduna og studdi vel við bakið á bömum sínum. Gunnar hafði gaman af ferðalög- um bæði hérlendis og erlendis. Á sumrin tók hann sér frí og ók með ijölskylduna um landið. Tengdafor- eldrar okkar áttu margar indælar minningar frá ferðum með Gunnari og Emu. Gunnar var ljúfur maður, alltaf hress og í góðu skapi, hafði góða kímnigáfu, en hafði sig ekki mikið í frammi að fyrra bragði. Honum hætti jafnvel til að vera of hógvær. Hann var tengdaforeldrum okkar góður tengdasonur og er mér minn- isstætt hvað þau Erna voru natin og umhyggjusöm við tengdamóður okkar, sem áram saman átti við vanheilsu að stríða. Ekki gleymdi hann heldur foreldram sínum, sem bæði náðu háum aldrei, hann studdi þau í hvívetna með dyggilegri að- stoð Emu. Ég sendi Emu mágkonu minni, bömum þeirra, tengdabömum og bamabömum innilegar samúðar- kveðjur. Við geymum minninguna um góðan dreng. Helga Kristinsdóttir. • Fleiri minniagargreinar um Gunnar Bergmann Oddsson bíða birtingar ogmunu birtast í blað- inu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.