Morgunblaðið - 05.12.1996, Page 55

Morgunblaðið - 05.12.1996, Page 55
I ! J i I I : I I Í i 'J 4 MORGUNBLAÐIÐ______________________________________ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 55 vörðum við að miklu leyti með Helga við uppbyggingu skátaskál- ans Kúts á Hellisheiði, í fjallaferð- um, bíóferðum, tedrykkjum og öðru þar sem hann miðlaði af reynslu sinni á flestum sviðum okkur til handa. Er ekki nokkur vafi að þessi ár með Helga höfðu mikil og varanleg áhrif á okkur og munum við búa að þeim um langa framtíð. Minningarnar hrannast upp: Enski séntilmaðurinn á Jagúam- um, fjallamaðurinn á Toyotunni, græjukarlinn úr Skátabúðinni, smiðurinn bjástrandi við arininn uppi í Kút, trúbadorinn á stuttbux- unum hvítu í kojunni við vegginn, stýrið á Toyotunni sem fékk að kenna á óæskilegum stærðarmun milli skafls og dekkja skaflinum í vil. Bókmenntakvöld í Kút þar sem Helgi las upp úr verkum nóbel- skáldsins, Vivaldi á 80 km hraða með allar rúður niðurskrúfaðar á leið gegnum Vaglaskóg. Listinn er ótæmandi og ótrúlega fjöl- breyttur. Hópurinn var nokkuð stór og gengum við oft undir nafninu „strákarnir hans Helga“ og var það ekki ofsögum sagt. Hann var 20 árum eldri en við en tókst samt að vera bæði foringi og félagi. Eitt var það sem batt okkur saman sterkum böndum. Það var uppbygging Kúts sem Helgi stjórnaði af röggsemi. Heilt sumar fór t.d. í að grafa undan skálanum og skipti þá engu hvort skullu á jarðskjálftar eða rigning, myrkur eða bjart, alltaf dró Helgi okkur út að vinna. Áhugi okkar beindist þó þegar á leið smátt og smátt að öðru en þó hélt Helgi áfram ótrauður eins og sjá má á Kútnum í dag. Þegar Helgi er farinn heim munu verk hans standa. Minningin um góðan vin og leiðtoga lifir. Við bakkann hníga bláir straumar, blika út við sjónhring - draumar, eins og þá. Og meðan vindur voginn gárar, verð ég einn að setja’ út árar, eins og þá. (Jón Öm Marinósson) Sigurður Úlfars, Gunnar ÓIi og Eggert (bróðir). • Fleiri minningargreinar um Helga Eiríksson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR ÞÓRARINSSON, Miklubraut 58, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 6. desember kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Jóhannes Þór Guðmundsson, Erla Lára Guðjónsdóttir, Kristín Ingibjörg Guðmundsdóttir, Viggó Hagalin Hagalínsson og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, EDDA STEFÁNSDÓTTIR, Vífilsgötu 6, Reykjavik, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 28. nóvember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Margrét Ingólfsdóttir, Helgi Jón Davíðsson, Gunnar Guðmundsson, Hugrún Ósk Heiðdal, Björn Arason, barnabörn og systkini hinnar látnu. 4 4 4 4 4 i 4 4 i 4 4 4 ATVINNU AUGL YSINGAR Máttur óskar eftir eftirtöidu starfsfólki: íþróttakennara, þolfimikennara, aðstoðarfólki við afgreiðslu og þrif. Við opnum nýjan Mátt í Langarima 21-23 í Grafarvogi um áramót og þurfum að fjölga starfsfólki vegna þess. Auk þess vantar kennara í afleysingar í Mátt, Skipholti og Faxafeni. Upplýsingar og umsóknareyðublöð eru í Mætti, Faxafeni 14, sími 568 9915. Ármannsfell Kranamaður óskast Viljum ráða vanan kranamann á byggingar- krana. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar á skrifstofunni, Funahöfða 19, sími 577 3700. Ármannsfell hf. Sölufólk óskast Viljum ráða harðduglegt sölufólk til starfa fram að jólum, síðdegis eða á kvöldin. Æskilegt er að sölumenn hafi bíl til umráða eða séu nokkrir saman um bíl. Góð sölulaun í boði. Tilvalið fyrir skólafólk eða þá, sem vilja auka tekjur sínar. Áhugasamir hringi í síma 894 4305. Grindavík - laus kennarastaða Frá 1. janúar 1997 er laus staða við Grunn- skólann í Grindavík. Kennslugreinar: íslenska, samfélagsfræði og náttúrufræði í 8. til 10. bekk. Greiddur er flutningsstyrkur og aðstoðað við öflun húsnæðis. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðar- skólastjóri í síma 426 8555. Grindavík, 4. desember 1996. Bæjarstjóri. Sendikennarastaða íVín Laus er til umsóknar kennarastaða í íslensku við Vínarháskóla. Staðan verður veitt frá 1. mars 1997 til 30. september 2000. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í norrænum fræðum. Æskilegt er að þeir hafi íslensku að móður- máli og góða þýskukunnáttu. Umsóknareyðublöð og upplýsingar um kennsluskyldu og launakjör fást hjá forstöðu- manni Stofnunar Sigurðar Nordals. Umsóknir berist stofnuninni, Þingholtsstræti 29,101 Reykjavík, fyrir20. desember 1996. Stofnun Sigurðar Nordals. i |®Niir0iwi#WiiSí - kjarni máhins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.