Morgunblaðið - 05.12.1996, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 61
BRÉF TIL BLAÐSINS
Barátta við fordóma
Frá Völu Dóru Magnúsdóttur:
í MAÍMÁNUÐI sl. var mér sagt
upp störfum frá og með 1. júní.
Ástæða uppsagnar er eins og allt
í samskiptum fólks umdeilanleg.
Ég hef alltaf haft þá skoðun að það
þurfi tvo eða fleiri til að upp komi
ágreiningur og það þurfi jafn marga
til að viðhalda ástandinu og einnig
þurfi að taka tillit til allra aðila, ef
vilji er fyrir hendi til að leysa
ágreininginn. í minu tilfelli var það
aldrei reynt. Ég vona að þessi að-
gerð ráðamanna fyrirtækisins hafi
haft í för með sér að þar ríki nú
fádæma góður starfsandi.
Píslarganga
í ágúst sl. hafði ég loks kjark til
að byija að kanna hvaða störf væru
í boði á vinnumarkaðnum og gætu
hentað mér með tilliti til fyrri starfa
og þeirrar reynslu sem ég hef og
fer hér á eftir hvernig sú ganga
hefur verið.
Vinnumiðlanir
Ég hef lagt inn umsóknir hjá fjór-
um vinnumiðlunum um ákveðin
störf, svörun var í öllum tilvikum
neikvæð, en umsóknin yrði skoðuð
ef til kæmi starf við mitt hæfi.
Ekki í eitt skipti var rætt við mig
á þessum miðlunum til að kanna
hvort ég væri gjaldgeng á vinnu-
markaðnum. Á næstu vikum komu
auglýsingar frá þessum miðlunum
um störf, sem ég hefði með góðu
móti geta tekist á við. Aldrei var
haft samband við mig á þessum
tíma. Af þessari reynslu dreg ég
þá ályktun að fordómar séu þar í
gildi sem og annars staðar.
Auglýst störf
Það hefur verið nánast sama
reynla og af vinnumiðlunum.
Samantekt
Eins og sjá má á meðfylgjandi
töflu hef ég sótt um tuttugu og níu
störf (auk þess fjögur sem ekki eru
á töflunni) og ekki fengið. Svörin
hafa verið nei, því miður og svo
léleg afsökun um að það hafi svo
margir sótt um starfið og af þeim
sökum hafi umsókn minni verið
hafnað. Um þriðjungur hafði ekki
fyrir því að svara umsóknum mín-
um. Ástæður þessara svara eru án
efa aldur minn.
Lokaorð
Ég fyllist mikilli reiði þegar ég
heyri af hve mikilli vanþekkingu
félagsmálaráðherra talar um at-
vinnuþausa og setur alla undir sama
hatt. Ég held að hann ætti að bæta
heimavinnu sína. Ég trúi því ekki
að sá hópur atvinnulausra sé stór
sem ekki nennir að vinna. Ef marg-
ir atvinnulausir sitja heima eins og
ég með fulla starfsgetu og löngun
til að vinna, en fá ekki vinnu fyrir
það eitt að vera ekki á réttum aldri,
þá er illa komið. Ekki erum við að
biðja um ráðningu til tíu eða fimmt-
án ára, heldur tækifæri til að sanna
að við erum enn nýtir starfsmenn.
Ég mun halda áfram að sækja um
þau störf sem höfða til mín. Að
sjálfsögðu velti ég því fyrir mér hve
lengi ég hef kjark til að halda þess-
ari baráttu áfram, sem fram til
þessa hefur verið vonlítil. Ég verð
kannski einn af letingjum félags-
málaráðherra.
VALA DÓRA MAGNÚ SDÓTTIR,
atvinnulaus VR-félagi.
umsókn hvar sótt um starf sem sótt er um hvar auglýst send inn fyrir svörun
send inn
12..8.96 Guðni Jónsson sími * skrifst.st Morqunbl. 12.8.96 nei
12.8,96 Skattst.Reyk janes skrifst.st Morqunbl 12.8.96 nei
8,8,96 Tæknigarður skrifst.st Morgunbl 8.8.96 nei
4,8,96 Rikissaksóknari skrifst.st Morgunbl 4.8.96 nei
4.8.96 Merkt starf V skrifst.st Morgunbl. 4.8.96 nei
7.8.96 Merkt 5-1061 skrifst.st Morgunbl 7.8.96 ekki svaraþ
13.8,96 Liósauki aim.skrifsts.st Morqunbl 13.8.96 nei
13.8.96 LiBsauki innsl.i concorde Morgunbl 13,8,96 nei
20,8,96 Merkt H-15231 simav.oq alm.skrifst. Morqunbl 23,8,96 ekki svarab
20,8,96 Metnaóur Word Excel bókhald Morqunbl ekki tekiö fram nei
20,8,96 Hagvangur Stéttarfél.þ jónustufyfirtæki Morgunbl. 27,8,96 ekki svaraö
20,8,96 Löqmannsstofa alm.skrifst.st Morqunbl 22.8,96 ekki svarað
22.8.96 Sölufulltrúar Auqlýsinqar Morqunbl 26.8.96 nei
27.8,96 6reiníngar*rá&gj Læknaritari Morgunbl 10.9,96 nei
27,8,96 Abendi Bókarar m.reynslu Morgunbl. ekki tekið fram ekki svarað
1.9.96 Leikf.R.vikur Mibasala Morgunbl 9.9.96 nei
1,9,96 Laus störf h361 símav.alm.skrifst.störf Morgunbl 6.9.96 nei
1,9,96 Sýsium.R.vik störf þinql.oq uppboð Morgunbl 15,9,96 nei
1,9,96 Lyfjabúöir ehf afqreiöslustörf Morqunbl 6,9,96 nei
10,9,96 Merkt f jöih-839 ritari Morqunb! 13,9,96 nei
10.9.96 Vaki-öryggiskerfi alm.skrifst.st Morgunbl 13,9,96 ekki svarab
10,9.96 Pharma ehf Afgr.st Morgunbl 14,9,96 ekki svaraft
17,9,96 Póstur oq simi alm.skrifst Laqt inn 18,9,96 nei
17,9,96 Merkt B-12 bókhald Morgunbl 18.9.96 ekki svaraþ
22,9,96 Arskógar fél.m. ritarast Morgunbl 2.10.96 ekki svarað
16.10.96 Kópavoqsbær ritari á skólaskrifst. Morgunbl 18.10.96 biö
22.10.96 Merkt 1-857 skrifst.st Morqunbl 24.10.96 ekki svaraö
22.10.96 Merkt skrst-22 h.Saqa skrifst.st Morqunbl 25.10.96 nei
20.1 1.96 Félaqsm.st.Kópavoqs ritarastörf Morgunbl 2.12.96 bib
Að svíkja sína trú
Frá Þorkeli Ágústi Óttarssyni:
PRESTUR Fríkirkjunnar, Guð-
mundur Örn Ragnarsson, skrifaði
23. nóvember bréf til blaðsins þar
sem hann skammaði þjóðkirkjuna
og „svokallaðar kristnar ríkis-
stjórnir vesturlanda" fyrir að
vinna ekki með
og fyrir Israel.
Ástæðan er sú
að endurkoma
Krists og stofn-
un Ísraelsríkis
fer saman sam-
kvæmt spádóm-
um Biblíunnar.
Mér finnst ekk-
ert athugavert
við það að fólk
vænti endurkomu Krists en mér
finnst varhugavert þegar það á
að fara að svíkja trú sína til að
flýta þeirri endurkomu. Já, að
svíkja trú sína því þeir sem hvetja
til ofbeldis, ranglætis og kúgunar
í nafni kristinnar trúar hafa ekki
lesið Nýja testamentið nógu vel,
ekki kynnt sér söguna sem skyldi
eða snúist gegn upphöfnum og
dásamlegum boðskap Jesú Krists.
Hann boðaði kærleika á meðal
manna og hvatti til umburðarlynd-
is og fórnfýsi. Það sem Ísraelsríki
er að gera gegn Palestínumönnum
og öðrum nágrannaþjóðum er ekki
> neinu samræmi við það sem
Kristur boðaði.
Ég er þess fullviss að heimhvarf
gyðinga til ísraels er uppfylling
spádóma en það merkir ekki að
allt sem þar gerðist hafi verið
Guði þóknanlegt. Þau hryðuverk
og morð sem framin hafa verið í
þessu helga landi, bæði af hálfu
gyðinga sem og múslima, eru
skammarblettur á sögu mannkyns-
ins, sorgleg örlög vitfirrts heims.
Því hlýtur hver kristinn maður sem
og aðrir kærleikselskandi menn að
styðja við bakið á þeim sem leita
friðarins og réttlætis þjóðunum til
handa. „Sælir eru friðflytjendur,
því þeir munu Guðs börn kallaðir
verða,“ segir í fjallræðunni (Mt.
5:9).
Tilgangur trúarbragða á að vera
að stuðla að einingu og kærleika
á meðal manna. Ef þeim tekst það
ekki er það tákn þess að fylgjend-
umir eru á villigötum. Kærleiks-
lögmál Krists nær ekki aðeins til
trúbræðra okkar, heldur til allrar
sköpunar Guðs, fylgjenda annarra
^emoMtaAÚAÍá
Handsmíðaðir 14kt gullhringar
Kringlunni 4-12, sími 588 9944
trúarbragða meðatalinna. Ba-
há’u’lláh, boðberi bahá’í trúarinnar
(borið fram bahæ) sagði: „Ó fólk!
Umgangist fylgjendur allra trúar-
bragða í anda vináttu og bróður-
þels,“ og „Ó mannana börn! Vitið
þér eigi hvers vegna vér skópum
yður af einu og sama dufti? Til
þess að enginn skyldi upphefja sig
yfir annan,“ og enn aftur „Þeim
ber ekki að miklast sem elskar
ættjörð sína heldur þeim sem elska
heiminn allan. Jörðin er aðeins eitt
land og mannkynið íbúar þess.“
Er hægt að orða kærleiksboð-
skap Krists á betri veg?
ÞORKELL ÁGÚST ÓTTARSSON,
Skipholti 30, Reykjavík.
MASTER
HITABLÁSARAR
Reykjavík: Ármúla 11 - sími 568-1500
Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070
Coíy
Gifshlutir Máiiðsjáif **
Mikið úrval af jólavörum og öðrum skrautmunum
GífSVÖrtir, Funahöfða 17, síma 587 8555. Póstsendum
Barock - roecoeo
Sófasett 3+1+1+borð+2 auka stólar
aðeins kr. 232.000 stgr. allt settið.
Litir: Bleikt, rautt og drapplitað.
Einnig kommóður, skatthol, bókahillur.
Borðstofuborð og stólar í sama stíl
á hagstæðu verði.
Yalhúsgögn
ÁRMÚLA 8, SÍMAR 581 2275 og 568 5375
nýjasta
gegn a
20% afsláttur
af öllum
0R0BLU
sokkabuxum
fimmtudaginn
5. desember
kl. 13:00 " 17:00. Kringlú
a ny r, t ivö ruverj l u n
nni - Austurstræti
í sambandi við neytendur
frá morgni til kvölds!