Morgunblaðið - 13.12.1996, Page 2

Morgunblaðið - 13.12.1996, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Dæmt í máli bílstjóra rútunnar sem valt í Hrútafirði Vindhviða átti stærstan þátt í að rútan fór út af HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands vestra hefur dæmt rútubílstjóra til að greiða 50 þúsund króna sekt til ríkissjóðs, en jafnframt sýknað hann af kröfu um sviptingu ökuréttinda. Bílstjórinn ók rútu Norðurleiðar, sem fór út af veginum í Hrútafirði þann 22. október í fyrra, og valt með þeim afleiðingum að tveir farþegar létust. Hann var ákærður fyrir að aka of hratt miðað við aðstæður, auk þess sem hjólabúnaði rútunnar hefði verið áfátt. Fjölskipaður dómur dæmdi í mál- inu. Dómsformaður var Halldór Halldórsson héraðsdómari og með- dómendur Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari og Jens Bjarnason verkfræðingur. I niðurstöðu þeirra segir, að ekki liggi fyrir hvort öku- riti rútunnar hafí verið settur í hana eins og reglur gerðu ráð fyrir og ekki liggi fyrir hvort hann hafí verið prófaður á réttan hátt, enda ekkert verkstæði komið með löggildingu til þess þegar slysið átti sér stað. Ekki sé því unnt að leggja skráningu ökuritans um hraða rútunnar til grundvallar. Bílstjórinn kvað 80-90 km skráningu ökuritans of háa tölu og sagði að skömmu fyrir slysið hefði hann ekið á 60 km. Dómararn- ir lögðu þá tölu til grundvallar. Dómurinn telur sannað að sterk vindhviða hafi skollið á rútunni með þeim afleiðingum að hún fór út af veginum. Krapi hafí verið á vegin- um, en sést í slitlag í hjólförum. Því hafi vegurinn ekki verið flugháll, en krapinn valdið því að um leið og bifreiðin fór út úr hjólförunum hafi verið hált undir henni og hún látið mun verr að stjórn en ella. Búnaði hjóla áfátt Dómurinn segir að hjólbarðar rút- unnar hafi verið með snjómynstri, en nokkuð slitnir og afturhjólbarð- amir meira. Þeir hafi staðist ákvæði reglugerðar hvað lágmarks mynst- urdýpt varði. Hins vegar verði að taka mið af akstursaðstæðum, öku- hraða, árstíma o.fl. og beri að gera meiri kröfur. Dómurinn telur sannað að búnaði hjóla hafí verið áfátt í umrætt skipti. Ef ökuhraði hefði verið minni og hjólbarðar betri við akstursaðstæður í Hrútafirði þennan dag hefði rútan ekki hafnað utan vegar, enda vindur- inn ekki eina orsök slyssins. Bíistjór- inn hafi hlotið að verða var við vind- hviður og þurft að miða ökuhraðann við það. Ljóst sé að hann hafi ekið of hratt miðað við aðstæður, án nægjanlegrar aðgæslu og hjólabún- aði verið áfátt. „Hins vegar telur dómurinn vindhviðuna sem skall á bílnum hafa átt stærstan þátt í því hvemig fór og hefur dómurinn það í huga er gáleysisstig verknaðar ákærða er metið.“ Niðurstaða dómsins er sú, að bíl- stjórinn skuli greiða 50 þúsund kr. sekt til ríkissjóðs og málskostnað. 2. umræða um fjárlög á Alþingi í dag Breytingartillögur nema 711 milljónum ÖNNUR umræða um fjárlagafrum- varp næsta árs verður á Alþingi í dag og hefur meirihluti fjárlaga- nefndar Alþingis lagt til breytingar á fmmvarpinu sem þýða alls 711 milljóna króna útgjaldaauka. Þar er m.a. gert ráð fýrir að hækka framlag til nýframkvæmda í vegamálum um 100 milljónir. Um er að ræða lán úr ríkissjóði til að flýta viðgerðum á vegamannvirkjum Þrjú börn brotnað við blaðburð BRÖGÐ em að því að blaðburð- arbörn Morgunblaðsins hafi slasast í hálkunni undanfama daga. Samkvæmt upplýsingum frá áskriftardeild blaðsins hafa þijú börn handleggsbrotnað við útburðinn þegar þau hafa hras- að á svellbunkum. Einn dreng- ur hefur verið frá í tvo mánuði. Til mikilla bóta yrði ef hús- eigendur bæm salt á svellið við útidyr sinar og létu jafnframt útidyraljós loga þegar börnin koma með blaðið á morgnana. sem urðu fyrir skemmdum af völdum Skeiðarárhlaupsins og verður lánið endurgreitt af vegafé árið 1999. Þá kemur fram í áliti meirihluta fjárlaganefndar að millifæra á 970 milljónir frá sjúkratryggingum yfír á nýjan fjárlagalið sem nefnist verk- greiðslur til sjúkrahúsa og heilsu- gæslustöðva. Er millifærslan vegna áforma um sparnað í rannsóknum. Af öðmm tillögum má nefna 6 milljóna króna framlag til Hins ís- lenska bókmenntafélags en fyrir- hugað er að gera samning við félag- ið um að ljúka útgáfu á Sögu Is- lands á næstu ámm. Þá fær Borgar- byggð 8 milljóna króna framlag vegna framkvæmda við næsta landsmót Ungmennafélags íslands. Fyrirhugað er að unglingum í efstu bekkjum grannskóla verði gefinn kostur á kennslu í ökuhermi og fær Umferðarráð 3 milljóna framlag til að kaupa slíka herma. Einnig era framlög aukin um 35 milljónir vegna átaks í löggæslu vegna fíkniefnamála og um 25 millj- ónir vegna átaks í tollgæslu vegna fíkniefnasmygls. Nokkrir fjárlagaliðir lækka, þar á meðal framlög til skattstofa lands- ins um samtals rúmar 20 milljónir vegna spamaðar við að taka upp skönnun á skattframtölum. Loftnets- skermar í brotajárn BYRJAÐ var í gær að fella loft- netsskerma fjarskiptastöðvar Varnarliðsins við Básenda. Gervihnettir hafa nú leyst þessar stöðvar af hólmi og hafa skerm- arnir staðið ónotaðir í fjögur ár. Hringrás hf. sér um að fella turn- ana og vinna þá í brotajárn. Fjórir Kínverjar með fölsuð vegabréf stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli Samverkamenn eru yfirheyrðir DÖNSK yfirvöld neituðu að taka við fjórum ungmennum af kín- versku bergi brotnum sem stöðvuð vom með fölsuð vegabréf í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á þriðjudag og snem þau aftur hingað til lands í gær. Tveir menn sem vom í för með þeim höfðu fullgild skilríki og komust til Kanada, þar sem þeir vom yfirheyrðir vegna gruns um að vera samsekir um þessa tilraun til að komast ólöglega inn í landið. Kínveijarnir, þrír karlmenn og stúlka, sem eru um tvítugt, höfðu haft nokkurra daga viðdvöl hérlend- is og hugðust halda til Halifax í Kanada á þriðjudag. Með japönsk vegabréf Við vegabréfsskoðun vaknaði gmnur um að ekki væri allt með felldu, en fólkið bar japönsk vega- bréf að sögn Gottskálks Ólafssonar aðaldeildarstjóra í tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli. Eftir nokkra yfírheyrslu var kölluð til japönsku- mælandi kona sem gat staðfest að þama væru ekki Japanir á ferð og viðurkenndi þá fólkið að vegabréfin væm fölsuð. Ekki er þörf á vega- bréfsáritun fyrir japanska ferða- menn í mörgum vestrænum lönd- um, þar á meðal íslandi. Gottskálk segir fólkið fullyrða að þau hafi átt að fá afhent kín- versk vegabréf sín eftir að þau kæmust inn í Kanada. „Samverka- menn þessa fólks hafa verið til rannsóknar hjá kanadíska útlend- ingaeftirlitinu um skeið og þeirra mál em til frekari skoðunar nú, eftir að þeir voru yfirheyrðir,“ seg- ir hann. Fólkið var sent til Danmerkur í fylgd íslensks lögreglumanns og tollvarðar en Danir neituðu að taka ábyrgð á Kínveijunum, þar sem þeir höfðu aðeins haft skamma við- dvöl á Kaupmannahafnarflugvelli á leið sinni til íslands. Samkvæmt alþjóðalögum bera þau ríki sem hleypa fólki sem svo er ástatt um innfyrir sín landamæri, ábyrgð á því og kveðst Þorgeir Þorsteinsson sýslumaður á Keflavíkurflugvelli gera ráð fyrir að íslenska ríkið þurfi að greiða fyrir flutning fólksins til Hong Kong, næsta brottfararstaðar á undan Danmörku. „Ef fólk kemst til Bandaríkjanna eða Kanada og er snúið við, því það hefur ekki gild skilríki til að kom- ast inn í þau lönd, er flugfélagið sem flutti fólkið sektað. Flugfélagið óskaði því í þessu tilviki eftir að litið yrði nánar á þetta fólk og þá kom hið sanna í ljós,“ segir Þorgeir. Haganlegar falsanir Þorgeir segir falsanir vegabréf- anna vel úr garði gerðar og hefði verið erfitt að sjá að þau væru ekki í lagi. „Kínveijamir hefðu þó senni- lega ekki komist inn í Kanada, þannig að við hefðum hvort sem er þurft að glíma við vandann fyrr eða síðar," segir hann. Fólkið var afhent Útlendingaeft- irlitinu í Reykjavík eftir komuna til landsins í gær. Ljósmynd/Travis Kelly k jóladagsia-á í miðborpnníi ' v’wfy'"*’ ^ BSIeimni. BLAÐINU í dag fylgir tólf síðna auglýsingablað þar sem ýmsar verslanir og þjónustufyrirtæki í miðborg Reykjavíkur kynna marg- breytilegt vömúrval og þjónustu sína. Andlát SIGFUS DAÐASON SIGFÚS Daðason, eitt helsta skáld þjóðarinn- ar, lést á Landspítalan- um í Reykjavík í gær, 12. desember, á sex- tugasta og níunda ald- ursári. Sigfús fæddist 20. maí 1928 í Drápu- hlíð í Helgafellssveit, sonur Daða Kristjáns- sonar bónda þar og Önnu Sigfúsdóttur. Sigfús varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1951 og lauk háskólaprófi, Licence és-Lettres, frá Háskólanum í París 1959. Hann starfaði sem ritstjóri Tímarits Máls og menningar 1960 til 1976, auk starfa við bókaútgáfu forlagsins til sama tíma. Hann sat í stjóm Rithöfundasambands íslands 1961-65 og í stjórn Bókmenntafé- lags Máls og menning- ar 1962 til 1975, þar af formaður um tíma. Fyrsta ljóðabók Sigfúsar var Ljóð 1947-51, útgefin 1951. Þá kom Hendur og ljóð, útgefín 1959, Fáein ljóð, útgefin 1977, Útlínur bak við minnið, útgefin 1987 og Provence í endursýn árið 1992. Hann skrifaði einnig bókina Maður- inn og skáldið um Stein Steinarr sem út kom 1987. Sigfús starfaði einnig að þýðing- um og má í því sambandi nefna skáldsögumar Jóhann Kristófer eft- ir Romain Rolland og Þögn hafsins eftir Vercors, og ljóðabókina Útlegð eftir Saint-John Perse. Sigfús bjó einnig til prentunar Einum kennt - öðmm bent og Ritgerðir 1926- 1959 I—II eftir Þórberg Þórðarson og fyrstu ritverk Þórbergs í óbundnu máli undir heitinu Olíkar persónur árið 1976. Þá gaf Sigfús út bækur Málfríðar Einarsdóttur hjá eigin forlagi, Ljóðhúsi. Sigfús kvæntist Ónnu Brynjólfs- dóttur árið 1954, en þau slitu sam- vistir. Eftirlifandi eiginkona hans er Guðný Ýr Jónsdóttir, en þau gengu í hjónaband árið 1983. 82% telja ofbeldi hafa aukist RÚMLEGA 82% þeirra, sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Gallup telja að líkamlegt ofbeldi hafi aukist á síðustu mánuðum en 1% telur það hafa minnkað. Yfirgnæfandi meiri- hluti eða 91% aðspurðra telja að þyngja beri refsingu. Könnunin náði til 1.250 einstakl- inga á aldrinum 15 til 75 ára og svömðu 75,4%. Fram kom að um 89% kvenna telur að líkamlegt of- beldi hafi aukist og um 75% karla. Hlutfall þeirra sem telja að líkam- legt ofbeldi hafi aukist hækkar eftir aldri fólks. Þannigtelja rúmlega 73% þeirra sem em á aldrinum 15-24 ára að ofbeldi hafi aukist en rúmlega 94% 55 ára og eldri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.