Morgunblaðið - 13.12.1996, Síða 4

Morgunblaðið - 13.12.1996, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Sala aflaheimilda: i Tekjur 1 ekki sér- greindar TEKJUR sem stafa af sölu afla-i, heimilda eru ekki sérgreindar í árs-R reikningum fyrirtækja og er þvíjj ekki hægt að sjá hvað miklir skatt-S ar eru greiddir af þessum viðskipt-1. um. Kemur þetta fram í skriflegu svari fjármálaráðherra sem dreif hefur verið á Alþingi. Fyrirspyijandinn, Guðmundurj Árni Stefánsson, segir ljóst af svar ráðherrans að enginn viti hver skattskilin séu og svarið gefí tilefni til að velta því fyrir sér, hvort ekki þurfi að breyta t.d. bókhaldslöguin til að bæta úr því ástandi, að ekki| sé hægt að finna upplýsingar unv þessi umfangsmiklu viðskipti. Guðmundur Árni spurði fjár-j málaráðherra um skatttekjur ríkis-f sjóðs af viðskiptum með aflaheim-;- ildir á árunum 1994-95 og hvort|, það væri mat ráðherra að skattskil-j in væru eðlileg og fullnægjandil' Ráðherra svaraði því til að tekjuij' af sölu aflaheimilda væru ekki sér4 greindar í ársreikningum fyrirf tækja og því ekki unnt að vinn# úr upplýsingakerfum skattkerfisí ins upplýsingar um skattstofn vegna sölu á aflaheimildum eða hveijar skatttekjur ríkisins voru af þeim á tiigreindum árum. _ í skoðun hjá skattyfirvöldum i í svarinu er vakin á því athyglt að sala á aflaheimildum leiði ekk| í öllum tilvikum til skattlagningar|, vegna taprekstrar eða nýtingar áy yfirfæranlegu tapi frá fýrri árum. Yfirfæranlegt uppsafnað skatta- legt tap lögaðila í sjávarútvegi í árslok 1995 var um 20 milljarðar kr. Þar af voru 8 milljarðar kr. hjá fiskveiðifyrirtækjum og 12 millj- arðar hjá fiskvinnslufyrirtækjum. Skatttekjur ríkissjóðs af tekju- skatti fiskveiðifyrirtækja við síð- ustu skattálagningu voru 202 millj- ónir kr. sem er um 4% af tekju- skatti lögaðila. Ráðherra segist heldur ekki geta svarað síðari lið spurningarinnar með afdráttarlausum hætti, það er hvort skattsvik viðgangist í þessum viðskiptum. „Ekki liggja fyrir nein- ar upplýsingar um vanhöld í skatt- skilum fyrirtækja að þessu leyti, en þessi þáttur skattskila er nú í skoðun sem liður í eftirlitsáætlun ríkisskattstjóra og skattstjóra á yf- irstandandi ári.“ „Rýrt í roðinu“ Guðmundur Ámi segir svarið vera „heldur rýrt í roðinu". Ráð- herra geti í raun ekki svarað spurn- ingum hans. Guðmundi þykir þó athyglisvert, að í svarinu komi fram viss mótsögn. í fyrri hluta þess segi ráðherra að tekjur af sölu afla- heimilda séu ekki sérgreindar í árs- reikningum fyrirtækja og komi ekki fram sem skattstofn í framtölum. Hins vegar segi hann í síðara hluta svarsins, að „þessi þáttur skatt- skiia“ sé nú í skoðun sem iiður í eftirlitsáætlun skattstjóra á yfír- standandi ári. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra lýsti þeirri skoðun sinni í samtali við Morgunblaðið í gær að skoða þurfi hvort hægt sé að fram- kalla viðskipti með aflaheimildir sérstaklega í skattframtölum sjáv- arútvegsfyrirtækja. Einnig væri full ástæða til að kanna breytingar á skattalögum vegna afskrifta á keyptum aflaheimildum í bókhaldi, meðal annars með tilliti til dóma sem fallið hafa. Guðjón Guðmundsson alþingis- maður sagði, þegar hans álits var leitað, að svör ráðherrans staðfestu réttmæti gagnrýni þeirra Guð- mundar Hallvarðssonar á gallá framsals aflaheimilda. L FRÉTTIR Breytingar á gjaldskrá Pósts og síma Símtöl innanlands hækka en símtöl til útlanda lækka NÝ gjaldskrá hjá Pósti og síma tek- ur gildi 16. desember nk. Þriggja mínútna staðarsímtal að degi til hækkar um 14,3% og um nætur og heigar um 9% en símtöl til útlanda lækka um allt að 36%. Afnotagjald fyrir heimasíma og verslunar- og atvinnusíma hækkar um 15,8%. Þá hækkar meðalsímtal við 118 en þar eru gefnar upplýsingar um ný og breytt símanúmer um 53%. Að sögn Guðmundar Björnsson- ar, aðstoðarpóst- og símamála- stjóra, er þetta ekki í fyrsta sinn, sem símtöl til útlanda lækka. „Þetta er ijórða lækkunin á fimm árum,“ sagði hann. 1. júlí 1992 lækkuðu þau um 16%, 1. maí 1993 um 6% og fyrr á þessu ári um 10%. „Þetta er gert vegna þess að tilkostnaður við samtöl til útlanda er að lækka og þá leyfum við okkar viðskiptavin- um að njóta þess,“ sagði Guðmund- ur. „Ein ástæðan fyrir því að við erum að hækka staðarsímtölin er sú að kostnaðargrundvöllurinn er að breytast á milli langlínusímtala og staðarsímtala. Við lækkuðum í sum- ar langlínutaxtanna og nú erum við að hækka staðartaxtana til að jafna þetta upp og breyta um leið gjald- skráruppbyggingunni," sagði Guð- mundur. Afnotagjald Ársfjórðungslegt afnotagjald fyrir heimasíma hækkar úr kr. 1.382 í kr. 1.600 eða um 15,8% og afnota- gjald fyrir verslunar- og atvinnusíma hækkar úr kr. 2.764 í kr. 3.200 eða um 15,8%. Símtöl við 118 sem gefa upplýsingar um ný og breytt síma- númer hækka þannig að talning skrefa verður á fímm sek. fresti í stað átta áður. Meðalsímtal mun þá kosta um kr. 26 en kostar um kr. 17 en það er 53% hækkun. Síðasta gjaldskrárbreyting Pósts og síma var gerð 1. júní sl. og þá lækkuðu símtöl til útlanda að með- altali um 10%. Jafnframt var felldur niður dýrari langlínutaxti fyrir sím- töl innanlands. Ársfjórðungsgjald fyrir síma svo og verð staðarsímtala hækkaði síðast 1. febrúar 1992. Símtöl til útlanda Símtöl til nágrannalandanna iækka á bilinu 6-30% en auk þess mun næturtaxti til Evrópulanda taka gildi kl. níu á kvöldin í stað ellefu áður. Munu því fleiri símnotendur geta nýtt sér 25% afslátt, sem veitt- ur er á kvöldin eins og segir í frétt frá Póst- og símamálastofnun. Sím- töl til Bandaríkjanna og Kanada lækka um 12% og til ýmissa landa í Asíu og Ástralíu lækka símtöl um alit að 36%. Símtöl innanlands Frá sama tíma hækka staðarsím- töl þannig að hvert teljaraskref sem er fjórar mínútur að degi til verður þijár mínútur og styttist úr átta mínútum í sex á kvöldin og um nætur og helgar. Þriggja mínútna staðarsímtal hækkar að deginum úr kr. 5,81 í kr. 6,64 eða um 14,3%. Á kvöldin og um nætur og helgar hækkar símtalið úr kr. 4,57 í kr. 4,98 eða um 9%. Verð á langlínu- samtölum breytist ekki. Stokkið yf- ir fjórar á hestbaki MIKIÐ var um dýrðir á jólasýn- ingu fimleikadeildar Fylkis sem haldin var í vikunni. Þar sýndi fimleikafólk frá fjögurra ára aldri þverskurð af því sem það hefur Iært í vetur og dansaði kringum jólatré. Stúlkurnar á myndinni eru í meistaraflokki Fylkis og sýna fremur óhefð- bundið stökk yfir hest. Hrafn Jök- ulsson rit- stýrir Mannlífi HRAFN Jökulsson, ritstjóri Alþýðu- blaðsins, hefur verið ráðinn ritstjóri tímaritsins Mannlífs og tekur við stöðunni upp úr næstu áramótum. Magnús Hreggviðsson, stjómar- formaður Fijáls framtaks, sem gef- ur út Mannlíf og fleiri tímarit, sagði að Þórarinn Jón Magnússon , sem ritstýrt hefur tímaritunum Mann- lífi, Vikunni og Bleiku og bláu, hefði sagt upp störfum. Hrafn Jök- ulsson hefði verið ráðinn til að rit- stýra Mannlífi en ekki hefðu enn verið ráðnir ritstjórar að hinum tímaritunum og myndi Þórarinn rit- stýra þeim áfram meðan leitað yrði að öðrum ritstjórum. Morgunblaðið/Kristinn Breytingar á skattalögum afgreiddar frá Alþingi Afsláttur vegna hlutafjár- kaupa afnuminn í þrepum ÞRJÚ lagafrumvörp ríkisstjórnar- innar, sem varða breytingar á skattalögum, voru afgreidd sem lög frá Alþingi á miðvikudag. Þar á meðal var lögum um tekju- og eigna- skatt breytt á þann hátt, að skattfrá- Opið í dag 10-19 Sumar versfanír opnar íengur KRINGL4N frá mörgni til hvölds dráttur vegna hlutafjárkaupa ein- staklinga verður þrepaður niður á næstu þremur árum og afnuminn árið 2000. Samkvæmt nýju ákvæðunum um þetta efni verða þeir sem vilja fá fullan frádrátt vegna fjárfestingar í innlendum atvinnurekstri að fjár- festa fyrir að lágmarki 129.900 kr., ef um einstakling er að ræða. Fyrir hjón gildir tvöföld þessi fjárhæð. Skattfrádráttur hjá þeim sem fjár- fest hafa fyrir þessar fjárhæðir eða meira verður 60% vegna fjárfesting- ar á árinu 1997, 40% vegna fjárfest- ingar á árinu 1998 og 20% vegna fjárfestingar á árinu 1999. Um ára- mótin 1999-2000 leggst skattfrá- dráttur vegna fjárfestingar í inn- lendum atvinnurekstri af. Hátekjuskattur framlengdur Þá var einnig samþykkt að fram- lengja svonefndan hátekjuskatt og leggja hann á árin 1997 og 1998 vegna tekna á árunum 1996 og 1997. Er miðað við tæplega 240 þúsund króna mánaðarlaun hjá ein- staklingum og tvöfalda þá upphæð hjá hjónum á þessu ári. Tillaga um þetta kom frá meiri- hluta efnahags- og viðskiptanefndar eftir 2. umræðu um frumvarpið. Vilhjálmur Egilsson formaður nefndarinnar segir alltaf hafa staðið til að framlengja þennan skatt, en á tímabili hafí verið áformað að tengja málið umfjöllun um jaðar- skatta og því var tillagan ekki í upphaflega frumvarpinu. Hin tvö frumvörpin fjalla annars vegar um breytingar á lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekj- ur, en þær breytingar eru smávægi- legar og snúast um nánari skilgrein- ingu á verðbréfaviðskiptum. Fasteignaskattur á sumarhús lækkar Þá var samþykkt að breyta lögum um tekjustofna sveitarfélaga varð- andi álagningu fasteignaskatts á sumarhús. Munu nú gilda sömu regl- ur um stofn til álagningar á sumar- hús og gilda um útihús í sveitum. Stofn til álagningar skattsins verður framvegis fasteignamat. sumarbú- staðanna og verður þannig hætt að umreikna matsverð til markaðsverðs sambærilegra eigna í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.