Morgunblaðið - 13.12.1996, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 13.12.1996, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 9 FRÉTTIR Alþingi gerir breytingar á umferðarlögum Æfingaakstur leyfður við 16 ára aldur Síðir kjólar, selskapsjakkar Hverfisgötu 78, sími 552 8980. AFGREITT var í gær sem lög frá Alþingi frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingu á umferðarlögum, sem meðal annars fela í sér leng- ingu þess tímabils, sem ökunemar mega stunda æfingaakstur - hvort heldur er með ökukennara eða leið- beinanda - úr 6 mánuðum í 12 áður en nemandi öðlast aldur til að fá ökuskírteini útgefið. Þetta þýðir að heimilt verður að hefja æfinga- akstur strax við 16 ára aldur. Tími til æfingaaksturs áður en náð er tilskildum bílprófsaldri var lengdur úr þremur mánuðum í sex frá 1. júní 1993, og reglur um æf- ingaakstur með leiðbeinanda, sem þarf að fá heimild lögreglustjóra sem slíkur, tóku gildi vorið 1994. Nú hefur þetta æfingaaksturstíma- bil verið lengt í eitt ár. Hækkun bílprófsaldurs könnuð í Noregi og Svíþjóð mega ungl- ingar hefja ökuþjálfun við 16 ára aldur, jafnvel þó þar sé ökuprófsald- ur 18 ár. í umræðum um frumvarp- ið var nokkuð rætt um hvort hækka ætti ökuleyfisaldur hérlendis, en ákveðið að láta hann óhreyfðan. Hins vegar hefur verið hafin við- horfskönnun á hækkun bílprófsald- urs úr 17 í 18 ár. Breytingin á umferðarlögunum miðar að öðru leyti m.a. að því að færa ákvæði umferðarlaga til sam- ræmis við tilskipun Evrópusam- bandsins frá 1991 um ökuskírteini, sem tekin var inn í reglukerfi EES- samningsins i marz 1994. Þannig verður íslenzkum yfirvöldum skylt að viðurkenna ökuskírteini sem gefin eru út í öðrum aðildarríkjum EES, án tillits til búsetu. Einnig er skilgreiningu á léttu bifhjóli breytt lítillega. Lögin gengu þegar í gildi. Embætti veiðimálasljóra verði skilið frá Veiðimálastofnun SAMKVÆMT fyrirhuguðum breytingum á lögum um lax- og silungsveiði verður embætti veiði- málastjóra aðskilið frá Veiðimála- stofnun í því skyni að koma í veg fyrir hugsanlegt vanhæfi veiði- málastjóra vegna þess hve emb- ætti hans er víðtækt. Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra kynnti breytingarnar á ríkisstjórn- arfundi á þriðjudag. Samkvæmt gildandi lögum er veiðimálastjóri jafnframt forstjóri Veiðimálastofnunar. Að sögn Jóns Erlings Jónassonar, aðstoðar- manns landbúnaðarráðherra, mun fyrirhuguð lagabreyting hafa það í för með sér að Veiðimálastofnun verður með sérstakan forstöðu- mann, en starfssvið veiðimála- stjóra verður eingöngu stjórnsýslu- yfirburða hljómtæki RflDIOBÆR ÁRMÚLA 38 SÍMI5531133 St. 28-38. Hvítir og svartir, sva rtir. Verð frá kr. 3.990 SKÓVERSLUNIN KRtNGLUNNI SÍMI 568 9345 GLUGGINN Reykjavíkurvogl 50 * Simi 654275 legs eðlis. Hann sagði að fyrirhug- uð breyting væri gerð í kjölfar þess að stjórnsýsiulögin tóku gildi, en víða væri verið að skoða hvort slíkar breytingar væru heppilegar eða ekki. „Veiðimálastjóri hefur i dag víð- tækt svið sem tengist umsögnum, ákvörðunum, reglum og leyfisveit- ingum, og sér við hlið hefur hann veiðimálanefnd sem gerir tillögur til ráðherra. Hann situr í veiðimála- nefnd, fisksjúkdómanefnd, fisk- ræktarsjóði, en er um leið forstjóri stofnunar sem getur hafa stundað einhverjar rannsóknir sem eru til úrskurðar hjá honum, eða þá að hann sem forstjóri sækir um styrk í sjóði sem hann situr í o.s.frv.,“ sagði Jón Erlingur. Töfraundirpilsin komin Pantanir óskast sóttar Verð kr. 2.900 TI2SS v neöst viö Dunhaga. —sími 56: 562 2230 Opið virka daga kl.9-18, " laugardag kl. 10-18. Jólaföt fyrir sanna íslendinga $ íslensku þjóðhátíðarvestin - einlit, köílótt og teinótt^ $ íslensku þjóðhátíðarskyrturnar með hálsklút og j handsmíðuðum silfurhólkum % Hnébuxur, pokalnixur, síðar buxur - stærðir 2-14 íslensK hönnun, íslensk frannleiðsla, Í5lensk verslun. Ps. Mikið úrval af fallegum jólagjöfum fyrir minnstu jólabör rnin. EN&tABÖRNÍN m FRONSK NATTF Á HAGSTÆÐÚ VEF -b-z9;_:g ' sérverslun v/Óðinstorg, simi 552 5177 QuCCsmiðja 9-Cansínu Jens, Laugavegi 206 (‘Ktapp a rs l íejs m eg i 11), sími 551 S448. Ný sending Jakkar, pils, buxur, blússur, kjólar, vesti og dragtir. Nýtt kortatímabil. Opið laugardagjrá kl. 11-18. fyrirfyjálslega vaxnar konur á öllum aldri, Suðurlandsbraut 52 (bláu húsin við Faxafen) 1 Sími 588 3800 • Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-18. Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 80 milljónir Vikuna 5. -11. desember voru samtals 80.282.019 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Petta voru bæði veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öðrum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staöur Upphæö kr. 5. des. Háspenna, Hafnarstræti.... 217.567 6. des. Hafnarkráin................... 151.615 6. des. Mónakó........................ 122.615 7. des. Fu Manchu..................... 212.701 8. des. Hótel KEA, Akureyri....... 159.364 9. des. Spilast. Geislag., Akureyri.. 140.919 11.des. Háspenna, Laugavegi....... 223.580 11.des. Háspenna, Kringlunni...... 86.953 Staða Gullpottsins 12. desember, kl. 12.00 var 6.235.000 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf I 50.000 kr. og Gullpottarnir I 2.000.000 kr. og hækka síöan jafnt og þétt þar til þeir detta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.