Morgunblaðið - 13.12.1996, Page 10

Morgunblaðið - 13.12.1996, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 4. flokki 1992 4. flokki 1994 2. flokki 1995 Innlausnardagur 15. desember 1996. 4. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.871.710 kr. 1.374.342 kr. 137.434 kr. 13.743 kr. 4. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.802.064 kr. 1.000.000 kr. 1.160.413 kr. 100.000 kr. 116.041 kr. 10.000 kr. 11.604 kr. 2,2 millj. vegna heyrnartaps HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Sorp- eyðingarstöð Suðurnesja til að greiða fyrrverandi starfsmanni 2,2 milljónir króna í bætur, auk vaxta, vegna heyrnartaps sem hann varð fyrir í starfi sínu. Maðurinn starfaði hjá sorpeyðing- arstöðinni frá 1987-1992. í dómi héraðsdóms kom fram, að telja yrði ósannað að starfsmönnum hafi stað- ið til boða fullnægjandi hlífðarbún- aður fram til þess að slys varð í stöð- inni í janúar 1990 eða að mönnum hafi verið gert skylt að nota slíkan búnað að staðaldri fyrir þann tíma. Hávaðamæling á árinu 1992 hafí sýnt hávaða yfír leyfílegum mörkum og yrði við það að miða að svo hafi einnig verið áður. Sorpeyðingarstöð- in yrði að bera allan hallann af því að hafa ekki tryggt sér sönnun um hið gagnstæða með hávaðamælingu. Maðurinn var ekki heymarmældur áður en hann hóf störf hjá fyrirtæk- inu. Samt taldi dómurinn óyggjandi staðreynd að heyrn hans versnaði verulega á báðum eyrum fyrstu 2-3 árin í starfi, en hélst svo að mestu óbreytt, sem gæti ekki talist tilviljun þar sem farið var að gera meiri kröf- ur um að starfsmenn hlífðu heyrn sinni og þeim voru útvegaðar hlífar. Maðurinn var talinn eiga að bera þriðjung skaðans sjálfur, því hann hefði gert sér grein fyrir að um hávaðasaman vinnustað var að ræða, hann hafi ekki skýrt yfirboðurum frá versnandi heyrn og hann hafi ekki aðhafst til að vernda heyrn sína sjálf- ur. Hæfílegar bætur voru dæmdar 3,3 milljónir og ber Sorpeyðingarstöð Suðurnesja að greiða manninum tvo þriðju þeirrar upphæðar, eða 2,2 milljónir, auk 200 þúsund króna í málskostnað fyrir Hæstarétti. 2. flokkur 1995: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.562.905 kr. 1.112.581 kr. 111.258 kr. 11.126 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. KK] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILO • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • Sltól 569 6900 Bráðabirgðabreytingar í umferðinni Vinstri beygja af Ingólfstorgi BORGARRÁÐ hefur samþykkt til bráðabirgða eftirfarandi breytingar á umferð og bílastæðum í miðborg- inni: 1. Opnuð verður vinstri beygja af Ingólfstorgi (Vallarstræti) inn í Aðal- stræti. 2. Gerð verður tilraun með ein- stefnu á Vesturgötu til vesturs frá Aðalstræti að Grófínni. 3. Almenn umferð verður leyfð i desember í Hafnarstræti austan Pósthússtrætis vegna jólaverslun- arinnar. 4. Leigubílum verður leyfð umferð úr Túngötu inn í Aðalstræti. 5. Gjaldtaka á stóru bílastæðunum verður endurskoðuð á laugardögum í desember. Jafnframt var samþykkt að full- trúar samstarfsnefndar miðborgar- aðila muni ásamt forstjóra SVR gera tillögur um akstursleið miðborgar- vagnsins, sem stjórn SVR hefur sam- þykkt að gangi í desember. Auk þess var samþykkt að leita til erlends ráðgjafa til að meta hvað sé vænlegast til að viðhalda og styrkja verslun í miðborginni. Nýtt björgunar- skip til Neskaups- staðar NÝTT björgunarskip kemur til Neskaupstaðar á morgun, laug- ardag. Það hefur lengi verið markmið Slysavarnafélagsins að hafa öflug björgunarskip í hverj- um landshluta og nú hillir undir að sá draumur rætist hvað Aust- urland varðar. Skipið var afhent við hátíðlega athöfn í Den Helder í Hollandi 8. desember sl. að viðstöddum forseta og framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins og varafor- seta og framkvæmdasljóra hol- lenska sjóbjörgunarfélagsins. Að athöfn lokinni lagði skipið af stað til Islands með viðkomu í Færeyj- um. Skipstjóri er Páll Ægir Pét- ursson, deildarstjóri björgunar- deildar Slysavarnafélagsins, aðr- ir í áhöfn eru Birgir Sigurðsson stýrimaður og Halldór Þorsteins- son vélstjóri frá Neskaupstað, Sævar Guðjónsson, formaður björgunarsveitar Slysavamarfé- lagsins í Neskaupstað og We De Klugver, vélstjóri frá Hollandi, sem starfaði í skipinu. Skipið er 52 brúttótonn Björgunarskipið er keypt af hollenska sjóbjörgunarfélaginu sem hefur haft það í rekstri við björgunarstörf þar til nú að það er selt til Islands. Það er smíðað í Hollandi árið 1965 og hefur verið mjög vel við haldið, bæði bol og vélbúnaði. Það er 52 brúttótonn að stærð, með tveim aðalvélum, oggengur 10,7 sml á klst., búið nyög fullkomnum sigl- ingartækjum til leitar- og björg- ÁHÖFN skipsins áður en lagt var af stað frá Hollandi. VIÐ afhendinguna, Páll Ægir, skipstjóri, Esther Guðmundsdótt- ir framkvæmdastjóri og Gunnar Tómasson, forseti SVFÍ. unarstarfa og einnig er um borð aðstaða til að hlynna að sjúkum. Með kaupum á þessu björgun- arskipi verður gjörbylting í ör- yggi sæfarenda við Áusturland þar sem það er mun öflugra en þeir björgunarbátar sem nú eru til staðar á svæðinu. Rekstrar- kostnaður nýja björgunarskips- ins er áætlað um fimm milljónir króna á ári, þrátt fyrir að áhöfn skipsins muni vinna við útköll í sjálfboðavinnu. Björgunarskipið er væntan- legt til Neskaupstaðar á laugar- daginn og verður tekið á móti því með viðhöfn á bryggjunni. Þar verður skipinu gefið nafn og forseti félagsins mun form- lega afhenda það í umsjón Aust- firðinga. I tilefni dagsins verður Slysavarnadeild kvenna með kaffisölu í björgunarstöð félags- ins að athöfn lokinni. Formleg athöfn hefst kl. 14. Hæstiréttur í máli fyrrverandi at- vinnuflugmanns Málsmeð- ferð við synjun réttinda gagnrýnd HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær í máli fyrrverandi at- vinnuflugmanns, sem hafði ekki fengið heilbrigðisvottorð sitt endurnýjað vegna áfeng- issýki og þar með misst flug- mannsréttindin. Hæstiréttur gagnrýnir málsmeðferðina og segir, að gefa eigi flugmann- inum kost á að sanna fyrir trúnaðarlæknum Flugmála- stjórnar að hann uppfylli skil- yrði þau, sem sett voru fyrir endurnýjun. í júlí sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur samgönguráð- herra, Flugmálastjórn og for- mann áfrýjunarnefndar sam- gönguráðuneytis af kröfum mannsins, m.a. á þeirri for- sendu að hann hefði ekki upp- fyllt skilyrði áfrýjunar- nefndarinnar fyrir útgáfu heilbrigðisvottorðs í septem- ber 1994. Vegna þessa synj- aði Flugmálastjórn útgáfu flugmannsskírteinis. Skilyrð- in voru að hann gæti sýnt fram á að hann hefði ekki neytt áfengis síðustu þijú árin, að hann héldi áfram að mæta á AA-fundi, mætti reglulega í viðtöl hjá með- ferðaraðila á sviði áfengissýki og loks að hann mætti á þriggja mánaða fresti til lækna Flugmálastjórnar og gengist undir blóðrannsókn sem sýndi ástand lifrar. Flugmaðurinn fékk ekki tækifæri í dómi Hæstaréttar í gær segir að flugmaðurinn hafi ekki fengið tækifæri til eða notið leiðbeininga varðandi uppfyllingu skilyrðanna. Þá hafi honum ekki verið gefinn kostur á að tjá afstöðu sína og hvað væri í vegi fyrir því að hann uppfyllti skilyrðin. Á það hafi skort að meðferð áfrýjunarnefndarinnar á mál- inu hafi uppfyllt þær kröfur sem til hennar yrði að gera. Hæstiréttur segir m.a. að trúnaðarlæknar Flugmála- stjórnar eigi að leiðbeina flug- manninum um það, hvaða gögn þeir þurfi á að halda í samræmi við skilyrðin og taka síðan ákvörðun sína að lokinni venjulegri rannsókn. Hæstiréttur dæmdi ís- lenska ríkið til að greiða flug- manninum málskostnað í hér- aði og fyrir Hæstarétti, sam- tals 400 þúsund krónur, en Flugmálastjórn ber sinn kostnað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.