Morgunblaðið - 13.12.1996, Side 14

Morgunblaðið - 13.12.1996, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Vansað við dauðam - unglingar og fíkniefni - Áhrifamikil bók um mesta vágest nútímans. Bók sem unglingarnir lesa og lána siðan foreldrum sínum. Dómar unglinganna eru allir á einn veg: „Besta forvarnabók sem ég hef lesið." (19 ára unglingur í Kópavogi). „Eg gat ekki lagt hana frá mér. Ég grétyfir henni." (16 ára unglingur I Reykjavík). „Ég fann til þegar ég las hana. Eg ætla aldrei að gleypa pillur eða sprauta mig." (15 ára unglingur á Akureyri). Hluti at andvirði bókarinnar rennur til forvamaslarfs Jafningjafræðslunnar. 1. prentun uppseld. Þeir vöroudu Yegilin _‘í . Unnur KarUdóttir btcrttn bt-i bcemtiiid&srui Þeir vöröuöu veginn Stórfróðleg og skemmtijeg bók um líf þriggja landsþekktra íslendinga. ingimar Eydal var goðsögn í lifanda lífi. Hér fáum við loks að kynnast manninum á bak við goðsögnina og skemmtana- bransinn lifnar við. Vilhelm Þorsteinsson; hetjan, skip- stjórinn, framkvæmdastjórinn, faðirinn. Gunnar Ragnars er þriðji maðurinn. Aldrei fyrr hefur íslendingur talað jafn opinskátt um líf framkvæmdastjóra stórfyrirtækis sem Gunnar gerir hér. „Það þarf mikinn kjark til þess að tala af svo mikilli hreinskilni sem Gunnar Ragnars gerir í þesari bók." Víkverji, Morgunblaðinu, 19. nóv. 1996. Þeim varð aldeilis á í messunni — gamansögur af íslenskum prestum. Óbeint framhald bókarinnar Þeim varð á í messunni er sló svo eftirminmfega f gegn-f fyrra. Séra Pálmi Matthlasson er kveðinn í kútinn, séra Pétur Þórarinnsson kveður menn í kútinn, séra Baidur Vilhelmsson jarðttr framsóknarmenn, séra Sigurður Haukur gerir grín að sjálfum sér og ótal aðrir prestar láta hér Ijós sltt skína. Þeim varð aldeilis á í messunni er bráð- skemmtileg bók sem allir sannkristnir íslendingar verða að eiga - og hinir líka. 1. prentun uppseld. BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR Breytingatillögur bæjarráðs við fjárhagsáætlun Stöðum fjölgað MEIRIHLUTI bæjarráðs samþykkti að leggja til við bæjarstjóm við loka- afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 1997, að segja upp samningi bæjarins við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri um þátttöku í rekstri leik- skólans Stekks. Miðað er við að þátt- töku bæjarins í rekstrinum ljúki 1. júlí á næsta ári. Jafnframt er lagt að sumarlokun á leikskólum verði afnumin til reynslu næsta sumar. Meirihluti bæjarráðs ieggur jafn- framt til að stöðugildum verði fjölg- að hjá nokkrum stofnunum bæjar- ins. Heimiluð verði tvö ný stöðugildi við Sundlaug Akureyrar, ráðningar- heimildir verkefnisstjóra á hagsýslu- deild og verkefnisstjóra reynslúsveit- arfélagsins verði framlengdar út næsta ár og bætt verði við einu stöðugildi á skrifstofu skólafulltrúa, sem og á tölvudeild bæjarins. Þá er gert ráð fyrir ráðningu nýs varaslökkviliðsstjóra sem ekki gangi vaktir. Auk þess er lagt til að veitt verði heimild fyrir tæplega 5 stöðu- Gjaldskrár verði hækkaðar BÆJARRÁÐ Akureyrar lagði til á fundi sínum í gær að gjaldskrár ýmissa stofnana bæjarins verði hækkaðar á næsta ári. Lagt er til að dvalargjöld á leik- skólum og fæði sem selt er í grunn- og leikskólum hækki um 5% frá 1. febrúar næstkomandi. Þátttökugjald í skólavistun og tónlistarskólagjöld verði hækkuð um 5% 1. ágúst næst- komandi. Þá leggur bæjarráð til að 1. janúar næstkomandi verði að- gangseyrir að sundlaugum og gæslu- völlum hækkaður um 5%, seld þjón- usta hjá slökkviliði og tjaidstæðis- gjöld hækki um 5%, tfmaleiga og. leiga fyrir kappleiki og veisluhöíd í íþróttamannvirkjum hækki einnig um 5% og fargjöld með strætisvögn- um um 10%. Loks leggur bæjarráð til að heimilisþjónusta verði seld á 185 krónur klukkustundin. Þessar breytingar á gjaldskrám hækka tekjur bæjarsjóðs um 8,3 milljónir króna á næsta ári. Nánari útfærsla á gjaldskránum verður lögð fýrir bæjarráð til stað- festingar, en þessar breytingar hafa verið teknar inn við endurskoðun á frumvarpi að fjárhagsáætlun bæjar- sjóðs fyrir næsta ár. Sumarlokun á leikskólum afnumin gildum við þjónustuíbúður geðfatl- aðra við Skútagil. Þá verður á næsta ári gerð krafa um að sveitarfélög taki þátt í greiðslu námskostnaðar utanbæjarnema við Tónlistarskól- ann, sem ekki stunda nám í fram- haldsskólum á Akureyri. Arður frá Landsvirkjun í rekstur Fulltrúar minnihlutans lögðu fram bókanir vegna breytinga á fjár- hagsáætlun milli umræðna. Sigurður J. Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki seg- ir í bókun sinni ástæðu til að vekja athygli á fjölgun stöðuheimilda, án þess að reynt sé að ná fram breyting- um á móti. Tímabundnar stöður séu framlengdar og starfsfólki íþrótta- mannvirkja fjölgað, þó svo að endur- GILJAGAUR var á vappi í göngugötunni i Hafnarstræti í gærdag. Kaupmenn við götuna hafa komið fyrir jólahúsi í miðri götunni en þar geta börnin vænst þess að hitta jólasveinana fram til jóla. Meðal þeirra sem heilsuðu upp á sveinka í gær voru börn- in á leikskólanum Klöppum. Giljagaur lék á als oddi og bauð gestum og gangandi upp á piparkökur í tilefni af komu sinni til byggða. J TENGSLUM við sérstakan af- greiðslutíma hjá Landsbréfum hf. í Landsbankanum við Ráðhústorg á Akureyri laugardaginn 14. desember mun forstöðumaður Landsbréfa á Norðuriandi, Sigurður Sigurgeirs- son, halda fyrirlestur. Hann fjallar m.a. um fjármagns- tekjuskatt, reglur skattalaga um frá- drátt vegna fjárfestingar í hlutabréf- um og helstu kosti sem nú eru í boði varðandi hlutabréfakaup. Sig- urður og Eiríkur S. Jóhannsson, úti- bússtjóri í Landsbankanum á Akur- skoðun á rekstri þeirra sé ekki lok- ið. Þá segir í bókuninni að fjárveit- ingar til viðhalds gatnakerfis og umferðarmála séu of lágar. Væntan- legum arði frá Landsvirkjun sé ráð- stafað í rekstur en hefði að mati Sigurðar betur verið varið til lækk- unar á skuldum Hitaveitu á kom- andi árum. Þjónusta við atvinnulausa verði bætt Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðu- bandalagi, segir í bókun sinni að um mörg atriði áætlunarinnar hafi náðst samkomulag en ýmsar tillögur Al- þýðubandalagsins hafi ekki náð fram að ganga. Hún hyggst leggja fram tillögur á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag, m.a. um að byggt verði við Amtsbókasafnið, auknar verði fjárveitinagar til að bæta skólastarf, auknar fjárveitingar til að bæta þjón- ustu við atvinnulausa, átak verði gert í viðhaldi fasteigna bæjarins og að Rafveita greiði arð til bæjarsjóðs. Á morgun, laugardag verður jólasveinninn í húsinu sínu frá kl. 13 og gefst foreldrum og forráðamönnum kostur á að taka myndir af börnum sínum með jólasveininum. Jólasveinar verða á svölum KEA kl. 14.30 á morgun. Á mánudag verður jóla- sveinninn í miðbænum frá 14.30 til 17 og á föstudag frá 13 til 15. Þá verður sveinki í húsinu sínu um næstu helgi og á Þor- láksmessudag. eyri og stjómarmaður í íslenska fjjár- sjóðnum hf. munu einnig standa fyrir kynningu á hlutabréfasjóðum Landsbréfa. Farið verður yfir eigna- samsetningu og fjárfestingarstefnu sjóðanna. Fyrirlesturinn verður í afgreiðslu Landsbréfa í Landsbankanum við Ráðhústorg kl. 14, laugardaginn 14. desember en afgreiðslan verður opin frá kl. 11 til 16 sama dag. Boðið verður upp á kaffi og smákökur fyr- ir gesti og gangandi. Menntaskólinn Opið hús á morgun OPIÐ hús verður í Menntaskól- anum á Akureyri á morgun, laugardag, og hefst það kl. 15 með því að kveikt verður á jóla- tré á Skólatorgi. Kór skólans syngur nokkur jólalög, kennarar og aðrir starfsmenn sýna gestum og gangandi hús skólans og híbýli og þá ekki síst hið nýja og veglega kennsluhús skólans, Hóla, sem tekið var í notkun í september síðastliðnum. Ýmis skemmtiatriði verða á Sal nýja hússins, bæði tónlist og talað orð. Þá geta menn keypt veit- ingar og rennur ágóði í ferða- sjóð nemenda. Nemendur, kennarar og ann- að starfsfólk skólans stendur fyrir opna húsinu sem er ný- mæli í starfi skólans. Tilgang- urinn er að gefa Akureyringum og nærsveitamönnum sem og Norðlendingum öllum kost á að kynnast skólastarfinu og skoða hús skólans, fá sér kaffi- bolla og kanelsnúð eða súkkul- aði og vöfflur í miðjum jólaönn- um. Einkum og ekki síst er foreldrum og forráðamönnum nemenda boðið svo og nemend- um grunnskólanna. Samsýning um 30 listamanna UM 30 listamenn sýna verk sín í sýningarsal Gallerís Allra- Handa að Dalsbraut 1, áður Hekluhúsinu, en sýningin verð- ur opnuð á morgun, laugardag- inn 14. desember, kl. 15. Þessi samsýning er haldin í tilefni af tíu ára afmæli Gall- erís AllraHanda sem var nú í desember. Á þeim áratug sem liðinn er frá því galleríið hóf starfsemi hafa verið kynnt verk um áttatíu listamanna og er þar um að ræða flestar greinar myndlistar og listafólk víðs vegar af landinu, auk nokkurra erlendra listamanna, hefur kynnt þar verk sín. Eigendur gallerísins, Þórey Eyþórsdóttir og Kristján Bald- ursson, hafa staðið fyrir list- sýningum í sýningarsal í Hekluhúsinu á Gleráreyrum og í sumarkaffihúsinu sem rekið hefur verið í Hótel Hjalteyri undanfarin sumur. Jólatónleikar á Laugum JÓLATÓNLEIKAR Tónlistar- skólans á Laugum í Reykjadal verða haldnir á Breiðumýri á morgun, laugardaginn 14. desebmer kl. 14. Nemendur skólans koma fram og leika á ýmis hijóðfæri. Barnakórinn Laugaþrestir, undir stjórn Björns S. Þórarins- sonar skólastjóra, og nemendur í söngdeild, undir stjórn Dagnýjar Pétursdóttur, syngja jólalög. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Lát sæng þína ganga SNORRI Ásmundsson mynd- listarmaður opnar sýningu sína „Lát sæng þína ganga“ í Deigl- unni í kvöld, föstudagskvöldið, 13. desember kl. 20.03. Þetta er hans níunda einkasýning á árinu og er hún tileinkuð Pétri Kristinssyni og Sigríði Waage sem bæði létust af völdum fíkniefnaneyslu. 30% af ágóða sýningarinnar fara í fíkniefna- forvarnir. Bæjarráð Morgunblaðið/Kristján Giljagaur á ferðinni Landsbréf og Landsbankinn á Akureyri Fyrirlestur um fjár- magnsmarkaðinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.