Morgunblaðið - 13.12.1996, Page 35

Morgunblaðið - 13.12.1996, Page 35
34 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MERKINGAR Á KJÖTI NEYTENDUR eiga fyllsta rétt á öllum upplýsingum um þær vörur, sem þeir kaupa, og á það ekki sízt við um matvörur. Augljóst er, að við framleiðslu matvara leyn- ast ýmsar hættur og getur það því skipt öllu um líðan og heilsu fólks, að ítarlegar og réttar upplýsingar séu aðgengi- legar. í samantekt á neytendasíðu Morgunblaðsins í gær komu fram upplýsingar um hangikjöt og svínakjöt, sem sýna glögglega, að neytendur geta keypt svikna og gallaða vöru og jafnvel hættulega. Rannsóknarstofnun landbúnaðarins rannsakaði jólasteik- ina í fyrra og kom þá í ljós, að gæði hamborgarhryggja voru mjög misjöfn. í þeim beztu var 95-100% magurt kjöt, en fyrir kom, að kjötið var ekki nema 70%. í skinku getur verið frá 50% kjöt upp í 100%. Þarna er að sjálfsögðu ekki um sambærilega vöru að ræða. í kjötminni skinkunni er bætt við sojapróteini, bindiefni og vatni. „Kjöt með háu vatnsinnihaldi hefur lítið geymsluþol miðað við kjöt verkað á annan hátt. Ef jólasteikin er keypt með löngum fyrirvara geta neytendur endað með skemmda vöru um jólin,“ segir Guðjón Þorkelsson, matvælafræðingur hjá Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins. Hann ráðleggur neytendum, sem hyggjast borða hrátt hangikjöt, að gæta fyllstu varúðar, því mikil hætta sé á örveiruvexti í pækilsöltuðu kjöti og jafnvel þótt það sé sett í frysti áður. Gert sé ráð fyrir, að pækilsaltað kjöt sé soðið fyrir neyzlu. Guðjón bendir á, að Rannsóknarstofnun landbúnaðarins hafi fyrir fimm árum unnið tillögur fyrir Hollustuvernd ríkisins um merkingar á kjötvörum, en ennþá sé engin niður- staða komin í málið. Ásmundur Þorkelsson, matvælafræð- ingur hjá Hollustuvernd, segir að engir opinberir staðlar séu til um kjötvörur og því hafi framleiðendur sjálfdæmi í nafngiftum á unnum kjötvörum. Að hans sögn hefur ver- ið unnið að sérstakri reglugerð „sem tekur á þessum mál- um, finnur heiti yfir kjötvörur og setur reglur um samsetn- ingu þeirra“. Illskiljanlegt er, að það hafi tekið Hollustuvernd ríkisins fimm ár að vinna úr tillögum um merkingar á kjötvöru. Heilsufar fólks er í húfi og því verður að ráða hér bót á hið fyrsta. Annað er óviðunandi fyrir allan almenning. HIMNASENDINGAR GUÐJÓN Guðmundsson, alþingismaður Sjálfstæðis- flokks fyrir Vesturlandskjördæmi er að verða einn sterkasti talsmaður fyrir breytingum á fiskveiðistjórnunar- kerfinu innan stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar. I grein hér í Morgunblaðinu í gær sagði þingmaðurinn m.a.: „Ég lít svo á, að þessi mikla verzlun með óveiddan fisk í sjónum samrýmist illa 1. gr. laga um stjórn fiskveiða, en þar segir, að auðlindir hafsins séu sameign þjóðarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart hefur það svo verið úrskurð- að að greiða beri erfðafjárskatt af fiskikvóta, eða m.ö.o. að kvóti skuli ganga í arf. Það er trú mín að þetta kerfi hljóti að láta undan. Þjóðin mun ekki sætta sig við óbreytt ástand með öllum þeim aðferðum, sem menn hafa þróað til að braska með fiskinn í sjónum, sem er svo kórónað með því, að veiðiheimildirnar, sem voru afhentar útgerð- inni án endurgjalds, skuli vera verzlunarvara og síðan ganga í arf.“ í framhaldi af þessum ummælum segir Guðjón Guð- mundsson í grein sinni: „1. september sl. var línutvöföldun aflögð og steinbítur settur í kvóta. Við þessa breytingu fengu ýmsir góðan glaðning. Þannig eru dæmi um fyrrver- andi útgerðarmenn, sem höfðu selt allar sínar aflaheimild- ir en ekki tekizt að selja bátinn sinn, þeir fengu himnasend- ingu - kvóta upp á tugi milljóna króna til að verzla með, þótt þeir hefðu ekki gert út í langan tíma. Svona dæmí og fjölmörg önnur særa réttlætiskennd fólks og eru með öllu óvetjandi." Það er fagnaðarefni, að einn af þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins skuli sjá þessa alvarlegu þróun í svo skýru ljósi. Raunar er Guðjón Guðmundsson ekki einn um slík sjónar- mið í þingflokki Sjálfstæðismanna. Guðmundur Hallvarðs- son, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, fyrir Reykjavíkur- kjördæmi, hefur ásamt Guðjóni Guðmundssyni lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fisk- veiða. Væntanlega eiga umræður á vettvangi flokksins eftir að aukast um þetta stórmál í framhaldi af svo afdrátt- arlausum yfirlýsingum þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Stéttarfélagsaðild starfsmanna Pósts og síma hf. p ^ÉTUR Reimarsson, formað- undirbúningsnefndar um hlutafélagsvæðingu Pósts og síma, segir að ínnan nefndarinnar sé áhugi á að gera kjarasamning við félög Alþýðu- sambands íslands, en engin formleg ákvörðun hafí verið tekin um hvort slíkur samningur verði gerður. Þuríður Einarsdóttir, formaður Póst- mannafélagsins, segist telja líklegt að það muni koma í ljós um helgina hvort félög ASI og Póstmannafélag- ið og Símamannafélagið ná sam- komulagi um þetta mál. Ágreiningur milli ASÍ og BSRB um félagsaðild starfsmanna Pósts og síma blossaði upp í síðustu viku þegar miðstjóm ASÍ ályktaði um málið. Ögmundur Jónasson, formað- ur BSRB, brást mjög hart við álykt- uninni og sagði hana fallna tií að grafa undan réttindabaráttu starfs- manna Pósts og síma á viðkvæmum tíma. Viðræður hafa staðið milli Póst- mannafélagsins og Félags síma- manna annars vegar og nokkurra aðildarfélaga ASÍ hins vegar frá því í sumar um hvemig eigi að fara með félagsaðild starfsmanna Pósts og síma eftir að fyrirtækinu hefur verið breytt í hlutafélag, en það gerist um næstu áramót. Viðræðurnar hafa ekki skilað árangri fram að þessu og Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að þess vegna hafi miðstjórnin samþykkt þessa ályktun. í ályktuninni segir: „Fundur mið- stjómar ASÍ lýsir þeirri skoðun sinni að með breytingu ríkisfyrirtækja í hlutafélög séu ekki framar til staðar þær lagalegu hindranir sem hafa staðið í vegi fyrir að aðildarfélög ASÍ geti farið með samnings- rétt fyrir hönd þeirra félags- manna fyrirtækjanna sem starfa í starfsgreinum þeirra. Miðstjórn ASÍ hvetur aðildar- félög sín til að ganga til samn- inga við þau félög sem kunna að verða stofnuð við einkavæð- ingu ríkisfyrirtækja og stofn- ana. Miðstjórna ÁSÍ lýsir því sem sinni skoðun að félög sem starfa á grundvelli laganna nr. 94/1986 um kjarasamning op- inberra starfsmanna geti ekki verið lögformlegur samnings- aðili fyrir hönd starfsmanna slíkra hlutafélaga." Tvískiptur vinnumarkaður í áratugi hefur vinnumark- aðurinn á íslandi verið gróft sagt tvískiptur, annars vegar í almenna markaðinn, sem starf- ar samkvæmt vinnulöggjöfinni frá árinu 1938, og hins vegar í launamenn sem starfa sam- kvæmt lögum um kjarasamning op- inberra starfsmanna frá árinu 1986. Á síðustu árum hefur ýmislegt gerst sem hefur verið fallið til að riðla þessari tvískiptingu. Einkavæðing opinberra fyrirtækja er eitt af því sem skekur það skipulag sem verið hefur á vinnumarkaðinum. Hingað til hefur stéttarfélögunum tekist að leysa ágreining um stéttarfélagsað- ild starfsmanna þessara fyrirtækja án verulegra átaka. Nú standa menn frammi fyrir því að eitt stærsta fyrirtæki landsins, Póstur og sími, með um 2.400 starfs- menn, er að færa sig af opinbera vinnumarkaðinum yfir á almenna vinnumarkaðinn. í dag fara Póst- mannafélagið og Félag símamanna með samningsumboð fyrir samtals um 1.900 starfsmenn Pósts og síma. Rafíðnaðarsambandið semur fyrir um 100 starfsmenn, Verkamanna- sambandið fyrir um 250 starfsmenn og BHM fyrir rúmlega 100. Póst- mannafélagið og Félag símamanna eru hvort tveggja meðal _________ elstu stéttarfélaga á land- inu. Þau hafa sérstaka stöðu á vinnumarkaðinum að því leyti að félagsmenn þeirra vinna allir hjá sama fyrirtækinu. Innan þess- —— ara félaga er auk símamanna og póstmanna afgreiðslu- og skrifstofu- fólk, rafeindavirkjar o.fl. ASÍ er hins vegar byggt upp af starfsgreinafé- lögum. Krafa VR veldur mestum ágreiningi Krafa Verslunarmannafélags Reykjavíkur um að Póstur og sími geri kjarasamning við félagið vegna skrifstofu- og afgreiðslumanna sem starfa hjá firirtækinu virðist hafa ráðið mestu um þann harða ágreining sem er á milli ASÍ og BSRB um félagsaðild starfs- manna Pósts og síma. Formaður VR sagði í samtali við Egil Ólafsson að VR gerði kröfu um forgangsrétt VR að skrifstofu- og afgreiðslustörfum hjá Pósti og síma. Póst- og símamenn hafa opnaA félög sín Ekki er í sjálfu sér ágreiningur um að með hlutafélsgavæðingu Pósts og síma er fyrirtækið að fær- ast yfir á almenna vinnumarkaðinn. Fyrirtækið mun eftir áramót lúta sjálfstæðri stjórn, sem verður ábyrgt fyrir rekstri þess á sama hátt og önnur hlutafélög. Þó hlutafélagið verði að öllu leyti í eigu ríkissjóðs er óvíst hvað það verður lengi. Ágreiningur er hins vegar um hvort þessi breyting kalli á breytta stéttar- félagsaðild starfsmanna. Formaður BSRB segir ekkert í lögum koma í veg fyrir óbreytta félagsaðild, en framkvæmdastjóri ASÍ segir að BSRB-félög geti ekki samið um kjör launafólks á almenna vinnumarkað- inum. Ekki ágreiningur við VMSÍ og Rafiðnaðarsambandið Nú standa yfír viðræður milli Pósts og síma og stéttarfélaganna um gerð nýrra kjarasamninga. Ekki er ágreiningur um að Póstur og sími ________ kemur til með að gera kjarasamninga við Verka- mannasambandið og Raf- iðnaðarsambandið þar eð samböndin eru þegar með í gildi samninga við fyrir- tækið. Að sjálfsögðu verð- ur einnig gerður samningur við Póst- mannafélagið og Félag símamanna. Að sögn talsmanna þessara félaga og sambanda er ekki verulegur ágreiningur milli þeirra um félags- aðild. Snær Karlsson, hjá Verka- mannasambandinu, sagði að það væri nokkuð skýrt hvaða starfsmenn Pósts_ og síma væru verkamenn. VMSI væri ekki að fara fram á að fá póstmenn til sín. Guðmundur Gunnarsson, formað- ur Rafiðnaðarsambandsins, sagði sömuleiðis að ekki væri ágreiningur um félagsaðild milli Rafíðnaðarsam- bandsins og Félags símamanna. Símsmiðir og rafeindavirkjar hjá Pósti og síma hefðu á undanförnum árum sóst eftir því í töluverðum mæli að komast í Rafiðnaðarsam- bandið. Það hefði hins vegar verið ákveðin tregða af hálfu Pósts og síma og BSRB að verða við þessum óskum. Ágreiningur um kröfur VR Það sem virðist hins vegar valda mestum ágreiningi er krafa Verslun- armannafélags Reykjavíkur um að Póstur og sími geri kjarasamning við félagið. Félagið hefur ekki haft slíkan samning við fýrir- ______ tækið, en nú hefur það óskað eftir að gerður verði kjarasamningur vegna skrifstofu- og afgreiðslu- fólks sem starfar hjá Pósti og síma. 1 „VR er lögformlegur samningsað- ili vegna skrifstofu- og afgreiðslu- fólks sem vinnur á hinum almenna markaði. Með breytingu á Pósti og síma núna um áramótin verður þetta fyrirtæki eins og hvert annað fyrir- tæki á almenna markaðinum. Þess vegna teljum við að við eigum að semja fyrir það fólk eins og annað skrifstofu- og afgreiðslufólk sem vinnur á almenna markaðinum," sagði Magnús L. Sveinsson, formað- ur VR. Magnús L. sagði að VR eða ASI væru ekki að krefjast þess að Póst- mannafélagið og Félag símamanna yrðu lögð niður. Krafa þeirra væri um að nýir starfsmenn Pósts og síma gengju í ASÍ-félögin. Einar Gústafs- son, formaður Félags símamanna, sagði að þessi krafa jafngilti því að félögin yrðu lögð niður, því félag sem fengi ekki nýja félagsmenn yrði lagt niður með tíð og tíma. Hann og Þuríður Einarsdóttir, formaður Póst- mannafélagsins, eru afar ósátt við kröfu VR um að Póstur og sími geri samning við fyrirtækið. Þau sögðu bæði að í reynd stæði ágreiningurinn í þessu máli fyrst og fremst um þessa kröfu. VR hefur átt einn fund með undir- búningsnefnd um hlutafélagsvæð- ingu Pósts og síma. Pétur Reimars- son formaður nefndarinnar sagði að nefndin hefði ekki tekið endanlega ákvörðun um hvort samið yrði við VR. „Það sem okkur finnst áhuga- vert við að semja við ASÍ-félögin, þannig að t.d. verslunar- og skrif- stofustörf færu inn í Alþýðusam- bandsfélögin, er að þar með yrði skilið á milli gömlu ríkisstarfsmann- anna og hinna sem koma nýir inn á almennum kjörum eftir áramótin. Þetta er hins vegar ekki útkljáð af okkar hálfu.“ Forgangsréttur ekki til staðar Póstur og sími er ekký í Vinnuveitendasambandi Is- lands og Pétur sagði að á þessu stigi hefði fyrirtækið ekki hugs- að sér að ganga í VSÍ. Þetta þýðir að samningar ASÍ og VSÍ um forgangsrétt félagsmanna ASÍ að störfum eru ekki í gildi varðandi Póst og síma. Raunar hafa Póstmannafélagið og Fé- lag símamanna ekki heldur samið um forgang sinna félags- manna að störfum hjá Pósti og síma. Búást má við að í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir verði að einhveiju leyti tek- istiá um þetta atriði. Magnús L. Sveinsson sagði að VR myndi í viðræðum sínum við Póst og síma gera kröfu um forgangs- rétt VR að skrifstofu- og af- greiðslustörfum hjá Pósti og síma. Bæði Póstmannafélagið og Félag símamanna breyttú lög- um sínum fyrr á þessu ári með þeim hætti að félögin eru nú opin fyrir félagsmönnum jafnt á hinum opinbera og almenna vinnumarkaði. Þetta þýðir að starfsmenn símafyrir- tækja og póstfyrirtækja, sem eru í samkeppni við Póst og síma geta gengið í þessi félög. Að sögn forystu- manna félaganna hafa engir starfs- menn utan Pósts og síma gengið í félögin ennþá. Sameining BSRB og ASÍ Það þykir nokkuð ljóst að Póstur og sími verður ekki síðasta opinbera fyrirtækið sem verður einkavætt á íslandi og þess vegna má búast við áframhaldandi árekstrum um fé- lagsaðild starfsmanna. Þetta og fleiri breytingar á vinnumarkaðin- um hafa orðið til þess að ýmsum þykir kominn tími fyrir verkalýðs- hreyfinguna til að endurmeta skipu- lag sitt. Sú hugmynd hefur m.a. verið reifuð að rétt sé að sameina BSRB og ASÍ. Formaður BSRB hefur lagt áherslu á að sú leið verði ________ skoðuð alvarlega og for- seti ASÍ hefur tekið þeirri hugmynd vel. Umræður um slíka sameiningu taka hins vegar langan tíma og ljóst er að menn leysa “““““ ágreininginn um starfs- menn Pósts og síma ekki með þess- ari leið vegna þess að strax um áramót þarf að marka þá stefnu hvar á að vista nýráðna starfsmenn Pósts og síma. VR hefur eklci gert samnfng vlA Póst og síma FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 35 Stóru sjávarútvegsfyrirtækin þijú á Akureyri Kvótinn tugir þúsunda tonna UMSVIF sjávarútvegsfyrirtækja á Akureyri hafa farið ört vaxandi undanfarin ár. Hinir þrír stóru fyrir norðan, Sjávarút- vegssvið KEA, Útgerðarfélag Akur- eyringa og Samheiji, eiga nú kvóta innan lögsögu íslands sem svarar til meira en 30.000 t. af þorski. Uppistaðan er botnfiskur, en þau eiga einnig heim- ildir í uppsjávarfiski og rækju og eiga stóra hluti í fyrirtækjum, sem hafa heimildir í síld og loðnu. Þessi fyrirtæki eiga hluti í fjölmörgum fyrirtækj- um eða allt hlutafé þeirra víða um landið, svo sem Snæfellsbæ, Skagaströnd, Hrísey, Dalvík, Grenivík, Reykjadal, Vopnafirði, Seyðisfirði, Eskifirði og Stöðvarfirði. Fyrirtækin hafa einnig aflað sér mikill- ar veiðireynslu utan landhelgi, á Flæmska hattinum, Reykjaneshrygg, Síldarsmugunni og Smugunni. ÚÁ og Samheiji eiga stóra hluti í tveimur stærstu útgerðarfélögum Þýzkalands. Þessi fyrirtæki hafa miklar veiðiheimildir á Reykjaneshrygg, við Græn- land, í Barentshafi og víðar, heimildir sem skipta Akureysku sjávarútvegs- fyrirtækin koma víða við sögu í íslensku atvinnulífi og reyndar einnig erlendis. Hjörtur Gíslason kynnti sér umsvif fyrirtækjanna. tugum þúsunda tonna. Samherji á einnig í útgerðar- fyrirtæki á Bretlandi og hefur veiðiheimildir þar. Þá er Samheiji stór eigandi í færeyskri útgerð, sem einnig hefur heimildir við Grænland og í Barentshafi. ÚA og KEA eiga stóra hluti í fisksölufyrirtækjun- um Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og íslenzkum sjávarafurðum, Samheiji rekur eigin söluskrifstofu? í Bretlandi. Hundruð manna vinna hjá þessum fyrir- tækjum á sjó og í landi. Árleg velta þeirra og tengdra fyrirtækja gæti verið í kringum 20 milljarða króna. Lítil sem engin samvinna hefur verið milli þess- ara fyrirtækja, enda tengjast ÚA og KEA hvort sinni „blokkinni" og Samheiji stendur utan þeirra beggja. Ljóst er að hægt væri að ná mikilli hagræð- ingu í rekstri fyrirtækjanna með samvinnu eins og sameiginlegri þjónustu við skipin, netaverkstæði og viðhald. Einnig gæti samvinna í útgerð og vinnsiu skilað miklu, meðal annars með tilliti til sérhæfmg- ; ar og aflamiðlunar. Þá kemur það væntanlega tii greina, þegar skilaskylda afurða innan stóru sölu- samtakanna hefur verið afnumin, að fyrirtækin/, nýti sér þjónustu bæði SH og ÍS og jafnvel fleiri, eins og fyrirtækis Samheija í Bretlandi, Seagold. Möguleikarnir virðast fyrir hendi hvort sem talað er um samruna eða samvinnu, en framtíðin sker úr um hvort og þá hvernig þeir verða nýttir. Njörður hf., Ólafsvík Útgerð Snæfell SH 740 50% Útgerðarfélag Dalvíkur hf., Dalvík Björgvin EA 311 Björgúlfur EA 312 Sólfell VE 640 Grímsey, fiskverkun Hrísey, frystihús án kvóta Snæfellingur hf., Ólafsvík Rækjuverksmiðja Már SH 127 Melur hf., Vestmannaeyjui útgerð g-------, A 33,3% Kvóti: 9601 Velta 1995, m.kr. Sjávarútvegssvið KEA Útgerðarf. Dalvíkur hf. Njörður hf.--- Snæfellingur hf. - Melur hf.—-—-------- Gunnarstindur hf. 1.000 -750 115 870 150 — 409 ■ Gunnarstindur hf., Stöðvarfirði 45 /o útgerð og frystihús Sindri VE 60 KEA, sjávarútvegssvið, Akureyri Hlutur í ödrum fyrirtækjum % Kambaröst SU 200 Kvóti: 1.1951 4,80 Isl. sjávarafurðir 3,13 íshafhf. 11,80 Framleiðendur „ „ . ., 2,88 SÍF Veiðisvæði: Heimamið, Flæmingjagrunn, rækjumið undan Namibíu Velta 1995, m.kr. Velta heima Velta ytra 4.400 í Færeyjum 400 í Þýskalandi 1.700 Hlutur í öðrum fyrirtækjum Samskip Skipaklettur Fiskeldi Eyjafjarðar hf. Stokksnes Hamar Samherji, Akureyri Útgerð Akureyrin EA110 Baldvin Þorsteinsson EA10 Hjalteyrin EA 310 Margrét EA 710 Víðir EA 910 Þorsteinn EA 810 Kvóti: 21.247 t Veiðisvæði: Á heimamiðum, á Reykjaneshrygg, í Smugunni Seagold, Bretlandi — Sölufyrirtæki — Strýta, Akureyri Vinnsla á rækju, síld og kavíar I I 1 l.OnlI Söltunarfélag Dalvíkur, Dalvík Rækjuverksmiðja LHZLJZUl — Eyrarfrost, Akureyri Frystigeymsla - Oddeyrin, Akureyri Friðþjófur, Eskifirði loðnu- og síldarvinnsla 11 I Kvóti DFFU ÍESB-Iögsögu —— á Noregsmiðum —— við Grænland------ við Færeyjar------ að hluta, ESB-kvóti v. Grænl. ESB-kvóti á íslandsmiðum tonn - 8.700 - 9.500 -4.600 4.400 104.900 5.395 Deutsche Fiskfang Union, Cuxhaven, Þýskalandi Útgerð og verkstæði Cuxhaven Kiel Wiesbaaden Onward Fishing, Bretlandi Útgerð - veiðiheimildir Framherji, Færeyjum Útgerð og veiðiheimildir Akraberg Ester Veiðisvæði: / fiskveiðilögsögu ESB-rikja, á Reykjaneshrygg, þýskur kvóti v. Færeyjar---3.000 / norskri- og rússneskri lögsögu, Grænlandsmið (ESB-kvóti) Veiðisvæði: Á Færeyjamiðum, á Reykjaneshrygg, i Smugunni Velta 1995, m.kr. Útgerðarf. Akureyringa hf. Laugafiskur hf.--------- Tangi hf. Fjöldi starfsmanna Grenivík frystihús 25% Skagstrendingur hf. ——.■ —- Stöplafiskur hf.-----——; — SÚA ehf. (hóf starfsemi 1996) ---- Mecklenburger HochseeFischerei GmbH---------1.517 3.267 — 93 695 1.002 ----- 7 -T~ 0 471 17 107 85 4 0 263 Skagstrendingur hf.- Skagaströnd Útgerö og rækjuverksmiðja 20% Útgerðarfélag Akureyringa Akureyri hf., Tangi hf., Vopnafirði loðnu- og síldarvinnsla 60% 35% Brettingur NS 50 Eyvindur Vopni NS 70 Sunnuberg GK199 Kvóti: 3.9501 Laugafiskur hf., Laugum Fiskverkun Stöplafiskur hf., Reykjahverfi Loðnuþurrkun 50% Arnar HU 1 Kvóti: 6.4571 Útgerð og fiskvinnsla Árbakur EA 308 Harðbakur EA 303 Kaldbakur EA 301 Sléttbakur EA 304 Sólbakur EA 307 Svalbakur EA 2 SUA hf., Seyðisfirði Loðnu- og síldarvinnsla Hlutur í öðrum fyrirtækjum % 15,0 Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna 12,0 Fiskeldi Eyjafjarðar hf. Kvóti: 15.757 t Veiðisvæði: Heimamið, Reykjaneshryggur, Smugan, Flæmingjagrunn Mecklenburger Hochseefischerei GmbH, Rostock, Þýskalandi kSi.000^ Veiðisvæði: Gemini Fiskveiðilögsaga ESB-rlkja, Reykjaneshryggur, Avnga / norskri- og rússneskri lögsögu, við A-Grænland (ESB-kvóti)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.