Morgunblaðið - 13.12.1996, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 13.12.1996, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 39 AÐSENDAR GREINAR Manntjón í skólakerfinu Viðar Hreinsson ALÞEKKT er sag- an af drengnum sem haustdag einn fyrir um 130 árum sá skólapilta ríða hjá á ieið í skóla. Hann kastaði sér lq'ökrandi ofan í laut vegna þess að sjálfur komst hann ekki í skóla. Nú er það algengara að börn gráti og líði sálarkval- ir yfir því að þurfa að fara í skóla. Þetta var Stephan G. Stephans- son, en hann orti á fullorðinsárum: Þitt er menntað afl og önd eigirðu fram að bjóða hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða. íslenskir heimspekingar vitna gjarnan í þessa vísu þegar þeir skýra þrjá grunnþætti mannvits: bókvit, verksvit og siðvit. Hug- myndir um ræktun þessara þátta hafa á síðustu misserum skotið upp kollinum við mótun skólastarfs, en það hefur reyndar gerst að fólk hafi nánast sætt ofsóknum fyrir að reyna að fara eftir þeim. Vera má að það sé ósvinna að vitna í Stephan í umræðu um skóla- mál því hann lærði aldrei neitt í uppeldis- og kennslufræðum. Satt að segja fór hann aldrei í skóla. Ekki bætir heldur úr skák að hann var bóndi. Á slíkum misindismönn- um er ekki mikið mark tekið nú á tímum. Því vitna ég með hálfum hug í meira af kveðskap Stephans: Bam með skapið ofíð úr árdagsblíðu og þrumuskúr, veðri því sem allt grær í, öll er veröld þér svo ný. („Til bams“.) í þessum línum hefur óskóla- genginn bóndi fellt mikinn sannleik í stuðla og rím. Góðir bændur eru verklagnir og hirða af natni um það sem grær og dafnar. Þá hornsteina bústarfa hefur skáldið notað til að draga upp mynd af uppvexti barns. Birta og næring fyrir hugann, efni til að byggja úr og metnaður í sam- keppni við sjálfan sig eru frumþætt- ir sem þarf að sinna til að búa börn- um góð uppvaxtarskilyrði. Þau eru vandfundin í íslensku skólakerfi. Enda kannski ekki von í nútíma borgarsamfélagi þar sem lítið er um gróðurmold og veðrabrigði. Nýlegar niðurstöður könnunar um raungreinakunnáttu barna heimsins hafa hleypt af stað um- ræðuflóði, rétt eins og lengi hafi safnast í uppistöðu þangað til stífl- an loksins brast. Niðurstöðurnar eru þó einungis vísbending um af- markaðan misbrest í menntakerf- inu. Mælanleg þekking í stökum námsgreinum er ekki eini mæli- kvarðinn á skólastarf. Hins vegar hefur kraumað víðtæk óánægja með starf grunnskólanna sem nú hefur brotist fram. Vanlíðan barna í skólum, of stórir bekkir, of hátt hlutfall vanhæfra nemenda sem ljúka grunnskóla, einelti á ýmsa vegu, agaleysi og vanræksla greindra barna. Mann- tjón í skólakerfinu er óeðlilega hátt. Það er gegndarlaus sóun á mannauði, líkust því þegar sjávarafla er fleygt. Þegar börn hefja skólagöngu eru mögu- leikarnir á því að ávaxta vitsmuni þeirra ótæmandi. Umræðurnar í kjöl- far könnunarinnar hafa verið einhæfar. Fáir hafa bent á kjarna málsins en forvitnileg gagnrýni á uppeldis- og kennslufræðinám hefur þó komið frá mikilhæf- um stærðfræðikennara og náunga suður í Hafnarfírði sem er doktor í stærðfræði en kann ekki að kenna, sé miðað við skilgreiningu kerfisins. Kennarar eru þægilegt skotmark í leitinni að sökudólgi. Þeir eru lang- þjáðir af lágum launum og erfiðri kjarabaráttu sem hefur hrakið þá út í horn. Drjúgur hluti af vandan- um á rætur í óviðunandi starfsskil- yrðum þeirra. Þeir þola það þó illa að blakað sé við þeim í þessum efn- um og virðast forðast að axla þá ábyrgð sem fylgir því að vera á vígvellinum miðjum, í sjálfum kennslustofunum. Talsmenn kenn- ara hafa jafnvel í öðru orðinu afneit- að ábyrgð kennara á þessu ástandi en í hinu sagt að kennarar séu í lykilstöðu varðandi úrbætur. Þegar kennarar hafa átt í samn- ingum um kaup og kjör við óbil- gjarnt ríkisvald er ekki hægt að neita því að þeir eru annar deiluaðil- inn og bera því sinn hluta af ábyrgð- inni og mættu minnast orða Hall- dórs Laxness um verkamenn: „Það væri ánægjulegt ef krafan um mannsæmandi vandvirkni væri hjá öllum verkamönnum, svo og í verkalýðsblöðum, samferða kröf- unni um mannsæmandi kaup. Allir verkamenn ættu að heimta að mega vinna verk sín af mannsæmandi vandvirkni eða leggja niður vinnu ella. Það er ekki nema sjálfsagt að heimta mannsæmandi kaup, en meðan enn er til verkamaður og sjálfvirkar vélar ekki orðnar alráð- ar, þá er krafan um fullkomnun verksins siðferðisgrundvöllur SILFURBUÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þarfœröu gjöfina - HANDSMÍÐAÐIR DEMANTSHRINGIR >-SOv HMH & .SMIÐJAN wLá G15 f USTlG IS • SlMl 5511505 ■ Fræðileg þekking í upp- eldis- og kennslufræð- um er gagnslaus, segir Viðar Hreinsson, hafí hún ekki kjölfestu í sið- ferðisafstöðu og lífs- skilningi sem hér er lýst. verkamannsins; því hvar á hann annars að finna fullkomnun í lífi sínu?“ (íslendingaspjall: 128-129.) Foreldrar bera sína ábyrgð, þjak- aðir af þessu séríslenska, for- heimskandi yfirvinnuoki. Það er samt hvorki hægt að krossfesta kennara né foreldra. Vandinn liggur framar öllu í firrtu hugsunarleysi nútímans, því sem stundum hefur verið kallað hlutgerving. Flókið nútímasamfélag hefur stærðar sinnar vegna hróflað upp mann- fjandsamlegum kerfum á borð við menntakerfið og heilbrigðiskerfið sem starfa eftir eigin þörfum frekar en þörfum þeirra sem eiga að njóta þeirra. Það er óhjákvæmilegt að stjórna stofnunum samfélagsins skipulega, en ofvöxtur kerfanna er óþarfur. Hlutgervingin felst í þeirri af- stöðu sem ríkir bæði í vísindum og stjórnkerfí, að líta á flest viðfangs- efni sem lífvana hluti, sem afmörk- uð, mælanleg og mótanleg úrlausn- arefni. Það er sjálfsagt við verkleg- ar framkvæmdir en slík afstaða er ótæk þar sem mannlegu eðli og þörfum er sinnt. Með slíkum aðferðum á sviði fræða og vísinda er oft reynt að öðlast skilning á mannlegu atferli einstaklinga og hópa. Gallinn er sá að þannig finnst varla meira en hálfsannleikur, slík vísindi ná ekki til sanninda sem „tindra i augum og kveinka sér í kvíðbogaskothríð hjartans" svo notuð séu orð Þor- steins skálds frá Hamri. Þegar mælt hefur verið og vegið eru niður- stöðurnar notaðar við mótun skóla- starfs og skólastefnu. Þeim er beitt á nemendur með það fyrir augum að móta þá frekar en þroska. Ekki er litið á nemendur sem einstakl- inga, heldur sem hóp sem þjappað er saman sem næst meðaltalinu. Þetta er hið illræmda bremsukerfi, sem hefur stundum verið kallað flathyggja. Það reynist oft erfitt að fella einstaklinga inn í þessi for- sniðnu mót og þeir breytast í sér- kennslutilfelli og vandræðaungl- inga. Þeir sem vel eru fallnir til náms koðna niður í sinnuleysi eða umturnast í uppreisn. í stuttu máli, reynt er að nálgast nemendur með það að leiðarljósi að sníða þá til, frekar en þroska þá í samræmi við eðli þeirra og hæfíleika. Hlutgervingin á þekkingarsvið- inu fær samhljóm á sviði stjórn- mála þar sem ákvarðanir eru tekn- ar um inntak og aðferðir kerfanna. Stjórnmálamenn nota rannsóknar- niðurstöður sérfræðinga við að tefla sínar skákir með fjárhæðir, mann- fjölda, fermetra og tækjakost. Upp- hæðir fjárveitinga í tengslum við höfðatölu eru eftirlætishugtök lé- legra stjórnmálamanna. Viðhorfín í erindum Stephans G. hér að framan eru einmitt í hróp- andi andstöðu við þá hlutgervingu sem setur mark sitt á skólastarf í dag. Hjá manninum sem aldrei fór í skóla birtist mannskilningur byggður á bijóstviti og næmi fyrir skilyrðum þess lífs sem hann lifír og hrærist í. Kjarni þess er að hlúa að lífs- og þekkingarþorsta barns- ins. í því felst að leita leiða til að efla þroska hvers og eins, leyfa hæfileikum hans að njóta sín. Sú afstaða í skólastarfí elur af sér þá virðingu fyrir nemandanum sem hann á skýlausan rétt á, það er einföld mannhelgi. Með slíka virð- ingu að leiðarljósi, einfaldar reglur og sanngjama festu reynist góðum kennurum auðvelt að halda aga. Þessi siðferðisafstaða er blanda af brjóstviti og arfi kynslóða. Sem betur fer er hún sýnileg hjá fjöl- mörgum kennurum, en það er lítið . gert til þess að halda henni á lofti í skólakerfínu, hún er jafnvel mark- visst kveðin niður. í umræðum und- anfarið hafa menn eðlilega viljað veija uppeldis- og kennslufræði- menntun. Það er hins vegar lykilat- riði, að fræðileg þekking í uppeldis- og kennslufræðum er gagnslaus og jafnvel skaðleg hafí hún ekki kjöl- festu í siðferðisafstöðu og lífsskiln- ingi sem hér hefur verið lýst, sem felst í að virða og hlynna að því sem vex og dafnar. Þá fyrst getur sú þekking orðið að nýtilegu verk- færi kennara og „fullkomnun verks- ins“ náð. Það er nánast ótakmarkað hvað börn geta lært þegar tekst að halda við lífsgleði þeirra og þekk-. ingarþorsta, þegar hlúð er að „hvössum skilningi, hagri hönd og hjartanu sanna og góða“. Ég óttast hins vegar að þess verði langt að bíða að viðhorf sem þessi fái hljómgrunn í skólakerfinu og mun í fleiri greinum rekja dapur- leg dæmi um hvemig tekið er á tilraunum til að breyta viðhorfum í skólastarfí. Höfundur er bókmennta- fræðingur ogá böm í skóla. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN K r i n g I u n n i Vandað handbragð Frá þýsku skóverksmiðjunni SALAMANDER <§> Loðfóðraðir Tegund: 15381 Litir: Brúnir og svartir Stærðir: 40-48 Verð: 14.950,- Tegund: Kalimandan Litur: Grár Stærðir: 40-44 Verð. 15.950,- Tegund: 11950 Litur: Svartir Stærðir: 40-47 Verð: 16.950,- Sérvalið gæðaleður og goritex efnið gera skóna vatnshelda og mjúkur gúmmísóli fyrir göngu og útivistarfólk, gerir þetta frábæra handbragð að einstökum „Kamel“ skóm 5% staðgreiðsluafsláttur v J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.