Morgunblaðið - 13.12.1996, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 13.12.1996, Qupperneq 48
48 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MINNINGAR Reiknings- og raun- greinakennslan og skólarnir FÁTT er svo með öllu illtað ekki boði nokkuð gott. Nokkurs taugatitrings hefur gætt hjá mörgum, vegna slakrar útkomu eða kunnáttu íslenzkra bama og ungmenna í raungreinum og reikningi, sem könnun nokkur "■tfeiddi í ljós, að væri fyrir hendi. Illt er, ef þetta er rétt og á rökum reist, sem ekki skal í efa dregið. En betra er seint en aldrei, að þetta komi í ljós, ef verða mætti til þess, að fræðsluyfirvöld og skólamir tækju sjálf sig til bæna í þessu efni og gerðu sér grein fyrir því með opnum huga og í al- vöru, hvar skórinn kreppir að — og, þeg- ar það liggur fyrir, að vinda bráðan bug að að gera þær úr- bætur, sem þurfa þyk- ir. Verði það gert og með eins skjótum hætti og unnt er, má segja að uppnámið, vegna meintra skamm- feila og agnúa á kennslu þessara námsgreina í skólum landsins, hafi orðið til góðs. Brigsl og ásakanir um það hveijum eða hveiju sé um að kenna, hvemig komið er þessum málum, kemur ekki að miklu gagni -‘ög þykir víst ekki við hæfi. En ljóst er þó og ekki úr vegi að leggja á það áherzlu, að kennsla, léleg eða góð, eftir atvikum, og aðbúnaður við þá kennslu, skiptir sköpum og er mikill örlagavaldur sem og í allri annarri kennslu. Veldur hver á heldur. Það þarf hæfileikaríkt fólk til þess að kenna í öllum kennslugreinum og þá ekki sízt í þeim greinum, sem oft eru nefnd- ar „lykilfög“ eða „reglufög", og er þá átt við móðurmálið, stærð- fræðina og raungreinarnar. Það á ekki að þurfa að tíunda það, þar sem það er á allra vitorði, að fög þessi eru í rauninni lykillinn að menntun, grundvöllurinn, sem sönn menntun byggist á. Til þess að kenna þessi fög, hefur oft, á síðari tímum, skort vel menntaða og mikilhæfa kennara. Menn hafa ekki, hvorki konur né karlar, staðið í biðröðum til þess að komast í þessi mikilvægu störf, en illa launuðu. Aldrei virð- ist það of oft endurtekið, að til þess að kenna þessar grundvallar- greinar þarf afburðakennara, ekki aðeins vel menntaða heldur líka gædda góðum hæfileikum til þess að miðla öðrum af þekkingu sinni. En því miður hefur skólinn oft orðið að sjá á bak góðu og vel hæfu fólki til kennslustarfa, sök- um þess að það hefur leitað á önnur mið, þar sem kjörin voru betri og afkoman öruggari. Glœsileg hnífapör Æ9) SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar fœröu gjöfina - Það er eins og menn þurfi ætíð að reka sig á, og það helzt illi- lega, til þess að komast til ráðs og rænu. Það vantar svo sem ekki að kostað hefur verið miklu til skólarannsókna á íslandi og til stjórnunar og viðamikillar yfir- byggingar þessara mála sem og hátimbraðra skólabygginga og Guð má vita hvað og hvað, en að hugað hafi verið að sái skól- ans, sem er hið eigin- lega kennslustarf, og í það starf sæki fólk með kennsluhæfileika, vel lært og fært í flest- an sjó á sviði kennslu og skólamála, hefur verið minna hugsað af hálfu hins opinbera, sem sýnir sig í því, að starf þetta hefur ekki verið hátt skrifað á þeim vettvangi og auk þess smánarlega illa launað. Á meðan svo er, er ekki von á góðu. Það er sama hversu mjög menn fjasa nú um miður heppilegar bekkjaskipanir og hafa allt á horn- um sér í sambandi við blönduðu bekkina í skólanum og nú sé þörf á úttekt og að upplýsa þjóðina um stöðu einstakra skóla, námslega séð o.fl. af því tagi, þá kemur það Ekki verður um bætt, segir Þorgeir Ibsen, nema hæft fólk fáist til kennslustarfa. allt fyrir ekki og til harla lítils gagns, verði ekki ráðist að rótum vandans, þess vanda, sem sýnist liggja þó nokkuð í augum uppi, sem er: of slök kennsla ígrundvall- argreinum. Greinilegt er að þörf er á að gera kennsluna þar skil- virkari og marksæknari. Þótt þar sé á ýmsum stöðum pottur brot- inn, er óvarlegt og ómaklegt að segja þar alla undir sama hatt, þar sem ýmsir skólar eru allvel í stakk búnir og vel mannaðir í raungreina- og stærðfræði- kennslu. En flest situr í sama fari áfram og verður ekki bætt að marki, nema hæfir menn, konur og karl- ar, fáist til starfans. Tómt hús er þó um að tala batni kjör ekki til muna og telja megi þau mann- sæmandi. Þegar hér er komið sögu, þá er snertur viðkvæmur strengur í bijósti yfirvalda, enda, þegar hrært er við málum sem viðkoma kjörum kennara, fara forráðamennirnir kringum þau mál, eins og köttur í kringum heit- an graut, eiga bágt með að kyngja þeirri nöpru staðreynd, að launa- kjörin eigi veigamikinn þátt í því að fæla úrvalsfólk frá kennslu- starfi, starfi sem það undir eðlileg- um kringumstæðum hefði haft hug á að stunda. Islenzkt ungmenni er ekki slak- ara til náms eða verr af Guði gert en jafnaldri þess annars staðar á heimsbyggðinni, en eitthvað meira en lítið hefur gengið úr skorðum í kennslunni og skólakerfinu ís- lenzka, þegar það nær ekki sama árangri í stærðfræði og raungrein- um og jafnaldrinn erlendis. Þetta er hinn sársaukafulli og napri sannleikur sem skólarnir og skóla- yfirvöld verða að horfast í augu við og gera þær úrbætur, sem nauðsynlegar eru. Höfundur erfyrrv. skólastjóri. Þorgeir Ibsen + Sverrir Sigurðs- son, húsasmíða- meistari á Akureyri, var fæddur á Arnar- vatni í Mývatnssveit 4. febrúar 1916. Hann lést 5. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Málmfríður Sigurðardóttir, hús- freyja á Arnarvatni, f. 15. júní 1878, d. 15. ágúst 1916, og Sigurður Jónsson, bóndi og skáld á Amarvatni, f. 25. ágpúst 1878, d. 24. febrúar 1949. Alystkini Sverris eru: Freydís, húsfreyja í ÁJfta- gerði, Mýv., f. 11. apríl 1903, d. 3. mars 1990, Ragna, húsfreyja á Hamri, Reykdælahr., Egils- stöðum, Villingaholtshr. og síðar í Kópavogi, f. 19. mars 1906, Heiður, húsfreyja á Húsavík, f. 24.12. 1909, d. 22. mars 1987, Arnljótur, bóndi á Arnarvatni III, f. 23. júní 1912, Huld, hús- freyja á Húsavík, f. 20. okt. 1913. Hálfsystkini Sverris, börn Sig- urðar og seinni konu hans, Hólm- fríðar Pétursdóttur, húsfreyju á Amarvatni, f. 17. des. 1887, d. 1. febr. 1974 em: Þóra, húsfreyja á Amarvatni, f. 16. febr. 1920, Araheiður, magister í Reykjavík, f. 25. mars 1921, Jón, fyrrv. vega- verkstjóri á Húsavík, f. 26. sept. 1923, Málmfríður, bókavörður og fyrrv. alþingismaður á Akureyri, f. 30. mars 1927, Eysteinn Araar, bóndi á Amarvatni, f. 6. okt. 1931. Hinn 19. maí 1951 kvæntist Sverrir eftirlifandi eiginkonu sinni Ingu Björnsdóttur, lækni, f. 24. júní 1922 á Eiríksstöðum á Jökuldal. Foreldrar hennar em Björn Jónsson, bóndi á Stuðlafossi á Jökuldal, síðar póstur á Seyðisfirði, og kona hans Árný Stígsdóttir, hús- freyja á Stuðlafossi, Seyðisfirði og á Ak- ureyri. Sverrir og Inga bjuggu á Bakkagerði, Borgar- firði eystra, 1951- 1959, fluttu þá til Akureyrar og bjuggu þar síðan. Börn þeirra em: 1) Björn, kennari á Akureyri, f. 12. okt. 1952, maki Aðal- björg Sigmarsdóttir, héraðsskjalavörður, f. 16. maí 1952, þeirra sonur er Sverrir Sigmar, f. 15. jan. 1987. Fósturbörn Bjöms, böm Aðal- bjargar eru: Margrét Ása Jó- hannsdóttir, f. 17. febr. 1976, og Þórarinn Jóhannsson, f. 26. apríl 1980. 2) Ármann, viðskiptafræð- ingur á Akureyri, f. 25. okt. 1956, maki Kristín Ingibjörg Sig- urðardóttir, meinatæknir, f. 22. júlí 1949. Böra þeirra em: Sverr- ir Ingi, f. 30. nóv. 1981, Rakel Bjarnveig, f. 23. júlí 1985, og Kristín Nanna, f. 22. sept. 1988. 3) Sólveig Hólmfríður, hjúkr- unarfræðingur í Reykjavík, f. 17. des. 1962. í Mývatnssveit starfaði Sverr- ir aðallega við landbúnað. Hann fór í Laugaskóla, nam þar smið- ar í sérstakri smíðadeild og fór eins og fleiri i setuliðsvinnu í Reykjavík á stríðsárunum. Á Borgarfirði stundaði hann vél- gæslu framan af, síðan húsa- smíðar og á Akureyri stundaði hann húsasmíðar, fyrst með Ein- ari Eggertssyni, síðan hjá Haga h/f, þá þjá Áðalgeiri og Viðari h/f og síðast A. Finnsson h/f. Utför Sverris fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Okkur langar að minnast með nokkrum orðum Sverris tengda- föður okkar, sem nú er látinn. Upp í hugann koma ótal minn- ingar um þennan ljúfa mann. Það sem einkenndi hann helst var hóg- værð, skörp greind og endalaus umhyggja. Eftir að um fór að hægjast hjá honum í amstri hins daglega lífs urðu barnabörnin hans helsta áhugamál, ásamt um- hirðunni um garðinn sinn í Goða- byggð 11 í nábýli við góða granna. Þar kom það í ljós að í honum blundaði bóndinn, er hann stráði áburði á lóð sína til að fá sem mesta uppskeru, þó svo að upp- skeran væri honum einungis til ama, því að enginn var bústofninn. Ófáar ferðir kom hann til að gæta barnabamanna og taldi þá ekki eftir sér að leika við þau, tefla og spila og eiga þau dýrmæt- ar minningar um þessar samveru- stundir. Sverrir var ótrúlega laginn og vandvirkur smiður og fátt var það sem hann ekki gat lagfært. Jafn- framt miðlaði hann börnum sínum af verkkunnáttu sinni og lagði sig fram um að leiðbeina sonum sínum við smíðar, jafnvel svo að stundum þótti þeim nóg um. En samt var það svo að löngum var hann kallaður til ef eitthvað þurfti að framkvæma á þeirra heimilum. Sverri lá afskaplega vel orð til fólks og hallmælti yfirleitt ekki nokkrum manni. Vissi hann af ein- hveijum sínum nánustu á ferða- lagi, stuttu eða löngu, var hann ekki í rónni fýrr en allir voru komnir heim í hús. Síðustu vikurnar voru honum erfiðar og sárt fann hann til þess hve atgervi hans dvínaði. Við þökkum Sverri fyrir sam- veruna árin sem við áttum með honum og alla hans elsku og um- hyggju fyrir okkur og börnum okkar. Góður Guð leiði hann á nýjum vegum. Blessuð sé minning hans. Kristín og Aðalbjörg. SVERRIR SIGURÐSSON + Bjarni Jónsson var fæddur á Seyðisfirði 4. des- ember 1928. Hann lést í Arizona, Bandaríkjunum, 4. desember síðastlið- inn. Foreldrar Bjarna voru Jón Árnason skipstjóri og kona hans Guð- björg Guðmunds- dóttir. Hann var næstyngstur 6 systkina en þau eru: Geir, Jakobína (lát- in), Arnbjörg, Guð- mundur og Jónas. Bjarni kvæntist Sólveigu Öl- versdóttur frá Norðfirði og lif- ir hún mann sinn. Foreldrar hennar vom Ölver Guðmunds- son útgerðarmaður og Matt- hildur Jónsdóttir. Bjarni og Sólveig eignuðust þrjú börn: Ölver, sem er kvæntur og á eina dóttur og einn stjúpson, Matthildur ógift og Margrét, gift og á tvær dætur. Útför Bjarna fór fram í Seattle 10. desember. Það hafa margar minningar leit- að á hugann síðan ég frétti hið sviplega fráfall Bjarna mágs míns en hann lést úr hjartaslagi í svefni í Arizona, en þar höfðu þau hjón dvalið í tæpa tvo mánuði í sumar- húsi sem þau höfðu leigt sér, en það er mikið um að fólk sem hætt er að vinna dvelji þar yfir vetur- inn. Svo vel líkaði þeim að þau höfðu ákveðið að fara aftur eftir áramót. En þau voru u.þ.b. að fara heim til Seattle til að halda jól með fjölskyldunni þegar kallið kom á afmælisdegi hans en hann hefði orðið 68 ára gamall. Daginn eftir lát hans fengum við jólakortið frá þeim og þar segir hann okk- ur hversu dásamlegt þau hafi það þarna: fullt af golfvöllum og sundlaugum. En þegar Bjarni hætti að vinna dreif hann sig í golf og líkamsrækt og hafði ekki í mörg ár verið betur á sig kom- inn. Síðustu orðin hans í jólabréfinu voru: „Ég hef aldrei haft það betra en nú.“ Bjarni var 18 ára, glæsilegur á velli, þegar ég sá hann fyrst. Það var þegar við Guðmundur bróðir hans vorum að draga okkur sam- an, en þeir höfðu leigt íbúð saman á Vesturgötunni, nokkrir Austfirð- ingar. Bjarni var þá við vélvirkja- nám í Héðni. Hann var ungur þegar hann kynntist konuefni sínu Lollu en svo var hún kölluð. Þau giftu sig 5. nóvember 1949 og hófu búskap hér í Reykjavík og Bjami vann við iðn sína en árið 1958 fluttu þau til Seattle í Bandaríkjunum en þar var Geir bróðir hans búsettur. Fljótlega eftir að út kom settist hann á skólabekk og nam frysti- vélatækni og varð það hans lífs- starf. En því fylgdu mikil ferðalög, stundum yfir sumartímann gátu Lolla og börnin verið með honum. Þau áttu mjög gott hjólhýsi sem þau bjuggu í. Árið 1974 tókum við Guðmund- ur okkur til og fórum í nokkra mánuði til Bandaríkjanna, leigðum okkur íbúð og settum tvo yngstu strákana í skóla. Guðmundur á stóran frændgarð í Seattle og Tacoma. Allt þetta fólk greiddi götu okkar og erum við því ævin- lega þakklát. Við höfðum mikinn samgang við Lollu og Bjarna. Olga systir Lollu og maður hennar bjuggu í Phoenix í Ariz- ona. Þau voru svo rausnarleg að bjóða okkur öllum að koma og vera í nokkra daga yfir áramótin 1974-75. Þá upphófust heilabrot hjá okkur hvort að við gætum far- ið með en löngunin varð yfirsterk- ari og okkur var strax lánaður bíll til fararinnar og eftir ríkulega jóla- veislu hjá Lollu og Bjarna var lagt af stað klukkan 6 á annan í jólum og nú skyldum við elta Bjarna nið- ur alla Kalifomíu gegnum hrað- brautir Los Angeles til Arizona og þetta tókst. Við gistum þijár næt- ur á leiðinni. Þetta var mikil keyrsla og ógleymanleg ferð. Það var tekið á móti okkur með rausn hjá Olgu og manni hennar. Við keyrðum aðra leið heim og var þetta stórt ævintýri sem við erum öll þakklát fyrir að hafa tekið þátt í. Bjarni var mjög góður teiknari og hefði örugglega náð langt hefði hann lagt það fyrir sig. Við eigum nokkrar óborganlegar skopteikn- ingar eftir hann. Eg gleymi ekki hvernig hann skreytti stofu- gluggann fyrir jólin. Þar var kom- inn íslenskur bóndabær, fjöll og dalir. Bjarni stóð ekki einn í amstri lífsins. Hann átti stórmyndarlega konu sem þrátt fyrir ótal heilsuf- arsleg áföll bjó honum og börnun- um þeirra fallegt heimili. Þau héldu mjög góðu sambandi við fjölskyld- ur sínar hér heima. Við Guðmundur og börnin send- um Lollu og fjölskyldu okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Óskum Bjarna guðs blessunar. Ingunn E. Stefánsdóttir. BJARNI JÓNSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.