Morgunblaðið - 13.12.1996, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 13.12.1996, Qupperneq 68
MewUftl -setur brag á sérhvern dag! __ HEIMILISLÍNAN - Heildarlausn á JJármálum einslaklinga @ BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆV 1 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Gruniir á að 80 milljónir kr. hafi verið sviknar út úr Húsnæðisstofnun Verð eigna talið rangt LÖGFRÆÐIDEILD Húsnæðisstofn- unar rikisins hefur óskað eftir því að RLR framkvæmi opinbera rann- sókn á meintum svikum í húsbréfa- viðskiptum við stofnunina á um tólf mánaða tímabili. Að sögn Sigurðar E. Guðmundssonar framkvæmda- stjóra er um sextán húsbréfalán að ræða, að meðaltali að upphæð um 4-5 milljón króna, eða samtals á milli 60 og 80 milljónir króna. Sigurður segir að grunur leiki á að um samantekin ráð sé að ræða hjá nokkrum aðilum, sem hafi gert sér leik að því að framvísa fullgiidum kaupsamningum hjá stofnuninni og fá húsbréfalán út á þau viðskipti. Öll þessi lán eru í vanskilum. Fasteignasala grunuð Nafn einnar fasteignasölu kemur mun oftar fyrir en annarra í þessu sambandi og hefur það fyrirtæki haft milligöngu um viðskiptin í þorra tilvika. Telja menn að í þessum til- vikum sé um að ræða verðlitlar eign- ir en verðmæti þeirra sagt allt annað og meira á kaupsamningum. „Mesta áfallið í þessu sambandi er kannski fyrir markaðskerfið, að ekki sé hægt að treysta umræddu fasteignafyrir- tæki sem virðist hafa forgöngu um þessi viðskipti, reynist um saknæmt athæfi að ræða. Þetta sýnir að menn verða að viðhafa fyllstu gætni.“ Svo rammt hefur kveðið að þess- um svikum, að sögn Sigurðar, að talið er víst að húsbréfalán fyrir um sex til sjö milljónir króna hafi feng- ist fyrir eign sem ekki er talin meira en um einnar til einnar og hálfrar milljónar króna virði. „Við getum ekki fullyrt að um sviksamlegt athæfi sé að ræða í öll- um tilvikum, en finnst einkennilegt hversu samtvinnað þetta er og hve sameiginleg einkenni eru mikil,“ segir Sigurður. Árvekni starfsfólks í húsbréfadeild varð til þess að athygli beindist að þessum málum fyrr á þessu ári, en mestmegnis er um að ræða viðskipti í ár, þó að talið sé að hin meintu svik hafi hafist síðla hausts 1995. ------.......... . Mikið magn af fíkniefnum RANNSÓKN stóð yfir í Reykjavík í gærkvöldi á umfangsmiklu fíkni- efnamáli. Björn Halldórsson í fíkniefna- deild lögreglunnar í Reykjavík stað- festi í gærkvöldi að hollenskt par hefði verið handtekið á Keflavíkur- flugvelli á miðvikudag með verulegt magn af fíkniefnum á sér. í kjölfar- ið hefðu íslendingar verið hand- teknir og húsleitir gerðar og lagt hald á verulegt magn fíkniefna í viðbót. Litlu jólin á Bama- spítalanum Á Barnaspítala Hringsins var haldið upp á litlu jólin í gær og sagði Hertha W. Jónsdóttir hjúkrunarframkvæmdasljóri að reynt væri að halda þau á svipuðum tíma og í skólum. Hljómsveitin Gleðigjafar undir sljórn André Bachmann ásamt trúð og Helgu Möller söngkonu skemmtu börnunum og sagði Hertha að André kæmi árlega til að skemmta börnunum, spítalanum að kostnaðarlausu. „Þetta er þeirra framlag til okkar, en siðan sjáum við um önnur skemmtiatriði, gefum börnunum pakka og sælgæti í poka eins og tíðkast á öðrum jólaböllum,“ sagði hún. Fiskaflinn meiri en nokkru sinni FISKAFLI íslendinga er nú orðinn meiri en nokkru sinni áður. Um síðustu mánaðamót höfðu íslenzku skipin aflað nærri tveggja milljóna tonna. Því er ljóst að fískaflinn fer yfir tveggja milljóna markið á ár- inu. Aflinn innan lögsögu er 1.727.361 tonn samkvæmt bráða- birgðatölum, en utan lögsögu hafa aflazt rétt rúmlega 260.000 tonn, samtals rúmlega 1.987.400 t. Mestur hefur aflinn á heilu ári áður orðið rúmlega 1,7 milljónir tonna. Afli innan landhelgi að meðtöld- um úthafskarfa er nú tæplega 1,8 milljónir tonna. Það er eins og venjulega loðnan sem ræður úrslit- um. Nú hafa veiðzt tæplega 1,2 milljónir tonna. Aflinn fyrstu 11 mánuðina: Afli innan iögsögunnar 2.000-rþús. tonn--------- 1.500 1.000-H 500 O^ Fiskafli utan landhelgi Uthafskarfi tæpl. 52 þús. tonn Þorskur'úr'Smugu um 22 þús. tonn Bækja af Flæm.gr. “Vjjs rúm 20 þús. tonn Morgunblaðið/Ásdis Schengen- framkvæmd- um í Leifsstöð frestað RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að slá á frest fyrirhuguðum fram- kvæmdum í Leifsstöð sem hefja átti á næsta ári vegna væntanlegrar aðildar Islands að Schengen-vega- bréfasamningnum. Ekki verður þó frestað breytingum á innritunarað- stöðu en þær eru óháðar Schengen- samningnum. Aðildarsamningar norrænu ESB- ríkjanna þriggja og samstarfssamn- ingar íslands og Noregs við Scheng- en-ríkin verða undirritaðir i Lúxem- borg næstkomandi fimmtudag en gert er ráð fyrir gildistöku á árinu 1998. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins stefnir hins vegar í að ákvæði samningsins komi ekki til framkvæmda gagnvart Norðurlönd- unum fyrr en á árinu 1999, jafnvel ekki fyrr en 2000, vegna þess að tæknileg vandkvæði eru á að færa Schengen-upplýsingakerfið út til nýrra aðildarríkja. Því er hægt að fresta fram- kvæmdunum í Leifsstöð en frestun- in tengist aðgerðum sem eru í und- irbúningi til að slá á þenslu á næstu 2 árum vegna væntanlegra fram- kvæmda tengdum nýju álveri og stækkun Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Lánsfjárþörf ríkis- ins á næsta ári lækkar af þessum sökum um 530 milljónir en breyting- ar á innritunarsal Leifsstöðvar eru taldar kosta 70 milljónir. Framkvæmdum frestað Ríkisstjórnin fjallaði í gærmorgun um úttekt nefndar ráðuneytisstjóra sem hefur kortlagt opinberar fram- kvæmdir næstu ára og lagt mat á hvort mætti fresta þeim. Friðrik Sophusson ijármálaráð- herra sagði að hluti þessara fram- kvæmda væri bundinn vegna samn- inga en öðrum væri hægt að fresta vegna þess að þær hafa ekki verið boðnar út. Ríkisstjórnin muni í dag og á næstu dögum fjalla um fram- kvæmdir á vegum ríkisins, svo sem vegaframkvæmdir og framkvæmdir á vegum annarra opinberra aðila, eins og ríkisfyrirtækja. Jafnframt muni ríkið væntanlega ræða við sveitarfélögin til að freista þess að raða framkvæmdum næstu ára þannig að þær valdi ekki þenslu. Samningar á lokastigi Friðrik sagði þennan undirbúning miðast við að álver Columbia Vent- ures verði reist á Grundartanga en ella yrðu þessar ákvarðanir endur- skoðaðar. Þó lægi fyrir að Scheng- en-framkvæmdunum yrði frestað burtséð frá álveri. Fram kemur í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis sem dreift var í gærkvöldi um lánsfjárlög næsta árs, að samn- ingar um byggingu álversins séu á lokastigi. Leggur nefndin til að lán- tökuheimild Landsvirkjunar á næsta ári hækki úr 4,8 milljörðum í 9 milljarða vegna virkjunarfram- kvæmda. í nefndarálitinu kemur fram að Landsvirkjun fyrirhugi að fram- kvæma fyrir alls 19 milljarða króna á næstu þremur árum. Fjárfestingin í álverinu sjálfu nemi 12 milljörðum og stækkun Járnblendiverksmiðj- unnar, ef af verði, muni kosta 2,7 milljarða króna. En unnt sé að taka áhættuna af þessu máli vegna þess að fyrir liggi að ekki verði farið í virkjunarframkvæmdir nema verk- lokaábyrgð vegna álversfram- kvæmda sé til staðar, og hið nýja álver muni geta framleitt á kostnað- arstigi sem liggi neðan við miðju í hópi þeirra álvera sem nú selja framleiðslu sína á álversmörkuðum. ■ Framkvæmd/13 Kýlaveiki fannst ekki í klaklaxi í Elliðaánum KÝLAVEIKI fannst ekki í klaklaxi í Elliðaánum í haust. Alls voru fimmtíu laxar kreistir og stroknir og laxar voru skoðaðir á svæðinu frá Árbæjarstíflu og niður að Sjáv- arfossi. „Við biðum spenntir eftir þessum niðurstöðum því þetta var loka- hnykkurinn, veikin hefur ekki kom- ið fram í ánum í sumar og við erum bæði undrandi og glaðir," sagði Gísli Jónsson, fisksjúkdómafræð- ingur á Keldum. Auk þess var dregið á helstu veiðistaði fyrir neðan Árbæjarstíflu og laxi fargað. Náðust þar til við- bótar „einhveijir tugir“ laxa. Að sögn Gísla Jónssonar fannst hvergi kýlaveiki. „Það eina sem við fund- um var kýlaveikibróðurtilfelli í ein- um hæng. Þetta lítur því óneitan- lega vel út og það verður spenn- andi að fylgjast með framvindu mála,“ sagði Gísli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.