Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Löndunarbann sett á rússnesku úthafskarfaskipin á Reykjaneshrygg M 'IKILL þrýstingur er nú á íslenzk stjórnvöld að af- létta löndunarbanni á rússneska frystitogara, sem stunda úthafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg, eftir að veiðarnar eru komnar yfir það hámark, sem Rússum er ætlað. NEAFC, fisk- veiðnefnd Norðaustur-Atlants- hafsins, fer með fiskveiðistjórn á hryggnum. Nefndin ákveður heild- arafla og skiptingu hans milli veiði- þjóðanna. Rússar hafa mótmælt veiðistjórnunni, hafa talið sig fá of lítið í sinn hlut og veitt meira en nefndin hefur úthlutað þeim. Einir um löndunarbann íslenzk stjórnvöld hafa gripið til þess ráðs til að koma böndum á veiðarnar að banna þeim skipum að landa afla sínum hér á landi, sem ekki virða veiðistjórnunina og hafa veitt umfram úthlutað magn. Til slíks banns kom til dæmis í sumar og þá á allan þann flota, sem veiðarnar stunduðu. Útfærsl- an er þá þannig að fyrrihluta árs mega rússnesku skipin öll koma hingað til hafnar, en ekki þau sem karfaveiðarnar stunda eftir mitt ár, eftir að löndunarbannið tekur gildi. Hins vegar er ísland eina þjóðin, sem aðild á að veiðistjórn- inni, sem hefur sett löndunarbann og því geta rússnesku skipin land- að annars staðar og leitað þar eft- ir þjónustu, viðgerðum, endurbót- um og ýmsu öðru. Þar er um að ræða lönd eins og Færeyjar, Noreg og Hjaltland svo dæmi séu tekin. Tvískinnungur Rússar hafa brugðizt hart við þessu löndunarbanni, sem þeirtelja bæði óréttlátt og sönnun á tví- skinnungi íslendinga í fískveiði- stjórnun á úthöfunum. Þeir benda á að við höfum mótmælt veiði- stjórn á Flæmska hattinum, þre- faldað veiðamar þar og teljum al- veg sjálfsagt að við fáum að landa aflanum þar. Rússneska sjávarút- vegsráðneytið hefur vegna þessa beint þeim tilmælum til fyrirtækja í sjávarútvegi að þau eigi ekki við- skipti við íslenzk fyrirtæki. Dæmi eru um það að íslenzk fyrirtæki hafi orðið af viðskiptum vegna þessa upp á hundruð milljóna króna. Fulltrúar at- ----------- vinnulífsins hér á landi hafa vegna þessa fundað með sjávarútvegsráð- herra og utanríkisráð- _________ herra í von um að lausn finnist á þessu máli. Þeir segja að gífurlegum viðskiptahagsmunum sé með núverandi fyrirkomulagi stefnt í tvísýnu fyrir mjög litla hagsmuni. Aðeins sé um að ræða Miklum hags- munum fórn- að fyrir litla? Mikillar óánægju gætir meðal Rússa vegna löndunarbanns á rússnesk skip sem stunda úthafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg. Rúss- neska sjávarútvegsráðuneytið hefur beint þeim tilmælum til rússneskra fyrirtækja að þau eigi ekki viðskipti við ísiensk f/rirtæki. Hjörtur Gíslason kannaði stöðu málsins. Karfanum landað í öðr um löndum nokkur þúsund tonn af úthafs- karfa, sem verði veidd hvort sem rússnesku skipin fái að landa hér eða ekki. Stórt strik í reikninginn Sé reynt að líta á þá hagsmuni, -------- sem í húfí eru, er ljóst að þeir eru gífurlegir. Geta skipt milljörðum króna árlega. Fyrst ber þó að líta á beina afleið- ingu löndunarbannsins. Sé gert ráð fyrir að til þess komi um mitt ár, kemur þessi floti ekki til hafnar hér. Við það tapast þjón- usta við skipin, sala á veiðarfær- um, ýmsum vinnslubúnaði, löndun og umskipun afla þeirra, og flutn- ingar á markaði. Þessi viðskipti fara annað og fiskurinn veiðist eftir sem áður. Nokkuð hefur verið um það á síðustu árum að íslenzk fyrirtæki hafi tekið að sér breytingar á rúss- neskum verksmiðjuskip- ----------- um, endurnýjað vinnslu- búnað og selt þeim veiðar- færi. Þama getur verið um að ræða miklar upphæðir, __________ sem greiddar hafa verið með fiski óbeint. íslenzk fisksölu- fyrirtæki hafa þá tekið að sér sölu aflans og skila umsömdu andvirði sölunnar til íslenzku fyrirtækj- anna. Þarna er oft um miklar upp- hæðir að ræða og þurfa skipin þá meira en eina vertíð til að afla fyrir kostnaðinum. Löndunarbann- ið getur sett stórt strik í þennan reikning því geti skipin ekki komið með aflann til löndunar hér er erf- iðara að henda reiður á því að hann verði seldur í gegnum um- samið sölunet og greiðsla fyrir verkið skili sér. Enn alvarlegri afleiðingar Þær afleiðingar, sem geta fylgt í kjölfarið, eru miklu alvarlegri. Verði raunin sú að Rússar setji á nokkurs konar viðskiptabann er um að ræða viðskiptatap upp á millj- arða króna. Þá kemur enginn Rússafiskur til sölu hjá íslenzkum fyrirtækjum og ekki heldur til vinnslu hjá íslenzku fiskvinnslunni. Dæmi eru um það að fiskurinn frá Rússum hafi haldið heilum frysti- húsum gangandi allt árið og skapað tugum fólks vinnu í smærri sjávar- plássum eins og Vopnafirði og Þórs- höfn. Hætti Rússar að kaupa af okkur frysta og saltaða síld og frysta loðnu, lítur dæmið mjög illa út. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í þessari vinnslu að undanfömu og er Rússland stærsti markaðurinn fýrir þessar afurðir. Þurfi að beina þessari framleiðslu inn á aðra mark- aði, vofir offramboð og verðfall yfir íslenzkum framleiðendum. Aðrar þjóðir nýta sér möguleikana Framundan er mikii endurnýjun í fiskiskipaflota Rússa. Þeir hafa meðal annars leitað hingað vegna slíkra verkefna. Verði þau endan- lega úr sögunni, tapast ekki aðeins mikil viðskipti, heldur einnig möguleikar á viðamiklu samstarfi við rússnesk sjávarútvegsfyrirtæki í líkingu við starfsemi IS austur á Kamchjatka. Jafnframt tapast möguleikar íslensku fisksölufyrir- tækjanna á sölú afurða rússneskra fiskiskipa og vinnslu á landi. Lík- legt er talið að Rússar leiti eftir samstarfi við erlenda aðila í útgerð og fiskvinnslu í Múrmansk á næstu árum. Verði viðskiptabann enn við lýði, eru íslenzk fyrirtæki úr sög- unni. Norðmenn og aðrar þjóðir nýta sér þá þessa möguleika, sem munu færa þeim mikil viðskipti af ýmsu tagi næstu árin og jafnvel áratugi. __________ Það virðist því nauð- synlegt að líta á þetta mál í mun víðara samhengi en aðeins er varðar veiðistjórn á Reykjaneshrygg. Varast verður að fórna miklum hagsmunum fyrir litla eins og hættan virðist vera nú. Markaðir fyrir síld og loðnu í hættu Jólutrésskem m tun iönféluganna að Suðurlandsbraut 30 verður haldin í Danshúsinu Glœsibœ í dag, laugardaginn 28. desember, frá 15-17. Verð kr. 400fyrir fullorðna, en frítt fyrir börn Trésmíðafélag Reykjavíkur, Bíliðnafélagið, Félaggarð- yrkjumanna, Félag bíikksmiða, Félag jámiðnaðarmanna. Hjartans þakkir til barna minna og allra vina minna, nœr og fjcer, sem heiðruðu mig með nœrveru sinni eða á annan hátt í tilefni 85 ára afmœlis míns þann 5. desember siðastliðinn. Guð blessi ykkur og launi kœrleika ykkar og tryggö. „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta... og i húsi Drottins bý ég langa cefi. “ Sálm. 23:1-9. Sigfús B. Valdimarsson, Pólgötu 6, ísafirði. Formaður Sjómannasambandsins Breytt kvóta- kerfi myndi létta gerð samninga „ÉG get ekki sett jafnaðarmerki á milli gerðar kjarasamninga og breytinga á lögum á Alþingi. Hitt er annað mál að öll sjómannasam- tökin hafa lýst yfir stuðningi við frumvarpi Guðmundar Hallvarðs- sonar og Guðjóns Guðjónssonar," segir Sævar Gunnarsspn, formaður Sjómannasambands íslands, að- spurður um þá skoðun Einars K. Guðfínnssonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins, að breytingar á aflamarkskerfinu verði knúnar fram í vetur í tengslum við gerð kjarasamninga sjómanna. Frumvarp Guðjóns Guðmunds- sonar og Guðmundar Hallvarðsson- ar, þingmanna Sjálfstæðisflokks, til breytinga á lögum um stjórn fískveiða, gerir ráð fyrir grundvall- arbreytingu á framsali aflamarks milli skipa. Sævar segir að ef þær breytingar verði að lögum myndi það létta gerð kjarasamninga. „Við teljum að útgerðarmenn hafí mis- notað frjálsa framsalið með þeim hætti að við það verði ekki búið lengur,“ segir Sævar. Ekki er gert ráð fyrir að næsti samningafundur milli sjómanna og viðsemjenda þeirra verði hald- inn fyrr en 9. janúar. HAFNARFJÖRÐUR: Reglur um lækkun fast- eígnaskatts hjá elli- og örorkulífeyrisþegum árið 1997 Ein- Hjón staklingur með með tekjur tekjur allt að, þús. kr. allt að 1997 1996 1997 1996 atslatt 742 (742) 1.162(1.162) 100% 886 (886) 1.389 (1.389) 70% 1.136(1.136) 1.574(1.574) 30% hærri tekjur gefa engan afslátt Hjón séu bæði lífeyrisþegar. Tekjuviðmiðun eru árstekjur árið áður. Gjöld í Hafnarfirði Obreytt niðurfell- ing fast- eignaskatts BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar hef- ur samþykkt að fella niður fast- eignaskatt ellilífeyrisþega af eigin íbúðum árið 1997 og er miðað við brúttótekjur allt að 742 þús. árið 1996. Er það þriðja árið í röð sem miðað er við sömu upphæð. Bæjarstjórn samþykkti ennfremur að fasteignaskattur fyrir árið 1997 verði 0,375% af fasteignamati íbúð- ar, 1,38% af fasteignamati atvinnu- húsnæðis og annars húsnæðis og að sérstakur fasteignaskattur á skrif- stofu- og verslunarhúsnæði verði 0,625% af fasteignamati. Loks skal greiða 0,5% af fasteignamati hest-. húsanna í Hlíðarþúfum. Gjalddagar fasteignagjalda verða sex, 15. jan- úar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí og 15. júní. Eindagi er 30 dögum síðar. Samþykkt var að leggja á vatns- gjald sem nemur 0,2% af heildarfast- eignamati en vatnsgjald vegna fast- eigna í Sléttuhlíð verður 0,1% af heildarfasteignamati. Aukavatns- gjald samkvæmt mæli verður kr. 10 fyrir hvern rúmmetra af vatni. Sam- þykkt var að nýta heimild til að leggja á holræsagjald, sem nemur 0,1% af heildarfasteignamati. Samþykkt var að lóðarleiga verði 1% af fasteignamati allra lóða í Hafnarfírði nema hjá Hafnarsjóði, þar verður leigan 1,5%. Sérstakt sorpeyðingargjald á hveija íbúð verður kr. 3.000 og verður gjaldið innheimt með fasteignagjöldum. Sérstakt þjónustugjald vegna hest'- húsa í Hlíðarþúfum verður kr. 5.000 fyrir fjögurra hesta hús og kr. 7.500 fyrir 6 hesta hús. Gjaldið verður innheimt með fasteignagjöldum. ------» ♦ ♦----- Kosningar á Alþingi LÖGMENNIRNIR Magnús Óskars- son og Jón Sveinsson voru endur- kjörnir fulltrúar Alþingis í Kjaradómi á síðasta starfsdegi þingsins fyrir jól. Varamenn_ þeirra voru kjörnir lögmennirnir Óttar Ingvarsson og Þuríður Jónsdóttir. Kosið var til Ijög- urra ára eða til ársloka ársins 2000. Þá var Bryndís Guðmundsdóttir kennari kosin í útvarpsráð í stað Þórunnar Sveinbjarnardóttir. Bryn- dís var áður varamaður Þórunnar en nýr varamaður var kjörin Ása Richardsdóttir framkvæmdastjóri. Guðríður Þorsteinsdóttir skrif- stofustjóri var kjörin í landskjör- stjórn í stað Baldvins Jónssonar hæstaréttarlögmanns og Lára V. Júlíusdóttir héraðsdómslögmaður var kosin varamaður í landskjör- stjórn. Þá var Sigfús Ólafsson há- skólanemi kosinn varamaður í stjórn Þróunarsamvinnustofnunar íslands í stað Maríönnu Traustadóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.