Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 39 vel íslenska málfræði sem var nú ekki í uppáhaldi hjá nemandanum og þannig bundumst við sterkum vináttuböndum yfir skruddunum. Þennan vetur skiptust á skin og skúrir varðandi heilsuna en samt virtist allt stefna í rétta átt. Hann gat því byijað nám í 10. bekk haust- ið 1994 og tekið þátt í skólastarfinu að nokkru leyti. Hann var að vísu í hjólastól og þurfti stuðningsfulltrúa með sér en nú var hann með vinum sínum daglega, gat tekið þátt í fé- lagsstarfinu og það var honum mik- ils virði. Dugnaður og þrek þessa unga manns var ótrúlegt og þrátt fyrir skin og skúrir gat hann alltaf létt lund nemenda og kennara með hnyttnum athugasemdum, skemmti- legum bröndurum og ljómandi brosi. Það var því einkar ánægjulegt að geta afhent honum skírteinið að loknum samræmdum prófum um vorið og enn ánægjulegra að hann skyldi geta komið með okkur í ferða- Iag þá. Skólafélagarnir sýndu ómet- anlega hjálpsemi og samheldni allan tímann. Án þeirra hefði þrautagang- an orðið mun erfiðari. Næsta vetur hóf Jón nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti en staldraði þar stutt við. Meinið herjaði á að nýju og skömmu fyrir jól í fyrra þurfti hann að fara í erfiða aðgerð til Svíþjóðar. Þar dvaldist hann í margar vikur ásamt ijölskyldu sinni sem gerði allt til að létta honum byrðina. Þegar heim kom var fjölskyldan full vonar og bjartsýni og allt virtist ganga vel í fyrstu en í lok ársins var ljóst að hveiju stefndi. Og nú er Jón lagður af stað í hinstu ferðina. Hann hefur kvatt okkur samferðamenn sína að sinni eftir erfiða baráttu síðastliðin þtjú ár. Viku fyrir andlátið heimsótti ég Jón í síðasta sinn. Þá sýndi hann einstakt æðruleysi er hann hélt í höndina á mér, brosti sínu blíðasta og bað fyrir kveðju til allra í skólan- um. Við vinir hans úr Ölduselsskóla erum hnípnir og sorgmæddir og eig- um erfitt með að sætta okkur við þá staðreynd að hann sé horfinn á b'raut. Við eigum þó öll fallegar og góðar minningar um ljúfan vin. Þá minningu getur enginn tekið frá okkur. Elsku Guðrún, Guðmundur og Helga. Orð mega sín lítils á stundu sem þessari. En ég bið algóðan Guð um að vernda ykkur og hugga. Megi minningin um drenginn ykkar lýsa ykkur á komandi árum. Anna Kristín Þórðardóttir. Jón Guðmunds var minn besti vin- ur og það eina sem skildi okkur að, var þegar fólkið á heimilum okkar bað okkur um að halda heim því það þyrfti að sofa. Svo minnkaði þol Jóns og hann varð veikur. Ég varð mjög vonsvikinn því að þá hélt ég að vináttan væri töpuð en það var hún ekki. Ég byijaði að heimsækja hann á spítalann og komst að því að þetta var ekki sami Jón og ég þekkti áður heldur nýr Jón sem var ekkert verri en sá gamli. Þess vegna vil ég hafa minningu mína um Jón bæði fyrir og eftir veikindi, því ef við reynum að gleyma veikindunum, erum við stroka út stóran part af honum og jafnvel breyta minningu í ímynd. Eins mikið og ég mundi vilja stroka það út og byija upp á nýtt þá finnst mér við vera að gleyma því hversu mikil hetja hann var í raun og sterk sál. Hafsteinn Gíslason. Líf Nonna var stutt en ástríkt og ég veit að fólkið sem hann snart hugsar nú til hans með sama hætti og ég. Við fráfall hans er ég þakk- lát fyrir á fá að lifa og elska vini mína og fjölskyldu. Þakka þér, Nonni, fyrir að vera vinur minn. Peggy. Vinur er látinn. Þriðjudaginn 17. desember vöknuðum við upp við þær fréttir að vinur okkar Jón Guð- mundsson væri látinn, þriggja ára langri baráttu hans við veikindi var lokið. Aldrei er hægt að undirbúa sig nóg fyrir slíkar fréttir. Þó svo að við vissum allir að brátt kæmi að þessu vorum við harmi slegnir. Við kynntumst allir Jóni í grunn- skóla, missnemma en allir fengum við strax ímynd af honum sem mikl- um húmorista og gleðigjafa. Þessi eilífa gleði hans smitaði út frá sér. Jón vildi öllum vel og gerði aldrei neinum mein. Hann var grallari og fann oft upp á skoplegum hlutum. Öllum var vel við Jón og hann átti auðvelt með að eignast vini. Stórt skarð myndaðist í bekknum þegar hann veiktist. En það fylltist upp í það með endurkomu hans ári síðar, sem því miður stóð ekki lengi yfir því að við tóku önnur veikindi sem hann náði ekki að yfirstíga. Jón barðist hetjulega við veikindi sín. Þó svo að þau væru erfið hélt hann ávallt húmornum og fyrir það-. berum við allir virðingu fyrir honum. Fyrir okkur var hann hetja. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til nánustu ætt- ingja. Megi Jón hvíla í friði. Bjarki, Gísli, Hafsteinn, Hreggviður, Skúli og Valur. RAÐAUGi YSINGAR A TVINNUAUGL YSINGAR Kennara vantar til að kenna íslensku og samfálagsfræði- greinar (hlutastaða) á unglingastigi við Reykholtsskóla, Biskupstungum. Upplýsingar gefur skólastjóri, Kristinn M. Bárðarson, í símum 486 8708 og 486 8830. KENNSLA Námsstyrkir Verslunarráð íslands auglýsir eftir umsókn- um um tvo styrki til framhaldsnáms erlendis, sem veittir verða út Námssjóði Verslunar- ráðs. 1. Styrkirnir eru veittir til framhaldsnáms við erlendan háskóla eða aðra sambærilega skóla í greinum sem tengjast atvinnulífinu og stuðla að framþróun þess. 2. Skilyrði styrkveitingar er að umsækjendur hafi lokið námi sem veitir rétt til inngöngu í Háskóla íslands eða aðra sambærilega skóla. 3. Hvor styrkur er að upphæð 200.000 kr. og verða þeir afhentir á Viðskiptaþingi Verslunarráðs íslands í febrúarmánuði 1997. Umsóknir þurfa að hafa borist til skrifstofu Verslunarráðs íslands í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 24. janúar 1997. Umsóknum þarf að fylgja afrit af prófskír- teini, vottorð um skólavist erlendis, lýsing á náminu við hinn erlenda skóla og Ijósmynd af umsækjanda. Verslunarráð íslands. TIL SOLU Heilverslun sem sérhæfir sig í vörum fyrir blómabúðir, gróðurhús og gjafavörur, er til sölu. Fyrirtækið var upphaflega stofnað fyrir 33 árum og er vel þekkt á sínu sviði innan og utanlands, við það vinna nú 2-3 manns. Auðvelt er að auka umsetningu, sé þess óskað. Greiðsluskilmálar eru auðveldir, fyrir- tækið greiðist á 6 árum en lager á 2 árum. Vinsamlega sendið nöfn og símanúmer til Mbl. merkt: „H - 444“ fyrir 11. janúar. Jólaball Starfsmannafélags EIMSKIPS verður haldið á Hótel íslandi sunnudaginn 29. desember 1996 frá kl. 16.00 til kl. 19.00. SEÍ. f®] Sjómannafélag Reykjavíkur Fiskimenn íSjómannafélagi Reykjavíkur Félagsfundur verður haldinn á Hótel Sögu í sal A mánudag- inn 30. desember kl. 10.00 f.h. Fundarefni: Kjaramál. Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur. Til sölu Vel staðsett atvinnuhúsnæði við bryggjukant í Vestmannaeyjum. Húsið er stálgrindarhús, ca 376 fm að grunnfleti, með ca 125 fm milli- lofti. Eignin er öll einangruð og klædd að innan. Á jarðhæð eru vinnusalir með lofthæð ca 6 m, innkeyrsludyr, snyrting o.fl. Á milli- lofti er skrifstofa, snyrting, kaffistofa og tvö stór herbergi. Lóðin er ca 1600 fm, þar af ca 300 fm steypt plan. Eignin hentar vel fyr- ir iðnað, fiskvinnslu eða sem lagerhúsnæði. rtOIx HiæfiiÉiŒmsa Skipholti 50B, 2. hæð t.v. Sími 511-1600. Vinningar í Happdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Útdráttur 24. desember 1996 Nissan Terrano II á kr. 2.498.000: 110123 Nissan Primera 2.0 SLX á kr. 1.820.000: 152103 Nissan Primera 1.6 á kr. 1.487.000: 85956 Nissan Micra GX á kr. 1.075.000: 1718 31477 45956 62922 63253 70814 70889 86438 90209 109899 125852 126748 148010 Mongoose fjallahjól á kr. 25.500: 14225 16827 21470 25935 30411 46107 54428 60926 61437 64741 73524 86725 96893 98742 116625 118664 121644 130769 140617 153467 Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14.00. Allir hjartanlega velkomnir. V N7 V Flugeldasaia KFUM og KFUK standa fyrir flug- eldasölu í húsi félaganna, Suður- hólum 35, dagana 28.-31. des- ember. Opnunartími: Laugardagur: Kl. 14.00-22.00. Sunnudagur: Kl. 16.00-22.00. Mánudagur: Kl. 17.00-22.00. Gamlársdagur: Kl. 10.00-15.00. Hjálpræðis- herinn Kirkjuslræti 2 í kvöld kl. 20.00: Jólafagnaður fyrir hermenn og samherja. Sunnudagur kl. 20.00: Hjálpræð- issamkoma. Elsabet Daníels- dóttir talar. Gamlársdagur kl. 23.00: Ára- mótasamkoma. Knut Gamsttal- ar. Nýársdagur kl. 16.00: Jóla- og nýársfagnaður fyrir alla fjöl- skylduna. 'singar FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533, Frá Ferðafélagi íslands Sunnudaginn 29. des. verður hin árlega blysför Ferðafélagsins um Elliðaárdal. Brottförkl. 17.00 frá Mörkinni 6. Ekkert þátttöku- gjald, en blys verða seld á kr. 300. Hjálparsveit skáta verð- ur með flugeldasýningu i Elliða- árhólma í lok göngu. Komið með í skemmtilega göngu- ferð (um 1 klst.) og takið börnin með. Ferðafélag Islands. má iVtfi VI Hallveigarstíg 1 • simi 561 4330 Dagsferð 29. desember Siðasta Útivistarganga ársins. Gengið frá Selfjalli niður í Hljóm- skálagarð. Gangan endar síðan við skrifstofu Útivistar, þar sem boðið verður upp á léttar veiting- ar. Lagt verður af stað frá BSÍ' kl. 10.30 og farið að Selfjalli og aftur kl. 13.00 og þá sameinast fyrri hópnum við Árbæjarsafn. Hægt er að koma inn í gönguna við göngubrúna yfir Kringlumýr- arbraut kl. 14.30. Allirvelkomnir. Ekkert þátttökugjald. Netslóð: http://www.centrum.is/utivist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.