Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 48
' 48 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Almanak AÐSENDAR GREINAR Jolagjafír fyrír biítasaumskonur: Bútapakkar, bækur, snið, verkfærí, gjafabréf og fleíra. 0VIRKA . Mörkin 3, sími 568 7477 sjónarmið. Lúðvík snýr sig fimlega út úr þessu, þegar hann segir að ágreiningurinn snúist um rekstr- arform í heimilislæknaþjónustu almennt. Svo er ekki. Hinn póli- tíski ágreiningur í þessu máli snýst um það hvort heimilislæknum sé fijálst að starfa utan heilsugæslu- stöðva og þar með að hafa for- ræði yfir starfsemi sinni, sem ella færi fram á heilsugæslustöðvum í eigu ríkisins. Lúðvík Ólafssyni hefur að undanfömu orðið tíðrætt um að ungbarna- og mæðravernd fari ekki fram hjá sjál/stætt starfandi heimilislæknum. í því sambandi er nauðsynlegt að benda á þá stað- reynd, að sjálfstætt starfandi heimilislæknar starfa flestir í Do- mus Medica og í Kringlunni, þ.e. miðsvæðis í borginni. Skjólstæð- ingar þeirra geta sótt ungbarna- og mæðravernd á Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur, en þar er þessi þjónusta veitt með faglega örugg- um og rekstrarlega hagkvæmum hætti. Auk þess hafa sjálfstætt starfandi heimilislæknar í Kringl- unni reynt í 5 ár að ná samkomu- lagi við heilbrigðisyfírvöld um að ungbamavernd fari fram undir Settur héraðslæknir í Reykjavík hefur, að mati Ólafs F. Magnús- sonar, tekið sér póli- tískt vald, sem tilheyrir ekki hans embætti. þeirra þaki. Þessari þjónustu mætti koma þar fyrir með mjög litlum tilkostnaði, en áhuga hefur skort hjá heilbrigðisráðuneytinu. Skoðanabræður Lúðvíks í röðum heilsugæslulækna hafa beitt sér gegn því, að ungbarnavernd fari fram á læknastöðvunum í Kringl- unni, en deila síðan hart á sjálf- stætt starfandi heimilislækna fyrir að bjóða ekki upp á þessa þjón- ustu! í þessu felst augljós tvískinn- ungur. Allar heilsugæslustöðvar á ís- landi era í ríkiseign. Eini vísirinn að sjálfstæðum rekstri á heilsu- gæslustöðvum er.í Lágmúlastöð- inni í Reykjavík. í því tilviki hafa læknarnir selt ríkinu húsnæði sitt ásamt búnaði og starfsaðstöðu, en fá samt að reka stöðina sjálfír. Að mínu mati á slíkt fyrirkomulag lítið skylt við sjálfstæðan rekstur. Sjálfstæði lækna við slík skilyrði er takmarkað og algerlega háð ákvörðunum stjórnmálamanna hveiju sinni. Mun heppilegra og hagkvæmara er að læknar komi sér upp starfsaðstöðu fyrir eigin kostnað og reki þjónustuna á eigin ábyrgð. Eitt besta dæmið um slíkt er Domus Medica, sem læknar reistu af stórhug fyrir 30 árum. Þar er um verðugt einstaklings- framtak í heilbrigðisþjónustu að ræða. Aðalatriðið er þó að innan heil- brigðisþjónustunnar í Reykjavík sé skynsamleg verkaskipting og ólíkum rekstrarformum leyft að sanna kosti sína. Þannig nýtist sá mannauður og stofnkostnaður best, sem þar er fyrir hendi. Höfundur er formaður Félags sjálfstætt starfandi heimilislækna. Héraðslæknir eða pólitískur erindreki? LÚÐVÍK Ólafsson, settur hér- aðslæknir í Reykjavík, ritar grein í Morgunblaðið 21. desember sl. undir heitinu „Heimilislækna- skortur í Reykjavík". í grein sinni reynir Lúðvík að veija embættis- færslu sína, vegna umsóknar tveggja sérmenntaðra heimilis- lækna, um að fá að hefja sjálf- stæðan rekstur heimilislæknaþjón- ustu utan heilsugæslustöðva. í bréfí Lúðvíks til tryggingaráðs 20. nóvember sl. segir hann orð- rétt og með feitletaðri áherslu „að engin þörf sé fyrír fleiri heimilis- lækna í Reykjavík". Áður hafði Lúðvík ritað ráðinu bréf 13. ágúst sl. þar sem hann taldi „þörf á fleiri heimilislæknum í Reykjavík" en lét jafnframt í ljós þá skoðun, að læknarnir hefðu svip- aða starfsaðstöðu og er á heilsugæslustöðv- um. Honum er fijálst að hafa þessa skoðun, en hún má ekki verða til þess, að hann fari út fyrir verksvið sitt og taki sér það póli- tíska vald, sem til- heyrir öðram aðilum. í samningi Trygg- ingastofnunar ríkisins og Læknafélags ís- lands um heimilis- læknaþjónustu utan heilsugæslustöðva segir orðrétt: „Áður en nýr læknir hefur störf kvæmt þessum samningi Ólafur F. Magnússon sam- skal liggja fyrir samdóma mat samningsaðila og viðkomandi héraðs- læknis um að þörf sé fyrir fleiri heimilis- lækna á svæðinu. Nýr læknir skal vera sér- fræðingur í heimilis- lækningum.“ Eins og fram kem- ur í heiti greinar Lúð- víks og umsögn hans til tryggingaráðs frá 13. ágúst sl. telur hann þörf fyrir fleiri heimilislækna í Reykjavík. Samnings- aðilar hafa einnig gef- ið út jákvæða umsögn um þörf fyrir fleiri heimilislækna í borg- inni. Þegar þetta liggur fyrir er það pólitísk ákvörðun trygginga- ráðs í samráði við heilbrigðisráð- herra að samþykkja starfsleyfi fyrir þá sérmenntuðu heimilis- lækna, sem hér um ræðir. Með því að breyta umsögn sinni hefur Lúðvík Ólafssyni tekist að binda hendur tryggingaráðs og í raun misnotað aðstöðu sína sem héraðs- læknir í þágu eigin hugmynda- fræði. Sú hugmyndafræði gerir ráð fyrir því, að öll heimilislækna- þjónusta skuli fara fram á heilsu- gæslustöðvum. Settur héraðs- læknir er þar með kominn í hlut- verk pólitísks erindreka án lýðræð- islegs umboðs. A síðasta aðalfundi Læknafé- lags íslands var ítrekuð sú stefna læknasamtakanna, að sérmennt- aðir heimilislæknar fái að starfa sjálfstætt utan heilsugæslustöðva og tryggingaráð hvatt til þess að opna á ný þennan möguleika til að tryggja eðlilega nýliðun í stétt- inni. Félag íslenskra heimilis- lækna, þar sem læknar á heilsu- gæslustöðvum era í miklum meiri- hluta, samþykkti einnig á aðal- fundi sínum árið 1995, að sjálf- stætt starfandi heimilislæknar utan heilsugæslustöðva skyldu fá að halda tilteknum fjölda stöðu- gilda í heilbrigðisþjónustunni í Reykjavík. Tillagan var samþykkt með þorra greiddra atkvæða eftir að frávísunartillaga frá Lúðvík Ólafssyni hafði verið felld, en Lúð- vík er fyrrverandi formaður fé- lagsins. Lúðvík hefur þannig með aðgerðum sínum rofíð sátt, sem náðst hafði um málefni sjálfstætt starfandi heimilislækna í hans eig- in félagi og farið gegn stefnu fag- aðila í málinu. Að gefnu tilefni skal það ítrek- að, að Lúðvík Ólafsson á ekki í persónulegri deilu við mig, eins og ætla mætti af grein hans. Félag sjálfstætt starfandi heimilislækna hefur á fundi í félaginu samþykkt samhljóða ályktun, þar sem vinnu- brögð Lúðvíks í héraðslæknisemb- ættinu eru harðlega gagnrýnd. í félaginu eru 19 heimilislæknar í Reykjavík og sinna þeir þriðjungi borgarbúa. I ályktuninni er því haldið fram, að Lúðvík láti andúð sína á sjálfstæðri starfsemi heimil- islækna utan heilsugæslustöðva ráða gerðum sínum, en ekki fagleg Ikea þakkar viðskiptin á árinu sem er að liða með nokkrum frábærum áramótatilboðum. Áramótaknöll, hattar og blöðrur Öíand. í pakka mi til áramóta 10:00-17:00 13:00-17:00 10:00-18:30 10:00-12:00 vegna vörutalníne Afgreiðslut Laugardagur Sunnudagur Mánudagur Gamlársdagur lyrir ullu .snjullu Þjóðvinafélagsins er ekki bara almanak I þvi ei Árfaók SS ístands með fróðleik um árferði, 1 atvinnuvegi, íþróttir, j stjómmál. mannalát Fæstí bókabúðum um land allt. eru cldri árgangar. alltfrá 1946. ALMANAK Hirs felonzkc þlóSvirva'éleign 1997 Sögufélag, Fischersundi 3, sími 551 4620. 0 « « « ij (1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.