Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/V aldimar KAPPSMAL hvers hrossabónda hlýtur að vera vel útlítandi hross allan ársins hring í góðum skynsamlega nýttum högum. Þannig er það þjá Magnúsi bónda í Kjarnholtum og mætti svo vera víðar ef marka má niðurstöður úr beitarkönnun Landgræðslunnar. Víða staðbundin vandamál í hrossabeit Landgræðsla ríkisins hefur í tvö ár unnið að könnun á ástandi beitarlands á fímm hundruð og görutíu jörðum þar sem hrossum er beitt. Valdimar Kristinsson kynnti sér könnun Landgræðslunnar og viðhorf hrossabænda. INNLENDUM VETTVANGI ASTAND beitarmála var verst í þeim fimm sýslum sem skoðaðar voru síð- sumars ’95, Húnavatns- sýslum, Skagafjarðarsýslu, Ames- og Rangárvallasýslu sem eru hross- fiestu sýslumar. Bjöm Barkarson hjá Landgræðslunni sagði að í upphafi væri nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að hér væri um að ræða forkönnun. Gerð verði frekari úttekt hjá þeim aðilum sem fengu athuga- semdir og væri það starf þegar hafið. Alls vom gerðar athugasemdir hjá fimm hundruð og fjörutíu landeig- endum en þar af hafi tvö hundruð og sjötiu þeirra fengið al- varlega, athugasemdir. í könnuninni voru teknar allar jarðir þar sem eru flöíri hross en tuttugu á beit. Bjöm benti á að þótt hrossflestu sýslurnar sem skoðaðar vora ’95 virðist koma verst út sé munurinn ekki eins mikill eins og í fyrstu virðist. Taka beri tillit til þess að þær eru metnar í tæpu meðalári hvað grassprettu viðkæmi en í ár hafi hinsvegar verið ein besta gras- spretta sem um getur. Taldi Bjöm að niðurstöður af könnunum þessa árs væru ofmat af þessum ástæðum, þ.e. að ástandið í beitarmálum á þeim svæðum sem skoðuð vora í ár sé ekki eins gott og ætla mætti. Hross á óhentugn landi Þá sé nokkuð áberandi að víða á þeim jörðum sem skoðaðar voru í sumar séu hross höfð á landi sem henti illa eða engan veginn til hrossa- beitar. Er þar helst um að ræða bratt- lendi en hross geti skemmt slíkt land veralega til dæmis á vorin í leysing- um og einnig á sumram í mikilli vætutíð. í þessu sambandi benti Björn á að það væri ekki bara of- beit hrossa sem skemmdi heldur mætti ekki gleyma traðkinu. Þegar land hafi verið mikið bitið og gróður farinn að breytast af þeim sökum verði landið mun viðkvæmara fyrir traðki. Þetta eigi einnig við um slétt- lendi. Þá sagði Bjöm alltof algengt að hrossum sé beitt á uppskeralítið land, land þar sem grasspretta sé alltaf mjög léleg sama hvernig árar. Landeigendur bragðust sumir ókvæða við í fyrra eftir að sendar vora út athugasemdir. Sagði Bjöm að aðalástæðan fyrir því hafi verið sú að verkefnið hafi ekki fengið nægjanlega eða rétta kynningu og í einstaka tilvikum hafi menn fengið alvarlega athugasemd þar sem það átti ekki við. Nú hafi hinsvegar eitt hundrað landeigendur verið heim- sóttir og lönd þeirra endurmetin. Segir Bjöm ástandið á þeim yfirleitt í góðu samræmi við það sem forkönn- un leiddi í ljós. Um væri að ræða nokkur tilvik þar sem menn hafa fengið harðan dóm að ósekju í forkönnun og einnig hafi eignarhald í nokkram tilvikum ekki verið rétt skráð. Einnig hafí Landgræðslunni bor- ist ábendingar um jarðir sem hafí orðið útundan. Tók Bjöm fram að úr þessu verði bætt þar sem það hafí ekki nú þegar verið gert. Viðbrögð hestamanna hafa verið misjöfn við þessu framtaki Land- græðslunnar segir Bjöm, margir ánægðir með að fá utanaðkomandi aðila til að leggja mat á ástand beit- armála. Sveitastjómir era mjög já- kvæðar en margir þéttbýlisbúar sem stunda hrossarækt víða um sveitir hafna alfarið ráðgjöf. Telja sig vera í góðum málum og vita betur. Sumir hafa bent á að þetta sé þeirra einka- mál sem komi Landgræðslu ríkisins ekkert við. Sveltihólfin ekki alslæm Sveltihólfin segir Bjöm víða vera talsvert vandamál. Ekki það að þeir hjá Landgræðslunni skilji ekki nauðsyn þess að hafa reiðhesta í hóflegum holdum. Gott fyrirkomulag Viöbrögö hestamanna misjöfn EITT af því sem landgræðslumenn ráðleggja í baráttunni við ofnýt- ingu lands er að gefa útigönguhrossum lengur fram á vor svo gróð- ur nái sér vel á strik áður en hrossunum er sleppt á beitilandið. gæti verið að hafa tvö sveltihólf og nota þau sitt hvort árið þannig að annað sé hvílt meðan hitt er nauð- beitt. I lagi er þar sem jarðvegur er fijósamur að nota sveltihólf tvö ár en hvíla þriðja árið. Með slíku fyrir- komulagi er komið í veg fyrir breyt- ingu á gróðri og í framhaldinu að rof myndist. Þá segir Bjöm að ástand fari mjög versnandi í kringum þéttbýli en nítj- án þéttbýlisstaðir hafí fengið athuga- semdir af ýmsum toga. Þetta endur- spegli vissulega þá þróun sem átt hefur sér stað í aukinni útbreiðslu hestamennskunnar. Hestamenn í þéttbýli séu í harðri samkeppni um landið við til dæmis golfmenn og skógræktarfólk. Víða við þéttbýli séu sveltihólfín mjög áberandi, notuð allt sumarið ár eftir ár án hvíldar. Að síðustu ítrekaði Bjöm það sem fram kom í greininni um fjölgun hrossa að tölulega séð væri nægjanlegt beitiland fyrir hendi fyrir áttatíu þúsund hross í landinu en vitað hafí verið og beitar- könnunin undirstrikaði að víða væri um staðbundin vandamál að ræða og sum þeirra alvarleg. Bændur vilja bæta úr Bjarni Maronsson bóndi að Ás- geirsbrekku í Skagafirði og starfs- maður Landgræðslunnar hefur unnið að endurmati beitar á þeim jörðum þar sem athugasemdir vora gerðar að lokinni forkönnun. Taldi hann að samræmi milli forkönnunar og end- urmats allgott sem sýni að forkönnun hafi verið býsna vel gerð. Bjarni hefur haft mikil samskipti við þá bændur sem fengu athugasemdir og segir hann viðbrögð þeirra góð. „Bændur hafa fullan hug á að hafa hlutina í lagi og þeir þurfa að bæta ástand í beitarmálum vilja samstarf við Landgræðsluna til að svo megi verða. Forðast ber að líta á bændur sem einhveija sökudólga í þessu sam- bandi. í mörgum tilfellum má leita skýringa á því hvernig komið er til samdráttar í sauðfjárræktinni. Hér í Skagafírði hefur til dæmis verið skorið víða niður vegna riðu og hafa menn í þeim tilvikum reynt að bæta sér skaðann að hluta með aukinni hrossaeign," sagði Bjarni. Afsetningin áhrifaríkust Aðspurður um hvað væri til ráða tii að bæta úr sagði hann að í mörgum tilfelum dygði betra skipu- lag beitar á því landi sem fyrir hendi er og að gefa hrossum lengur á vori til að gróður nái sér betur á strik áður en hrossum er hleypt á landið. Einnig mætti skoða áburðargjöf á beitiland, bæði skít og tilbúinn áburð. Þá gæti í sumum tilvikum reynst nauðsynlegt að útvega aukið beiti- land annars staðar. Búnaðarsam- band Skagafjarðar og Landgræðslan vinnur nú að gerð gróðurkorta af jörðum í Skagafirði sem mun auðvelda gerðar uppgræðslu- og beitar- áætlana. En besta ráðið taldi Bjarni að losa sig við þau hross sem ekki stæðust arðsemiskröfur en víða hefði vantaði mjög á að gerðar séu arðsemiskröfur í hrossaræktinni. Á öðrum bæjum þar sem gerðar era arðsemiskröfur væri góð afkoma af hrossarækt og þar yfirleitt ekki beitarvandamál í gangi. Annars væri það ekki hlut- verk Landgræðslunnar að flokka hrossin. Bjarni vildi hvetja bændur til af- setja hross í loðdýrafóður sem á ann- að borð þyrfti að afsetja frekar en að vera setja þau á einn veturinn enn. Þar á hann við til dæmis gömul og rýr hross og grá hross sem ekki era gjaldgeng á Japansmarkað. Að síðustu benti hann á að þótt niður- staðan úr könnun Landgræðslunnar væri ekki góð yrði málið ekki leyst með hávaða eða látum í fjölmiðlum. Það væri nú þegar hafíst handa við að leita lausna í náinni samvinnu við bændur. Sveltihólfin víða vandamál Urskurð- arnefnd um upplýs- ingamál FORSÆTISRÁÐHERRA hefur skip- að úrskurðarnefnd um upplýsinga- mál til að starfa samkvæmt V. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996 sem gildi taka 1. janúar nk. í nefndinni ber að skipa þijá menn til fjögurra ára ogjafnmarga til vara. Skulu tveir nefndarmenn og vara- menn þeirra uppfylla starfsgengis- skilyrði héraðsdómara og skal annar þeirra vera formaður nefndarinnar en hinn varaformaður. Nefndarmenn mega ekki vera fastráðnir starfs- menn í Stjómarráði íslands. í nefndinni eiga sæti Eiríkur Tóm- asson, prófessor við lagadeild Há- skóla íslands, sem jafnframt er for- maður, Valtýr Sigurðsson héraðs- dómari í Reykjavík, sem jafnframt er varaformaður, og Elín Hirst, fv. fréttastjóri. Varamenn þeirra era Steinunn Guðbjartsdóttir héraðs- dómslögmaður, Sif Konráðsdóttir héraðsdómslögmaður og Ólafur E. Friðriksson blaðamaður. Úrskurðarnefnd um upplýsinga- mál er samkvæmt V. kafla upplýs- ingalaga falið það hlutverk að leysa úr ágreininigsmálum um aðgang al- mennings að upplýsingum hjá stjórn- völdum á kærustigi og gefur þannig almenningi færi á að skjóta synjun hvaða stjórnvalds sem er um aðgang að upplýsingum með einföldum hætti til úrskurðar sjálfstæðrar og óháðrar nefndar sem skipað er til hliðar við hið almenna stjórnkerfi ríkis og sveit- arfélaga. .....♦"■»■♦--- Gengið milli fjalls og fjöru í SÍÐUSTU dagsferð Útivistar 1996, sunnudaginn 29. desember, verður gengið frá Selfjalli niður í Hljómskálagarð og gönguferðinni lokið við skristofu Ötivistar að Hall- veigarstíg 1. Gönguferðin skiptist í þijá áfanga. í þeim lengsta verður öll leiðin gengin, mæting á Umferð- armiðstöðini kl. 10.30 og farið með rútu upp að Kópaseli eða mæta þar kl. 11. Þá er hægt að mæta á Umferðarmiðstöðina kl. 13 og loks að mæta við göngubrúna yfír Kringlumýrarbraut kl. 14.30. Hóp- arnir ganga saman síðasta spölinn niður í Hljómskálagarð og upp að skrifstofu Útivistar. Þar býður Úti- vist upp á heitt súkkulaði og kökur. —...♦---------- Kínaklúbbur Unnar til Víetnam UNNUR Guðjónsdóttir áætlar að fara með hóp Islendinga til Víetnam í september 1997. Ferð þessi er opin öllum, eins og allar ferðir Kína- klúbbsins eru, en Víetnam er áhugavert land að heimsækja, þar er uppbygging mikil og náttúrufeg- urð með eindæmum. Unnur er nýkomin úr ferð til Perú, en þangað skipulagði hún fyrstu hópferð sem farin hefur ver- ið frá íslandi, segir í fréttatilkynn- ingu. Þar segir einnig að hún hafí farið með fyrsta hóp íslenskra ferðalanga til Tíbet. -----♦ ♦ ♦----- Gott skíðafæri á Seyðisfirði NÚ um helgina verður skíðasvæðið í Stafdal, Seyðisfirði, opið frá kl. 11-16. Nægursnjóreroggottfæri. i i ci cs i VI ./ c.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.