Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Fjárhagsáætlun Húsavíkur 326 milljónir kr. til fram- kvæmda o g fjárfestinga Húsavík - Ejárhagsáætlun Húsa- víkurbæjar og fyrirtækja hans var lögð fram á fundi bæjarstjórnar 19. desember sl. Ráðstöfun þess fjár sem fékkst vegna sölu á hlutabréf- um í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur um 107 millj. króna er áætlað að fari til lækkunar skulda. Bæjarstjórinn, Einar Njálsson, skýrði fjárhagsáætlunina og eru helstu niðurstöður eftirfarandi: Heildartekjur bæjarsjóðs og bæj- arfyrirtækja eru áætlaðar um 606 millj. króna og er það hækkun um 113 millj., eða 23% frá síðustu áætlun. Rekstrargjöld eru áætluð 461 millj. og þar er hækkun um 82 millj. eða um 22%. Tekjuafgang- ur til eignabreytinga er samkv. áætluninni 145 millj. sem er 27% hækkun frá síðustu áætlun. Til verklegra framkvæmda og fjárfestinga er áætlað að verja 326 millj. á móti 166 millj. á yfistand- andi ári. Heildarlántökur eru áætl- aðar um 58 millj., sem er lækkun frá áætlun 1996 um 7 millj. Afborg- anir lána um 112 millj. og þannig er gert ráð fyrir að skuldir bæjarins lækki á árinu um rúmar 53 millj. og yrðu þá heildarskuldir bæjar- sjóðs og bæjarfyrirtækja í árslok 1997 kr. 445 millj. eða 73% af heild- artekjum. Álagningahlutfall útsvars er 11,99% og er það nokkur hækkun vegna færslu tekna frá ríki til sveit- arfélaga vegna yfirtöku á grunn- skólanum. Stærstu rekstrarliðir bæjarsjóðs eru: Ti! fræðslumála 111 millj., fé- lagsþjónustu 50 millj., yfirstjórn bæjarins 29 miilj., æskulýðs- og íþróttamála 29 millj. og almenn- ingsgarðar og útivist 21 millj. Flateyri Mikil kirkjusókn Flateyri - Flateyringar og hátíðar- gestir þeirra fögnuðu jólum í all- hvassri suðaustanátt og hlýju veðri. Fiskiskipaflotinn er í höfn, ljósum skreyttur, og jólaljósin skarta í gluggum og marglitar perlur lýsa á svölum og þakskeggj- um. Óvenju mikil kirkjusókn var í Flateyrarkirkju við aftansöng á aðfangadagskvöld, en þetta er í 60. skipti, sem sóknarbörnin ganga til kirkju sinnar á helgum jólum, en kirkjan var vígð árið 1936. Sr. Gunnar Bjömsson, sóknar- prestur í Holti, þjónaði fyrir altari og prédikaði. Hann minntist þeirra, er létust í snjóflóðinu á Flateyri 26. október í fyrra. í fjarveru organistans lék prest- urinn sjálfur undir sálmasönginn. Hátt á þriðja tug pólskra verka- manna býr nú á Flateyri. Tveir þeirra, Miron Barski og Marek Wiktorowicz, lásu jólaguðspjall Lúkasar á móðurmáli sínu, pólsku. ATHYGLI og eftirvænting skein úr andliti barnanna á jólasögustu ndinni. Böm á bókasafni JÓLASÖGUSTUND í Bókasafni Borgarness var haldin fimmtu- daginn 19. desember. Öll börn voru velkomin en sérstaklega var börnum á leikskólanum Klettaborg boðið að koma. Alls mættu um 120 börn á sögu- stundimar sem voru tvær, önn- ur fyrir hádegi og hin síðdegis. Börnunum var sagt frá því hvemig jólin vom í gamla daga og sýndar myndir til skýringar. Kertasníkir og Askasleikir komu í heimsókn og spjölluðu við börain og gengu með þeim í kringum jólatréð og sungu jólalög. Að Iokum færðu jóla- sveinamir bömunum epli. Morgunblaðið/Guðlaugur Wium AÐALSTEINA Sumarliðadóttir og Svanfríður Pálsdóttir, for- maður byggðasafnsnefndar, við hliðina á trénu góða. Gervijólatré með sögu Ólafsvík - Systkini í Ólafsvík færðu Gamla pakkhúsinu í bæn- um óvenjulega gjöf á jólaföst- unni, eða 65 ára gamalt gervi- jólatré, með fjöðrum og hólkum fyrir lifandi kerti. Jólatréð var eitt hið fyrsta í Ólafsvík á sínum tíma þegar það var sent til að gleðja fyrrgreind systkini, Aðalsteinu og Guðna Sumarl- iðabörn, á jólaföstu árið 1931. Sérsmíðuð jólatré voru fáséð á þessum tíma og þótti mikið til þeirra koma. Tréð sendi föðurbróðir þeirra, Þorsteinn Arnason, til Ölafsvíkur og vildi hann með því hugga bróðurbörn sín, sem misst höfðu föður sinn, Sumar- liða, ári áður. Var ekkja Sumar- liða, Guðríður Pétursdóttir, þá ein eftir í býlinu Félagshúsi ásamt fimm ungum böraum og þeirra á meðal voru Aðalsteina og Guðni. Þorsteinn hafði verið í heimili hjá Guðríði og Sumarliða en veiktist árið eftir andlát Sumar- liða og lést í Farsóttahúsinu í Reykjavík 30. nóvember árið 1931. Þegar Þorsteinn lá bana- leguna fór hann þess á leit við forstöðukonu spítalans, Maríu Maack, að hún sæi til þess að lík hans yrði flutt vestur til greftr- unar og þar sem jólin voru ekki langt undan bað hann þess að einhver glaðningur yrði sendur með kistunni til að gleðja bróðurbörnin vegna missis þeirra. María efndi loforð sitt og sendi með kistunni jólatréð ásamt skrauti og kertum á greinarnar, auk banana, sem fáséðir voru á þeim tíma. Jólatréð hefur síðan verið í eigu Guðríðar Pétursdóttur og barna hennar, var síðast notað í kringum 1980 og hafði þá gegnt hlutverki sínu í hálfa öld. Sérstök athöfn var í Gamla pakkhúsinu þegar systkinin gáfu tréð og var því komið fyr- ir í glerskáp til geymslu og sýn- is. Fjárfesting I fErðalögum! ORLOFSHLUTDEILD Með aðild sinni að RCI (Resort Condominiums Inter- national) orlofshlutdeildarkerfinu tengjast Heimar hf. RCI. alþjóðlegri keðju yfir 3.000 orlofsdvalarstaða með yfir 2 milljónum aðildarfélaga. RCI er stærsta orlofsíbúðakeðja veraldar og býður dvalarstaði i yfir 80 þjóðlöndum. Með því að kaupa hlutabréf í Heimum hf. - slœrðu tvœr flugur í einu höggi! SKATTAAFSLÁTTUR Kaupin veita skattaívilnanir sbr. lög um fjárfestingu i hlutafélögum og þú færð aðgang að ferðaheimi án landamæra. HEIMAR ORLOFSÍBÚÐAHÓTEL BÚLUSKRIFSTOFA BUBURQÖTU 7 SÍMI BBT 3300 FAX BBT 330T - opið alla daga frá kl. 14:00-22:00 Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson NÚ eru harðindi mikil í fjöllum og hreindýrin leita til byggða. Hreindýr í byggð í Borgarfirði eystri Borgarfirði eystri - Litur jólanna, hinn hvíti litur gleðinnar, er ríkj- andi hér í Borgarfirði. Dyrfjöllin eru svo skjannahvít að ekki sér á dökk- an díl. Við sólaruppkomu eru þau ljósbleik, við sólarlag nær himinblá og í næturtunglskininu silfruð. Nú eru harðindin svo mikil í fjöll- unum að hreindýrin eru komin til byggða. Talið er að 2-300 dýra hjörð sé nú í Litluvík og Kjólsvík hér suður af. Af mannlífinu er það að segja að jólaundirbúningur hefur verið með hefðundnum hætti. Samveru- stundir fyrir böm og unglinga hafa verið í kirkjunni alla sunnudaga og litlu jól voru haldin í skólanum. Þar komu fram jólasveinar, tröll, litlir kallar og kellingar og komu bömin hlutverkum sínum til skila af mik- illi snilld. í litlum byggðarlögum eins og hér taka öll börnin þátt í sýningum sem þessari og em þau vön að koma opinberlega fram áður en þau ljúka grunnskóla. Aftansöngur var kl. 18 á aðfanga- dagskvöld. Böm og unglingar sáu um alla tónlist undir stjóm skóla- stjóra tónskólans. Þau léku á hin ýmsu hljóðfæri, samleik og einleik, auk þess sem þau leiddu safnaðar- söng. Þetta fer að verða hefð í jöla- messum hér, þar sem þetta er þriðja árið sem þessi háttur er hafður á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.