Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 45 AÐSENDAR GREINAR ríkið tæki að sér að greiða viðbótar- gjajd. Á hinum miklu verðbólguárum milli 1970 og 1980 verður þessi kostnaður, sem ríkið hafði tekið að sér að greiða, svimandi hár. Annars vegar geymslugjald á dilkakjötinu í frystigeymslum og hins vegar vaxtakostnaðurinn sem varð vegna þess hve sala á afurðum dróst mik- ið. í gegnum þessi vaxta- og geymslugjöld streymdu feikilegir peningar til þeirra fyrirtækja þar sem þessi forði var, en langstærst þeirra sem nutu þessara peninga var Samband íslenskra samvinnufé- laga. Ég var því kunnugur vegna þess að á þeim árum var ég verslun- arstjóri hjá Verslunarfélagi Austur- lands sem hafði slátrun og ég var greinilega var við hvað þetta voru stórar tölur og i raun og veru óveij- andi. Frásögn mín af þessum hlutum er í raun niðurstaða mín eftir á, þegar ég fer að leggja þetta niður fyrir mér. Hvernig sem á því stóð var eins og bændastéttin áttaði sig ekki almennt á hvað þetta var orð- in fráleit staða. Og fráleitt er líka að ætla að gengið hefði verið á hlut bænda ef þetta hefði verið lagfært. Það er alveg misskilningur. Þessi háttur mála lék hins vegar stórt hlutverk í því að reka áfram verð- bólguna. Meginatriði dregin saman Ég ætla aðeins að draga hér fram nokkur atriði úr undangengnu spjalli til þess að aðalþættirnir verði samstæðari. Árið 1959 sögðu fulltrúar neyt- enda sig úr verðlagsnefnd og Ing- ólfur Jónsson er talinn hafa páð þeim sáttum sem þá tókust. Árið 1965 hætta fulltrúar neytenda aftur að starfa í sexmannanefndinni og þá var ástæðan sú að Mjólkursam- salan og Flóabúið jgengu í Vinnu- veitendasamband Islands og það voru þeir ekki sáttir við, þó var talið að sættir hefðu náðst og nefnd- in var endurreist en Alþýðusam- band íslands neitaði þó þátttöku þá. Sett voru bráðabirgðalög til að ráða fram úr þessum málum og félagsmálaráðherra skipaði þá full- trúa fyrir Alþýðusambandið. í blindgötu Upp úr 1980 var ég farinn að átta mig á því að við stefnum í algera blindgötu með þessum miklu fjárframlögum. 1. mars 1983 átti kaupgjald og búvöruverð að hækka, þá var stórkostleg vitleysa gerð sem ég vildi láta koma í veg fyrir og beitti mér mjög gegn. Ég skrifaði m.a. grein í Morgunblaðið. Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens var þá við völd og miklir erfiðleik- ar við að koma fram ýmsum mál- um. Þá átti kaupgjald og verðlag að hækka um 15% 1. mars og ég hugsaði með mér að þetta mætti alls ekki gerast, þetta yrði hrein kollsteypa og ég lagði mig fram um það að stjórnvöld settu bráða- birgðalög til að stöðva þetta, að búvöruverðið yrði alveg óbreytt og verðlagið mætti ekki hreyfast á næstu 6 mánuðum. Þetta náðist ekki, það var ákaf- lega erfitt ástand hjá stjórn Gunn- ars Thoroddsens vegna þess að hana vantaði eiginlega meirihluta, því þingið var í tveim deildum. Þetta var svo stórt mál að það var sannarlega ástæða til að láta bijóta á því. En þetta gekk fram og við sjáum það nú hvílík óskapa verðbólgualda skall á upp úr þessu. Eftir þetta koma stóráföllin hvert af öðru. Þá er það sem samþykkt er að semja við ríkið um verðlag búsafurða. Þetta fannst mér vera algjört rot- högg og ég hefði aldrei samþykkt þessa leið, enda hefur hún leitt til þess ástands sem við vitum hvern- ig er núna. Höfundur er fyrrum alþingismaður. FORNSAGNA GETRAUN Hversu vel ertu að þér í íslenskum fornsögum? Þú getur reynt þig í fomsagnagetraun sem birtist í Morgunblaðinu 31. desember þar sem verða spumingar úr köflum og kvæðum úr íslenskum fombókmenntum. ✓ Urlausnir á að senda til Morgunblaðsins, dregið verður úr innsendum lausnum og verða veitt ein glæsileg verðlaun: Heildarsafn Islendingasagnanna í útgáfu Fornritafélagsins, sem Hið íslenska bókmenntafélag hefur umboð fyrir, að andvirði kr. 75.000 kr. - kjami málsins!- Skjóttu stoðum undir björgunarstarfið Með því að kaupa flugelda af Hjálparsveit skáta í Reykjavík styrkirðu björgunarstarf sem getur skipt sköpum á neyðarstund. Hjálparsveit skáta í Reykiavík Upplýsingasími 577 2040
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.