Morgunblaðið - 28.12.1996, Page 45

Morgunblaðið - 28.12.1996, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 45 AÐSENDAR GREINAR ríkið tæki að sér að greiða viðbótar- gjajd. Á hinum miklu verðbólguárum milli 1970 og 1980 verður þessi kostnaður, sem ríkið hafði tekið að sér að greiða, svimandi hár. Annars vegar geymslugjald á dilkakjötinu í frystigeymslum og hins vegar vaxtakostnaðurinn sem varð vegna þess hve sala á afurðum dróst mik- ið. í gegnum þessi vaxta- og geymslugjöld streymdu feikilegir peningar til þeirra fyrirtækja þar sem þessi forði var, en langstærst þeirra sem nutu þessara peninga var Samband íslenskra samvinnufé- laga. Ég var því kunnugur vegna þess að á þeim árum var ég verslun- arstjóri hjá Verslunarfélagi Austur- lands sem hafði slátrun og ég var greinilega var við hvað þetta voru stórar tölur og i raun og veru óveij- andi. Frásögn mín af þessum hlutum er í raun niðurstaða mín eftir á, þegar ég fer að leggja þetta niður fyrir mér. Hvernig sem á því stóð var eins og bændastéttin áttaði sig ekki almennt á hvað þetta var orð- in fráleit staða. Og fráleitt er líka að ætla að gengið hefði verið á hlut bænda ef þetta hefði verið lagfært. Það er alveg misskilningur. Þessi háttur mála lék hins vegar stórt hlutverk í því að reka áfram verð- bólguna. Meginatriði dregin saman Ég ætla aðeins að draga hér fram nokkur atriði úr undangengnu spjalli til þess að aðalþættirnir verði samstæðari. Árið 1959 sögðu fulltrúar neyt- enda sig úr verðlagsnefnd og Ing- ólfur Jónsson er talinn hafa páð þeim sáttum sem þá tókust. Árið 1965 hætta fulltrúar neytenda aftur að starfa í sexmannanefndinni og þá var ástæðan sú að Mjólkursam- salan og Flóabúið jgengu í Vinnu- veitendasamband Islands og það voru þeir ekki sáttir við, þó var talið að sættir hefðu náðst og nefnd- in var endurreist en Alþýðusam- band íslands neitaði þó þátttöku þá. Sett voru bráðabirgðalög til að ráða fram úr þessum málum og félagsmálaráðherra skipaði þá full- trúa fyrir Alþýðusambandið. í blindgötu Upp úr 1980 var ég farinn að átta mig á því að við stefnum í algera blindgötu með þessum miklu fjárframlögum. 1. mars 1983 átti kaupgjald og búvöruverð að hækka, þá var stórkostleg vitleysa gerð sem ég vildi láta koma í veg fyrir og beitti mér mjög gegn. Ég skrifaði m.a. grein í Morgunblaðið. Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens var þá við völd og miklir erfiðleik- ar við að koma fram ýmsum mál- um. Þá átti kaupgjald og verðlag að hækka um 15% 1. mars og ég hugsaði með mér að þetta mætti alls ekki gerast, þetta yrði hrein kollsteypa og ég lagði mig fram um það að stjórnvöld settu bráða- birgðalög til að stöðva þetta, að búvöruverðið yrði alveg óbreytt og verðlagið mætti ekki hreyfast á næstu 6 mánuðum. Þetta náðist ekki, það var ákaf- lega erfitt ástand hjá stjórn Gunn- ars Thoroddsens vegna þess að hana vantaði eiginlega meirihluta, því þingið var í tveim deildum. Þetta var svo stórt mál að það var sannarlega ástæða til að láta bijóta á því. En þetta gekk fram og við sjáum það nú hvílík óskapa verðbólgualda skall á upp úr þessu. Eftir þetta koma stóráföllin hvert af öðru. Þá er það sem samþykkt er að semja við ríkið um verðlag búsafurða. Þetta fannst mér vera algjört rot- högg og ég hefði aldrei samþykkt þessa leið, enda hefur hún leitt til þess ástands sem við vitum hvern- ig er núna. Höfundur er fyrrum alþingismaður. FORNSAGNA GETRAUN Hversu vel ertu að þér í íslenskum fornsögum? Þú getur reynt þig í fomsagnagetraun sem birtist í Morgunblaðinu 31. desember þar sem verða spumingar úr köflum og kvæðum úr íslenskum fombókmenntum. ✓ Urlausnir á að senda til Morgunblaðsins, dregið verður úr innsendum lausnum og verða veitt ein glæsileg verðlaun: Heildarsafn Islendingasagnanna í útgáfu Fornritafélagsins, sem Hið íslenska bókmenntafélag hefur umboð fyrir, að andvirði kr. 75.000 kr. - kjami málsins!- Skjóttu stoðum undir björgunarstarfið Með því að kaupa flugelda af Hjálparsveit skáta í Reykjavík styrkirðu björgunarstarf sem getur skipt sköpum á neyðarstund. Hjálparsveit skáta í Reykiavík Upplýsingasími 577 2040

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.